Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
Skýrsla ráðgefandi nefndar um efnahagsmál:
»
Arangur aðgerða ræðst af því að
jafnvægi náist í ríkisbúskapnum
Ráðgjafanefndin að störfum ásamt efnahagsráðgjafa rikisstjórnarinnar. Frá vinstri að telja: Víglundur
Þorsteinsson, Jón Sigurðarson, Ágúst Einarsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón B. Ólafsson, Ólafur
ísleifsson og Eyjólfur K. Sigurjónsson.
Hér á eftir fer skýrsla ráðgef-
andi nefndar um efnahagsmál til
forsætisráðherra. Nefndin skil-
aði skýrslunni í gær, en hafði
áður skilað áfangaskýrslu.
Nefndin hefur kynnt sér gögn
um stöðu efnahagsmála í samræmi
við erindisbréf sitt. Hún hefur notið
aðstoðar efnahagsráðgjafa ríkis-
stjómarinnar og forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Nefndin telur að
þau gögn sem fyrir liggja, sýni að
taprekstur útflutningsatvinnuveg-
anna sé svo mikill að hreinn voði
sé framundan ef ekkert verður að
gert. Nefndin hefur rætt ítarlega
ýmsa kosti til að bæta stöðu út-
flutningsfyrirtækja. Ljóst er að
enginn kostur er þar auðveldur eða
góður, en þó sá sýnu verstur að
aðhafast ekkert.
í umræðu um stöðu útflutnings-
greina og ástand efnahagsmála
hafa nefndarmenn orðið um það
sammála, að eitt markmið sé öðrum
mikilvægara, það að kveða niður
þá þrálátu verðbólgu, sem hér hefur
ríkt í áratugi. Verðbólgan hefur
skaðað svo mjög hagvöxt, kjör fólks
og fyrirtækja, að önnur markmið í
efnahagsmálum verða að víkja um
stund, svo að það megi fram ganga,
að verðbólga minnki stórlega. I
þessu ljósi ber að skoða tillögur
nefndarinnar.
Nefndarmenn eru sammála um,
að árangur aðgerða ráðist af því,
að jafnvægi náist í ríkisbúskapnum,
á vinnumarkaði og á peningamark-
aði.
Að því tilskyldu að slíkt jafnvægi
náist, leggur nefndin til að könnuð
verði til þrautar sú leið að færa
niður laun og verðlag. Slíkt leiðir
af sér hraða verðbólguhjöðnun og
mikla og tafarlausa lækkun nafn-
vaxta. Samræmdar aðgerðir til að
draga úr þenslu samhliða verð-
hjöðnun leiða til þess að raunvextir
lækka.
Hröð lækkun verðbólgu og vaxta
hefur verulega þýðingu fyrir fram-
leiðslufyrirtæki og launþega, ekki
síst fyrir þann mikla fjölda sem er
mjög skuldugur. Það er álit nefnd-
arinnar, að hagsmunir atvinnu-
rekstrarins og launþega fari hér
saman.
Ljóst er að verði niðurfærsla
launa og verðlags framkvæmd, eins
og lagt er til, verður staða útflutn-
ingsgreinanna samt sem áður mjög
veik og erfíðleikar því framundan
hjá þessum atvinnugreinum. Það
er þó bjargföst sannfæring allra
nefndarmanna, að möguleikar at-
vinnuveganna til að glíma við þann
mikla vanda, eru þeim mun meiri
sem líkindi aukast á að verðbólga
og vextir lækki mikið og hratt.
Kaupmáttarskerðing er óumflýj-
anleg. Það er skoðun nefndarinnar
að með niðurfærslu yrði hún
þrautaminnst fyrir þjóðina.
