Morgunblaðið - 19.07.1988, Qupperneq 9
Enzo Schifo er byijaður að hrella
markverði í Frakklandi.
Enzo Scrfo
var hetja
Bordeaux
ENZO Scifo, sem var keyptur
frá Inter Milanó til Bordeaux,
skoraði bæði mörk liðsins, 2:0,
gegn Auxerre í fyrstu umferð
frönsku deildarkeppninnar
sem hófst á laugardaginn.
Meistararnir, Mónakó, gerðu
jafntefli við Nantes, 1:1.
Enzo Scifo, sem er belgískur
landsliðsmaður, kom sá og
sigraði með sínu nýja félagi Borde-
aux í fyrstu umferð frönsku deild-
asrkeppninnar. Hann kom Borde-
aux, sem varð í öðru sæti keppninn-
ar á síðasta keppnistímbili, yfir á
38. mínútu með góðu vinstri fótar-
skoti. Hann bætti svo síðara mark-
inu við rétt fyrir leikslok er hann
hafði leikið vamarmenn Auxerre
grátt. Boredeaux keyjjti tvo aðra
leikmenn fyrir þetta keppnistíma-
bil, þá Clive Allen frá Tottenham
og Yannick Stopyra frá Toulouse.
Mónakó, sem mætir Valsmönnum
í Evrópukeppni meistaraliða í haust,
gerði jafntefli við Nantes, 1:1. Mark
Hateley gerði mark Mónakó um
miðjan fyrri hálfleik.
Stigareglunum í frönsku deildinni
hefur nú verið breytt og fær sigur-
lið nú þrjú sitig fyrir sigur eins og
er hér á Islandi og í Englandi. Þess
má geta að Frakkar reyndu fyrstir
þriggja stiga regluna - fyrir nokkr-
um árum, en hættu við hana eftir
eitt keppnistímabil.
LYFTINGAR
15ára
kínversk
stúlka
settiþrjú
heimsmet
Zhou Lunmei frá Kína, sem er
aðeins 14 ára gömul, gerði sér
lítið fyrir og sétti þrefalt heimsmet
í 67,5 kg flokki kvenna á unglinga-
móti í lyftingum í Peking um helg-
ina.
Hún snaraði 81 kg og jafnhetti
103,5 kg, Hún bætti metið í snörun
um 4,5 kg, í jafnhöttun um 1 kg
og 2,5 kg í samanlögðu. Eldra
metið í samanlögðu átti landi henn-
ar, Gao Lijuan, sem sett var í fyrra.
MORGUNBLAÐEÐ
IÞROTTIR ÞRIÐ.IUDAGUR 19. JÚLÍ 1988
Viðhald veiðiáa er fólgið í
fleiru en að sleppa seiðum
ÞRÁTT fyrir hina miklu veiði
sem verið hefur í mörgum
íslensku laxveiðiánum á þessu
sumri hefur lítið farið fyrir þeim
stóru og sárafáir stórlaxar
veiðst. Uppistaðan í afla sum-
arsins hefur verið smálax.
Smálaxamergðin hefur raunar
verið ótrúleg á Suðvestur- og
Vesturlandi. Það iofaði góðu
um stórlaxasumar þegar 26
punda hrygna veiddist á fyrsta
degi í Laxá í Aðaldal, en eftir
því sem komist verður næst
hafa fáir eða engir 20 punda
veiðst síðan og töldu menn sig
þó sjá nokkra stóra bolta þarna
ífyrstu göngunum. 23 punda
lax hefur veiðst í Víðidalsá og
24 punda lax í Kerinu í Hvítá í
Langholti. Líklega eru þeir eitt-
hvað fleiri, 20 pundarar hafa
veiðst a.m.k. í Laxá í Kjós og
Þverá og í smálaxaánni Norð-
urá hefur veiðst 19,5 punda.
Það væri trúlega hægt að telja
áfram upp um hríð og þótt list-
inn yrði nokkuð álitlegur breyt-
ir það því ekki, að miðað við
síðustu sumur stefnir í að
veiðisumarið 1988 verður smá-
laxasumar, borið uppi af risa-
göngunum á fyrrnefndum land-
svæðum.
