Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 10
10 B
jHorflunbtatiih /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 3. MAÍ 1988
PALMAR SIGURÐSSON
Átti allan
heiminn!
Pálmar Sigurðsson
Fullt nafn: Pálmar Sigurðsson.
Pœðingardagur: 7. febrúar 1963, í Reylq'avík.
Hæð: 1.87 m.
Þyngd: 85 kg.
Atvinna: Nemi og þjálfari.
Eiginkona: Ágústa Finnbogadóttir og eiga þau einn son, Victor,
sem er eins árs.
Titlar: íslandsmeistari með Haukum 1988. Bikarmeistari 1985 og
1986. Auk þess átta sinnum íslandsmeistari með yngri flokkum
Hauka. Kjörinn leikmaður úrvalsdeildinnar 1987 og þjálfari ársins
1988.
Landsleikir: 61 landsleikur með A-liði og 18 unglinga- og drengja-
landsleikir.
H AFN ARFJÖRÐU R er þessa
dagana líklega í hugum flestra
körfuboltabær. Haukar
tryggðu sór nýlega sinn fyrsta
íslandsmeistaratitil í œsi-
spennandi úrslitaleik gegn
Njarðvíkingum og sýndu að
Hafnfirðingum er fleira til lista
lagt en að spila handbolta. Sá
sem átti þó stærstan þátt f
þessum sigri var Pálmar Sig-
urðsson. Hann þjálfar liðið og
leikur stórt hlutverk í leikjum
liðsins, enda yfirleitt stiga-
hæstur.
Pálmar er aðeins 25 ára gam-
ali, en er þó þjálfari íslands-
meistaranna, einn besti leikmaður
úrvalsdeildarinnar og margreyndur
landsliðsmaður.
Hann var einnig val-
inn besti þjálfari úr-
valsdeildarinnar af
öðrum þjáifurum.
Ekki amalegur árangur það.
Eftir að hafa endasenst með Pálm-
ari vítt og breitt um Hafnarfjörð í
myndatökur, settist ég niður með
honum á heimili hans og Ágústu
eiginkonu hans í einu af nýrri hverf-
um Hafnarfjarðar, skammt frá
Haukahúsinu.
Áttl allan heiminn
Það lá kannski beint við að spyrja
hann að því hvemig tilfinning
það væri að vakna upp sem ís-
landsmeistari.
—„Það er blátt áfram ólýsanleg til-
fínning. Maður átti allan heiminn
og gat gert hvað sem var. Þessi
sigur var ótrúlega mikils virði fyrir
okkur því einhverra hluta vegna
voru allir búnir að afskrifa okkur.
Það áttu fæstir von á því að við
kæmumst í úrslit, hvað þá lengra
og við vorum svo miklir senuþjófar.
Það var ótrúlega gaman að vera
til og sjá erfíðið skila sér.“
Var þetta eitthvað sem þú áttir
von á?
—„Ég átti kannski ekki alveg von
á þessu upphafí, en þegar lengra
leið jukust líkumar. Við komumst
framhjá hverri hindruninni af ann-
arri og vorum allt í einu komnir f
úrslitaleik. Það má kannski segja
að þá fyrst hafí ég farið að spá
alvarlega í það að við gætum orðið
íslandsmeistarar, fram að því höfð-
um við sett sigur í sviga og ein-
beitt okkur að þvf að gera okkar
besta."
Með lukkutröll
Nú tók ég eftir þvi að þegar þið
voruð búnir að tryggja ykkur
titilinn þá hljópst þú ekki til
hinna leikmannanna, heldur að
litlum dreng og fagnaðir honum.
Hvemig stóð á þvi?
—„Það er nú saga að segja frá
því. Þessi strákur er frændi minn.
Hann heitir Birkir Gunnarsson, er
tíu ára og er blindur. Ég kynntist
honum reyndar ekki fyrr en rétt
fyrir annan leikinn gegn ÍBK, en
þá hitti ég hann í fermingarveislu
og spjallaði við hann. Það varð svo
úr að hann fór á leikinn í Hafnar-
fírði og sat í áhorfendastúkunni
ásamt systur sinni og konunni
minni, sem útskýrðu leikinn fyrir
honum. Nú við unnum og hann fór
með til Keflavíkur þar sem við unn-
um aftur.
Næsti leikur sem hann kom á var
annar leikurinn gegn Njarðvíking-
um og við unnum i þriðja sinn og
þá kom náttúrulega ekki annað til
greina en að fara til Njarðvíkur á
úrslitaleikinn. Hann var því á fjór-
um leilq'um með okkur sem við
unnum alla og það virðist einhver
gæfa fylgja honum. Það er að
minnsta kosti á hreinu að ég dreg
hann á leikina hjá okkur í bikar-
keppninni næsta vetur því hann er
lukkutröllið okkar."
