Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 7
f-o MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSHPFLftlVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 9. JUNI 1988 B 7 Fólk í atvinnulíf inu Nýir útibússtjórar Iðnaðarbankans RÁÐNIR hafa verið tveir nýir útibússtjórar hjá Iðnaðarbankan- um. Jafet Ólafsson hefur verið ráð- inn útibússtjóri Lækjargötuútibús- ins. Jafet er viðskiptafræðingur að mennt. Hann starfaði sem deildar- stjóri í Iðnaðarráðuneytinu 1977-84 en síðan sem forstöðumaður Fata- deildar Sambandsins til 1986. Nú síðast starfaði Jafet hjá Þróunarfé- lagi íslands hf. Jafet er kvæntur Hildi Hermóðsdóttur, bókmennta- fræðing. Jafet mun hefja störf hinn 1. október nk. Þá hefur Sigríður Blöndal verið ráðin útibússtjóri Iðnaðarbankans í Breiðholti. Sigríður hefur þegar tekið við starfinu. Sigríður hóf störf í Iðnaðarbankan- um í Laugarnesi árið 1979, en árið 1982 tðk hún við stöðu skifstofu- stjóra í Breiðholtsútibúi. Sigríður er gift Sverri Kristins- syni sendibifreiðastjóra og eiga þau þrjú börn. Nýr framkvæmdastjóri SteinuUarverksmiðjunnar Framkvæmdastjóraskipti verða hjá Steinullarverksmiðjunni hf. á Sauðarárkróki 1. september nk., en þá tekur Einar Einarsson við starfínu af Þórði H. Hilmarssyni, en Þórður tekur við starfi forstjóra hjá Glóbus hf. í Reykjavík frá sama tíma. Einar Einarsson er fæddur á Blönduósi 30. des. 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972 og prófí í véltæknifræði frá Tækniskólanum í Óðinsvéum í Danmörku 1979. Hann starfaði sem tækntfræðingur hjá Landssmiðjunni og ÍSAL, þar til hann réðst sem framleiðslustjóri Steinullarverksmiðjunnar 1984. Einar er kvæntur Hrefnu Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn. Breytingar hjá Teppalandi Skipulagsbreytingar hafa orðið hjá Víði Finnbogasyni hf — Teppal- andi/Dúkalandi í framhaldi af því að framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum. Fyrirtækinu hefur nú verið skipt upp í tvö svið — markaðssvið og fjármálasvið og með sinn framkvæmdastjórann hvort svið. Framkvæmdastjóri markaðs- sviðsins er nú Skafti Harðarson. Skafti er 31 árs að aldri og hefur starfað sem markaðsstjóri fyrirtæk- isins frá 1986. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Jafet Sigríður Einar Skafti Stella Olafur Snorri Sigurður Viðar Hafsteinn Gunnar Guðmundur Ingi er nú Stella K. Víðisdóttir. Hún útskrifaðist úr viðskiptadeild Há- skóla íslands árið 1986 og hefur starfað sem fjármálastjóri fyrirtæk- isins síðan. Skipulagsbreytingar hjá Verslunardeild SÍS Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Verslunardeild Sambandsins og byggist það á eftirfarandi deilda- skiptingu: aðaldeild, undirdeildir og ördeildir. Starfsheiti þessara deilda eru framkvæmdastjóri, forstöðu- maður og deildarstjóri. Markmiðið með þessu nýja skipulagi er að verkaskipting, vald og ábyrgð sé vel skilgreint, hlutaverkaskipan og stefnumið einstakra rekstardeilda séu ótvíræð og að ýtrustu sérhæf- ingu verði náð á öllum sviðum, ásamt að efla frumkvæði og ábyrgðarvitund starfsmanna. Framkvæmdastjóri Verslunar- deildar er Ólafur Friðriksson, að- stoðarframkvæmdastjóri er Snorri Egilson, markaðsstjóri Sigurður Jónsson og skrifstofustjóri Viðar Þorsteinsson. Undir skrifstofu- stjóra heyra hagsýsla, tölvudeild og þjónusta. Undirdeildirnar eru