Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 13
HtorgnnMaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 3. MAÍ 1988
B 13
Morgunblaðið/Bjarni
Framúrskarandi aksturseiginleikar einkenna Honda Civic, en á slfkum veg-
um fer að verða full lágt undir hann.
um hvað varðar gerð sog- og út-
blástursganga og brunahólfs. Vélin
er þýðgeng og hljóðlát. Þar kemur
reyndar aftur að því sem sagt var
hér í upphafí um öðruvísi bíla. Hún
er ekki alltaf hljóðlát rellan sú ama.
Við getum nefnilega látið það heyr-
ast að við ökum bíl sem fellur ekki
allskostar inn í fjöldann. Á gjöfinni
urrar hún næstum því eins og stórt
mótorhjól. Öflugt og skemmtilegt
hljóð og kemur bara þegar óskað
er eftir því. Aflið er þokkalegt.
Dugir vel til þarfa og má kreista
út allgóða snerpu með lággíralát-
um. Ef vill, þá má fá ein 40 hestöfl
í viðbót - fyrir hundraðþúsundkall:
l,6i.
Nýmóðlns lclœðnlng
Þegar við setjumst inn rekum við
okkur á, í bókstaflegri merkingu,
herkostnaðinn við glæsilegt útlit og
rennilegar línur. Það þarf að gæta
sín, að reka ekki höfuðið í dyrak-
arminn, framrúðunni hallar svo vel
aftur, að toppstykki ökumanns er
í hnjaskhættu. Það er reyndar inn-
og útstig sem helst getur dregið
úr hrifningunni af þessum bíl. Það
er erfítt, einkum fyrir fullvaxna,
að komast í og úr aftursætum. I
framsætin er betra að komast, en
þau eru svo lág, að erfitt er að
ganga um bílinn, einkum að fara
út. Eftir að komið er inn, fer hins
vegar mæta vel um bæði ökumann
og framsætisfarþega. í aftursætum
er þröngt fyrir langa fætur, en öll
sæti bílsins eru afbragðs góð. Eink-
um á það við um framsætin, þau
er hreint frábær. Klæðningin er í
heild ákaflega nýmóðins. Mjög
stílhrein og lagleg, ekkert óþarfa
prjál og þannig úr garði gerð að
auðvelt er að þrífa hana. Innrétting-
in hefur þó einn dæmigerðan galla,
sem virðist fylgja öllum 3 dyra/5
dyra bílum: Hillan yfír farangurs-
geymslunni skröltir og glamrar.
Velnýttrýml
Farangursgeymslan er dæmi um
vel nýtt rými. Eins og fyrr var sagt
er þaklínan há allt aftur undir stuð-
ara og því nýtist hæðin einkar vel.
'Aftursætin eru tvískipt, þ.e. hægt
er að leggja niður helming baksins
í senn. Síðan er hægt að leggja
sætin fram að fullu og fæst þá hið
besta farangursrými. Eitt af því,
sem gerir þetta kleift er hönnun
fjaðrabúnaðar að aftan. Hjólunum
er haldið með tvöföldum Y-örmum
og þannig hægt að lækka gólfíð.
Ennfremur er notað varadekk af
minnisortinni, aumingi. Það er e.t.v.
hvimleitt þegar komið er undir
bílinn, en við það má lifa. Það er
ekki svo oft sem punkterar á
nútímabílum, reyndar hverfandi
líkur á þvi ef ekið er á malbiki að
mestu lejdi og passað upp á að
vera ekki á óhóflega slitnum dekkj-
um. Farangursgeymslan opnast
niður undir stuðara í miðjunni.
Hvimleitt er, að gaflinn skuli ekki
allur hafa verið tekinn niður. Það
er hægt, eins og sumir framleiðend-
ur hafa þegar gert, sett ljósin í
hurðina. Þannig er mun auðveldara
að fara með stóra hluti, getur jafn-
vel ráðið úrslitum um hvort hægt
er að flytja þá.
KlassafJöAnin
Þegar kemur að ijöðruninni, vær
véladeild Honda hættulega sam-
keppni um titilinn séní verksmiðj-
anna. Orðið fjöðrun er hér notað í
víðtækustu merkingu, þ.e. allar hjó-
laupphengjur, armar, §aðrir og
hvaðeina sem hefur hlutverki að
gegna í fjaðrabúnaðinum og hjólun-
um til þess að halda bílnum stöðug-
um á veginum. Allan hringinn eru
hjólin hengd við bílinn með tvöföld-
um Y-örmum. Sambyggðir gormar
og demparar stjóma mýktinni, arm-
amir stjóma hreyfíngunum. Þetta
kerfí virkar í einu orði sagt frábær-
lega. Því er þannig fyrir komið að
aftan, að í miklum beygjum haldast
hjólin í réttri stefnu. Við mikla
fjöðrun breytist afstaða þeirra ekki
heldur. Niðurstaðan er sú, að bíllinn
er framúrskarandi stöðugur á vegi.
Helst veikleiki bflsins í akstri kemur
reyndar fjöðrunum lítið við. Hann
er heist til lágur undir kviðinn fyrir
malarvegina okkar. En holumar
rennur hann yfír og hvikar ekki frá
réttri leið þeirra vegfna. Ekki varð
vart tilhneigingar til undir- eða yfír-
Honda Civic GL 3 dyra
Umboð á íslandi: Honda
Verð kr. 633.800
Helsti
búnaður
X = innífaliö í veröi
O = fáanlegur búnaður
Hliðarlistar X
Rafknúin sóllúga X
Vindskeið aftan X
Handvirkir útispeglar X
Hjólkoþpar X
Stiglaus hallastilling sæta X
Fellanleg aftursæti X
Snytispegill X
Fjarstýrð opnun afturhurð-
arogtankloks X
Aflstýri O
Stillanleg stýrishæð X
Snúningshraðamælir X
Klukka O
Útvarp 0
Halogen ökuljós X
Afturrúðuþurrka X
Afturrúðuhitari X
Morgunblaðið/Bjarni
Þverstœð vólln er snörp á snúningnum. Hún er laus við að velta sér þótt
tekið sé á.
stýringar, bfllinn einfaldlega liggur
eins og pönnukaka.
Niðurstööur
Vel má tína til sitthvað sem betur
mætti fara í Honda Civic, en að
okkar reynslu em þau atriði færri
en í flestum öðmm bílum í þessum
stærðarflokki. Helst er undan inn-
og útstigi að kvarta, en svo má
einnig kveinka sér undan verðinu.
633 þúsund plús 21 þúsund í ryð-
vöm og skráningu fínnst okkur
vera í hærri kantinum, en - eins
og sagt var hér í upphafí - ef við
viljum eitthvað meira, þá verðum
við að borga eitthvað meira, ekki
satt? Honda Civic er á heildina litið
afskaplega skemmtilegur bíll. Akst-
urseiginleikar frábærir, hönnun og
samsetning eftir nýjustu tækni, út-
lit að okkar dómi bráðlaglegt. Civic
er sérlega unglegur bíll, kannski
þess vegna sem hann vekur hvar-
vetna lukku. Hann er bíll unglinga
á öllum aldri.
Honda Clvlc QL.
Morgunblaðið/Bjami