Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
MANEX
HÁR-
VÖRURNAR
HAFA
SÉRSTÖÐU
Próteinbætti Manex
hárvökvinn samanstendur af
22 amínósýrum sem inni-
halda nægilega lítil mólikúl
til að komast inn í hárslíðrið
og næra hárrótina með
hreint undraverðum árangri.
Virkni próteinbætta
hárvökvans er ótvíræð:
/
/
Hárvökvinn stöðvar hárlos í
allt að 100% tilvika.
Flasa hverfurí 100% tilvika.
I 73% tilvika hefur Manex
hárvökvinn endurheimt hár
í hársverði þar sem lífsmark
er enn með hárrótinni.
Með því að bæta hár-
vökvanum í permanent festi,
næst langvarandi ending
permanents í þunnu hári.
/
/
Próteinbætti Manex hár-
vökvinn dregur úr exemi í
hársverði.
Hárvökvinn lífgar og styrkir
hár sem er þurrt og slitið
eftir efnameðferð.
Manex hárlcekninga-
vörumar samanstanda af
sjampó, hámærtngu, vítamín-
töflum og próteinbcettum
hárvökva og fást á flestum
rakara- og hársnyrtistofum
um land allt.
HEILDSÖLUBIRGÐIR
osia
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SlMI 680630
CHANEL
AðalhönnuðurChanel, Karl
Lagerfeld, ásarrít einni
þekktustu sýningarstúlku
tískuhússins, Ines de la
Fressange, sem er klædd
í vetrarútgáfu hinnar
klassísku Chanel-dragtar.
Dragtinerúrljósri ull, með
svörtum silkilíningum,
notuð með svartri
silkiblússi. Þessu fylgir svo
klassískt keðjubelti frá
Chanel ogveski.
LACROIX
Teikning Christian Lacroix af
einni vetrarkápunni sem
hann sýn di nú. Kápan er
efnismikil, úr mohair-ull og
notuð utan yfir einfaldan kjól,
skreyttan fjöðrum. Hárskraut
og slæða úr appelsínugulu
sikli og sokkamir grænir.
GIVENCHY.
Hönnuðurinn Hubert de
Givenchy leggur lokahönd
á frágang kvöldkjóla fyrir
sýningu sína.
Þeir eru fjölmargir sem sitja liðlangan daginn, á
skrifstofustólnum, i bílnum eða íflugvél. Þetta mœðir mjög
á bakinu enda hættir fólki til að gleyma grundvallarreglum
sem flestir hafa þó einhvern tíma haft ávæning af.
Meginreglan er sú að hryggurinn á alltaf að vera í sömu
stellingu hvort sem maður liggur, stendur eða situr. Semsagt:
Beinn. Héreru leiðbeiningar varðandi það hvernig kyrrsetufólk
getur með einföldum ráðum dregið úr álagi á bakið.
Ef lesandinn er sitjandi er
bezt að byrja á því að
veita stellingunni nánari
athygli. Allar líkur eru á
því að maður halli sér
fram með bogið bak, magann út
og hálsinn boginn. Þeireru því
miður fáir sem gefa þessari
óheillastellingu gaum þótt þeir sitji
svona dag út og dag inn, enda
þótt sórfræðingar séu á einu máli
um að langvarandi setur hafi í för
með sér óeðlilegt álag á bakið sem
geti haft heilsuspillandi áhrif þegar
til lengri tíma er litið, einkum og sór
i lagi verki í mjóhrygg.
Flestir láta hjá líða að nota
kviðvöðvana sem ná aftur með
bakinu til þess að styðja við
hrygginn með þeirri afleiðingu að
þrýstingurkemurá
brjósksneiðarnarsem eru á milli
hryggjarliðanna. Reyndar verður
þrýstingurinn meiri með þessu
móti en við nokkuð annað sem
maður aðhefst annað en það að
beygja sig og lyfta síðan þungum
hlut. Þrýstingurinn geturýtt
brjósksneiðunum upp að taugum í
hryggnum og það getur valdið
miklum sársauka. Onnur afleiðing
rangrar stellingar birtist í því að
þegar setið er með bogið bak
stríkkar á liðböndum milli
hryggjarliðanna og afleiðingin
verður sá stirðleiki og ónot sem
margir verða varir við þegar þeir
standa á fætur og teygja úr bakinu.
Þá má nefna verki í hálsvöðvum,
herðum og efri hluta baksins, sem
venjulega stafar af þvi að fólk situr
álútt jafnt og þótt, auk þess sem
það þjáist jafnframt af streitu og
vöðvaspennu sem bæta sízt úr
skák. Svokallaöurtennisolnbogi,
þ.e. verkur sem leiðir út i
framhandlegg og olnbogann að
utanverðu, getur verið afleiðing
þess að setið er í rangri stellingu.
Þótt fæstir treysti sór til þess
að hafa hugann stöðugt við þá
stellingu sem setið er í við vinnu
eru ýmsar leiðirtil að stuðla að
úrbótum. Skilningur á nokkrum
grundvallaratriðum.
Ákjósanlegasta sætið er stóll
sem lagar sig að llkamanum.
Hönnunln hindrar beinlínis að
notandinn láti eftir sér að siga
saman og sitja álútur. En
hvernig á að stilla stólinn
þannig að hann komi að
tilætluðum notum?
Hrygglengjan á að vera lóðrótt
og fylgja stólbakinu. Fæturnir
ná með góðu mótl niður á
gólfið og þjóhnapparnir eru
Iftið eitt neðar en hnón.
Aukapúði til að styðja við bakið
getur verið til bóta. Mikilvægt
er að borðbrúnin só um 2,5 sm
ofar en olnbogarnir.
Þegar setið er á hryggurinn að
vera í sömu stellingu og þegar
staðið er, þó þannig að haft sé í
huga að eölilegar bogalínur
líkamans eru þrjár, hálslina,
bringulína og mjóhryggjarlína. Sá
sem situr rétt lyftir bringunni með
því að teygja úr bakvöðvum og
draga saman magavöðvana, sem
framkalla þrýsting í kviðarholinu en
þessi þrýstingur verður stuðningur
við bakið. Herðarnar eiga að vera
beinar og slakar, eyrun í beinni línu
fyrirofan mjaðmirnar. Fæturnireiga
að hvíla stöðugir á gólfinu og hnén
um fjórum sm ofar en mjaðmirnar.
Á sumum stólum hallast setan
eilítið aftur og það stuðlar einmitt
að því að afstaöa hnjánna og
mjaðmanna só eins og hún á að
vera. Það á ekki að sitja með
krosslagða fætur. Með því móti
eykst álagið á hrygginn og vöðvana,
auk þess sem það heftir blóðrásina.
Erfitt, ef ekki ómögulegt, er að
sitja svo vel fari ef aðstæöur eru
ekki réttar. Iðjuþjálfarar halda þvi
fram að heilsusamlegur og þar af