Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 C 11 Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir á áfengisdeildum Landspítalags. Með smábam í farteskinu meira magn drukkið í einu ef sjald- an er dreypt á.“ — Skiptir nokkru máli hvaða teg- unda af áfengi er neytt? „í raun ætti það ekki að skipta máli ef það er fyrst og fremst vínandinn í áfengi sem er skað- valdur fóstursins. Hann er hinn sami hvort sem áfengið er koníak, rauðvín eða bjór. Athugun sem gerð var á 9236 nýburum- og mæðrum þeirra í Frakklandi leiddi þó í Ijós þá merkilegu niðurstöðu hjá konum, sem drukku meira en 45 gröm af vínanda á dag, fædd- ust börn frekar með fæðingargalla hjá þeim konum, sem drukku bjór en ekki vín. Þegar slíkar niðurstöð- ur eru túlkaðar verður þó að hafa í huga að margt annað en bjórinn kann að valda þessum niðurstöð- um. Frakkland er fyrst og fremst vínland og það að neytandi áfeng- is þar í landi neytir einvörðungu öls, kann að endurspegla t.d. óvenju lélegan efnahag og þá ef til vill um leið ófullnægjandi fæðu. Við þessa athugun kom einnig í Ijós að fjöldi andvana fæddra barna var mun méiri hjá þeim kon- um er drukku mikið." — Hvernig skaða getur barn konu hlotið, sem drekkur of mikið á meðgöngutíma? „Algengast er að það sé óeðli- lega smávaxið. Það getur verið þroskaheft, höfuðsmátt og van- skapað á ýmsan hátt t.d. með klof- inn góm, óeðlilega lítil augu, aflög- un á andlitsbeinum, vanskapnað á útlimum, hjartagalla og önnur líffæri vansköpuð. Vanskapnaður á höfði og andlits beinum er gjarnan sérkennilegur. Sé horft á höfuðið frá hlið þá skagar ennið óeðlilega fram, nefið er söðulbakað, stutt og hafið upp að framan, efrivörin dregin aftur á við og hakan inn- dregin. Skaðinn sem fóstrið hlýtúr getur því orðið varanlegur þótt móðirin drekki aðeins í óhófi nokkrar vikur - ef þær vikur eru hluti meðgöngut- ímans. Nokkra vikna ofdrykkja þarf hins vegar alls ekki að valda móð- urinni sjálfri varanlegu heilsutjóni." — Hvað með föðurinn. Getur skipt máli við getnað hvort faðir var undir áhrifum? „Ekki er ólíklegt að það hafi einnig þýðingu. Það ég best veit þá hefur þetta verið mun minna rannsakað en drykkja mæðra á meðgöngutíma. Drekki karlmaður- inn mikið og sé hann með mikinn vínanda í líkamsvökva sínum þegar sæðisfrumur eru að myndast verða þær fyrir áhrifum hans og geta skaðast. Vínandi truflar einnig starfsemi kynkirtlanna og getur skaðað frumur þeirra. Það kann að koma fram á fóstrinu. Það, að frumurnar tvær, sæðis- fruman og eggið, verða áfram í líkama móður eftir samruninn hef- ur átt sér stað og meðan hin nýja fruma skiptir sór, frumunum fjölg- ar, vefir og líffæri myndast og þroskast, veldur því að áfengis- neysla móður á meðgöngutíma getur orðið fóstri svo afdrifarík. Nokkurra vikna bindindi verðandi mæðra getur skipt sköpum fyrir fóstur, á þvi kann að velta hvort það fæðist heilt og fullskapað eöa þroskaheft og örklumla." Jóhannes sagði að lokum að Ijóst væri að á hverju ári fæddust mörg hundruð börn vansköpuð á Norðurlöndum vegna þess að verðandi mæður hefðu drukkið um of á meögöngutíma. Þess vegna m.a. hefur verið stungið upp á þvi á samstarfs vettvangi Norður- landa að komið verði upp fimm áfengislausum „svæðum" og eru verðandi