Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 12
12 B HtorgimMiiM* /ÍÞRÓTTtR ÞRWJUDAGUR 3. MAÍ 1988 PUIUKTAR Honda Civic 3 dyra 1,4 lítra GL. Ekið á malbiki og möl við góðar aðstæður bæði innan- og utanbæjar. Ökumaður ýmist einn í bflnum eða með allt að þrjá farþega fullvaxna. Eknir um 250 kílómetrar. V6I og kram Vél er snörp á snúningi og vel seig á lágsnúningi. Ljúfgeng og lág- vær, en urrar grimmilega á botngjöf. Gírkassi er fimmgíra, hlutföll mjög góð. Drif er að framan, hefur nær ófinnanleg áhrif á stýri. Undirvagn Stýri er án hjálparafls, nokkuð þungt í kyrrstöðu, framúrskarandi gott á ferð. Engin merki um undir- eða yfirstýringu. Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóli, nokkuð stinn fyrir bæjarsnattið, en framúrskarandi góð í akstri og sýnir afgerandi yfirburði á vondum vegum. Öryggisbúnaður Hemlar. Diskar að framan, kældir, skálar að aftan. Öflugir og ná- kvæmir. Handbremsa mjög góð. Belti eru góð, í öllum sætum. Klæðning er stílhrein og lagleg. Allur bfllinn er klæddur að innan og vel bólstraður í farþegaiými. Hvergi harðar brúnir. Útsýni er mjög gott til allra átta, innispegill skyggir þó lítillega á fyrir hávaxnari mönnum. Útispeglar eru góðir. Ljós eru góð, bæði ökuljós og inniljós. Ljós er í farangursgeymslu. Flauta lætur vita ef ökuljós eru á þegar ökumannsdyr eru opnaðar. Boddýbygging gerir ráð fyrir að fram- og afturendar láti undan við högg, en farþegarými er styrkt. Ýmsir hlutar burðargrindar (sem er sambyggð boddýi) eru galvanhúðaðir beggja vegna gegn ryði og tær- ingu. Innri og ytri bretii, hliðar, hurðir og vélarhlíf eru galvanhúðað- ar öðrum megin. Stjómtaskl Rofar er vel staðsettir, en stilkrofar við stýri hafa þann galla, að það þarf að snúa þeim. Sérstaklega bagalegt á þurrkurofanum. Mælaborð er mjög gott og vel sýnilegt þótt snúa þurfi stýrinu lítillega. Fótstig eru óaðfinnanleg. Skiptir er nokkuð stirður í fyrsta og bak. Vel gengur að skipta að öðru leyti. Handfang fer vel í hendi. Þægindi Rými er gott í framsætum, þröngt fyrir langa fætur ( aftursætum. Gott höfúðrými. Sæti eru góð, framsætin frábær. Hljóðeinangrun er í góðu meðallagi, malarvegirnir komast vel til skila með steinasmellum, vindhvinur er lítill, vélarhljóð getur orðið hávært, ef snúið er knálega. Miðstöð er öflug og blástur í allar áttir, þ. á m. upp á hliðarrúður. Nokkuð hávær á efri stillingunum. Innstig/útstig er helsti galli bflsins. Sætin eru lágt sett og erfitt að setjast, enn erfiðara að rísa upp og ganga út. Hætta á að reka höfuðið í. Erfitt fyrir fullorðna að komast i og úr aftursætum. Farangursgeymslan er aðgengileg og rýmið vel nýtt. Smámunageymslur eru margar, en heldur smáar. Helstukostlr Framúrskarandi aksturseiginleikar, gott vélarafl, sætin, gott útlit. Helstu gallar Innstig/útstig, stilkrofar, verðið. Reynsluakstur / Honda Civic Smár, knár og frár Það er ekki nóg bara að komast til áfangastaðarins. Aðalatriðið er hvernig komist er þangað. Hverjir hugsa svona? Kannast einhver við hugarfarið? Þegar Iffið er farið að verða léttara eftir að þyngstu íbúðargreiðslurnar eru að baki. Þegar lífið er ekki enn orðið erfitt vegna íbúðarkau- panna. Þá er kannski obbolftið til aukalega f buddunni og gamli góði fjölskyldubfllinn verður allt í einu eitthvað svo ósköp venjulegur. Fellur alveg inn í ailan bflafjöldan á götunum og er óttalega latur af stað. Er þetta ekki svipað eins og með hestamennskuna? Klárinn getur jú skilað sínu, en það er alltaf eitthvað við gæðinginn. Það er gott að vita til þess, að hægt er að taka hann til kostanna og svo er ósköp notalegt að hugsa til þess hve glæsilegur hann er. Menn sitja ekki hoknir á gæðingi. Svona bfli er Honda Civic. Fyrir þá sem viija eitthvað meira. Við upplifðum