Morgunblaðið - 19.07.1988, Side 5

Morgunblaðið - 19.07.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚIÍ 1988 B 5 ARANGUR Besti árangur frá upphafí í A-Þýskalandi Tap fyrir ólympíuþjóðununum Fymt og fremst undirbúningur Islenska landsliðið er nú kom- ið heim eftir keppnisferð í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Árangurinn úr fimm leikjum — tveir sigrar, eitt jafntefli og tvö töp. Á heildina litið er þetta ágætur árangur, enda mótið vissu- lega mjög sterkt, en ekkert sem kemur á óvart. Þetta er í fjórða sinn sem liðið tekur þátt I þessu móti og þetta er besti árangur íslenska liðsins hingað tii. En ef litið er á úrslitin má sjá að engin stór afrek voru unnin. Tapað fyrir ÓL-þjóðunum, Á-Þýskalandi og Sovétríkjunum, og tvivegis leikið gegn V-Þjóðverjum án þess að sigra. Tap fyrir Sovét- mönnum og A-Þjóð- verjum á útivelli er hægt að sætta sig við. Báðar þjóðimar em með sterkustu handknattleiksþjóð- um heims. Sigur á Póllandi og .Kína er eðlilegt, en tap og jafntefli gegn V- Þýskalandi eru sam- kvæmt „bókinni" ekki mjög góð úrslit. En hvað cru góð úrslit? Það er ekki alltaf hægt að meta þjóðir bara út frá því hvort þær eru A- eða B að ná sem allra bestum árangri á Ólympíuleikunum. Leikir fram að því eru fyrst og fremst æfíngaleikir, hugsaðir til þess að liðið sé sem best undir- búið þegar til kastanna kemur. Hvað er góður árangur? Ekki er hægt að meta árangur út frá úrslitum. Það getur verið mikilvægara að liðið leiki vel og fái mikiö út úr leiknum en að það sigri. þjóðir. Liðin eru án efa mismun- andi á veg komin ( undirbúningi sínum fyrir Ólympfuleikana eða B-keppnina. Sovétmenn eru til dæmis komnir langt fram úr öðrum þjóðum og V-Þjóðverjar stefna að allt öðru móti, þ.e. B-keppninni. Hinsvegar á það eftir að koma í ljós með Sovét- menn í hve góðu formi þeir verða á ólympíuleikunum og þeir skipta að sjálfsögðu meira máli Það er því kannski skiljanlegt að Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari sé ekki mjög áhyggju- fullur þó að liðið tapi. Það kom mér þó nokkuð á óvart er hann sagði að sigur væri ekki aðal- atriðið og jafnvel allt í lagi að leikir töpuðust, svo lengi sem liðið hefði eitthvað upp úr þeim. Óneitanlega undarlegt að heyra slíkt frá landsliðsþjálfara rétt fyrir leik, en kannski skiljan- Stund milli stríða Ekkert íslenskt lið hefur æft jafn mikiö fyrir eina keppni og íslenska landsliðið fyrir Ólympiuleikana. Langar keppnisferðir hljóta að vera þreyt- andi, en þetta sætta landsliðsmennimir sig við án þess að kvarta. en mótið í Austur-Þýskalandi. Þegar nær dregur Ólympíuleik- unum fara úrslit að skipta meira máli og hver leikur hefur meiri þýðingu. Þegar loks er komið til Seoul er fyrst hægt að tala um alvöru árangur. íslenska landsliðið er nú að und- irbúa sig fyrir Ólympfuleikana í Seoul í haust. Ekkert íslenskt lið hefur lagt jafn mikið í undir- búning fyrir eina keppni og fslenska landsliðið fyrir Ólympfuleikana. Æfíngar 11 sinnum í viku, langar keppnis- ferðir og ýmiskonar skuldbind- ingar þurfa landsliðsmennimir að sætta sig við