Aðgerðir til að skapa jafn-
vægi í ef nahagslífinu
1. Dregið verði verulega úr er-
lendum lántökum. Lagt er til
. y að ríkissjóður taki engin er-
lend lán á árinu 1989. Lagt
er til að langlánanefnd verði
lögð niður. Á árinu 1989 verði
ríkisfyrirtækjum, sveitarfé-
lögum, fjárfestingarlánasjóð-
um, bönkum og kaupleigufyr-
irtækjum ekki heimilt að taka
erlend lán nema sem svarar
til afborgana útistandandi er-
lendra lána. Þetta á við öll
erlend lán önnur en afurðalán
til atvinnuveganna og lán sbr.
lið 2. Samdráttur nemi a.m.k.
3.000 m.k. miðað við yfir-
standandi ár.
2. a. Sérstök heimild verði veitt til
útflutningsfyrirtækja til að
taka skuldbreytingalán er-
lendis á vegum viðskipta-
banka sinna. Heimildin verði
2.000 m.kr. til viðbótar fyrri
heimildum.
b. Fjárfestingarlánasjóðir at-
vinnuveganna nýti ákveðinn
hluta ráðstöfunarfjár á árinu
1989 til skuldbreytinga.
c. Gjald á erlend skuldbreytinga-
. lán falli niður.
3. Ríkissjóður verði rekinn með
tekjuafgangi á árinu 1989.
4. Vextir á lánum Byggingar-
sjóðs ríkisins verði hækkaðir.
Dregið verði úr skyldukaup-
um lífeyrissjóða á skuldabréf-
um húsnæðislánakerfísins.
Framlag úr ríkissjóði til Bygg-
ingarsjóðs verkamanna lækki.
5. Samkomulag verður að nást
við sveitarfélög um samdrátt
í framkvæmdum á árinu 1988
og 1989.
6. Nefndin bendir á að hyggi
stjómvöld á stórfelldar nýjar
framkvæmdir þarf strax að
huga að samdrætti á öðram
sviðum til að fyrirbyggja
þensluáhrif.
7. Nefndin leggur til að ríkis-
ábyrgðir á fjárfestingalána-
sjóðum, svo sem Fiskveiða-
sjóði, Byggðasjóði, Iðnlána-
og Iðnþróunarsjóði, Fram-
kvæmdasjóði og öðrum opin-
beram og hálfopinberam fjár-
festingalánasjóðum falli niður
frá 1. jan. 1989.
Tillögur um samdráttarað-
gerðir sem nauðsynlegt er
að gripa til strax
1. Útgjöld ríkisins verði dregin
saman með samdrætti og fækk-
un starfsfólks. í þessu skyni
verði starfsmönnum ríkis og
ríkisstofnana fækkað um 5%,
þ.e. um það bil 1.000 störf verði
lögð niður.
2. Launaábyrgð ríkissjóðs á ríkis-
fyrirtækjum með sjálfstæðan
fjárhag verði afnumin.
3. Afborgunarsamningar með
greiðslukortum verði bannaðir.
4. Skylduspamaður á hátekjur:
10% skylduspamaður verði lagð-
ur á þær tekjur einstaklinga sem
era umfram 200 þúsund krónur
á mánuði frá og með 1. okt.
1988 til 1. okt. 1990. Sparandi
fái fímm ára SDR-ríkisskulda-
bréf óframseljanleg í 18 mán-.
uði. Bréfin skulu vera vaxtalaus.
5. Tryggja fjárhag ríkissjóðs enn
frekar verði gildistöku virðis-
aukaskatts frestað til 1. janúar
1990.
Dráttarvextir
Nefndin leggur til að lögum og
reglum um dráttarvexti verði breytt
nú þegar, þannig að þeir ákvarðist
sem dagvextir og aldrei verði heim-
ilt að reikna dráttarvexti af dráttar-
vöxtum, eins og nú er gert.
Lækkun raunvaxta
Nefndin álítur að tvennt skipti
höfuðmáli ef takast á að lækka
raunvexti á íslandi. í fyrsta lagi
að spamaður aukist, og í öðra lagi
að samkeppi aukist milli peninga-
stofnana. Nefndin telur að íslenska
bankakerfíð sé alltof dýrt í rekstri.
