Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 3
 ur verið nefndur í tengslum við álmengun og það er Alsheimer— sjúkdómurinn. Mun meira ál hefur fundist í heila Alsheimer sjúklinga en annarra. Það virðist því vera full ástæða til að fylgjast vel með rannsóknum á þessum þáttum í framtíðinni. Við ræddum nánar um styrk- leika beina. Nú er fólk farið að borða ógrynni af kalktöflum, en hugar e.t.v. ekki nægjanlegá að nýtingu kalksins í líkamanum með því að neyta jafnframt efna sem binda kalkið. — Er kalkneysla orðin eins- konar allsherjarlausn á þessu beinþynningarvandamáli? „Það er nú svo,“ svaraði Brynj ólfur, „að kalk og lýsisneysla er af hinu góða. Ef til staðar er mik- ill og góður beinmassi þegar fólk er um fertugt, þá minnka líkur á beinþynningu þegar fólk eldlst. Mikllvægur þáttur er heilbrigt lífer ni, mátulega mikil hreyfing og fjöl- breytt mataræði. Sá sem byrjar seinni hluta ævinnar með litinn beinmassa á miklu frekar á hættu beinþynningu og beinbrot tengd- um beinþynningu." Hér á landi er eingöngu rætt um hættur fyrir konur í sambandi við beinþynningu, en: — Geta karlar fengið bein- þynningu? „Jú, karlmenn geta fengið bein- þynningu, en nokkru síðar en konu Þeir hljóta samskonar beinbrot og konur en 10 árum síðar. Brynjólfur sagði að beinþynning væri annars mjög stórt vandamál, beinþynnig væri sennilega einn af dýrustu sjúkdómum þjóðfélags, þar sem meðalaldur fólks er hár. Sem dæmi nefndi hann, að þau beinbrot sem aðeins falla undir mjaðmabrot kosti þjóðfélagið u.þ.b. 250 milljónir á ári, en langf- lest mjaðmabrot stafa af bein- þynningu. Hvert mjaðmabrot kost- ar þjóðfélagið í dag í kringum 800 þúsund krónur. Fólk sem fengið hefur slíkt brot liggur í sjúkrahúsi í u.þ.b. einn mánuð að meðaltali og hver dagur í sjúkrahúsi kostar um 15 þúsund krónur. Að auki kemur til mikill kostnaður vegna heimahjúkrunar og heimilishjálpar. Þetta eru miklar fjárhæðir. Hér á (slandi eru gerðar um 300 aðgerðir á ári vegna mjaðmabrota og jafnmargar aðgerðir vegna slits í liðum. Oftast er um að ræða gerviliðaaðgeröir vegna slits í mjöðm eða hné. Það eru til fleiri sjúkdómar sem tengdir eru beinum en beinþynn- ing og við spurðum í áframhaldi af því: — Er hægt að hindra eyðingu á mjaðmakúlu? „Slit í mjöðm er ekki hægt að hindra," svaraði Brynjólfur,„þar sem aðal orsakaþátturinn er óþekktur. Þeir sem hljóta mjaðma- sjúkdóma í æsku geta myndað slit síðar á æfinni. Sá þáttur er þekkt- ur en hann er aðeins lítill hluti af þessum slitvandamálum. Því mið- ur eru engin lyf til í dag sem hindra slitmyndun. En það eru e.t.v. að koma á markað lyf sem mögulega geta seinkað slitmynduninni" Sá sjúk dómur sem hrjáð hefur íslendinga hvað mest í gegnum árin er bakveiki. Hún lamar vinnu- þrek og leggur fólk á besta aldri í rúmið tímabundið og ráð virðast oft gagnlítil. Við spurðum því: — Hver er aðalorsök bak- veiki?“ „Bakveiki hefur sennilega fylgt mannfólkinu frá upphafi vega. Bak- veiki virðist vera til í öllum þjóð- félögum. Það má vera að hún hafi stafað af miklu vinnuálagi, en um 90% af fólki fær einhverntíma í bakið en þó mismikið. Flestir fá einhver ónot í bakiö fyrr eða síðar. Brjósklos er mjög algengt hér á landi, það virðist mun algengari á íslandi en erlendis, að minnsta kosti eru gerðar hór mun fleiri brjósklosaðgerðir en annarstaðar. Skýringu hefi ég ekki, en e.t.v. er það vegna mikils vinnuálags. ís- lendingar virðast vinna meira en aðrar þjóðir og sennilega er erfiðis- vinna algengari hér en víðast hvar annarsstaðar. Það sem skiptir máli í sambandi við bakið er að halda sór líkamlega vel við, læra réttar vinnustellingar, sofa á góðri dýnu og venja sig á a'ð ganga í fótlaga skóm með frek- ar þykkum botni. Þannig hvílist stoðkerfið." MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 C 3 I þróttir valda flestum slysum hjá ungu fólki hérá landi. Skorturá nægum starfsleiðbeiningum á vinnustöðum eru ein ástæðan fyrir tíðum vinnuslysum hérá landi. Fjölgun mjaðmabrota er hér meiri en sem svarar hækkunáaldrifólks. Alitið eraðál í umhverfinu geti átt þátt í beinþynningu. Kkarlarfá beinþynningu, en 10 árum síðaren konur. fætur kvarti um óþægindi frá öðr- um liðum líka. Eina ráðið fyrir þetta fólk er að ganga í góðum fótlaga skóm, helst með mjúkum innleggj- um sem taka í sig sem mestan kraft frá undirlaginu. Fólk, og þá sérstaklega unga fólkið, leggur alltof litla áherslu á að ganga í skóm með góðum botni, heldur lætur tískuna ráða. En