og kvarta ekki. Allt er lagt f sölumar til þess legt. Hann hefur einnig sagt að hann vilji frekar tapa öllum leikjunum frá að Ólympíuleikun- um ef íslenska liðið vinnur leiki sína í Seoul. Eins og Bogdan hefur sjálfur bent á er varla hægt að gagn- rýna hann fyrr en eftir Ólympíu- leikana og út af fyrir sig ekki ástæða til þess. Ólympiuleikarn- ir em það sem allt miðast við og það verður ekki fyrr en að þeim loknum að hægt er að dæma um hvort áætlun Bogdans hafi gengið upp. Logi Bergmann Eiðsson FOLK ■ GRAHAM Souaess, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers, hefur keypt 21 leikmann síðan hann tók við hjá félaginu. 12 þeirra eru enskir. Sá síðasti, Gary Stevens, sem keyptur var frá Everton, lýsti því yfir að honum hefði verið nauðsyn á tilbreytingu og að hann hafi verið staðnaður hjá Ever- ton. Auk þess gefi þetta honum tækifæri til að leika í Evrópu- keppni. EVERTON ætlar að kaupa bakvörðinn Neil McDonald frá Newcastle til að taka stöðu Ste- vens. Newcastle vill fá 800 þús pund en Everton er ekki reiðubúið að borga nema 600 þús pund. Mál- inu verður því skotið til matsnefnd- ar, sem sker úr um verðið. QPR hefur keypt Simon Bar- ker frá Blackburn fyrir 400 þús pund. Hann er 23 ára en hefur samt leikið yfir 200 leiki með Blackburn. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi ■ JIM McLean, sem var fram- kvæmdastjóri Dundee United í fjölda ára en sagði af sér á dögun- um, hefur séð sig um hönd og er aftur kominn í gömlu stöðuna. Hann sagði af sér í kjölfar þess, að skozka knattspyrnusambandið sektaði hann fyrir að hafa truflandi áhrif á leikinn af hliðarlínunni. Þótt McLean sé hættur við að hætta, er hann enn afar óhress með niður- stöðu skozka knattspymusam- bandsins og efast um að hún stand- ist fyrir dómstólum. ■ MIRANDINHA, Brasilíu- maðurinn sókndjarfi hjá New- castle, er ekkert að skafa utan af hlutunum. Hann gaf fyrir stuttu út eftirfarandi yfírlýsingu: „Ég verð markahæsti leikmaður 1. deildar á næsta keppnistímabili." ■ WEST Ham hefur keypt vara- markvörð Glasgow Celtic, Alan McKnight, á 220 þús pund. McKnight, sem er 24 ára, hefur hefur ekki komist í aðallið Celtic enda er írski markvörðurinn Pat Bonner þar fyrir. ■ NICO Claesen, sem keyptur var til Tottenham frá Standard Liege fyrir 600 þús pund f október 1986, er á förum frá Englandi. Hann hefur ekki náð að sína getu sína undanfarið hjá Tottenham. Claesen, sem stóð sig með prýði með belgíska landsliðinu í HM í Mexíkó 1986, á nú í viðræðum við belgíska liðið Antwerpen. ■ LOU Macari, framkvæmda- stjóri Swindon, hefur ákveðið að vera áfram hjá félaginu, þrátt fyrir gott boð frá Chelsea, sem fól í sér að hann yrði stjóri hjá því fom- fræga félagi eftir stuttan tíma. Svar hans kom eins og köld vatns- gusa framan í forráðamenn Chelsea. Reuter ■ IGOR Polyanski frá Sovétríkjunum bætti eigið heimsmet í 100 metra baksundi um 0,16 sekúndur á sovéska meistaramótinu í sundi sem fram fór um helgina. Hann synti á 55,00 sekúndum. Polyanski, sem hefur verið besti baksundsmaður heims, setti heimsmet í mars í land- skeppni