Morgunblaðið - 19.07.1988, Side 2

Morgunblaðið - 19.07.1988, Side 2
2 B MORGUNBLAÐHD IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 19. JÚIÍ 1988 KNATTSPYRNA Fram hefur fengið kr. 243.750 frá Samvinnuferð-, um/Landsýn FRAMARAR hafa unnið sér inn kr. 243.750 frá Samvinnuferð- um/Landsýn það sem af er íslandsmóti. Samvinnuferðir/Landsýn greiðir kr. 25.000 fyrir sigurleik í 1. deild og fyrir 4 mörk eða fleiri í leik eru greiddar kr. 12.500. Ef ekki næst að skora 4 mörk eða fleiri í umferð fellur sú greiðsla niður, eins ef fleiri en einn leikur vinnst með fjórum mörkum skiptist upphæðin á milli liða. Samvinnuferð- ir/Landsýn hafa þurft að greiða samtals kr. 975.350 það sem af er íslandsmóti. Hér á eftir fer listi yfír 1. deildarliðin og hvað þau hafa fengið í sinn hiut eftir 10 umferðir: Fram................. Valur................ ÍA.................. KR.................. KA.................. Þór.................. ÍBK................. Víkingur............. Leiftur.............. Völsungur............ Samtals:............ .kr. 243.750 .kr. 144.000 .kr. 137.500 .kr. 125.000 .kr. 100.000 ...kr. 75.000 ...kr. 50.000 ...kr. 50.000 ...kr. 25.000 ...kr. 25.000 .kr. 975.350 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Yfirburðir FH ÁHORFENDUR á Valbjarnar- velli fengu að sjá leik kattarins að músinni í gærkveldi þegar lið ÍR og FH mættust. Hafnar- fjarðarliðið uppskar 6 mörk, og var það síst of mikið, því liðið óð í marktækifærum, en ÍR- ingar urðu að láta sér lynda að skora eitt, og var það mikið heppnismark. FH er með mikið yfirburðarlið i 2. deild og held ég að tími sé kominn til að bjóða það velkomið í 1. deild. FH lék í varabúningi sínum, sem er rauður og svartur, og virtist það bara gefast vel því ekki voru nema tvær mínútur liðnar þegar þeir skoruðu sitt KristinnJens fyrsta mark. Virtist Sigurþórsson þeir þar með gefa skrifar til kynna að nú væri ekki annað eftir en að raða þeim niður jafnt og þétt. En sú von brást því þetta varð eina mark hálfleiksins, þrátt fyrir að FH-ingar fengju mýgrút af mark- tækifærum. Seinni hálfleikur byijaði svo mjög slysalega því eftir hræðileg mark- mannsmistök - Halldór missti bolt- ann gegnum klofið : jafnaði Hörður Theódórsson fyrir ÍR. Þá var eins og FH-ingar áttuðu sig á því að þeir yrðu að nýta færin, og það gerðu þeir það sem eftir var og skoruðu 5 sinnum. FH-ingar voru án Pálma Jónssonar, markaskorarans mikla, í þessum leik, og hafa þeir líklega verið að spara sér hann fyrir bikarleikinn gegn Víkingum annað kvöld. Yuri Sedov, þjálfari Víkinga fylgdist með leiknum, og var þungur á brún þeg- ar hann yfirgaf völlinn. ÍR - FH 1 : 6 (0 : 1) Mark ÍR: Hörður Theódórsson (47. mín.). Mörk FH: Bjöm Jónsson (2. mín.), Þórhallur Víkingsson (53. mín.), Hörð- ur Magnússon (59. og 75. mín.), Kristj- án Gíslason (77. mín.) og Jón Erling Ragnarsson (90. mín.). Maður leiksins: Kristján Gíslason, FH. KNATTSPYRNA / NOREGUR Knapp þjálfar á ný Tók við Djerv 1919 um helgina TONY Knapp, fýrrum lands- liðsþjálfari Islands í knatt- spyrnu, var um helgina ráöinn þjálfari Djerv 1919 sem leikur í 1. deild norsku knattspyrn- unnar. Botnlið 1. deildar hér í Nor- egi, Djerv 1919 frá Hauga- sundi, réð um helgina Tony Knapp sem þjálfara liðsins. Tony fær það erfiða verkefni að Frá reyna að bjarga Sigurjóni liðinu frá falli í 2. Bnarssyni deild. Samnings- i Noregi tími hans er aðeins til haustsins til að byrja með. Staða Djerv 1919 í 1. deild er afar slæm og fékk liðið meðal annars slæman skell gegn Rosen- borg 0:8 rétt fyrir sumarfrí. Tíu mánuðir eru nú frá því að Knapp var rekinn frá Brann og rúm tíu ár frá því að hann þjálf- aði fyrst hér í Noregi. Hann var þá hjá Viking frá Stavanger. „Þetta verður erfitt, en langt frá því að vera vonlaust. Ég hef hugs- að mér að þjálfa Djerv 1919 í 1. deild á næsta tímabili. Það hefði verið slæmt að hætta öllum