Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 F I M M T I Noregskonungur Flestir sem til þekkja hafa á orði að í Ólafi konungi komi fram flestir þeir kostir sem mega góðan Norðmann prýða. Maðurinn er hermannlegur á velli, lifir reglu- sömu lífi og hefur alla sína ævitíð verið íþróttamaður ágætur, enda við bestu heilsu á áttugasta og sjötta aldursári. Ólafur Noregskonungur er þegnum sínum fyrirmynd og hvatning. I hugum margra útlend- inga eru Norðmenn áhugasamir um heilbrigða lífshætti, á sumrum fara þeir til fjalla og heiða og á vetrum ganga þeir á skíðum í rauðum stökkum (anorökum). Sumir segja að þeirra eini veik- leiki sé iöngun í sultu og geitar- ost. — En umfram allt eru þeir trúir sínu föðurlandi og dá sinn kóng. Það er því merkileg gamansemi sögunnar að faðir Ólafs var Dani og móðir var Breti. Ólafur konung- ur, þessi norskasti Norðmaður, er fæddur í Appleton House í Sandr- ingham í Norfolk á Englandi 2. júlí 1903. Faðir hans var Carl prins.sonur Kristjáns níunda, kon- ungs íslands og Danmerkur. Móð- ir hans var Maud prinssessa, dótt- ir Játvarðs sjöunda Bretakonungs. Sveininn var skírður Alexander Játvarður Kristján Friðrik. Nú er frá því að segja að Norð- menn höfðu síðan 1814 verið í ríkjasambandi við Svía og verið þegnar Svíakonungs. Árið 1905 var svo komið að Norðmönnum var þetta samband óskapfellt og vildu vera sjálfs sín ráðandi. Norsk-sænska ríkjasambandinu var slitið á friðsamlegan hátt. — En konungslausir vildu Norðmenn ekki vera; þeir ákváðu með þjóðar- atkvæðagreiðslu, að Noregur skyldi verða sjálfstætt konungsríki og til konungs var tekinn danski prinsinn Carl. Hann tók sér nafnið Hákon sjöundi og Alexander prins var nú nefndur Ólafur. Ólafur kom til Noregs í fylgd foreldra sinna 25. nóvember 1905. Litli Ólafur vann strax hug og hjörtu Norðmanna, einkum og sér í lagi þegar hann veifaði norska fánanum. Norðmenn og Danir hafa gaman að þeirri sögu að Ólaf- ur hafi hafið norskan fánaburð nokkru áður en faðir hans varð Noregskonungur. Norski heim- skautakappinn Friðþjófur Nansen mun hafa gefið hinum unga sveini norska flaggið á meðan samið var um konungdóminn og Noregur var að ganga undan Svíakonungi. í þann mund var krónprins Svía, síðar Gústaf fímmti Svíakonung- ur, í heimsókn hjá hjá verðandi Noregskongungi í Kaupmanna- höfn, sonurinn heilsaði viðstöddum með því að veifa hinu norska flaggi. Foreldrunum þótti þessi fánaburður ekki neitt sérstaklega nærgætinn gagnvart hinum sænska gesti og reyndu að fjar- lægja fánann. En allt kom fyrir ekki; drengurinn var ákveðinn og vissi hvað honum tilheyrði. íþróttamaður Norðmenn sverja og sárt við leggja að þeir séu fæddir með skíðin á fótunum („Nordmenn er född med ski pá beina.") Ólafur krónprins fæddist ekki með skíðin, en hann fékk þau fljótlega. Hákon konungur og Maud drottning voru snemma ákveðin í því að hvetja krónprinsinn Ólafur konungur á Austurvelli með Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta, árið 1961. til íþróttaiðkana, til jafns við aðra Norðmenn. Ólafur var snemma frambærilegur í skíðagöngu og einnig tók hann þátt í skíðastökki á Holmenkollen. Þegar snjóa leysti voru og eru siglingar íþrótt Ólafs. Þess má geta að forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, fylgir fordæmi síns konungs og stundar siglingar af kappi. Ólafur hóf nám í skóla norska hersins sama ár og hann lauk stúd- entsprófi, árið 1921. Hann útskrif- aðist sem liðsforingi árið 1924. Árin 1924-26 nam hann