Morgunblaðið - 19.07.1988, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1988
KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 2. DEILD
FRJALSAR
Wyludda varpaði
kúlunni 20,23 m
- sem er nýtt heimsmet unglinga. Lewis
setti met í 400 m hlaupi
Ilke Wyludda frá Austur-Þýska-
landi, sem er 19 ára, setti nýtt
heimsmet í stúlknaflokki á aust-
ur-þýska meistaramóti unglinga í
frjálsum íþróttum sem fram um
helgina. Hún varpaði kúlunni
20,23 metra.
Á föstudaginn bætti hún heims-
met unglinga í kringlukasti í
fjórða sinn á þessu ári. Hún kepp-
ir á heimsmeistaramóti unglinga
sem fram fer í Sudbury í Kanada
síðar í þessum mánuði.
Þetta var í fyrsta sinn á þessu
ári sem Wyludda varpar kúlu og
má því búast við miklu af henni
í framtíðinni. Hún hefur verið
þekktari fyrir árangur sinn í
kringlukasti, en hún var í fjórða
sæti á heimsmeistaramótinu í
Róm í fyrra.
■Steve Lewis frá Bandaríkjunum
setti heimsmet unglinga í 400 m
hlaupi, er hann hljóp á úrtöku-
móti Bandaríkjamanna fyrir ÓL.
Lewis hljóp á 44.61 sek.
Eyjamenn
nýttu
færín
vel gegn
Selfossi
Selfyssingar voru ekki á skot-
skónum, þegar liðið spilaði við
ÍBV í Vestmannaeyjum á laug-
ardag. Gestirnir sóttu svo til
allan leikinn án þess þó að
skapa sér umtalsverð færi. ÍBV
liðið nýtti sín færi til fullnustu
og sigraði 3:1.
Strax á fyrstu mínútu fékk Sel-
fyssingurinn Heimir Bergsson
dauðafæri á markteig ÍBV, en Adolf
Óskarsson markmaður náði að slá
boltann yfir slá- Eft-
FráSigfúsi ir korter fékk ÍBV
Gunnari sína fyrstu sókn.
Guðmundssyni jngj Sigurðsson tók
homspymu. Boltinn
flaug yfir alla vöm Selfoss á Ólaf
Ámason sem einn og óvaldaður
skallaði boltann glæsilega í netið.
Stuttu _ seinna_ kom 'annað mark
ÍBV. Ólafur Ámason gaf langan
bolta fyrir mark Selfoss og virtist
engin hætta vera á ferðum. Anton
Hartmannsson markmaður Selfoss
hljóp út í boltann en missti hann
frá sér og Tómas Ingi Tómasson
var fljótur að átta sig og renndi
boltanum í autt markið.
Stuttu fyrir leikhlé var hrint á bak
Heimis Bergssonar innan vítateigs
ÍBV og umsvifalaust dæmt víti sem
Guðmundur Magnússon skoraði ör-
ugglega úr.
Á 64. mínútu fékk ÍBV aukaspymu
rétt utan við vítateig. Ingi Sigurðs-
son renndi boltanum inn á Jón Atla
Gunnarsson sem skoraði með snún-
ingsbolta í bláhomið, óveijandi fyr-
ir Anton.
Um miðjan síðari hálfleik braut
Friðrik Snæbjömsson á sóknar-
manni Selfoss innan vítateigs ÍBV
og Selfyssingar fengu annað víti. í
þetta sinn varði Adolf Óskarsson
frá Guðmundi.
Selfyssingar sóttu mun meira það
sem eftir var án þess að skapa sér
umtalsverð færi.
Laudrup + 210 milljónir
Juventus vill skipta á Michael Laudrup og Portúgalanum Futre
= Futre
Michael Laudrup.
Morgunblaðiö/KGA
Sævar Lelfsson sést hér fagna marki sínu gegn Þrótti.
í 1. deildinni á Ítalíu, en Humbergo
Raggi, lék með Inter og Vicenza
frá 1961-1968.
„Ég hef talað við Dino Zoff, hinn
nýja þjálfara Juve og hann hefur
ekkert á móti því að ég leiki áfram
með Juventus. Það er undir mér
komið hvort ég skipti um lið eða
ekki,“ sagði Laudrup í vikunni.
Hann bætti því við að líkurnar á
að hann léki með Juve á komandi
keppnistímabili væm minni en 50%.
JuVentus hefur einnig augastað á
rússneska leikmanninum Zavarov,
en umræður um þau viðskipti hafa
ekki gengið sérlega vel þar sem
Rússar vilja ekki láta leikmenn af
hendi fyrr en þeir hafa náð 28 ára
aldri, en þá eru flestir knattspymu-
menn á síðasta snúningi, eins og
sagt er. Bestu kaupin eru yfirleitt
í ungu mönnum, um 22 ára. Nú
hafa Rússar látið af hendi hinn
sterka Igor Belanov sem á næsta
ári mun leika með Atalanta. Hann
er 28 ára gamall og sleppur því
yfir „múrinn." Salan á Belanov til
Italíu ætti að hjálpa Juventus í
samningaviðræðum við Rússana
um Zavarov og Protasov, sem Juve
hefur einnig gefíð hýrt auga.