Viðhald laxveiðiáa er ekki ein-
ungis fólgið í því að sjá til
þess að laxagöngur séu sem jafn-
astar og mestar. Ræktun er ekki
Skemmtlleg mynd Jóns Ársælssonar, frá Ytri Rangá, nú á póstkorti.
VEIÐI
Guðmundur
Guðjónsson
skrifar
nema hluti af stærra
dæmi. Flestar ár eru
því marki brenndar,
að þær breyta sér
mikið og sumar
breyta sér gífurlega
frá einu ári til þess
FLUGA VIKUNNAR
Gullflugan
VEIÐI
Guðmundur
Guöjónsson
skrifar
Fluga vikunnar hefur rétt ný-
verið hlotið nafn, áður hafði
hún gengið undir ýmsum nöfnum
eins og Goldfínger. Höfundur
hennar er hins
vegar alfarið
andvígur erlend-
um nöfnum á
íslenskum flugum
og þegar menn
fóru að veiða vel á
þessa flugu, bar hann nafngiftar-
málin undir nokkra vini sína. Ofan
á varð að flugan var skýrð einfald-
lega Gullflugan. Höfundurinn er
sá kunni kappi, Þórður Pétursson,
sem hannað hefur ýmsar af veiðn-
ustu og fallegustu íslensku flug-
unum. Gullflugan hefur vérið
lengi í smiðum eins og margar
af helstu flugum Þórðar í gegnum
tíðina, en sem betur fer var henni
lokið fyrir sumarið. Þórður vill
ekki að flugur sínar hljóti nöfn
fyrr en búið er að veiða að minnsta
kosti 10—12 laxa á þær, finnst
þær ekki hafa sannað ágæti sitt
fyrr en þá, því „vart sé sú fluga
til sem ekki er hægt að slíta upp
einn og einn fisk á,“ eins og hann
komst sjálfur að orði.
Burðarlitur í gullflugunni er eins
og nafnið bendir til gylltur. Einn-
ig er þar að finna gulan lit og
grænan og Þórður álítur að afla-
sæld Gullflugunnar í Laxá í Að-
aldal eigi rætur að rekja til þess
að áin er búin að vera mjög sko-
luð á köflum vegna sunnanroks
og leirlosins í Mývatni. Undir
slíkum kringumstæðum dregur
ekki einungis stórlega úr allri
fluguveiði, heldur gefa þær bláu
þá lítið sem ekkert. Gullflugan
hafði gefið 23 laxa í Laxá um
miðja síðustu viku og hefur flugu-
veiðin þó verið afar lítill hluti 650
laxa aflans enda meginhluti hans
dreginn fyrir neðan Æðarfossa.
„Ef að þessi fluga er vel hnýtt,
fínnst mér hún afar veiðileg,"
segir Þórður um afsprengi sitt
nýjasta. Við skulum nú líta á upp-
skriftina:
Stélið er gult og nær ekki
lengra aftur en vængendinn. Aft-
ast á leggnum er gullvafíð og
„buttið" er gult með svartri
strútsfjöður hringvafinni. Leggur-
inn svo allur þar fyrir framan
gullvafínn og hausinn svartur.
Vængurinn er úr tvílitum íkoma-
hárum. Fremst em þau dökk, en
gul í endana. Skeggið er og svart.
Litaskilin á vænghárunum og
skeggendinn eiga að nema við
svörtu strútsfjöðrina, ella er flug-
an ekki rétt hnýtt að mati hönnuð-
ar. Auðvitað hafa allir leyfí til að
breyta út frá uppskriftinni og
framleiða afbrigði. En þá er það
heldur ekki lengur hin eina og
sanna Gullfluga ...
næsta. Stafar þetta af leir- sand-
og malarburði sem getur verið
gífurlegur, ekki síst ef miklir vatna-
vextir verða. Þá bijóta ámar niður
holbakka og hyljir hverfa, jafnvel
toppveiðistaðir. Á lengri tímabilum
sverfa árnar meira að segja niður
fossa. Hinar minnstu breytingar
geta gerbreytt veiðistað, t.d. að áin
renni eitt árið ögn meira n'iður mitt
fljótið í staðinn fyrir niður með
öðrum bakkanum.