það má reyna að setja í þessa þunnbotna skó innlegg sem taka í sig kraftinn frá götunni." — Átt þú góð ráð fyrir gömlu kempurnar sem bregða sér f fót- bolta um helgar og þykja sjálf- sagðar til þátttöku f firmakeppn- um? „Já, það er algengt, að fólk sem fer í fótbolta á miðjum aldri meiði sig í hnjám og skaði á sér lið- þófana, en liðþófar eru demparar í hnjánum," sagði Brynjólfur. „Skemmdur liðþófi veldur óþæg- indum, hann leiðir til slits í hnó með tíð og tíma, ef skemmdin er ekki fjarlægð. Með liðspeglun er hægt að greina hvað að er og skemmdina má laga með speglun- aráhöldum. Það er hægt að gera án þess að opna hnéð. Þeim sem eru að komast á miðj- an aldur og vilja fara að hreyfa sig, vil ég ráðleggja að byrja á því að fara í laugarnar. Stór hópur af þessu fólki vinnur mjög mikið og það er einnig undir miklu andlegu álagi, oft vegna mikillar vinnu. Þetta fólk ætti að synda nokkrar ferðir í laugunum, fara svo í heita pottinn og ræða málin og einfald- lega læra aö slaka á. Það kemur úr lauginni hresst á sál og líkama og með tímanum verður sundið hluti af þeirra lífi. Fólk á að gefa sér klukkutíma á dag til að rækta heilsuna.“ — Átt þú gullnar reglur aö gefa eldra fólki? „Það hefur sýnt sig að til að hindra beinbrot og ýmsa hrörnun- arsjúkdóma á seinni hluta ævinn- ar, er miklvægt að fólk haldi sér andlega ungu eins lengi og nokkur kostur er. Andlegi þátturinn skiptir gífurlega miklu máli. Þeir sem er vel á sig komnir andlega og líkamlega brotna síður en hinir og ef þeir brotnar þá eru þeir mun fljótari að jafna sig. Fólk sem einhverra hluta vegna þarf að dvelja langtímum saman á stofn- unum á seinni hluta ævinnar, því er mun hættara við beinbrotum en þeir sem búa heima og eru hressir á sál og líkama. Það er einnig mikiivægt fyrir aldraða sem búa heima, að þeir hafi góða birtu og að þar séu ekki hál gólf eða lausir dreglar og helst ekki þrö- skuldar. Það er að sjálfsögðu miklu ódýr- ara að stuðla að þessum fyrir- byggjandi þáttum, en að reyna að leysa vandann þegar slys hafa átt sér stað“. — Að lokum Brynjólfur, Hvaða ráð viltu gefa ungu íþrótta- fólkl? „Ég vil benda því á að gefa sér tíma til aö hita sig upp áður en það hefur æfingar. Það er árang- ursríkast að byggja upp líkamann hægt og sígandi. Ef verið er að byrja á einhverri nýrri íþróttagrein þá er nauðsyn- legt að hafa leiðbeinanda og vinna í „þrepum", en byrja ekki af fullum krafti. Þetta gildir um alla hluti í lífinu — því kapp er best með for- sjá — .“ Viðtal: Margrót Þorvaldsdóttir Snyrtíng Smakkað á kremum Margar konur eiga við það vandamál að stríða að hafa húð sem er mjög viðkvæm fyrir ýmsum efnum í andlitskremum og sitja kannski uppi með þokka- legan „lager" af krukkum og kremum inni í skáp, sem aðeins hafa verið notuð í örfá skipti. Við heyrðum, ekki alls fyrir löngu, athyglisverða tillögu frá Heiðari Jónssyni, snyrti, um hvernig konur gætu komist að því hvort húð þeirra væri of við- kvæm fyrir andlitskremum eða ekki: að smakka á kreminu fyrst! Þetta sagðist Heiðar sjálfur hafa gert og komist að raun um að ef örlitlu af kreminu væri kyngt og það illi engum óþægindum í hálsi myndi það ekki valda óþæg- indum í andlitshúðinni og öfugt. Það fylgdi sögunni að vissulega væri andlitskrem ekkert sérstak- lega bragðgóð...en hugmyndin er athyglisverö eigi að síður. VE DRATTARVEUN -súmestselda C iy • • . >■ •. it ISTEKK, Lágmúla 5. S. 84525. iUljaðmarbrot kosta þjóðfélagið 250 milljónirá ári. Hvert mjaðmarbrot kostar 800 þúsund krónur. Gerðareru fleiri brjósklosaðgerðir hérá landi en erlendis. Þá er hér spurning sem margir hafa leitað svara við: — Er samband á milli bakveiki og veilu ( hné? „Ef fólk er slæmt í baki og hefur einhver rótareinkenni, þ.e. ertingu á taugum sem ganga niður í fæt- ur, þá getur það fundið til óþæg- inda í fótlegg og jafnvel tengt það hnénu eða mjöðm eingöngu. Það er vitað að fólk sem á einhvern hátt gengur skakkt leggur meira álag á aðra liði og þeir liðir gefa óþægindi með tímanum. Nú hafa margir mislanga fætur, en ef að- eins er um lítinn mun að ræða þá skiptir hann sennilega ekki svo miklu máli. En ef um er að ræða 1 sm eða meira, þá þarf að jafna mismuninn." — En hvaða áhrlf getur flatur fótur haft á liði og bak? „Flatur fótur þarf ekki að vera tengdur bakverk," sagði Brynjólf- ur, „Það er þó mjög algengt að fólk sem er með skakka eða flata ÞANN 8.ÁGÚST HEFST SKYNDI- SALAN! HVAR?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.