Morgunblaðið - 19.07.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.07.1988, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1988 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD KARL Þórðarson, minnsti leik- maðurinn á vellinum, stökk hærra helduren varnarmenn Leifturs og skoraði með skalla - sitt fyrsta mark með skaila í ellefu ár. Það var því ástæða fyrir Karl að fagna markinu, en með því kom hann Skaga- mönnum yfir, 2:1, gegn Leiftri á Akranesi, þar sem Skaga- menn unnu sigur, 3:1. Nýliðar Leifturs mættu ákveðn- ir til leiks og var greinilegt að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir í fyrsta leik þeirra á Akranesi. Þeir sóttu grimmt að Sigþór marki Skagamanna, Eiriksson sem voru slegnir út skrifar af laginu. Leiftur- menn náðu góðum tökum á leiknum, en náðu ekki að skapa sér góð marktækifæri. Þeir reyndu mikið af langskotum, sem hittu ekki mark Skagamanna. Eitt sinn varði Ólafur Gottskálksson meistaralega langskot frá Steinari Ingimundarsyni - á 28. mín. Eftir það tóku leikmenn Skagaliðs- ins við sér og fengu góð tækifæri til að skora. Sigursteinn Gíslason átti skot sem hafnaði í hliðametinu, Karl Þórðarson skaut yfír mark Leifturs í dauðafæri, Heimir Gunn- arsson skaut rétt fram hjá stöng og síðan varði Þorvaldur Jónsson aukaspymu Heimis af 25 m færi. Sigursteinn Gíslason náði að koma knettinum í netið hjá Leiftri á 42. mín., eftir sendingu frá Ólafi Þórð- arsyni. Sigursteinn skaut föstu skoti. Þorvaldur Jónsson hafði hendur á knettinum, en skot Sigur- steins var svo fast, að Þorvaldur náði ekki að halda knettinum, sem hafnaði í netinu. Skagamenn náðu góðum leikkafla í upphafí seinni hálfleiksins, án þess að skapa sér færi. Leifturs- menn fengu aftur á móti tvo mjög góð færi, sem nýttust ekki. Það vom bræðumir Steinar og Óskar Ingimundarsynir sem fengu færin. A 65 mín. náðu leikmenn Leifturs að jafna, eftir mikil vamarmistök Skagamanna. Heimir Guðmunds- son ætlaði að senda knöttinn aftur til Ólafs Gottskálkssonar, en send- ing hans var föst og ónákvæm. Ólafur varð að kasta sér til að verja sendingu Heimis. Hann hélt ekki knettinum. Óskar þakkaði fyrir sig og sendi knöttinn í mannlaust mark Skagamanna, 1:1. Karl Þórðarson kom Skagamönnum afturyfír, 2:1, á 72. mín. Óm Gunn- arsson átti þá langa sendingu inn í vítateig Leifturs. Þar var Karl Þórðarson á réttum stað - stökk Jónína með fjögur mörk gegn Isafirði Leikur ÍA gegn ÍBÍ á sunnudag var leikur kattarins að mú- sinni. Skagastúlkurnar skor- uðu átta sinnum, fjórum sinn- um í hvorum hálfleik, án þess að ÍBÍ tækist að svara fyrir sig. Leikur KA og Fram á laugar- dag, var öllu jafnari en honum lauk með 1:0 sigri KA. Skagastúlkumar mættu grimm- ar til leiks á móti ÍBÍ. Þegar liðin léku í fyrri umferð á Isafírði lauk leiknum með markalausu jafn- tefli þrátt fyrir látlausa sókn IA. Markaskorun var ekki vandamál hjá ÍA í þetta sinn og þegar upp var staðið höfðu þær skorað átta sinnum hjá daufu liði IBI. Staðan í leikhléi var 4:0. Jónína Víglundsdóttir skoraði fjór- um sinnum fyrir ÍA. Halldóra Gylfa- dóttir setti tvö og Júlíana Sigur- steinsdóttir og Sigurlín Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor. KA-Fram 1:0 KA var mun sterkari aðilinn í leikn- um. Þær sóttu látlaust, en Framlið- ið varðist vel. Hvomgt liðið skoraði í fyrri hálfleik. Sókn KA hélt áfram í síðari hálf- leik og þegar korter var eftir af leiknum, uppskám þær mark. Það var Inga Bima Hákonardóttir sem skoraði fyrir KA. Morgunblaðiö/Júlíus Karl ÞórAarson sést hér hlaupa fagnandi frá marki Leifturs, eftir að hann hafði skallað knöttinn í netið hjá Leiftursmönnum. ÍA-Leíftur 3 : 1 íslandsmótið í knattspymu, 1. deild. Akranesvöllur, laugardagur 16. júlí. Mörk ÍA: Sigursteinn Gíslason (42. mín.), Karl Þórðarson (72.) og Harald- ur Ingólfsson (87.). Mark Leifturs: Óskar Ingimundarson (65.). Ahorfendur: 626. Dómari: Eyjólfur Ólafsson 6. Gul spjöld: Heimir Guðmundsson (14.) og Öm Gunnarsson, ÍA (17.). Þorsteinn Geirsson (71.) og Óskar Ingimundar- son, Leiftri (84.). Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guðmundsson, Hafliði Guðjónsson (Öm Gunnarsson 5. mín.), Sigurður B. Jóns- son, Guðbjöm Tryggvason, Karl Þórð- arson, Olafur Þórðarson, Mark Duffield, Aðalsteinn Viglundsson (Har- aldur Ingólfsson 44. mín.), Gunnar Jónsson, Sigurstcinn Gíslason; Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Guð- mundur Garðarson, Sigurbjöm Jakobs- son, Ámi Stefánsson, Gústaf Ómars- son, Hafsteinn Jakobsson, Þorsteinn Geirssin, Halldór Guðmundsson (Hörð- ur Benónýsson 64. mín.), Óskar Ingi- mundarson, Steinar Ingimundarson, Lúðvík Bergvinsson (Friðgeir Sigurðs- son 79. mín.). upp og skallaði knöttinn upp í blá- homið; Leiftursmenn reyndu að jafna og það munaði ekki miklu að þeim tækist það á 85. mín. Ámi Stefáns- son spmti knettinum þá yfír mark Skagamanna úr góðu færi. Haraldur Ingólfsson gerði út um leikinn á 87. mín., eftir sendingu frá Ólafi Þórðarsyni. Ólafur og Heimir Guðmundsson ptjónuðu sig þá skemmtilega í gegnum vöm Leifturs. Sigur Skagamanna var sanngjam, en leikur þeirra var eins og svo oft áður, sveiflukenndur. Guðbjöm Tryggvason lék í stöðu „sweepers" og skilaði nýju hlutverki sínu vel. Þá lék Sigursteinn Gíslason vel á miðjunni í sínum fyrsta heila leik. Leiftur er með sterka vöm og góða miðju, en það vantar brodd í sóknar- leik liðsins, sem leikur ágæta knatt- spyrnu. P Guðbjörn Tryggvason og Sig- ursteinn Gíslason, ÍA. Árni Stefánsson, Leiftur. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Karl Þórðarson sést hér skora fyrsta mark sitt með skalla í ellefu ár. Morgunblaöið/Júlíus Karl Þórðarson stökk upp og skor- aði með skalla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.