fimm, þ.e. Matvörudeild, Sérvörudeild, Bygg- ingavörudeild, Verslunarþjnousta og Birgðastöð. Forstöðumenn þriggja þessara undirdeilda hafa þegar verið ráðnir, en það eru Haf- steinn Eiríksson , sem er forstöðu- maður Matvörudeildar, Gunnar Kjartansson forstöðumaður Sér- vörudeildar og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson forstöðumaður Byggingavörudeildar. Ördeildir Matvörudeildar eru fjórar, níu ördeildir tilheyra Sér- vörudeild, tvær Byggingavörudeild, tvær Verslunarþjónustu og tvær tilheyra Birgðastöð. Hjá Verslunardeild sambandsins starfa 256 manns. Utanaðkomandi forstjórí í fjölskyldufyrirtæki Þórður Hilmarsson tekur við Globus 1. september og hverf- ur frá Steinullarverksmiðjunni MEÐ nýju stjórnskipulagi hjá Globus, sem taka mun gildi frá og með 1. september nk, hefur Þórður Hilmarsson verið ráðinn for- stjóri fyrirtækisins. Hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SteinuIIarverksmiðjunnar frá sama tínia. Þórður Hilmarsson er hins vegar ekki ókunngur Globus þar sem hann hefur mörg undanfarin ár unnið ráðgjafarstörf fyrir fyrirtækið. Globus hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Starfsmannafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu 5 árum og á sfðasta ári bættust við 10 stöðugildi, þegar fyrirtækið yfirtók Saab-umboðið. Á sama tíma hefur veltan aukist úr 100 milljónum í liðlega 600 milljónir nú. Eiginfjár- staðan hefur styrkst jafnt og þétt og er nú milli 50-60%, að því er kemur fram í frétt frá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórar hjá fyrirtæk- inu erueftir sem áður tveir, þeir Gestur Árnason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Börkur Árnason, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, en stjórnarformaður er Arni Gestsson. Stórtskref „Það eru aukin umsvif sem hafa kallað á þessa breytingu á stjórn- skipulagi fyrirtækisins," sagði Árni Gestsson í Globus í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni. „Það var þó fyrst og fremst eftir að Sa- ab- umboðið kom hér inn í mynd- ina, að ég gerði mér að fullu grein fyrir því að breytinga var þörf og fór þá að líta í kringum mig eftir heppilegum manni til að leiða fyrir- tækið inn í framtíðina. Ég staldraði þá fljótlega við Þórð Hilmarsson, bæði vegna þess að ég hef fylgst með honum í mörg ár og vegna þess að þegar hann starfaði hjá Hagvangi á sínum tíma, höfðum við leitað til hans sem rekstrarráð- gjafa. Ég vissi því að hann var mörgum innviðum fyrirtækisins nokkuð vel kunnur." Þeir Árni og Þórður Hilmarsson segja að ráðningin eigi sér um tveggja mánaða aðdraganda. „Ég dreg enga dul á það að fyrir mig er þetta talsvert stórt skref, því að Globus er fjölskyldufyrirtæki en nú er ráðinn yfir það algjörlega utan- aðkomandi maður," segir Arni enn- fremur. „En ég er sannfærður urn að þetta er krafa tímans og held að augu forsvarsmanna fjölskyldu- fyrirtækja séu almennt mjög að opnast fyrir nauðsyn þess að á ákveðnum timamótum í sögu fjöl- skyldufyrirtækja er affarasælast að leita út fyrir fjölskylduna eftir stjórnanda sem hefur kaldara og hlutlægara mat á framtíðarmögu- leikum þess. Saga íslenskra fjöl- skyldufyrirtækja sýnir líka einmitt að þegar stofnandinn hefur ekki lengur nógu stóran faðm til að umlykja allt sem vex innan veggja fyrirtækisins, hafa hlutirnir viljað fara úrskeiðis og mörgum slíkum fyritækjum hefur gengið illa að tryggja sér