Sovétríkjanna og A-þýskalands. Hann verður því að teljast sigur- stranglegastur í baksundinu í Soeul. Til gamans má geta þess að ís- lands- og Norðurlandamet Eðvarð Þórs Eðvarðssonar er 57,15 sekúnd- ur og var sett á Evrópumeistaramótinu í Srassborg í Frakkalandi í fyrra. Einheijar keppa í Grafarholti Þeir kylfingar sem hafa náð=að fara holu í höggi, verða í sviðsljósinu á Grafarholtsvellinum á sunnudaginn, en þá fer fram hið árlega mót Einherjaklúbbsins. Tíu kylfingar hafa farið holu í höggi í ár, en alls hafa á þriðja hundruð íslenskir kylfingar náð þessu drauma- höggi. Ræst verður út kl. 9-11 á sunnudag, en þeir sem hafa hug á að vera með eru beðnir að bóka rástíma í síma 82815 fyrir hádegi á laugardaginn. Morgunblaðiö/Öskar Sæmundsson Komu akandi ffrá Egiisstöðum með bátana! Siglingaáhuginn er mikill hjá bræðrunum Konráði og Vilhjálmi Benediktssonum frá Egilsstöðum. Þeir fengu faðir sinn, Benedikt Vilhjálmsson, til að aka með sig til Reykjavíkur á föstudaginn með bátana sem þeir kepptu á í íslandsmótinu í siglingum sem fram fór á Fossvogi um helgina. Ferðin, sem er um 750 km, gekk vel. Myndin er tekin er þeir komu til Reykjavíkur á föstudagskvöld. íttiMR FOLK ■ FIMM sundmenn héldu til Spánar í gær. Eðvarð Þór Eð- varðsson, Ragnheiður Runólfs- dóttir, Arnþór Ragnarsson, Bryndís Ólafsdóttir og Magnús Már Ólafsson, fóru til Bilbao, þar sem þau taka þátt í spænska meist- aramótinu um næstu helgi. Arn- þór, Magnús Már og Bryndís muna reyna við ólympíulágmörk á mótinu, en keppt verður í 50 m sundlaug. Ragnar Guðmundsson, sem einnig er að reyna við Ól- lágmark, er staddur í Svíþjóð, við æfingar og keppni. UKRISTJÁN Rafnsson, körfu- knattleiksmaður í UBK, er á förum frá félaginu en hefur ekki tilkynnt félagsskipti ennþá. Að hans sögn koma þrjú lið til greina, KR, Tinda- stóll og Þór. Hvert hann fer mun skýrast á næstu dögum. ■ TRÓPÍ-tennismótið, sem haldið er á vegum Tennissambands ís- lands og Sólar hf, hefst í dag, þriðjudag á Víkingsvöllunum í Fossvogi og stendur til næsta laug- ardags. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki, einliða, tvíliða, tvennd- arleik og unglingaflokki. Ivanescu með námskeið Eins og hefur komið fram þá mun Petre Ivanescu, landsliðsþjálf- ari V-Þýskalands, vera með fyrirlestur og námskeið fyrir íslenska handknattleiksþjálfara í sambandi við komu v-þýska landsliðsins hing- að til lands um næstu helgi. Þjálfurum gefst einnig tækifæri til að fylgjast með tveimur æfingum hjá v-þýska landsliðinu. Fyrri fundurinn verður á föstudaginn kl. 16 og að honum loknum verður fylgst með tveggja tíma æfingu þýska landsliðsins. Á laugardagsmorgun verðyr fylgst með æfingu og að hanni lokinni verður annar fundur. „Ég var á tveggja daga námskeiði hjá Ivanescu fyrir stuttu. Það er sú besta endurmenntun sem ég hef fengið í tíu ár,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR. Þeir þjálfarar, sem hafa B-stigs próf, sem hafa hug á að vera á námskeiðunum, þurfa að tilkynna þátttöku strax til skrifstofu HSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.