Morgunblaðið - 24.08.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 24.08.1988, Síða 48
Nýtt numer 692500 JSK: SJÓVÁ ttrgtmfrlafetfr £33. Tork þurrkur. Þegar hreinlæti er naudsyn. dk asiaco hf Vesturaóiu 2 Pósthnll Rófi Vesturgótu 2 Pósthólt 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Hampiðjan, Sjóvá, Venus og Hvalur hf.: Hálfur milljarður boðinn í hlut borgarinnar í Granda Borgarsljóri ætlar að ræða við tilboðsaðila Á FUNDI borgarráðs í gær var lagt fram bréf frá fjórum fyrir- tækjum þar sem gert er tilboð í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Fyrirtækin fjögur, sem standa að tilboðinu, eru Hvalur hf., Venus hf. í Hafnarfirði, Hampiðjan hf. og Sjóvátrygginga- félag íslands hf. Tilboð þeirra hljóðar upp á 500 milljónir króna og verði útborgun 20% en eftir- stöðvar greiddar með jöfnum af- horgunum á átta árum og höfuð- stóll og eftirstöðvar verðtryggðar á grundvelli lánskjaravísitölu. Davið Oddsson borgarsljóri til- kynnti á borgarráðsfundinum að hann myndi ganga til viðræðna við þessa aðila og kæmi erindið til baka til borgarráðs í formi sam- þykkis eða synjunar. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð að þetta væri mjög athyglisvert til- boð og fyrsta alvörutilboðið sem borginni hefði borist í eignarhlut sinn. Fyrirtækin fjögur vilja kaupa allan eignarhlut borgarinnar en nafnverð hlutabréfa hennar er 241.023.000 krónur af samtals 308.193.600 krón- um. „Þegar ísbjöminn og Bæjarút- gerð Reykjavíkur voru sameinuð á sínum tíma samþykkti borgarstjóm að stefna ætti að því að selja eignar- hlut borgarinnar,“ sagði Davíð Odds- son borgarstjóri við Morgunblaðið. „Tilboðið hljóðar upp á tvöfalt nafn- verð hlutabréfa borgarinnar og er hærra en hlutur hennar af eigin fé fyrirtækisins." Davíð sagði það vera keppikefli borgarstjómarmeirihlutans að gera Granda að hreinræktuðu einkafyrir- tæki. Fyrst hefði rekstrarfyrirkomu- lagi þess verið breytt og eftir að reksturinn væri kominn í gott horf væri hægt að stíga skrefíð til fulls. „Þetta er stærsta fyrirtækið sem borgin rekur í almennum rekstri og líklega verður það stærsta sala á Morgunblaðið/Sig.Sigm. Meðaluppskera á kartöflum NÝJAR kartöflur eru fyrir nokkru komnar á markað alls- staðar að af landinu, og er allt ^tótlit fyrir sæmilega uppskeru á þessu ári. Að sögn Páls Guð- brandssonar í Hávarðarkoti, formanns Landssambands kart- öflubænda, ætti uppskeran að nálgast að verða eins og í meðal- ári. „Útlitið er ekki slæmt, og líkur em á langtum minni uppskeru en fékkst í fyrra. Svo mikil uppskera sem þá fékkst er okkur kartöflu- bændum ekki til góðs. Góð meðal- uppskera er á bilinu 7-8.000 tonn, en það er það magn sem markaður- inn þolir. Uppskeran í fyrra var um 16.000 tonn upp úr görðum mark- aðsframleiðenda, en ég geri ráð fyr- ir að uppskeran nú ætti að geta orðið 6-7.000 tonn,“ sagði Páll. Fulltrúaráð Landssambands kart- öfluframleiðenda ályktaði í vor að láta sexmannanefnd verðleggja kartöflur í haust. opinberu fyrirtæki til ejnkaaðila sem gerð hefur verið á íslandi þegar Grandi verður seldur," sagði Davíð. Brynjólfur Bjamason fram- kvæmdastjóri Granda sagði við Morgunblaðið, að það hefði verið ljóst frá upphafí, að stefnt væri að því, að selja hlutabréf borgarinnar í Granda. Brynjólfur sagði það vera ánægjulegt ef þessi eigenda- skipti færu fram, því það sýndi, að kaupendur hefðu trú á starfseminni og góðu starfsfólki fyrirtækisins. Ámi Vilhjálmsson prófessor er í forsvari fyrir fyrirtækin fjögur. Hann sagði við Morgunblaðið að þessir aðilar hefðu áhuga á að fjárfesta í sjávarútvegi og teldu það vænlegan kost að festa kaup á hlutafé í Granda. Fyrirtækið væri vel rekið og skipað góðum starfsmönnum. „Þó að illa ári í sjávarútvegi sem víðar í dag þá höftim við trú á því, að ráðin verði bót á vanda sjávarútvegsins og að fyrirtækið muni skila viðunandi ávöxtun í framtíðinni. í okkar augum er þetta fyrst og fremst fjárfesting og við höfum ekki uppi neinar áætl- anir um breytingar á rekstri fyrir- tækisins. Við munum hins vegar veita Granda það lið í uppbyggingu sem okkur er auðið.