Nefndin leggur tii að ríkisstjóm og
eigendur einkabanka vinni að sam-
einingu á bankastofnunum á næst-
unni til að mynda stærri og hag-
kvæmari rekstrareiningar. Jafn-
framt álítur nefndin að rétt sé að
leyfa erlendum peningastofnunum
að starfa hér á landi.
Nefndin telur að Seðlabanki ís-
lands skuli í framhaldi af aðgerðum
þessum fylgjast með mánaðarlegri
þróun raunvaxta. Nefndin telur að
lækkun á launakostnaði banka geti
nýst til lækkunar á vaxtamun.
Nefndin leggur til að ríkisstjómin
verði reiðubúin að grípa til aðgerða
til lækkunar raunvaxta, ef niður-
færslan og hliðarráðstafanir skila
ekki nægjanlegri lækkun raunvaxta
innan eðlilegra tímamarka.
Nefndin leggurtil að fyrirtækjum
sem bjóða leigu- eða afborgunar-
kjör verði gert skylt að kynna við-
skiptamönnum sínum raunvexti á
slíkum samningum.
Niðurfærsla
Nefndin leggur til að kannað
verði til hlítar hver áhrif 9% lækkun
á launum og launatengdum liðum
gæti haft í för með sér til lækkun-
ar á verði vöra og þjónustu. í því
sambandi þarf m.a. að meta eftir-
farandi:
1. Lækkun á opinberri þjónustu.
2. Lækkun á gjaldskrám veitu-
stofnana sveitarfélaga.
3. Lækkun innlendrar fram-
- leiðslu.
4. Lækkun búvöra.
5. Lækkun farmgjalda.
6. Lækkun fargjalda.
7. Lækkun húsaleigu.
8. Lækkun smásöluverðlags.
9. Lækkun heildsöluverðs.
10. Lækkun á olíum og bensíni.
11. Lækkun vátrygginga.
12. Lækkun útseldrar vinnu.
13. Lækkun þjónustugjalda.
Jafnframt verði metin nauðsyn-
leg lækkun á persónuafslætti stað-
greiddra skatta sem og nauðsynleg
lækkun tryggingabóta.
3. Nafnvextir lækki 1. sept. í 15%
og 1. okt. í 10%.
4. Lífeyristryggingagjald, slysa-
tryggingagjald og iðgjald til
Atvinnuleysistryggingasjóðs
falli niður fyrir útflutningsfyrir-
tæki árið 1989.
5. Frá 1. sept. ’88 til 1. júlí 1989
verði laun, verðlag og fískverð
óbreytt.
Tillögfur um ráðstafanir til
að bæta eiginfjárstöðu
íslenskra atvinnufyrirtækja
Besta leiðin til að auka eigið fé
íslenskra fyrirtækja er, að þau séu
rekin með hagnaði.
Framskylda löggjafar- og fram-
kvæmdavalds gagnvart atvinnulíf-
inu er að skapa þau skilyrði, að
atvinnurekstur geti dafnað eðlilega
og skilað hagnaði.
Án hagnaðar verður engin fram-
þróun, engin tæknivæðing, engin
aukning kaupmáttar og engin full-
vissa um atvinnuöryggi.
Viðbótarfjármagn þarf að koma
inn í íslenskt atvinnulíf sem eigið
fé. Til að svo geti orðið, verða þíjú
skijyrði að vera uppfyllt.
í fyrsta lagi verður skattalög-
gjöf að vera þannig úr garði gerð,
að spamaður í formi hlutafjár geti
verið ábótasamari en önnur form
spamaðar.
í öðru lagi verður að myndast
öflugur markaður með hlutabréf.
í þriðja lagi verða íslenskir at-
vinnurekendur að opna fyrirtæki
fyrir nýju íjármagni og nýjum hlut-
höfum, en slíkt krefst hugarfars-
breytingar víða.
