Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 2

Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 2 VIKUÁÆTLANIR Það að svo margir skuli gefast upp á því að stunda líkamsþjálfun reglulega og gera hana að sjálfsögðum þætti í daglegu lífi er bagalegt. Að vissu leyti er því um að kenna að fólk veður í villu og svíma. Það stendur í þeirri trú að stæltur líkami kosti mikinn tíma og mikla fyrirhöfn. Þetta er alrangt og þá staðhæfingu er hægt að styðja gildum vísinda- legum rökum. Upp til hópa heldur fólk að gamla kenningin um að enginn verði óbarinn biskup eigi hér við en svo er alls ekki. Nýjar upplýsingar benda til þess aö bezt sé að öðlast heilbrigða sál í hraust- um líkama með því að ofgera sér ekki. Galdurinn er fyrst og fremst sá að þjálfunin falli vel að dagleg- um athöfnum einstaklingsins og verði eins sjálfsögð og það að bursta tennurnar. í Bandaríkjunum beinist athygli forvígismanna almennrar þjálfunar ekki aðeins að fólki í blóma lífsins. Börn og gamalmenni eru ekki und- anskilin, en nýlegar rannsóknir leiddu t.d. í Ijós að fjöldi barna er fjarri því að vera vel á sig kominn líkamlega. Um helmingur telpna og þriðjungur drengja undir tólf ára aldri er ófær um að hlaupa 2.5 km vegaleng á innan við 10 mínút- : um. Þessi vitneskja hefur leitt til endurskipulagningar líkamsþjálf- unar í barnaskólum, enda fer það vart á milli mála að mikilvægt er að virkja æskuna ef ætlunin er að góð líkamsþjálfun verði almenn. Hversu mikið? Síðan líkamsrækt komst í tízku hafa tvær spurningar verið efst á baugi: Hversu mikil þjálfun er næg þjálfun? Og hvaða gagn gerir þjálf- un eiginlega? Sérfræðingar svara þessu með öðrum spurningum Nóg til hvers? Hvernig gagn? Þjálf- unaráætlun þarf að hafa ákveðíð markmið, hvert svo sem markmiö- ið er. Sá sem þjálfunina stundar ætlar kannski að grenna sig, að bæta ástand líkamans, að afstýra hjartasjúkdómum, að lifa sem allra lengst. Sem dæmi má nefna að Líkamsræktarsinnar halda því fram að þjálfun bæti heilsuna. En hvað er hæft í því? James Phelps sérfræðingur í lyflæknigum við Nevada-háskóla hefur gert úttekt á þeim læknisfræðilegu upplýsingum sem tiltækar eru og niðurstöður hans eru þessar: Margstaðfest er að regluleg þjálfun dragi úr hættu á- Hjarta- og æöasjúkdómum Of háum blóðþrýstingi Skyndilegu dauðsfalli af völdum tijartaslags Offitu Úrkölkun beina eftir tíðahvörf Heilsutjóni af völdum streitu Vísbendingar eru um að með reglulegri þjálfun megi draga úr hættu á- Krabbameini Þunglyndi Kvíða Aukinni blóðfitu Skaðlegum áhrifum streitu á heilsufar Lftil eða engin haldbær rök styðja það að regluleg þjálfun eigi þátt i að- Koma í veg fyrir sykursýki Koma í veg fyrir gikt Efla ónæmiskerfið Stuðla að skýrari hugsun, værari svefni eða auðvelda fólki að hætta að reykja. háskóla í allt að 40 ár kom í Ijós að hjá körlum sem brenndu allt niður í 500 hitaeiningum vikulega í þjálfun var dánartíðnin 15-20% lægri en hjá körlum sem voru því sem næst algerir kyrrsetumenn. Eins og sjá má á töflu I þarf það ekki að taka karlmann sem vegur um 70 kg nema 1-1 1/2 klukku- stund á viku að brenna þessum 500 hitaeiningum. Rannsóknin benti hins vegar líka til þess að því meira sem maður þjálfar þeim mun minni verða líkurnar á ótíma- bærum dauðdaga. Hjá körlum sem brenndu 2 þúsund hitaeiningum á viku með líkamlegri áreynslu af einhverju tagi var dánartíðnin þriðjungi minni en hjá þeim sem hreyfðu sig nánast ekkert en