Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 18
18 B
fBgrfltmftlaftifr /ÍÞRÓTTIR ÞRŒXJUDAGUR 3. MAÍ 1988
HOLLAND H KNATTSPYRNA / ÍTALÍA
WimKieft
setti fjögur
mörk fyrir
Eindhoven
Wim Kieft var heldur betur
með á nótunum um helgina,
þegar PSV Eindhoven vann Sparta
6:2. Kieft setti fjögur mörk og er
markahæstur í hollensku deildinni,
hefur gert 26 mörk. Meistaramir
voru seinir í gang, en Hans Gillhaus
kom þeim á bragðið á 27. mínútu
og Kieft var á ferðinni 10 mínútum
síðar. Hann setti síðan í Qórða gír
eftir hlé og gerði þijú mörk á innan
við 15 mínútum.
Ajax var refsað vegna óláta áhorf-
enda á leik Ajax og PSV í febrúar,
er þeir hentu eggjum inná völlinn,
og varð að leika fyrir luktum dyrum
gegn Haarlem. Ajax lét áhorfenda-
leysið ekki á sig fá og vann 3:1.
John Bosman skoraði tvívegis og
Svíinn Peter Larsson gerði eitt
mark.
SPANN
Barcelona
sigraði
meistarana
Gary Lineker og Bemd Schuster
vom bestu menn Barcelona,
er liðið vann meistara Real Madrid
2:0 um helgina. Lið Barcelona lék
mjög vel og Francisco Carrasco
gerði fyrra markið strax á fyrstu
mínútu eftir homspymu. Lineker
bætti öðru við um miðjan seinni
hálfleik, komst inn í sendingu ætl-
aða markverði Real og skoraði ör-
ugglega.
Espanol, sem lék án sjö fastamanna
vegna fyrri úrslitaleiksins gegn
Leverkusen i Evrópukeppni félags-
liða á morgun, náði jafntefli á úti-
velli við Atletico Madrid. Eduardo
skoraði fyrir gestina í byijun seinni
hálfleiks, en Juan Salinas jafnaði
níu mínútum fyrir leikslok.
Cadiz og Real Sociedad gerðu 2:2
jafntefli. Jose Gonzalez, sem er frá
Salvador, kom heimamönnum yfir
á áttundu mínútu eftir stangarskot
Jose Zalazars. Zamora jafnaði
stundarfjórðungi síðar eftir send-
ingu frá Zuniga. Zuniga náði for-
ystunni fyrir gestina í byijun seinni
hálfleiks, en Luis Cabrera jafnaði
skömmu síðar.
Atletic Bilbao og Valencia gerðu
1:1 jafntefli. Pedro Alcaniz skoraði
fyrir Valencia, en Manuel Sarabia
jafnaði undir lokin.
PORTÚGAL
Porto nær
öruggt með
meistaratign
Porto, sem er nær öruggt með
meistaratitilinn í Portúgal,
vann Salgueiros örugglega 5:1 um
heigina. Femando Gomes, fyrirliði,
skoraði tvívegis sem og Sousa og
Raudnei gerði eitt mark, en Car-
dosa skoraði fyrir heimamenn.
Á sama tíma gerði Benfica aðeins
jafntefli, 1:1, á heimavelli sínum
gegn Academica. Wando skoraði
fyrir Benfica, en Rocha jafnaði
tveimur mínútum fyrir leikslok.
Mats Magnusson og Rui Aguas léku
ekki með Benfica, sem er nú níu
stigum á Eftir Porto, en sex um-
ferðir em eftir.
■ Úrsllt/B14
■ Staðan/B14
FRAKKLAND
Auðvelt hjá efstu liðum
Mónakó stendur mjög vel að vígi í keppninni um
meistaratitilinn þegarfimm umferðireru eftir
EFSTU liðin ífrönsku deildinni,
Mónakó og Bordeaux, unnu
leiki sína örugglega um helg-
ina. Þau skipa þvi enn tvö efstu
sætin.
Mónakó fékk Matra Racing í
heimsókn upp á 2. hæð (!) á
leikvanginum glæsilega í fursta-
dæminu og sigraði 3:0. Eftir
klukkustundar leik gerði Jean-Marc
Ferratge fyrsta markið með þrumu-
skoti, enski landsliðsmaðurinn
Glenn Hoddle skoraði það næsta
15 mínútum síðar og Youssouf Fof-
ana, landsliðsmaður frá Fílabeins-
ströndinni, gerði endanlega út um
leikinn tíu mín. fyrir leikslok. Món-
akó lék mjög vel að þessu sinni, en
Matra, sem einnig hefur verið í
toppbaráttunni í allan vetur, er
heillum horfíð. Heldur þó enn þriðja
sætinu.
Bordeaux lék einnig mjög vel og
fylgir efsta liðinu sem fyrr. Það
munar þó fimm stigum á liðunum
þannig að Mónakó er með pálmann
í höndunum. Hefur 46 stig, Borde-
aux 41 og aðeins fimm umferðir
eftir. Mónakó ætti þvi að vera nokk-
uð öruggt um meistaratitilinn. Það
var Júgóslavinn Zlatko Vujovic sem
gerði fyrra mark Bordeaux gegn
Brest á 13. mín. og Philippe Farge-
on það síðara — skallaði fallega í
mark.
