Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Nýlundulist í ljósmyndun Inga Sólveig sýnir „ Undir pilsfaldinum “ MORGUNBLAÐIÐ/BAR Inga Sólveig við myndröðina „Underground" Inga Sólveig FriÖjónsdóttir opnaÖi sl. laugardag Ijósmyndásýningu í nýju galleríi aÖ Vesturgötu 3b sem ber nafniÖ „ Undirpilsfaldinum “. ÞaÖ eru þau Örn Ingólfsson ogBryndís Valbjörnsdóttir sem standa fyrir rekstri gallerísins og er sýning Ingu Sólveigar sú fyrsta sem haldin er í þessu nýja galleríi. BlaÖamaÖur kom aÖ máli viÖ Ingu Sólveigu og baÖ hana aÖ segja lítillega frá sýningunni. Myndimar eru allar unnar á sl. ári, rétt áður en ég lauk BA- prófí í listum frá San Fransis- co Art Institute, með ljósmyndun sem aðalgrein. Þetta eru myndrað- ir sem eiga að koma til skila upplif- unum af einhveijum stað eða að- stæðum, frekar en segja einhveija sögu. Ein myndröðin „Angst" (ótti) er úr kvikmynd sem ég gerði, fímm mínútna kvikmynd sem er dra- matískur leikur með ljós og skugga. Ég var töluvert í kvik- myndun jafnhliða ljósmyr.duninni, því mér fínnst ein ljósmynd segja svo lítið og uppúr því fór ég að vinna myndraðir til að reyna að koma fleiru til skila“. Eina staka myndin á sýningunni er jafnframt eina litmyndin og sú eina sem ekki ber nafn. Hvemig stendur á því? „Þetta er hluti úr stærra verki sem ég vann ásamt íslenskum málara og bandarískum kvik- myndagerðarmanni. Sögu um lífshlaup mannsins í stílfærðri útg- áfu og eftir að ég var búin að hengja upp sýninguna fannst mér passa ágætlega að hafa eina þess- ara mynda með, svona utan dag- skrár". Það em líka þijú silkiprent á sýningunni, vinnurðu mikið í því? „Þetta er silkiprent unnið með ljósmyndatækní, myndir af Berlín- ar-múmum. Já ég hef unnið dálí- tið af silkiprenti, fínnst mest gam- an að vafra á milli ljósmyndunar, silkiprents og kvikmyndunar, en það er hætta á því að ef maður skiptir sér milli svona margra að- ferða verði útkoman hálfkák á öll- um sviðum. Ég hef líka unnið tölu- vert af klippimyndum. Eftir að ég útskrifaðist og hætti að hafa að- gang að myrkraherbergi fór ég að klippa niður myndimar mínar til að halda mér við efnið". Yfírskrift sýningarinnar er „Ný- lundulist í ljósmyndun" hvað mein- arðu með þvi? „Nýlundulist er þýðing á erlenda hugtakinu „avant-garde", mjög skemmtileg þýðing að mínu áliti. Þetta heiti tengist þeirri von minni að íslendingar fari að vakna til vitundar um ljósmyndun sem list- grein, en mér fínnst skorta mikið á að hún sé metin að verðleikum hér“. Hvað er framundan hjá þér? „Ég veit það eiginlega ekki. Mest mundi mig auðvitað langa til að starfa sjálfstætt, en það er dýrt fyrirtæki að koma sér upp nauð- sjmlegum búnaði og aðstöðu, svo það verður að bíða. Ætli ég rejmi ekki að fá einhveija vinnu við ljós- myndun, þótt ég sé á báðum áttum | um hversu langt eigi að ganga í | þá átt að gera sig að verslunar- vöru“. FB Jóhann Hjálmarsson skrifar frá Spáni Ljóðlistin — könnun dýpri veruleika Fjórtánda desember 1984 lést í Madríd Nóbelsskáldið Vic- ente Aleixandre, en hann var fædd- ur i Sevilla tuttugasta pg sjötta apríl 1898. Aleixandre var eitt af helstu skáldum hinnar nýju gullald- ar spænskrar Ijóðlistar og Anda- lúsíumaður eins og svo mörg þeirra. Eftir sigur falangista á Spáni hélt Aleixandre ekki burt eða í út- legð eins og margir skáldbræður hans. Hann kaus að dvelja um kyrrt á Spáni og mun hafa fengið að vera þar óáreittur þrátt fyrir samúð með lýðveldissinnum. Aleixandre þurfti að vísu eins og aðrir að gæta þess að fá ekki rítskoðunina á móti sér, en hin lokaða og einkalega ljóð- list Aleixandres gat ekki orðið henni áhyggjuefni. Auk þess gaf Aleix- andre aldrei neinar yfírlýsingar eða lét á sér skilja að hann væri and- stasðingur falangistastjómarinnar. Ljóðlist Aleixandres mótaðist mjög af súrrealisma. Hún er myndrík, upphafin og gædd seið- andi hrynjandi. Þekktasta bók hans verður að teljast eitt af höfuðverk- um spænskrar Ijóðlistan La de- strucción o el amor (Eyðingin eða ástin, 1935). Og með Historia del corazón (Saga hjartans, 1954) verð- ur staða hans sem spænsks stór- skálds enn ljósari. Aleixandre orti í barokkstíl eins og fleiri spænsk skáld sem orðið höfðu fyrir áhrifum frá eldra skáldi, Luis de Góngora, réttara sagt end- urmetið Góngora. í því endurmati tóku líka þátt Federico García Lorca og Rafael Alberti. í verkum barokk- skáldanna eru ástin og dauðinn ekki andstæður og algyðistrú setur svip sinn á þau. Verk Aleixandres em talin mjög bölsýn, myrkur og örvænting eru meginþema þeirra. Lífíð var í hans Vicente Aleix- andre

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.