af- skiptum af norsku knattspymunni eftir það sem gerðist hjá Brann í fyrra. Þetta verður spennandi verkefni," sagði Tony Knapp sem er nýorðinn fimmtugur. GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMÓTIÐ Ballesteros lék alveg ótrú- lega vel síðasta daginn og fór þá hringinn á 6 höggum undir pari og komst þar með fram úr Nick Price, sem leitt hafði mótið nærri því frá byijun. ____________________li________________ Úrslit 273.........Severiano Ballesteros, Spáni (67 71 70 65) 275...............Nick Price, Zimbabwe (70 67 69 69) 279...............Nick Faldo, Bretlandi (71 69 68 71) 281...............Fred Couples, Bandar. (73 69 71 68) 281 ................Gary Koch, Bandar. (71 72 70 68) 282 ..............Peter Senior, Ástralíu (70 73 70 69) 283 ............David Frost, S-Ameríku (71 75 69 68) 283...............Sandy Lyle, Bretlandi (73 69 67 74) 283....................Isao Aoki, Japan (72 71 73 67) 283 ............Payne Stewart, Bandar. (73 75 68 67) 284 ..........David J. Russell, Bretlandi (71 74 69 70) 284 ...............Brad Faxon, Bandar. (69 74 70 71) 285 ........Eduardo Romero, Argentínu (72 71 69 73) 285...............Larry Nelson, Bandar. (73 71 68 73) 285 ............Curtis Strange, Bandar. (79 69 69 68) 286 ..................Jose Rivero, Spáni (75 69 70 72) 286.............Ben Crenshaw, Bandar. (73 73 68 72) 286............•....Andy Bean, Bandar. (71 70 71 74) 286................Don Pooley, Bandar. (70 73 69 74) Ballesteros lék loka- hrínginn á 65 höggum SEVE BALLESTEROS sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina með því að leika síðasta hringinn alveg listilega vel, eða á einungis 65 höggum; sex höggum undir pari. Fyrir síðasta hringinn var hann í öðru sæti ásamt Nick Faldo, en tveimur höggum á undan þeim var Nick Prise, sem hafði leitt mótið svo til frá byrjun. Það var því að duga éða drepast fyrir Baliesteros, sem ekki hafði sigrað á stórmóti undanfarin fjögur ár, og það tókst honum með því að sýna ótrúlega leikni. Ballesteros lék á 273 höggum og var 11 höggum undir pari þegar á heildina er litið. Síðasti dagurinn skilaði honum þó lang- besta árangrinum en þá fór hann sex holur á fálka, sem á-golfmáli þýðir að hann hafi komið kúlunni ofan í holuna á einu höggi betur en venjulegt getur talist. Þegar verðlaunin voru afhent lauk Ballesteros miklu lofsorði á Nick Price fyrir að hafa leikið mjög vel í mótinu, og sagði að það væri grát- legt að einungis annar þeirra hefði getað orðið meistari. Hann huggaði þó Price með því að segja að þess yrði skammt að bíða að hann yrði líka meistari, ef hann léki eins vei og hann gerði á þessu móti, en ein- ungis tvö högg skildu kappana að þegar uppi var staðið. Price sagði að Ballesteros hefði verið ósigrandi eins og hann lék Síðasta hringinn, en kvaðst hins vegar vita að sjálfur hefði hann getu og hæfileika til að vinna þetta opna mót í framtíðinni. Nick Faldo, frá Bretlandi, varð í þriðja sæti þegar yfir lauk, en hann sigraði á mótinu í fyrra. Hann fylgdi þeim Ballesteros og Price vel eftir í síðasta hringnum þangað til koma að 9. holunni en þá skildu þeir hann eftir, ef svo má segja, og hann varð 7 höggum á eftir Ballesteros og tveimur á eftir Price. HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOT Fjórar Ólympíuþjóðir mæta til leiks Sovétmenn, Spánverjar og Tékkar koma Nú er ákveðið hvaða þjóðir leika í Flugleiðamótinu í handkna.tt- leik sem fram fer hér á landi 19. til 27. ágúst. Sovétríkin, Spánn og Tékkóslóvakía, sem allar taka þátt í Ólympíuleikunum í Seoul, mæta til leiks. Auk þess senda íslendingar A og B-lið og svo verður Sviss sjött þjóðin. Leikimir fara fram S Reykjavík og á Akureyri. Þetta er kærkomin heimsókn fyrir íslenska liðið sem verður þá í loka- undirbúningi sínum fyrir Ólympíu- leikana sem hefjast í september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.