þegar brennt var 3.500 hitaeiningum við slíka iðju varð útkoman svipuð. Úr líkum á hjartaáfalli dregur hjá fólki sem er vel á sig komið líkam- lega. Vísindamenn hjá bandarískri alríkisstofnun sem á að stemma stigu við sjúkdómum samræmdu niðurstöður úr 43 rannsóknum og komust að þeirri niðurstööu að með því að halda að mestu kyrru fyrir aukast líkurnar á hjartaáfalli um helming, jafnvel þegar aðrir áhættuþættir s.s. reykingar og of hár blóöþrýstingur eru teknir með í reikninginn. Vísindamennirnir komust líka að þeirri niðurstöðu að þeir sem mest græði á því að hefja skipulega þjálfun séu þeir sem áður hafa haldið kyrru fyrir. Reginmunur er þó á heilsu og hreysti í þessu sambandi. Það getur tekið mörg ár áður en áhrifa þjálfunar á heilsufar fer að gæta, hugsanlega með þeim hætti að menn fái ekki hjartaáfall sem þeir hefðu kannski fengið ef þeir hefðu ekki stundað þjálfun, enda virðist svo sem þeir sem stunda þjálfun Hér er dæmi um tvenns konar alhliða þjálfunaráætlun sem breyta má að vild í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. BYRJENDUR Mánudagur: Léttar styrkjandi æfingar án tækja í 20 mínútur. Þriðjudagur: Hvíld. Miðvikudagur: Þrekþjálfun, t.d. ganga, hlaup eða sund í þrjátíu mínútur. Fimmtudagur: Hvíld. Föstudagur: Hvíld. Laugardagur: Teygjuæfingar eða önnur liðkandi þjálfun í 15 mínútur að morgni. Síðdegis: Þjálfun með öðrum - ganga, skokk eða hjólreiöar án mikillar áreynslu í 30-60 mínútur. Sunnudagur: Hvíld. LENGRA KOMNIR Mánudagur: Styrkjandi æfingar án tækja í 20-30 mín. og síðan þrekþjálfun í aðrar 20-30 mín. Þriðjudagur: Hvíld. Miðvikudagur: Ganga, hlaup eða önnur þrekþjálfun í 20-30 mín. Fimmtudagur: Teygjuæfingar og styrkjandi æfinginarí 15-20mín. Sund (harðirsprettirvið og við) og e.t.v. keppnisíþrótt í 30-45 mín. Föstudagur: Hvíld. Laugardagur: Keppnisíþrótt, eða ganga og skokk eða hjólreiðar á víðavangi í 1 -2 klukkustundir. Sunnudagur: Hvíld. það er unnt að styrkja lungun og hjartað til mikilla muna með því að æfa af kappi í fimmtán mínútur þrisvar í viku en með svo stuttum æfingatíma er hins vegar ekki hægt að búast við því að maður grennist aö ráði eða auki þolið. Þeir sem hafa hug á því að verða í laginu eins og Cher þurfa að verja mörgum klukkustundum á viku til æfinga sem eru allerfiðar. Getan er líka einstaklingsbundin og sú þjálfunaráætlun hefur enn ekki verið fundin upp sem hentar öllum. Grannvaxið fólk er yfirleitt athafnasamara en feitlagið fólk og þeim sem eru grannir gengur yfir- leitt betur að byrja að hlaupa en þeim sem eru feitir. Þeim feitu lætur betur að ganga eða synda. Einnig er á það að líta að fólk er misjafnlega kraftmikið þótt sumir sérfræðingar geri raunar lítið úr þýðingu erfðaeiginleika að þessu leyti og telji að flestir sem kvarti um þróttleysi fái einfaldlega ekki næga hreyfingu. Það sem flestir eru. í rauninni að fiska eftir þegar þeir spyrja hversu mikil þjálfun sé næg þjálfun er þetta: Þarf maður að reyna mik- ið á sig til að komast í góða þjálf- un? Svarið er einfaldlega nei. Á síðustu tíu árum hefur verið sýnt fram á það með vísindalegum rannsóknum svo ekki verður um vil|zt að nóg er að þjálfa þrisvar í viku, 20-30 mínútur í senn, til að draga úr líkum á ótímabæru dauðsfalli, einkum af völdum hjartasjúkdóma. í frægri rannsókn þar sem fylgzt var með heilsufari um 17 þúsund fyrrverandi nemenda í Harvard- HEILSUBÓT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.