mæður eitt þeirra. Hin eru: atvinnulífið, umferðin, bernsku- og æskuárin og áfengis- sjúklingar á batavegi. GRG Það getur verið mun þægilegra en ætla mætti að ferðast með smábörn, hvort heldur er í lofti, á láði eða legi. Þeir sem annast fólksflutninga sýna mun meiri skilning á þörfum barna en áður var. Vfða er börnum nú ætluð sérstök aðstaða og jafnvel gæzla, sem kemur sér ekki sfzt vel þegar um seinkun á áætlun er að ræða. Með góðum undirbúningi og réttum útbúnaði ætti engum að vera vorkun að fara allra sinna ferða með smábörn. Hjá mörgum flugfélög- um er barnafólki hleypt um borð á und- an öðrum farþegum og því eru ætluð rúm- góð sæti. Ef látið er vita með fyrir- vara er látin í té margvísleg önnur þjónusta, s.s. aðstoö við að kom- ast um borð og fæði sem er sér- staklega ætlað kornabörnum. Mikið hagræði er að því að hafa allt dót sem barninu er viðkomandi í sérstakri handtösku og veltur þá fyrst og fremst á því að í henni sé hvorki of né van. Þótt víða sé hægt að fá bleiur og barnamat er ástæða til að hafa dálítið af þessu með- ferðis til vonar og vara. Mæður með börn á brjósti ættu að reyna að koma sér fyrir. í gluggasæti þar sem helzt er næði svo mált- íðin þurfi ekki að fara fram á salerninu. í flugtaki og lend- ingu finna flest börn til óþæginda í eyrum. Ráðið við þessu er að láta þau hafa eitthvað til að sjúga, pela eða snuð, eða sælgæti ef þau eru hætt að nota dúsu. Börn sem farin eru að brölta um eiga bágt með að sitja kyrr lengi í einu. í flugvél þarf því að leyfa þeim að leika lausum hala eftir því sem kostur er og einnig er vert að hafa með fáein fyrir- ferðarlítil leikföng og myndabækur, auk hluta sem börnin hafa sérstakar mætur á og geta huggað sig við þegar þáu verða þreytt og ergileg. Fyrir flug- ferð borgar sig að setja bleiu á barn sem er að venjast á kopp þar sem ólíklegt er að það fallist á að setjast á salernið í flugvélinni. Þegar ferðast er í bíl skipta ör- yggissæti og bílbelti meginmáli. Langar bílferðir eru þreytandi fyrir alla. Því ætti að stanza eigi sjaldn- ar en á tveggja klukkustunda fresti. í nágrannalöndunum er víðast hvar ágæt aðstaða fyrir barnafólk með- fram hraðbrautum, auk hreinlætis- aðstöðu eru leikherbergi og jafnvel myndbandasýningar sem geta ver- ið góðar til að dreifa huganum stutta stund. Um langar ökuferðir gildir það að betra er að borða oft og lítið í einu en sjaldan og mikið. Þegar stanzað er ætti jafnan að fara með börnin á salerni og nauð- synlegt er að gæta þess að þau fái nóg að drekka. Ferjur eru nauðsynleg og jafn- framt þægileg farartæki fyrir fólk á öllum aldri. Nú orðið er undan- tekningalítið fullkomin aðstaða um borð. Svigrúm er þar nóg og svo vel frá öllu gengið að öryggi far- þeganna er lítil hætta búin. Um borð í flestum ferjum eru leik- herbergi þar sem gæzla er látin í té og í tengslum við þau eru myndabandasýningar ætlaðar börnum. Utan þeirra svæða sem sérstaklega eru ætluð börnum er nóg rými þar sem þau geta hreyft sig án þess að forráðamenn þeirra missi þau úr augsýn. Þegar ferðin tekur margar klukkustundir borgar sig í mörgum tilvikum að greiöa aukagjald fyrir klefa svo börn fái næði til að sofa en vissast er að gera ráðstafanir í því sambandi með fyrirvara. Hugsað fyrir öllu Áður en lagt er upp í ferðalag með lítið barn er eitt og annað sem þarf að vera í lagi. Til hliðsjónar má hafa þennan lista: 1) Vegabréf fyrir alla fjölskylduna. Ekki gleyma yngsta barninu. 