Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 B 5 dýrkun sé eitt einkenni um slitin tengsl milli manns og náttúru - bónd- inn sem býr við fjallið horfír ekki á landslagið? „Nei, en ef hann þyrfti að fara úr því yrði hann sem ijaðra- laus. En það er rétt, þetta er nútíma- fyrirbæri sem fólk kemur ekki auga á fyrr en það fer að búa í þéttbýli. íslendingasögurnar eyða til dæmis ekki löngu máli í landslagslýsingar." Myndirnar á sýningunni í Lista- stofu bókasafns Kópavogs eru allar frá því í vor og sumar, landslag á norður- og suðurlandi með einni eða tveimur undantekningum. „Þetta eru landslagsstemmningar frá þessu einkennilega sumri, rigning og ein- kennileg birta. Þetta eru allt myndir frá ákveðnum stöðum en við skulum segja að farið sé frjálslega með stað- reyndir. Lögmál myndarinnar verða alltaf að gilda. Nei, ég geri lítið af því að skissa. Ég gerði það áður, málaði meira segja úti, en ég er hættur því fyrir löngu. Það kemur fyrir að ég skissa fýrir landslags- mynd en aldrei fyrir abstraktið." Elías segist lítið hrærast í hring- iðu listalífsins og telur skýringuna felast í því að þegar menn séu bún- ir að vinna lengi sæki þeir meira inn í sig en út fyrir. Hvernig endurnýjar hann sig, hvert sækir hann kraftinn? „Það gerist með því að lesa þjóðsög- ur og bókmenntir - ég fæ miklu meiri innblástur úr bókmenntunum en því að skoða málverk og lista- verkabækur. Ég sæki mikið í tónlist líka. Ég sé heilu tónverkin fyrir mér í samfelldri mynd. Það er mikill skyldleiki með tónlist og abstrakt málverkinu. Og einnig ljóðlistinni. Þetta er allt af sama toga; meðferð orða, tóna og lita byggist á sömu sköpunargáfunni. En þó maður hafi allt sem til þarf en ekki kergjuna og seigluna gerir maður aldrei stóra hluti. Það þarf ógurlega seiglu og það verður að beijast fyrir þessu. Maður verður að pína sig til að vinna þó mann langi ekkert til þess. Oft koma góðir hlutir út úr slíku en stundum koma líka dagar sem mað- ur eyðileggur margra mánaða vinnu. Þannig rífur maður sig upp og tætir síðan niður aftur í sjálfsgagnrýni þar til ekkert er eftir. Þannig sveifl- ast maður til og frá í þessu. Þessi barátta breytir karakternum - ég er allt öðruvísi karakter en þegar ég byrjaði í þessu,“ segir Elías og það er auðfundið af yfírvegun hans að sálarskipið hefur staðið af sér stór- viðrin í listamannslund Elíasar B. Halldórssonar. Þegar við ljúkum þessu spjalli okkar snýst talið um samband lista- mannsins og mannlífsins. Þar er vandrataður meðalvegurinn. „Lista- maðurinn verður að hverfa frá mannlífinu án þess að slíta tengslin. Hættan á að tapa sér alveg felst í því að missa tenginguna við mannlíf- ið. Samt verður að taka þessa áhættu. Verst er þó ef listamaðurinn tapar sinni bamslegu skynjun á til- veruna. Hana verður að reyna að halda í, þó það verði erfiðara þegar aldurinn færist yfir. Maður má held- ur ekki draga úr kröfunum til sjálfs sín. Maður verður að krefjast þess af sjálfum sér að gera betur, ekki sætta sig við að gera bara jafn góða hluti og einhvern tíma áður,“ segir Elías um leið og kveðjumst á dyra- þrepi vinnustofu hans í Kópavogin- um. H. Sig. Úr Skagafirði. leyti og það er meðal annars þetta sem Pinter er að skoða í Elsk- huganum". Hvemig er að leikstýra svona verki? „Það er mjög sérkennilegt, það er ekki hægt að vinna út frá neinum „rauðum þræði" sem gengur í gegn, það verður að vinna þetta setningu fyrir setningu, augnablik fyrir augnablik. Pinter gefur leikstjóran- um svo til alveg fijálsar hendur, segir mjög sjaldan fyrir um stað- setningu persóna og slíkt, en þegar hann gerir það þá passar það alveg hundrað prósent og engin leið að hafa það öðmvísi“. Er ekki þýðing á leikriti eftir Pinter erfítt verk? „Jú, það er ekkert grín að þýða Pinter. Það er alltaf erfitt að þýða texta af einu máli yfir á annað, en Pinter er með þeim erfiðustu. Hann hefur sérstaklega gaman af því að raða saman algengum orðum á óalgengan hátt og skemmtir sér svo kannski við það nokkrum línum seinna að fínna einhver sérdeilis hátíðleg og sérkennileg orð. Hann skrifar oft stuttar setningar, þar sem eitt einasta smáorð getur skipt öllu máli í heilu tilsvari. Einnig notar hann mjög sérstakan rytma í málfari, sem erfítt er að ná á íslensku. Það er furðuleg reynsla að vinna með texta eftir Pinter, bæði í þýðingu og leikstjóm, en alveg óskaplega skemmtilegt". Aðalhlutverkin tvö í Elskhugan- um eru í höndum Erlu B. Skúladótt- ur og Viðars Eggertssonar, hvað hafa þau að segja um verkið? Viðar vildi ekkert tjá sig um það, en Erla kvað vinnuna við þessa sýningu mjög ólíka því sem hún hefði áður reynt. „Það er svo erfítt að koma þess- ari margföldu merkingu textans til skila. Þegar maður er að leika ein- hvem sem er að leika að hann sé að leika leik þá er málið orðið nokk- uð snúið. Þetta er líka mjög erfitt að því leiti að áhorfendur sitja hringinn í kringum sviðið alveg ofan í okkur og það er engin undankomu- leið. Annars er varla hægt að tjá sig um þetta verk án þess að gefa of mikið upp og þá er búið að stela glæpnum". Blaðamaður er sammála því að væntanlegum áhorfendum sé eng- inn greiði gerður með því að fara nánar út í efni og uppbyggingu verksins en vill að lokum taka und- ir_ orð Martins Regal í leikskrá: „Áhorfendur geta setið rólegir og skoðað persónumar reyn'a að skáka hver annarri. Síðan er það hvers áhorfenda fyrir sig að dæma hver sigrar". fb .Komdu með hana“, Richard (Viðar Eggertsson) og Sara (Erla B. Skúladóttir) í átökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.