Morgunblaðið - 04.09.1988, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988
í lögum Hundaræktarfélags ís-
lands segir: Hlutverk félagsins er:
a) að stuðla að ræktun og varð
veislu íslenska hundsins.
b) að beita sér fyrir hreinræktun
og kynbótum viðurkenndra hunda-
tegunda hér á landi.
Hundaræktarfélagið hefur allt
frá stofnun þess, árið 1969, ræktað
ýmsa hundastofna þar sem sá akur
var svo til óplægður á þessum
árum. Þá tíðkaðist ekki að stofna
til kynna milli hunda með ræktun
og viðhaldi ákveðinna hundakynja
í huga og nær allir hundar á Is-
landi voru blendingar, aðallega af
skosk- íslensku kyni. Hundarækt-
arfélagið var stofnað á sínum tíma
til að varðveita og rækta íslenska
hundinn, en breski íslandsviniirinn
Mark Watson var einn þeirra sem
óttuðust útiýmingú hans og vildi
rækta þetta skemmtilega hunda-
kyn.
Til að ræða framtíð íslenska
hundastofnsins sem og annarra
stofna var Guðrún Guðjohnsen,
formaður Hundaræktarfélags ís-
lands, tekin tali.
Guðrún var fyrst spurð hvernig
ástandið væri í hundamálum hér á
landi.
„Framtíð hundaræktar hér á
landi er ekki björt. Hér er innflutn-
ingur á hundum og sæði bannað-
ur. Þeir hundastofnar sem við höf-
um komið upp eru að vísu ekki
orðnir úrkynjaðir, en þeir verða
það með tíð og tíma ef við fáum
ekki nýtt blóð. Skyldleikaræktun
er vandmeðfarin. Með slíkri rækt-
un styrkjast bæði kostir og gallar
en í ræktun er stefnt að því að
útrýma göllum. Skyldleikaræktun
krefst mikillar þekkingar og sjálfs-
aga ef vel á að takast.
Frændur okkar á Norðurlöndum
flytja bæði inn dýr og sæði. Reglur
þar kveða þó á um að dýr frá öðr-
um en svokölluðum „hreinum"
löndum þurfi að fara í sóttkví í
ákveðinn tíma. Það land er kallað
hreint sem er laust við hundaæði.
Krafist er heilbrigðisvottorðs og
dýrið skoðað um leið og það kemur
inn í landið. í nágrannalöndum
okkar eru hundar jafnframt bólu-
settir, en það er bannað hér á landi
á þeim forsendum að hér séu eng-
ir sjúkdómar af þessu tagi. Nú
vitum við að á síðustu árum hafa
þó nokkrir hundar á íslandi fengið
svonefnda smitandi hundalifrar-
bólgu (hepatitis contagiosa canis),
sem getur leitt til dauða. Hvemig
þessi sjúkdómur hefur borist King-
að er ekki vitað en það má ekki
stinga höfðinu í sandinn og segja
að það megi ekki bólusetja vegna
þess að það eigi ekki að koma upp
sjúkdómar hér á landi. Það getur
einfaldlega gerst og þá verður að
bólusetja. Það er sjaldnast hægt
að koma algjörlega í veg fyrir
smit þar sem samgöngur hafa auk-
ist mjög á milli landa.“
Hvað með ólöglegan innflutn-
ing á hundum?
„Eins og ég sagði áðan er bann-
að að flytja inn hunda og þess
vegna fregnum við hjá hundarækt-
arfélaginu ekki af slíku. Við vitum
þó að það hljóta að vera einhveijir
sem það gera. Það athæfi er víta-
vert og vísasta leiðin til að hingað
berist sjúkdómar hættulegir hund-
um og búfénaði.
Nokkrir einstaklingar hafa
fengið undanþágu frá banninu og
fengið að flytja inn hunda sína en
það hefur hundaræktarfélagið
aldrei fengið. Því hljóta að vakna
spumingar um hvort ekki sé verið
að vinna gegn skynsamlegri rækt-
Rætt við Guð-
rúnu Guðjohnsen
formann Hunda-
ræktarfélags
íslands
un hunda hér á landi, því við mynd-
um að sjálfsögðu ekki flytja inn
nema fullkomlega heilbrigða
hunda."
Hvernig er reglum háttað
þegar gefnar eru undanþágur?
„Þá eru hundar settir í svo-
nefnda heimasóttkví, þ.e. útbúin
er girðing sem hundurinn fær ekki
að fara út fyrir og hann má ekki
komast í snertingu við aðra en
heimafólk sitt. Yfirdýralæknir hef-
ur umsjón með sóttkví af þessu
tagi. Þessir hundar eru skoðaðir
hér og hafa fengið heilbrigðisvott-
orð frá yfirvöldum landsins sem
þeir koma frá.