framhaldslíf. Við viljum koma í veg fyrir að slíkt gerist hér hjá Globus." Öflugt fyrirtæki Þórður Hilmarsson segir, að það hafi að sama skapi verið að mörgu leyti erfið ákvörðun fyrir hann að taka þetta skref nú. „Ég er nú búinn að starfa hjá Steinullarverk- smiðjunni í tæplega tvö og hálft ár, og það var margt að skoða í þessu dæmi. Fjölskyldunni hefur líkað vel á Króknum og við gátum þess vegna vel hugsað okkur að ílendast þar. Á hinn bóginn kom hér upp fangið viðfangsefni sem vissulega er mjög spennandi að ta- kast á við. Að ýmsu leyti var þetta líka mjög heppilegur tími til breyt- inga. Starfsemi Steinullarverk- smiðjunnar er nú í góðu jafnvægi og þau viðfangsefni sem ég hef þar aðallega haft með höndum, komin í nokkuð fast og gott horf. Fram- undan var því óhjákvæmilega viss áherslubreyting hvað varðar mitt verksvið innan fyrirtækisins. En ég var þó ekki tilbúinn að stökkva fyrr en ljóst var að í starf mitt fengist ákaflega hæfur maður sem ég ber fyllsta traust til — Einar Einasson, sem verið hefur framleiðslustjóri Steinullarverksmiðjunnar," segir Þórður. STJORNEIMDUR — Á myndinni sjást núverandi stjórnendur Globus, þeir Börkur Árnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs, Þórður Hilmarsson, nýráðinn forstjóri, Arni Gestsson, stjórnar- formaður, og Gestur Árnason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Þórður segir einnig að hann hafi þegar verið orðinn all hagvanur hjá Globus, þar sem hann hafí unnið fyrir fyritækið af og til undanfarin tíu ár sem ráðgjafí þess. „Ég tel mig þekkja allvel þá möguleika sem fólgnir eru í rekstrinum til ýmissa átta og ég horfi til þess með eftir- væntingu að takast á við þau verk- efni sem þarna bíða með þeim lykjl- mönnum fyrirtækisins sem fyrir eru. Globus er áreiðanlega með öflugustu innflutningsfyrirtækjum hér á landi. Það er eitt af einkenn- um fyrirtækisins, og einn helsti styrkleiki þess, hversu fiölbreytileg- ur rekstur þess er, og á sama tíma eiga þessir rekstrarþættir þó mjög vel saman. Þetta gerir fyrirtækið sveigjanlegra og betur til þess fallið að takast á við bæði samdráttar- skeið og þenslutíma í þjóðfélaginu. Að auki er eiginfjárstaða fyrirtæk- ins óvenju sterk og það telst því vafalaust meðal traustustu fyrir- tækjum hér á landi." Þóður segir of snemmt að segja til um það hvort menn muni merkja einhverjar breytingar á Globus sam- fara því að hann tekur þar við stjórnartaumum. Árni upplýti að nú sé að baki mikil endurskipulagn- ing á húsnæði fyrirtækisins í Lágm- úla sem kunni að hafa í för með sér einhverjar breytingar á rekstri og leiða til aukinnar hagræðingar. Globus keypti fyrir þremur árum 1600 ferm. bakhús að Lágmúla 7 sem áður var Húsgagnaverksmiðja Kristjáns Siggeirssonar og hefur þetta húsnæði nú verið tengt bak- húsa Lágmúla 5 sem Globus átti fyrir. „Segja má að nú sé vel fyrir komið og á sama gólfi viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir Citroen og Saab-bílana, svo og þær dráttar- vélar og önnur tæki sem Globus flytur inn. Þegar öllu því raski er lokið sem samfara er þessum miklu breytingum á húsnæðinum, von- umst við I Globus til að geta gefið viðskiptavinum fyrirtækisins betri þjónustu en áður var," segir Árni Géstsson. ekki henda þig. þitt i VERÐBRÉFAMIÐLUN Baldvins Órnars Magnússonar Lágmúla 5,7. hæð, sími 68991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.