Blandað elginglml
Hvað með þinn hlut í leiknum,
áttir þú von á að skora svo mörg
stig?
—„Eg átti nú ekki von á því og
vissi ekki að ég væri kominn með
svo mörg stig. Ég fann mig vel í
þessum leik og skaut óvenju mikið
og því má kannski segja að þetta
hafí verið blandað eigingimi. Ann-
ars verður maður að passa sig á
því að vera ekki of skotglaður. Við
erum jú ailir í þessu saman og minn
hlutur í sigrinum var ekki stærri
en hlutur hinna strákanna.
Heppni, óheppni eóa örlög?
Svo við víkjum aftur að upp-
vextinum og æskuárunum. Af
hveiju valdir þú körfubolta?
—„Ég veit nú ekki hvað ég á að
segja. Hvort það var heppni,
óheppni eða örlög. Ég var svona
eins og flestir í handbolta, fótbolta
og körfubolta. í handboltanum var
ég í marki, en þegar ég var kominn
í 3. flokk fóru skotin að verða
fastari og verra að fá blöðruna í
sig. Þá spurði ég sjálfan mig:
„Pálmar, er allt í lagi með þig.
Stendur eins og trúður á línunni
og lætur skjóta þig í kaf?“ Svo ég
hætti því og hef reyndar aldrei skil-
ið hvað fær menn til að láta þmma
svona í sig.
í fótboltanum var ég hinsvegar
vamarmaður og bara nokkuð góður
held ég, svona eftir á að hyggja.
En eitt vorið meiddist ég á hnéi og
gat ekki sparkað heilt sumar. Ég
gat hlaupið og stokkið og enn ekki
rétt nógu vel úr löppinni til að geta
sparkað. Það var því fátt annað að
gera en að dunda sér í körfunni.
Það hafði líka mikið að segja að
unglingastarfíð hjá Haukunum var
mjög öflugt með Ingvar Jónsson
sem aðalmann. Hann er tvímæla-
laust „pabbi“ körfuboltans í Hafn-
arfirði. Við urðum strax íslands-
meistarar og ég komst fljótlega í
drengja- og unglingalandslið. Það
hefur án efa haft sitt að segja."
Hver var fyrirmynd þln I körf-
nnni?
—„Það var Jón Sigurðsson og eng-
inn annar. Hann var fyrirmyndin
og maður reyndi að herma eftir
honum. Sendingamar og útsjónar-
semin gerðu hann að frábærum
leikmanni og hann á mikið eftir."
Aklrei heima
Nú ert þú ekki bara þjálfari, þú
ert í skóla og atvinnurekstri.
Bitnar það ekki á fjölskyldunni?
—„Jú það er ekki hægt að segja
annað en að frítíminn sé af skomum
skammti og ég er mjög sjaldan
heima. En einhverra hluta vegna
lætur maður sig hafa það og tímir
ekki að sleppa neinu. Þetta er mik-
ið til spuming um peninga. Mér
hættir til að gleyma mannlega
þættinum og stundum velti ég því
fyrir mér í fúlustu alvöm hvemig
hún Gústa mín þolir mig. Ég er
sárasjaldan heima, en stefni þó að
því að reyna að bæta úr því.“
Hvemig er að vera bæði þjálfari
og leikmaður. Bitnar það ekkert
á leiknum?
—„Ég veit það ekki. Það er að vísu
meira sem maður þarf að hugsa
um í leikjum, en aðstoðarþjálfarinn
ber þungan með mér. Ég var svo
heppinn að fá Hálfdán Markússon
með mér og hann hefur verið ómet-
anlegur. En ég vildi prófa að þjálfa,
sjá hvort það tæki nokkuð frá mér
og vildi ekki hafa sleppt þessu tæki-
færi.“
Nú hefur þú blandað þér i pólítík.
Varst á lista í bæjarstjómarkosn-
ingum. Ertu efni 1 stjómmála-
mann?
—„Það var nú ekki svo merkilegt.
Ég var í 15. sæti á lista Sjálfstæðis-
Eftir
LogaB.
Eiösson
Séð yfir fjörðinn
Pálmar Sigurðsson á hamrinum fyrir ofan bæinn. „Ég er þó ekki hreinræktaður Ga
Við Lækjarskóla
Pálmar í körfubolta við Lælq'arskóla. „Þama byijuðum við og ég man að í fyrst
við okkur upp hér fyrir myndatöku.“