Veiðiréttareigendur og leigutak-
ar ættu að vera meira vakandi fyr-
ir þessum breytingum og athuga
hvort ekki er hægt að laga eitt og
annað sem aflaga fer, ekki síst
vegna þeirra sem veiðileyfi kaupa
og eru e.t.v. ekki allir jafn stekir á
svellinu, þekkja ámar kannski ekki
eins vel og sumir og styðjast við
kort af viðkomandi veiðiám. Veiði-
kort í ýmsum ám geta orðið vem-
lega úrelt á fáum ámm af þeim
sökum sem reifuð hafa verið.
Við getum tekið sem dæmi Laxá
í Aðaldal. Margur gæti haldið að
sú mikla á breytti sér ekki mikið
og sannarlega em stórvægilegar
breytingar yfirleitt lengi að verða.
En frá því em þó undantekningar,
þannig var í flóðunum miklu 1979,
að gífurlegt magn af sandi barst í
marga veiðistaði, sérstaklega ofar-
lega í ánni, ekki síst á svokallað
svæði 7 á svæðum Laxárfélagsins.
Stórkostlegir veiðistaðir eins og
Laxhólmi gefa nú lítið eða ekkert
allar götur síðan. Neðar í ánni er
Hólmavaðsstíflan, sá fomfrægi
veiðistaður, trúlega einn frægasti
og gjöfulast.i veiðistaður landsins.
Þeim stað byijaði að hraka í kjölfar-
ið á umræddum flóðum, hefur
hríðversnað og keyrir um þverbak
í sumar. Þórður Pétursson veiði-
vörður og leiðsögumaður við Laxá
hefur sagt þeim er þetta ritar, að
það sé lítið mál að lagfæra þetta,
það þurfi aðeins vilja landeigenda,
jarðýtu, en útlagður kostnaður
myndi fljótt skila sér í aukinni veiði
á ný. Öll svona mál em hins vegar
viðkvæm og vandmeðfarin, ekki síst
í Laxá í Aðaldal þar sem allt slíkt
þarf að bera auk alls undir Náttúm-
verndarráð vegna sérstöðu lífríkis
árinnar.
Önnur hlið á þessu máli er tilbún-
aður veiðistaða í ám þar sem fátt ,
er um góð laxalægi. í Stangar-
holtslandi í Langá mddu landeig-
endur upp malargörðum, en það bar
í heild séð ekki sérstakan árangur.
I Reykjadalsá í Borgarfirði var gerð
skemmtileg tilraun fyrir mörgum
ámm, en Reykjadalsá er afar lygn
og víða lítt fysileg laxinum. Sturla
heitinn Jóhannesson á Sturlu-
Reykjum í Reykholtsdal átti í land-
areign sinni veiðistað, Sturlu-
Reykjabug, sem gaf einn og einn
lax, helst í vatnavöxtum og þegar
lax var í göngu. Sturlu datt í hug
hvort eigi væri hægt að nota sér
ákveðið straumkast í ánni til þess
að gera aðlaðandi laxalægi. Góð-
viðrisdag einn sótti hann sér tunnu
eina stóra, fyllti hana til hálfs af
gijóti og óð með hana út í ána
miðja. Tunnan var til muna léttari
í ánni en uppi á þurru. Straumurinn
var ekki meiri en svo að hann hreif
tunnuna ekki burt er hreppstjórinn
sleppti af henni takinu. Svo tók
hann til við að bera meira gijót í
tunnuna og linnti ekki látunum fyrr
en hún var troðfull. Stráumurinn
tók þá þegar til við að grafa rás í
botninn undan henni. Þetta var að
haustlagi, svo leið vetur, vor og
nýtt veiðitímabil gekk í garð. Seint
það sumar vom tengdafaðir hrepp-
stjórans og góðvinur hans að veið-
um í .ánni, en urðu lítið varir eins
og algengt er í Reykjadalsá á seinni
ámm. Þá stakk Sturla upp á því
við vini sína hvort eigi væri ráð í
stöðunni að líta á „Tunnufljótið"
sitt. Þeir gerðu það og drógu 6 laxa
í beit. . .
_ Abu
Garcia