þjóðhag- fræði og stjómmálafræði við Balliol College í Oxford. Vamarmál hafa alltaf verið Ólafi hugleikin og hefur hann sjálfur lát- ið svo ummælt að líklega hefði hann valið hermennskuna ef hann hefði ekki verið áður kallaður til konung- dóms. Ólafur varð kapteinn 1931, ofursti 1936, og hershöfðingi og aðmíráll 1939. Ólafur krónprins fór snemma að sinna málefnum ríkisins, átján ára að aldri sat hann sinn fyrsta ríkis- ráðsfund og árið 1926 kom hann fyrst fram sem ríkisstjóri. Konung- urinn mat reynslu og kunnáttu son- arins mikils og samvinna þeirra feðganna, Hákonar konungs og Ólafs krónprins, varð æ nánari eft- ir því sem árin liðu. Ólafur krónprins var í siglinga- flokki þeim sem keppti fyrir Noreg á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928. — Norðmenn unnu gullið. En Ólafur krækti í fleira en Ólympíugull, þama var afráðinn hjúskapur hans og Mörtu Svíaprins- essu. Trúlofunin var gerð opinber 14. janúar 1929 og brúðkaupið var haldið 21. mars sama ár. Þeim hjón- um varð þriggja bama auðið. Ragn- hildur prinsessa fæddist 1930, Ástríður prinsessa fæddist 1932 og Haraldur krónprins árið 1937. í dag á Ólafur 10 bamaböm og bama- bamabömin eru orðin 2. Ólafur fimmti Noregskonungur. Maud drottning lést árið 1938 og Marta prinsessa tók við þeim skyldum sem drottning landsins verður að gegna. Marta lést árið 1954. Norska konungsfjölskyldan varð að yfirgefa Noreg árið 1940 þegar Þjóðverjar gerðu innrás í landið. Á stríðsárunum störfuðu Ólafur krón- prins og Hákon konungur í Eng- landi með norsku útlagastjóminni. Ólafur var skipaður yfirmaður norska heraflans árið 1944. í maí 1945 varð hann fyrsti meðlimur konungsij'ölskyldunnar til að stíga fæti aftur á norska grund. Árið 1955 lærbeinsbrotnaði Há- kon konungur, hann var þá háaldr- aður maður og komst ekki aftur til heilsu og krónprinsinn tók við dag- legum störfum sem ríkisstjóri. Há- kon konungur lést í september 1957. Ólafur var krýndur í Niðarós- dómkirkju, hann valdi sér sömu kjörorð og Hákon faðir hans: „Allt fyrir Noreg." Vinsæll þjóðhöfðingi Völd Noregskonungs em á marg- an hátt lík völdum forseta íslands. Þjóðhöfðinginn situr ríkisráðsfundi og undirritar lög og tilnefnir nýjar ríkistjómir. — En þjóðhöfðinginn getur þar fyrir utan haft áhrif. Ólaf- ur konungur hefur orð á sér fyrir að fylgast vel með, hvort heldur er með bókmenntum eða fjölmiðlum og öðmm hræringum þjóðlífsins. Konungsdæmið verður að vera í takt við tíðarandann. Ein erfiðasta ákvörðun sem Ólafur konungur hefur orðið að taka snerti hjóna- band Haralds krónprins og Sonju Haraldsen. Á sjöunda áratugnum var deilt harkalega um hvort verð- andi þjóðhöfðingi gæti gifst konu af borgaralegum ættum. Svo fór að lokum að fijálsræðið hafði sigur og í dag þykir Sonja krónprinsessa verðugur fulltrúi norsku þjóðarinn- ar. Norðmenn hlusta eftir því sem Ólafur konungur hefur að segja og Ólafur hlustar á Norðmenn. Sam- band konungsins við þegna sína er höfuðatriði í starfi Ólafs. Honum er lagið að sameina formfestu og hátíðleika við alþýðlega og alúðlega framkomu. Níu af hveijum tíu Norðmönnum vilja viðhalda kon- ungsveldinu. Þessar miklu vinsældir konungdæmisins eiga efalítið sínar skýringar í persónulegum vinsæld- um Ólafs konungs fimmta. Virðir Snorra Ólafur hefur áður komið til ís- lands. Árið 1947 kom hann sem krónprins í heimsókn á Snorrahátíð, afhjúpaði m.a. styttu þá af íslend- ingnum Snorra Sturlusyni sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.