2) Ferðatrygging sem tekur til læknisþjónustu og farangurs. Trygging er innifalin í fargjaldi hjá sumum ferðaskrifstof- um og greiðslukortafyrirtæki veita einnig takmarkaða tryggingu. Les- ið vandlega skilmála og hagið aukatryggingu í samræmi við þá. 3) Aðbúnaður um borð og á ðfangastöðum. Enda þótt auglýsingar gefi til kynna að aðstaða sé góð fyrir barnafólk er hún afar mismunandi og ástæða er til að ganga úr skugga um að hún sé viðun'andi áður en farið er af stað. 4) Sérþarf ir vegna barna. í framandi umhverfi getur verið erfitt að komast af án ýmissa þæginda sem sjálfsögð þykja heima fyrir. Á flestum ferðamannar stöðum er nóg framboð af nútíma- varningi sem lýtur að hreinláeti og mataræði en ef kornabarn nærist t.d. á sérstakri tegund af þurr- mjólk getur verið ástæða til að hafa hana með að heiman. Það er úrelt kenning að ,á misjöfnu þrífist börnin bezt. Þau þrífast bezt á því sem þau hafa vanizt. Börn eru yiðkvæm í maga og því er óráðlegt að gefa þeim kryddað- an mat, auk þess sem mikilvægt er að ganga úr skugga um aö fyllsta hreinlætis hafi verið gætt við matargerðina. Víða er óhætt að drekka kranavatn en svo fyllsta öryggis sé gætt er ráðlegra að gefa börnum vatn sem selt er i flöskum. 5) Sólin. Enginn er viðkvæmari fyrir brenn- andi sólargeislum Suðurlanda en litið barn úr Norðurálfu. Kornabörn ættu alls ekki að verða fyrir þeim. Þau eru bezt geymd í skugga en börn sem komin eru á ról þurfa sérstakrar aðgæzlu. Til er margs- konar áburður til að hlífa húðinni og er ástæða til að hvetja eindreg- ið til notkunar hans. Börn á öllum aldri sækjast eftir því að busla í vatni og þarf að fylgjast nákvæm- lega með þeim svo ekki verði slys. 6) Ónæmísaðgerðir. í fæstum tilvikum er ástæða til bólusetninga áður en farið er til þeirra landa sem flestir íslendingar heimsækja í sumarleyfinu. Til ör- yggis er þó sjálfsagt að ráðfæra sig við lækni áður en farið er með börn á framandi slóðir. 7) Heimkoman. Sumarleyfi með börn í farteskinu eru e.t.v. ekki bezta hvíld sem unnt er að hugsa sér frá daglegu amstri en þau geta verið skemmti- leg ef vel er að þeim staðið. Gullin regla er í því fólgin að forðast rösk- un á daglegum venjum barnanna eftir því sem kostur er. Við heim- komu er sjálfsagt að gera ráð fyrir nokkurra daga hvíld og aðlögun áður en lífsbaráttan hefst að nýju. Loftslagsbreyting hefur oft í för með sér svefntruflanir og melt- ingarörðugleika, ekki sízt hjá börn- um, og því er skynsamlegt að leyfa börnunum að jafna sig áður en rokið er í vinnu og dagvistun. Stórt opið sár á hálsi barns var meðhöndlað með hunangi og greri það á aðeins þrem vikum. sem hafast illa við, í stað þess að fjarlægja þá með skurðað- gerð. í sumum tilfellum hefur verið hægt að komast hjá húðáT græðslu og jafnvel aflimun. Hjá þrem af fjórum sjúklingum sem höfðu sár vegna krabbameins var aflimun nauðsynleg, en með- höndlun með hunangi veitt skurðlæknum tækifæri til að meta ástandið og velja heppile- austu lausnina. M.Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.