Til að hvetja til fjárfestingar í
hlutabréfum er nauðsynlegt að gera
lagabreytingar, sem lúta að eftir-
töldum atriðum.
1. Rýmka þarf skilgreiningu al-
menningshlutafélaga í skatta-
lögum þannig að í stað 50 hlut-
hafa komi 30 hluthafar og
hlutafé sé a.m.k. 10 millj. kr.
Lágmarkshlutur skal vera
10.000 kr.
2. Þegar um almenningshlutafé-
lög er að ræða, sé einstaklingi
heimilt að draga frá skattskyld-
um tekjum sínum 200.000 kr.
á ári til kaupa á nýju hlutafé.
Verði viðkomandi almennings-
hlutafélag gjaldþrota innan
þriggja ára frá því að hlutafjár-
framlag var innt af hendi, er
heimilt að draga þriðjung af
framangreindu skattfíjálsu
hlutafé frá telqum yfirstand-
andi árs.
3. Frádráttur hlutafélags vegna
arðgreiðslu yrði hækkaður í
15% af hlutafé fyrra árs.
4. Heimila ber lífeyrissjóðum að
íjárfesta allt að 10% af ráðstöf-
unarfé sínu í hlutabréfum. Þó
skal aldrei ijárfesta meira en
1% af ráðstöfunarfé eins lífeyr-
issjóðs í einu félagi og aldrei
má lífeyrissjóður eiga meira en
5% af hlutafé einstaks félags.
5. Söluhagnaður af hlutabréfum
allt að kr. 200.000 á ári yrði
tekjuskattsöjáls hjá einstakl-
ingum.
6. Stimpilgjald af hlutabréfum
verði 1% í stað 2%.
7. Heimilað verði að stofnsetja
sérstakan flokk hlutabréfa í
félögum, sem njóta a.m.k.
sömu arðsréttinda og önnur
hlutabréf, en þessum nýja
flokki fylgja ekki atkvæðisrétt-
indi.
8. Til að jafna sveiflur í tekjum
atvinnurekstrar milli ára verði
tap fyrirtækja jafnanlegt í báð-
ar áttir, þ.e. 3 ár aftur og 7
ár fram.
9. Afnumdir verða kostnaðar-
tengdir skattstofnar til ríkis og
sveitarfélaga, svo sem aðstöðu-
gjöld og lífeyristryggingagjöld.
I stað slíkra skattstofna komi
skattar á afkomu, svo sem
tekjuskattur og tekjuútsvar.
10. Seðlabanki islands og/eða ijár-
festingalánasjóðir komi fram
sem virkir „viðskiptavakar” á
markaði Verðbréfaþings ís-
lands fyrir hlutabréf.
11. Arður hjá einstaklingum allt
að kr. 150.000 eða 15% af
hlutafjáreign, allt eftir hvort
lægra er, yrði tekjuskatts-
fijálst.
12. Þegar náð er meira jafnvægi á
peningamarkaði við lægra
raunvaxtastig en nú er, verði
unnið að heildarendurskoðun
og samræmingu á eignaskött-
um samhliða skattlagningu
raunvaxta af fjármagnstekjum
umfram ákveðið mark.
13. Samhliða breytingum á reglum
til að auka eigið fé hlutafélaga
verði sköpuð sambærileg skil-
yrði fyrir sámvinnufélög til
aukningar eigin ijár.
Nefndin vill að lokum taka fram
að höfuðmarkmiðið er að ríkissjóður
verði með tekjuafgangi á árinu
1989. Takist það ekki er alveg víst
að mjög fljótlega mun útflutnings-
framleiðslan standa frammi fyrir
sama voða og nú, hvaða leið sem
stjómvöld velja til lausnar vanda
efnahagslífsins.
Reykjavík, 23. ágúst 1988.
Einar Oddur Kristjánsson,
Ágúst Einarsson,
Eyjólfur K. Sigurjónsson,
Guðjón B. Ólafsson,
Jón Sigurðarson,
Víglundur Þorsteinsson.