Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
Þá er nýjasta afsprengi íslenskrar
kvikmyndagerðar loksins komið fyrir sjónir
almennings, en sýningar á kvikmyndinni
Foxtrot hefjast í dag, tæpum tveimur árum eftir
að aðstandendur myndarinnar og kvikmynda-
og auglýsingafyrirtækisins Frostfilm ákvaðu
að leggja út í gerð myndarinnar með tíu milljón
króna styrk frá Kvikmyndasjóði og handriti sem
Sveinbjörn I. Baldvinsson átti hugmyndina að
og skrifaði fyrir Frostfilm. Síðan er liðinn langur
og strangur tími, ýmsir erf iðleikar varðandi
framkvæmdahliðina og tökumál eru farsællega
afstaðnir og loksins geta aðstandendur farið
að snúa sér að öðru, búnir að koma „barninu“
frá sér, sem á endanum kostaði um 45 milljónir
Ti
yndin sem þessir er-
lendu aðilar eru að
fjárfesta í er saga
tveggja hálfbræðra
Kidda (Valdimars
Arnars Flygenring), Tomma (Stein-
arrs Ólafssonar) og svo stúlkunnar
Lísu (Maríu Ellingsen) sem verður á
vegi þeirra.
„Foxtrot er átakamynd, bæði í
andlegri og eiginlegri merkingu,"
segir leikstjórinn Jón Tryggvason um
þessa fyrstu mynd sína, en Jón
stendur að Frostfilm auk þeirra
Hlyns Óskarssonar, framkvæmda-
stjóra og Karls Óskarssonar, kvik-
myndatökumanns, en Foxtrot er
fimmta myndin sem hann kvikmynd-
ar, aðrar hafa verið Okkar á milli - í
hita og þunga dagsins, Á hjara ver-
andar, Atómstöðin og Hvítir mávar.
„Þetta er örlagasaga tveggja hálf-
bræðra Tomma 18 ára unglings og
Kidda, 36 ára, sem er fyrrverandi
atvinnumaður í knattspyrnu og fallin
stjarna í augum flestra annara en
litla hálfbróðursins, sem hefur aldrei
þekkt hann en dáðst að úr fjarlægð.
Kiddi er fluttur heim og vinnur við
við öryggisgæslu og ræður Tomma
í vinnu við peningaflutninga fyrir
bankastofnun frá Reykjavík og út á
land. Yfir slíkum flutningum hvílir
mikil leynd og fara tveir bílar í sam-
floti. Bræðurnir verða svo viðskila
við samferðamennina þar sem miklir
vatnavextir í ám hafa rofið vegi. Kiddi
ætlar ekki að láta það aftra sér, er
týpa sem framkvæmir hlutina oft án
þess að velta þeim mikið fyrir sér,
hugsar um lífið svolítið eins og fót-
boltavöllinn. Hann æðir út í ánna á
bílnum og er í síðasta bílnum sem
kemst yfir. Þegar komið er á hinn
bakkann kemur svo í Ijós að þeir
bræður eru ekki einir í bílnum, held-
ur hefur Lísa, sem er að keppast við
að komast til Seyðisfjarðar til að ná
ferjunni, laumað sér inn í bílinn án
þess að nokkur tæki eftir því og
komið með yfir ánna.
Þarna á árbakkanum hefst at-
burðarrás sem ekkert þeirra þriggja
gat séð fyrir, það gerist „slys" og í
hildarleiknum sem fylgir standa
menn frammi fyrir þeirri spurningu
króna og reyndist vera fyrsta íslenska myndin
sem rétturinn var seldur á erlendis áður en hún
var frumsýnd. Það gerðist á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí sl. þegar
danska fyrirtækið IMordisk film keypti
heimsréttinn fyrir 700.000 bandaríkjadali eða
rúmar 30 milljónir íslenskra króna. Málum er
því þannig háttað nú að IMordisk film á allan
rétt fyrir utan réttinn á íslandi, sem er í eigu
Frostfilm eins og 50% réttarins í Noregi, sem
Frostfilm á á móti norsku
kvikmyndafyrirtækjunum Film Effect og Viking
Film, sem komu snemmá inn í dæmið og gerðust
helstu fjármögnunaraðilar myndarinnar meðan
á gerð hennar stóð.
hvort hægt sé að leyna því sem
gerst hefur og ekki síst að lifa með
það á samviskunni," segir Jón.
Hann kveður myndina vera
„skandinavíska" að því leyti að „það
sem gerist og viðbrögð manna eru
líkari því sem gæti gerst í raun-
veruleikanum, nær áhorfandanum
en kannski það sem við sjáum í
bandarískum hetjukvikmyndum þar
sem allt gengur upp.“
En það sern sé gengur ekki allt
upp eftir amerískri formúlu hjá þrem-
eningunum. „Þeirra í milli kemur
snemma upp togstreita og í átökun-
um lendir Tommi á milli Lísu og bróð-
ur síns og þá reynir á styrkleika blóð-
bandanna," segir Jón.
Sem fyrr segir eru aðalleikarar
myndarinnar þau Valdimar Örn Flyg-
enring, leikari, María Ellingsen, sem
nýverið lauk leiklistarnámi í New
I .>