einn um daginn. Hann er auðvitað eins og aðrir gæðingar ekki gallalaus. En hann fellur enganveginn íflokk með brúksbflum, hann hefur eitthvað meira. Samt til flestra hluta nytsamlegur. Hagnýtur glæsileiki BILAR Þórhallur Jósepsson skrifar Honda Civic 1,4 GL er augljóslega af yngstu kynslóð bíla. í útliti er hann ekki ýkja frábrugðinn fyrri árgerðum, svipurinn sterkur og leynir sér ekki. Bíllinn sem við ók- um er 3 dyra og af þeirri gerð, sem á ensku kallast „hatchback" þótt hann sé ekki með hefðbundnu slíku lagi. Hann minnir mun meira á venjulegan skutbíl þar sem toppurinn heldur hæð sinni vel aftur og hurðin aftaná er nálega lóðrétt. Af þeim sökum er rúmt til höfuðsins í aftursætunum og far- angursrýmið nýtist vel. Og það gefur bílnum laglegan svip, ekki síst endapunkturinn á topplínunni, vindskeiðin ofan afturgluggans. Nýjasta tækni Ef við virðum fyrir okkur útlínur þessarar litlu Hondu, þá sjáum við fljótt að hann er samsettur sam- kvæmt nýjustu tísku í samsetning- artækni. Það er e.t.v. rangnefni að kalla það tísku. Þar liggur annað og meira að baki. Hagkvæmni, styrkur og öryggi koma við sögu í ríkum mæli. Hagkvæmnin felst í því, að samsetningarstaðir eru færri, suðupunktar færri, þar af leiðandi stærri einingar en áður notaðar í burðargrind og boddýhlut- um og samsetningin tekur styttri tíma en fyrr. Hagkvæmnin liggur einnig í því, að með þessum áð- ferðum er hægt að hafa málmhluta bflsins eftiisminni án þess að nokk- uð tapist í styrk. Með færri sam- setningarstöðum, háþróaðri tækni í gerð burðarbita og hönnun þeirra og með nýjustu ryð- og tæringar- Klæðnlngln er nýtískuleg og góð, hvergi hvassar brúnir. Gott fótapláss er í framrýminu. Morgunblaöið/Bjarni vamaraðferðum fæst aukinn styrk- ur og ending. Eins veitir þetta allt meira öryggi, ef lukkan snýr baki við ökumanninum og hann lendir í umferðaróhappi. Þá kemur að auki til sögunnar hönnun burðargrindar- innar, sem veitir meira viðnám í kring um farþegarýmið heldur en til endanna, þar sem hún gefur meira eftir við högg. Augljósasti vottur hinnar nýju tækni í samsetn- ingu Hondunnar er frágangur glugganna. Rúðumar falla nær al- veg slétt við gluggapóstana. Dregur úr vindhvin og minnkar loftmót- stöðuna. Að öðru leyti er Honda Civic líka nánast eggsléttur á yfir- borðinu, hvergi neitt sem fangar óþarfa loft. 16 ventlar Vélar hafa löngum verið aðalsmerki Honda bíla. Snarpar og háþróaðar. Þeir Hondamenn hafa verið manna duglegastir við að hagrtýta þekk- ingu og reynslu frá öðram gerðum farartækja. Þar ber hæst mótor- hjólin og í seinni tíð Formula 1 kappakstur. Reynsla Honda á þess- um sviðum hefur skilað sér fljótt og vel í vélasali almenningsbílanna og Civic er engin undantekning. Hann er fáanlegur með þrenns kon- ar vélum, 1,2 lítra 75 hestafla, 1,4 lítra 90 hestafla og l,6i 130 hest- afla. Allar era vélamar 16 ventla og með yfirliggjandi kambásum. Vélin í „okkar" bfl er 1,4 lítra með ofanáliggjandi kambás og tveimur blöndungum. Þetta segir auðvitað ekki alla söguna um þessa ágætu vél. Hönnun hennar má rekja í mótorhjóladeildir og kappaksturs- deildir Hondaverksmiðjanna, eink- Helstu staðreyndir 16 ventla vél 1.396 rúmsentimetra slagiými, fjórir strokkar, sextán ventlar, einn ofanáliggjandi kambás, tveir CV blöndungar. Hestöfl 90 við 6.300 sn/mín., togkraftur 112 Nm við 4.500 sn/mín. Þjöppunarhlutfall 9,3:1. Mál og stæröir Þyngd....................855 kg Mesta leyfileg þyngd..... 1.340 kg Hæð undir lægsta punkt...160 mm Gírkassi.....5 gíra beinskiptur Drif að framan, hlutfall.4,250:1 Stýri hringir borð í borð.3,8 Beygjuradíus mælt við hjól.4,8 m Tankur...................45 lítrar Dekk...............165/70SR13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.