Futre er 22 ára og er á stöðugri
uppleið. Þá hafa Juventus-menn
einnig áhuga á Ronald Koeman og
Gerald Vanenburg, rósunum í
hnappagati Eindhoven. Jan Wout-
ers 28 ára gamall leikmaður Ajax
er einnig á óskalistanum ásamt De
Cruyff sem leikur með Utrecht í
Hollandi. Aðrir leikmenn sem
nefndir hafa verið sem hugsanlegir
leikmenn Juve á næsta ári eru Steve
McMahon (Liverpool), sem er góður
vinur Ians Rush og Belginn Marc
Degryse.
Paulo Jorge Futre sést hér í leik gegn Liverpool.
KAUP og sala á leikmönnum
ítalskra knattspyrnuliða stend-
ur nú sem hæst. Flest ítölsku
liðanna hafa á síðustu dögum
gengið frá viðskiptum sínum,
en Juventus hefur dregið fram
á síðustu stundu að skrifa und-
ir samninga. Nú vill Juventus
selja danska leikmanninn Mic-
hael Laudrup til Atletico
Madrid og borga 210 milljónir
íslenskra króna með honum
gegn því að fá hinn geysisterka
Paulo Jorge Futre.
Boniperti, forseti Juve átti leyni-
legan einkafund með Julio
Carrascosa, forráðamanni Atletico,
* í Genf vikunni, þar sem rætt var
um skipti á Laudrup
og Futre. Taldar eru
miklar líkur á að af
skiptunum geti orð-
ið, en Juventus þarf
að tína til litlar 210 milljónir, sem
að vísu ætti ekki að vera félaginu
ofraun, þar sem um er að ræða
eitt ríkasta félagslið Evrópu. Laudr-
up sagðist í vikunni vera sáttur við
þá hugmynd að flytjast til Spánar
og leika með Atletico Madrid, en
hann hefur leikið þrjú keppnistíma-
bil með Juve. Futre yrði annar
portúgalski leikmaðurinn sem léki
Frá
Brynju
Tomer
á Italíu
ÍBV-SeHoss
3:1 (2:1)
Mðrk ÍBV: ólafur Árnason (14. mín.),
Tómas Tómasson (20. mín.) og Jón
Atli Gunnarsson (64. mín.).
Mark Selfoss: Guðmundur Magnússon
( 43. mín. víti).
Maður leiksins: Adolf Óskarsson, ÍBV.
Tíu Víðismenn
unnu lánlausa
Þróttara
Víðismenn áttu ekki í erfiðleik-
um með Þróttara á laugardag,
þrátt fyrir að leika einum færri
mestan part leiksins. Fyrri hálf-
leikur var fjörugur og voru fjög-
ur mörk skoruð fyrir hlé. Víðis-
menn skoruðu þrjú en Þróttar-
ar eitt. Leikurinn var öllu dauf-
ari eftir hlé. Þróttarar sóttu
mun meira, en mörkin urðu
ekki fleiri. Leiknum lauk því
með 3:1 sigri Víðismanna sem
þar með eru enn í toppbarát-
tunni, en Þróttarar sitja einir á
botninum.
Heimir Karlsson skoraði fyrsta
mark Víðismanna á 15.
mínútu úr aukaspymu. Þróttarar
byijuðu mun betur en höfðu ekki
erindi sem erfíði og það voru því
Víðismenn sem áttu fyrsta markið
nokkuð gegn gangi leiksins.
Þegar tuttugu mínútur voru liðnar
var einum Víðismanna, Svani Þor-
steinssyni, vikið af leikvelli fyrir
klaufalegt brot. Víðismenn tvíefld-
ust og á 23. mínútu skoraði Sævar
Leifsson annað mark Víðis.
Sigurður Hallvarðsson minnkaði
muninn fyrir Þrótt úr víti á 30.
mínútu eftir að Gísli Heiðarsson í
marki Víðis hafði brugðið Magnúsi
Bergs. Nokkru síðar skall hurð
nærri hælum við Víðismarkið þegar
Sverrir Pétursson átti þrumuskot í
stöng. Sókn Þróttar þyngdist nokk-
uð eftir þetta, en Víðismenn vörð-
ust vel og beittu skyndisóknum sem
voru öllu hættulegri en hálfbit-
lausar sóknir Þróttar. Á 40. mínútu
skoraði Heimir annað mark sitt og
þriðja mark Víðismanna eftir góðan
undirbúning Björgvins Björgvins-
sonar.
Síðari hálfleikur var daufur. Þrótt-
arar sóttu látlaust, en gekk illa að
reka endahnútinn á sóknir sínar,
enda vöm Víðismanna sterk. Ekk-
ert mark var skorað í síðari hálfleik
og endaði leikurinn því með 3:1 sigri
Víðismánna.
Þróttur - Víðir
1 : 3 (1 : 3)
Mark Þróttar: Sigurður HáJlvarösson
(29. mín. víti).
Mörk Víðis: Heimir Karlsson (13. og
40. mín.), Sævar Leifsson (23. mín.).
Maður leiksins: Guðjón Guðmundsson,
Víði.
KNATTSPYRNA / ITALIA