Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
ÁFENGIÁ
NEK»NGU
Léttur fordrykkur, eitt rauðvínsglas með matnum og koníak
með kaffinu . . . það getur ekki skaðað fóstrið. Ég finn varla
á mér. Það er ekki eins og ég sé að drekka mér til óbóta,
bara aðeins að dreypa á svona tií að vera með! „Þetta sagði
ung verðandi móðir fyrir nokkru þegar hún var spurð hvort
hún þyrði að vera að drekka áfengi á meðgöngutímanum.
„Konur œttu alls ekki að
neyta ðfengls á
meðgöngutíma vlljl þær
vera öruggar um að
skaða ekkl fóstrið.
Jafnvel lítlð magn af
áfengi kann að valda því
skaða á vissu
þroskastlgi það er að
segja á fyrstu vlkunum
meðan hlð frjóvgaða egg
er í örum vextl, veflr og
Ifffœri fósturslns að
byrja að myndast."
„Drekkl karlmaðurinn
mikið og só hann með
mikinn vínanda I
líkamsvökva sínum
þegar sæðisf rumur eru
að myndast verða þær
fyrlr áhrifum hans og
geta skaðast. Vínandl
truflar einnig starfseml
kynkirtlanna og getur
skaðað frumur þelrra.
Það kann að koma fram
á fóstrínu."
En er þetta rétt hjá henni.
Er þafi saklaust afi
dreypa aðeins á eins og
það er kallað þegar kona
gengur með barni? Jó-
hannes Bergsveinsson yfirlæknir á
áfengisdeildum Landspítalans var
beðinn að svara þessari spurn-
ingu.
„Konur ættu alls ekki að neyta
áfengis á meðgöngutjma vilji þær
vera öruggar um að skaða ekki
fóstrið. Jafnvel lítið magn af áfengi
kann að valda því skaða á vissu
þroskastigi þaö er að segja á fyrstu
vikunum meðan hið frjóvgaða egg
er í örum vexti, vefir og líffæri fóst-
ursins að byrja að myndast.
Sjálfsagt er minna um alvarlegar
aukaverkanir ef víns er aðeins
neytt einstöku sinnum og í litlum
mæli.
Hér á landi er áfengi yfirleitt
ekki þáttur í daglegri neyslu fólks
og þess því væntanlega sjaldnar
neytt af vanfærum konum á með-
göngutíma en gerist í vín- og bjórl-
öndum. Ég hef þó séð einstaklinga
er greinilega bera þess merki að
mæður þeirra höfðu neytt of mik-
ils áfengis á meðgöngutímanum.
Þessi ummerki voru vanþroski
greindar, útlitslýti og önnur ein-
kenni um vanskapnaði, en þau eru
hluti af safni einkenna sem oft
finnast hjá þeim einstaklingum er
hlotið hafa fósturskaða af völdum
áfengisneyslu mæðra á með-
göngutíma.
Gerðar hafa verið ýtarlegar
rannsóknir á fósturskoðun hjá
ýmsum tilraunadýrum sem voru
látin neyta vínanda á meðgöngut-
ímanum og finnst talsverð sam-
svörun milli þess sem þar kom
fram og athugana sem gerðar hafa
verið á nýfæddum börnum í Ijósi
áfengisneyslu mæðra þeirra á
meðgöngutíma.
Árið 1976 vart.d. gerð rannsókn
við Boston City Hospital á áhrifum
áfengisneyslu kvenna um með-
göngutímann. Rannsakaðir voru
322 nýburar. Mæðrum þeirra var
skipt í þrjá hópa: Þær sem drukku
mikið (að meðaltali 174 g af
vínanda á dag), þær sem drukku
í hófi og þær sem drukku lítið um
meðgöngutímann. Hópur mæð-
ranna skiptist þá þannig: 13%
drukku mikið, 40% drukku í hófi
og 47% drukku sjaldan.
Þær konur sem drukku sjaldan
áfengi eignuðust í 65% tilfella al-
veg eðlileg börn, en þær sem
drukku mikið aðeins í 29% tilfella.
Þau börn, sem höfðu líkamlegan
og/eða andlegan vanþroska eða
meðfæddan vanskapnað voru í
lang flestum tilfellum börn þeirra
mæðra er drukku mikið. Á meðan
12% barna þeirra mæðra, sem
drukku mikið, fæddust vansköpuð,
fæddust aðeins 3% og 2% van-
sköpuð hjá hinum tveim hópunum.
Það er hinsvegar athyglisvert
að tölur um tíðni vanskapnaða
voru tiltölulega líkar hjá þeim
mæðrum er drukku í hófi og þeim
sem drukku sjaldan. Á því kunna
að vera ýmsar skýringar aðrar en
neysla áfengis, en ef til vill er
HUNANG
veitir ljúfa lækningu
á sárum
KURÐLÆKNAR í
Nígeríu hafa á árang-
ursríkan hátt læknað
sár með hungangi,
segir í júlíblaði tíma-
ritsins New Scientist. Spencer
Efem, sem er yfirlæknir á
kennslusjúkrahúsi við læknaskól-
ann í Calabar hefur á síðustu
þrem árum meðhöndlað 59 sjúkl-
inga með hunangi. Þessir sjúkl-
ingar höfðu opin sár, brunasár
og legusár, þeir höfðu verið
sendir til meðferðar af öðrum
læknum þar sem venjuleg með-
höndlun og meðferð með fúka-
lyfjum, í allt að tvö ár, hafði ekki
borið árangur.
Efem tók grisjur af sárunum
og lét í frumuræktun á rannsókn-
arstofu, hann smurði sárin síðan
með ómeðhöndluðu hunangi.
Hunangið þurrkaði sýktu vefina
en lét líkamanum eftir að lækna
sárin. Efem segir að dauðir vefir
og vefir sem í er komið drep
aðskiljist smám saman frá hinum
heilbrigðari vef, þannig að auð-
velt sé að fjarlægja þá með töng
(forceps) án þess að sjúklingur-
inn finni fyrir sársauka, en undir.
liggur svo heilbrigði vefurinn.
Frumuræktun benti til að í
sárunum væru sýklar eins og
Pseudomonas pyocyanea sem
oft er að finna í augnsýkingum
og í þvagfæraleiðurum og Esc-
herichia coli sem oft eru tengdir
bólgum í þörmum. Þegar með-
höndlað hafði verið með hunangi
í viku, var þessa sýkla ekki leng-
ur að finna í grisjum sem lágu
við sárin. Undantekning var einn
sjúklingur sem var með opið sár,
en við ræktun reyndist þar vera
Myobacterium ulcerans.
Hunang er lítið eitt súrt og
mjög seigt og dregur til sín vatn.
Þessir eiginleikar gerir því mögu-
legt að draga vökva frá sýktum
vef, hreinsa sárið og verja það
frá frekari sýkingu. Hunang inni-
heldur einnig bakteríudrepandi
efnið, inhibine.w Efem hefur
sýnt fram á, fyrstur manna, aö
hunang er hægt að nota til að
fjarlægja dauða vefi frá sárum