“ Ámi vildi ekki gefa upp hvemig fyrirtækin fjögur hafa samið um skiptingu tilboðsfjár- hæðarinnar en í bréfinu til borgar- ráðs kemur fram að bjóðendumir hafí gert samkomulag um hana. Bjarni P. Magnússon borgarfull- trúi Alþýðuflokksins lýsti því yfír á borgarráðsfundinum í gær að hann væri efnislega samþykkur sölu á eignarhluta borgarinnar en áskildi sér rétt til að fjalla um efnisatriði málsins. Eldurí Gufunesi SLÖKKVILIÐIÐ í Reykja- vík var kvatt að Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi laust fyrir hádegi í gær. Þar hafði komið upp eldur í ammoníakspressu en hann var slökktur á svipstundu með innbyggðu köfnunar- efnisslökkvikerfi verksmiðj- unnar. Verið var að tæma olíuskilju frá 5. þrepi annarrar ammón- íakspressunnar þegar eldur gaus upp af ókunnum orsök- um. Einn starfsmaður brennd- ist nokkuð í andliti en komst út úr húsinu af sjálfsdáðum. Húsinu var þegar lokað og sjálfvirku slökkvikerfi beint gegn eldinum jafnframt því sem kallað var eftir aðstoð slökkviliðs. Slökkviliðið sendi fjóra brunabíla og þijá sjúkra- bíla á vettvang en slökkvi- starfí var lokið þegar að var komið. Ráðgjafarnefnd ríkissljórnarinnar skilar skýrslu sinni: Lagt til að 1.000 störf á veg- um ríkisins verði lögð niður Afborgunarsamningar með greiðslukortum verði bannaðir Ráðgjafarnefnd ríkissljórnar- innar skilaði endanlegri skýrslu í gær og fjallaði ríkisstjórnin um skýrsluna á fundi. Telur nefndin að árangur efnahagsaðgerða til bjargar útflutningsgreinunum ráðist af því að jafnvægi náist í ríkisbúskapnum, á vinnumarkaði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Hækkun húsnæðisvaxta kemur ekki til greina ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segir að ekki komi til ~ greina að hækka vexti af hús- næðislánum við núverandi að- stæður þegar allir þurfi að taka á sig byrðar til að treysta afkomu útflutningsatvinnugreinanna. Hækkun vaxta á lánum Bygging- arsjóðs ríkisins var ein af tillög- um ráðgefandi nefndar um efna- hagsmál sem skilaði áliti til ríkis- ''ftjórnarinnar í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn Pálsson að óeðlilegt væri að hafa of mikinn mun á milli al- mennra vaxta og niðurgreiddra vaxta í húsnæðislánakerfinu. „Mun- urinn núna er meiri en menn mið- uðu við þegar kerfínu var hleypt af stokkunum en það var alltaf reiknað með ákveðinni niður- greiðslu vaxta úr ríkissjóði. Ég er hins vegar þeirrar skoðun- ar að við núverandi aðstæður, þeg- ar allir þurfa að taka á sig byrðar til þess að treysta afkomu útflutn- ingsatvinnuveganna, þá komi ekki til greina að ákvörðun verði tekin um að hækka vexti á húsnæðislán- unum. Við hljótum að miða að því að almennt vaxtastig í kjölfar að- gerða í efnahagsmálum lækki og að bilið minnki þar af leiðandi," sagði Þorsteinn Pálsson. og á peningamarkaði og leggur til að ríkissjóður verði rekinn með tekjuafgangi á næsta ári. Einnig er lagt til að minnka útgjöld ríkis- ins með samdrætti og fækkun starfsfólks og í því skyni verði lögð niður um það bil 1.000 störf á vegum ríkisins. í skýrslunni eru einnig tillögur um að afborgunar- samningar með greiðslukortum verði bannaðir, og 10% skyldu- sparnaður verði lagður á tekjur einstaklinga sem eru umfram 200 þúsund krónur á mánuði. í skýrslu sinni leggur ráðgjafar- nefridin til að kannað verði til þraut- ar hver áhrif 9% lækkun á launum og launatengdum gjöldum gæti haft í för með sér til lækkunar á verði og þjónustu. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra sagði við Morgun- blaðið að hann hefði svarað þessum tilmælum jákvætt. Á vegum ríkis- stjómarinnar er nú verið að afla upplýsinga á sviði verðlags- og launamála og hefur forsætisráð- herra haft óformlegt samráð við aðila vinnumarkaðar, m.a við forseta Alþýðusambands Islands sem stadd- ur er í Færeyjum. Nefndin telur að niðurfærsluleið leiði af sér hraða verðbólguhjöðnun; lækkun nafnvaxta og samræmdar aðgerðir til að draga úr þenslu sam- hliða verðhjöðnun leiði til þess að raunvextir lækki. Þetta hafí veru- lega þýðingu fyrir framleiðslufyrir- tæki og launþega og því fari hags- munir þeirra saman. Nefndin telur kaupmáttarskerðingu óumflýjanlega en með niðurfærslu yrði hún þrauta- minnst fyrir þjóðina. í sambandi við niðurfærsluna leggur nefndin til að laun, verðlag og fiskverð verði óbreytt frá 1. sept- ember 1988 til 1. júlí 1989. Metin verði lækkun á ýmsum liðum, svo sem opinberri þjónustu og gjald- skrám, búvöru, smásöluverðlagi og heildsöluverðlagi, olíu og bensíni, tryggingum, útseldri vinnu og jafn- framt verði metin nauðsynleg lækk- un á afslætti staðgreiðslu skatta og lækkun tryggingabóta. Sjá skýrslu nefndarinnar í heild á bls. 18 og fréttir á bls. 2, 4, 27 og miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.