■ Úrslit/B 14.
■ StaAan/B 14.
Gullit frábær
Ruud Gullit, knattspymumaður Eviópu, var sem fyrr potturinn og pannan í
leik AC Mílanó. Hann lék frábærlega gegn meisturum Napólí og lagði upp öll
þijú mörk liðsins.
Qlenn Hoddle skoraði eitt mark
Mónakó um helgina.
„Draumurinn
um aö veija
titilinn er úti,“
- sagði Diego Maradona eftirtap
Napólí gegn AC Mílanó
AC MÍLANÓ gerði góða ferð
til Napólí um helgina, sigraði
heimamenn 3:2 og skaust í
efsta sætið í 1. deild ítölsku
knattspyrnunnar — hafði sæta-
skipti við Napólí. „Draumurinn
um að verja titilinn er úti.
Mílanó verður meistari," sagði
Diego Maradona eftir leikinn
og var greinilega allt annað en
ánægður.
Ruud Gullit, knattspymumaður
Evrópu, var sem fyrr potturinn
og pannan í leik Mflanó og lagði
upp öll þijú mörk liðsins. Heima-
menn fóru varlega í sakimar til að
byija með, en gestimir vom kpmn-
ir til að sigra og sóttu stíft. Á 35.
mínútu gerði Antonio Virdis fyrsta
markið eftir aukaspymu frá Gullit,
en Maradona jafnaði beint úr auka-
spymu 10 mínútum síðar.
Áhorfendur, sem voru 90.000 fögn-
uðu gífurlega, sungu og dönsuðu í
hálfleik, en gleðin var skammvinn.
Leikmenn Mflanó komu tvíefldir til
leiks eftir hlé og á 71. mínútu skor-
aði Virdis öðru sinni. Gullit náði
knettinum nálægt miðlínu, bmnaði
upp og sendi á Virdis, sem var einn
á auðum sjó. Skömmu síðar gerði
Marco Van Basten þriðja mark
Mflanó eftir sendingu frá Gullit og
úrslitin vom ráðin. Careca minnk-
aði muninn fjómm mínútum fyrir
leikslok og heimamenn reyndu ár-
angurslaust að jafna, en tíminn var
of naumur.
Lögreglan í Napólí var viðbúinn
ólátum áhorfenda, en þeir hegðuðu
sér óaðfinnanlega og klöppuðu fyrir
sigurvegumnum.
Giuseppe Giannini skoraði tvívegis
fyrir Roma, sem er í þriðja sæti sex
stigum á eftir Napólí, er liðið vann
Fiorentina 2:1. Stefano Rebonato
minnkaði muninn í seinni hálfleik.
Juventus lék mjög vel gegn Tórínó
og vann 2:1. Roberto Tricella og
Ian Rush skomðu fyrir Juve, en
Anton Polster fyrir Tórínó.
Tvær umferðir em eftir, og Napólí,
sem hefur verið í fyrsta sæti síðan
í október, á eftir að leika gegn Fior-
entina úti og Sampdoria heima.
Mflanó fær Juventus í heimsókn á
sunnudaginn og leikur gegn Como
á útivelli í síðustu umferð.
Ursllt/B14
Staðan/B14
VESTUR-ÞYSKALAND
Bremen með pálm-
ann í höndunum
WERDER Bremen hefur nú svo
gott sem tryggt sér meistara-
titilinn í v-þýsku knattspyrn-
unni. Liðið sigraði Gladbach
2:0 í hörkuleik og hefur sex
stiga forskot á Köln, en nú eru
aðeins fjórir leikir eftir. Bæði
Köln og Bayern Miinchen töp-
uðu stigum um helgina.
Það var reyndar ekki fyrr en
undir lok leiksins að Bremen'
tryggði sér sigur á Gladbach. Þegar
fimmtán mínútur vom til leiksloka
var staðan 0:0, en mörk frá Mic-
hael Kutzop, á 75. mínútu og Karl-
Hewinz Riedle á 81. tryggðu Brem-
en sigur.
Titilvonir Kölnar minnkuðu er liðið
náði aðeins jafntefli gegn Frankfurt
á heimavelli, 1:1. Þijá lykilmenn
vantaði í lið Kölnar og leikurinn var
frekar slakur. Ungverski landsliðs-
maðurinn, Lajos Detari, náði foryst-
unni fyrir Frankfurt, en Pierre Litt-
barski bjargaði öðm stiginu fyrir
Köln með þrumuskoti af 20 metra
færi, á 65. mínútu.
Það sem kom þó mest á óvart-var
sigur Kaiserslautem á Bayem
Munchen, 3:1. Kaiserslautem, sem
lék án fimm lykilmanna, sýndi sinn
besta leik og yfirspilaði meistarana.
Áhugamaðurinn Frank Lelle skor-
aði fyrsta markið fyrir Kaiserslaut-
em og Harold Kohr bætti tveimur
mörkum við í síðari hálfleik. Roland
Wohlfarth minnkaði muninn fyrir
Bayem átta mínútum fyrir leikslok.
■ Úrsllt/B 14.
■ Staðan/B 14.