Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988
Á.
Landssamtök sauðfjárbænda:
Bráðabirgðalögum og álögum vegna
úreldingarsjóðs sláturhúsa mótmælt
Útflutningnr lifandi
fjár verði kannaður
Selfossi.
AÐALFUNDUR Landssamtaka
sauðfjárbænda, sem haldinn var
á Flúðum 26.-27. ágúst, mót-
mælti harðlega bráðabirgðalög-
um rikisstjórnarinnar um stöðv-
un verðlags. Bent var á að ef
ekki verði tekið tiUit til hækkun-
ar reksturskostnaðar búanna
hljóti sauðfjárbændur að verða
fyrir tvöfalt meiri kauplækkun
en aðrir launþegar. Einnig var
mótmælt harðlega tillögum um
sérstakt gjald á kindakjöt til að
fjármagna úreldingarsjóð slátur-
húsa.
í ályktun um bráðabirgðaiögin
segir að bændur geri sér þess fulla
grein að aðgerða sé þörf í efnahags-
málum en þess sé krafist að álögum
sé dreift réttlátlega á þegnana.
Þannig haldi lögin gildi sínu greiði
ríkissjóður þann hluta búvöruhækk-
unarinnar sem ekki er launabund-
inn.
Frá fundi Landssamtaka sauðfjárbænda á Flúðum.
Par sm tWJSMJ
&■ KEMUSIMJ m usr
Haustnámskeið hefst
12. september
Síðast komust færri að en vildu.
Jazz, modern, ballett og nýjasta
nýtt, Jazz-funk. Námskeiðin eru
fyrir byrjendur jafnt sem fram-
haldsnema frá 5 ára aldri.
Kennarar:
Tracy Jackson frá N.Y.
Bryndís Einarsdóttir
Guðrún Helga Arnarsdóttir
Sóley Jóhannsdóttir.
Innritun er hafin f símum:
687701 og 687801
Pantaðu strax.
HREYFING SF. ENGJATEIGI I,
Jóhannes Kristjánsson, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
„Þessi fundur einkennist af þeirri
stöðu sem komin er upp vegna óhóf-
legra birgða og erfíðleika framund-
an varðandi slátrun og fleira, nú
og svo bráðabirgðalögin sem þegar
eru skollin á,“ sagði Jóhannes
Kristjánsson, formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda.
Þeim tilmælum var beint til
stjómar samtakanna að vinna að
könnun á útflutningi lifandi fjár til
slátrunar erlendis og reynt að fá
úr því skorið hvort slíkur útflutning-
ur skilaði hærra verði en útflutning-
ur kjöts. Þá var skorað á stjómvöld
að leita tilboða erlendis frá í allar
fyrirliggjandi birgðir kindakjöts og
losa það úr kjötgeymslum í haust.
í umræðum var rætt um meðferð
á kjöti eftir slátrun og bent á leiðir
sem minnkað gætu geymslukostn-
að, svo sem grófstykkjun kjöts eft-
ir slátrun.
í einni ályktun fundarins er bent
á að verð á kindakjöti megi ekki
hækka frá því sem nú er en fram-
leiðendur verði að fá eðlilegar
launahækkanir en þær náist ekki
nema með lækkun annars kostnað-
ar og niðurfellingu gjalda sem ekki
varða afkomu sauðfjárbænda.
Fundurinn mótmælti harðlega
þeim tilögum að leggja sérstakt
gjald á kindakjöt sem renna á í
úreldingarsjóð sláturhúsa. Talið er
fráleitt að verð á kindakjöti sé
hækkað af þeim ástæðum og bend-
ir fundurinn á að núverandi ástand
sé að nokkru leyti afleiðing þeirrar
framleiðslutakmörkunar sem tekin
hefur verið upp.
Fjölmargar aðrar ályktanir voru
samþykktar á fundinum. Mótmælt
var hugmyndum um virðisauka-
skatt með einu skattþrepi á allar
vörur. Nefndaráliti um skipulags-
breytingar á félagskerfí bænda var
vísað til stjómar og henni falið að
vinna að frekari útfærslu á fram
komnum hugmyndum. Skorað var
á Framleiðnisjóð og ríkisvaldið að
gefa öllum sauðfjárbændum kost á
raunhæfum fækkunarsamningum í
haust. Bent var á að fækkun slátur-
húsa gæti verið varhugaverð, auk-
inn flutningskostnaður lenti á
bændum og vinna færi úr byggðar-
lögum sem mörg hver standa höll-
um fæti. Hvatt er til að komið verði
á námskeiðum í meðferð kjöts, slát-
urgerð og nýtingu sláturafurða.
Stjómir félaga sauðfjárbænda era
hvattar til að hvetja sláturleyfíshafa
til öflugs sölustarfs á sínu svæði.
Þá er í einni ályktuninni þeim til-
mælum beint til stjómar samtak-
anna að gerð verði könnun á því
meðal ferðamanna hvaða verkun
og matreiðsla kindakjöts þeim fínn-
ist eiga best við íslenska dilkalqötið.
í einni ályktuninni kemur fram
að fundurinn treystir því að ríkis-
stjóm íslands standi við ákvæði
búvörulaga frá 1985 um að bændur
fái afurðir sínar greiddar á þeim
tíma sem lög mæla fyrir um. Skor-
að er á stjóm samtakanna og Stétt-
arsamband bænda að vinna að því
að kröfur framleiðenda á hendur
afurðastöðvum vegna innlagðra af-
urða verði metnar í lögum sem for-
gangskröfur.
í lok fundarins var Johannes
Kristjánsson endurkjörinn formað-
ur samtakanna.
Sig. Jóns.
Viltu fá fréttir úr
Borgarfiröi?
Blaðið Borgfirðingur hóf göngu sína í desember 1987 og kem-
ur út tvisvar í mánuði. Það er eina blaðið sem er gefið út
reglulega í Borgarfirði.
Meðal efnis má nefna: Greinar, fréttir úr héraði, leiðara, vísna-
|)átt, verkalýðsmál, íþróttir, ferðaþætti og viðtöl.
Áskriftargjald fyrir áriÓ 1988 er kr. 800,-
Undirrit-----vill gerast áskrifandi að blaðinu Borgfirðingi.
Ég vil fá blaðið frá upphafi-----Frá 13. tölublaði------
Nafn.......................................................
Heimili....................................................
Póstnúmer..................................................
Sendist til: Borgfirðingur, Dílahæð 1, 310 Borgarnesi.