Okkur þykja þessar innflutn-
ingsreglur ekki í nógu föstum
skorðum. Sumir fá að flytja inn
hunda en aðrir ekki þó að aðstæð-
ur séu allar hinar sömu. Þetta
býður hreint og beint upp á að
fólk smygli inn hundum. Við teljum
að hættan yrði í lágmarki ef
hundaræktarfélagið fengi að flytja
inn hunda frá hreinu löndunum
undir eftirliti. Dæmi um hrein lönd
eru t.a;m. England, Svíþjóð, Nor-
egur, írland og Ástralía. Þýska-
Er einhver hundastofn ver á
vegi staddur en annar?
„Enginn hundastofn sker sig úr
í raun, það vantar nýtt blóð í þá
alla. Þar er íslenski hundurinn
ekki undanskilinn."
Hvernig má það vera?
„Jú, eftirspumin hefur verið
gífurleg eftir íslenska hundinum
frá öllum heimshomum. Fólk sem
kynnist íslenska hundinum fellur
fyrir honum og vill eignast slíkan
hund. Við höfum þó hvorki efnivið
til að anna þessari eftirspum né
til að rækta þennan hund sem
skyldi hér heima. Við fluttum eitt
sinn út úrvalshund og tík til Dan-
merkur til að rétta við íslenska
stofninn þar. Nú er svo komið að
við þurfum á afkvæmum þeirra
að halda í okkar eigin ræktun. Við
höfum ekki efni á að gefa sífellt
frá okkur án þess að hafa mögu-
leika á að fá ræktunardýr til baka.
Sumir telja jafnvel að danski stofn-
inn sé nú við það að fara fram úr
okkar stofni.
Svona samskipti eru eðlileg þeg-
ar um hundarækt er að ræða og
eitt er víst að við megum ekki við
því að missa frá okkur á þennan
hátt án þess að fá til baka. Þetta
er eina hundategundin sem við
getum sagt að sé íslensk og því
er til mikils að vinna að halda
ræktun hennar áfram.“
Um aðrar tegundir sagði Guð-
rún, að allt of mikið af þeirra vinnu
einkenndist af því að „bíða" eftir
góðum hreinræktuðum hundi sem
kæmi á undanþágu inn í landið.
T.d. væru labrador- og golden
retriever-hundamir komnir á
nokkuð gott stig vegna fólks sem
hefði fengið undanþágu með hunda
sína. Það væri samt slæmt að vera
háður slíkum takmörkunum þegar
um alvarlega ræktun væri að ræða.
Ræktun hér á íslandi væri því lítil,
um 140-150 hundar væru skráðir
í ættbók á ári. Guðrún sagði að í
raun fyndist aðilum í hundarækt-
arfélaginu bókstaflega verið að
vinna gegn skipulegri hundarækt
í landinu. T.d. væri nú eitt af skil-
yrðunum fyrir innflutningi hrein-
ræktaðra hunda til landsins að
þeir verði gerðir ófrjóir, hvaða til-
gangi sem það þjónaði, öðrum en
þeim að gera hundaræktendum
erfitt fyrir.
„Það vantar töluvert upp á til
að schaefer-hundurinn nái upp í
staðal. Við fengum nýlega til okk-
ar erlendan sérfræðing til að meta
schaefer-hunda hér á landi. Af
sjötíu hundum tók hann tuttugu
til nánari skoðunar. Úr þeim hópi
tekur hann trúlega um fímm hunda
sem við höfum möguleika á að
vinna úr. Þama kom glögglega í
ljós sú spákaupmennska sem hefur
tíðkast með schaefer-hundana og
reyndar fleiri kyn. Sumir þeirra
sem selja schaefer-hvolpa hafa
sagt þá vera hreinræktaða og af-
hent með þeim heimatilbúnar ætt-
artölur sem hafa ekkert gildi sem
vottorð um hreinræktun viðkom-
andi hvolps. Þama er vísvítandi
verið að blekkja fólk. Hvolpar em
seldir dým verði og heyrst hefur
að þeir hafi selst á 70.000 kr. Al-
gengasta verðið er hins vegar um
30-40.000 kr. Þettaþurfa auðvitað
ekki að vera verri hundar en em
þó seldir á fölskum forsendum.
Það er þó bót í máli að schaefer-
hundamir hér em geðgóðir.
Nú er búið að stofna schaefer-
deild innan félagsins. Markmið
hennar er að reyna að koma upp
Frá sýningu hundaræktarfélagsins í Viðidal síðastliðinn sunnudag.
Myndin sýnir labrador-tikina Labbi-Pollý sem hlaut fyrstu verðlaun
í sínum flokki.
land, Danmörk, Frakkland og önn-
ur lönd meginlands Evrópu falla
utan þess flokks, því þar kemur
hundaæði upp af og til. Ástandinu
í innflutningsmálum mætti líkja
við hundahaldið hér áður fyrr. Þau
mál vom í algjöru ófremdarástandi
áður en hundahald var formlega
leyft, en nú kveður við annan tón,
við höfum miklu meiri yfirsýn yfir
hundaeigendur og hunda þeirra en
áður og möguleika á að koma á
samvinnu og fræðslu.
Umfram allt verða að vera sann-
gjamar reglur um innflutning á
hundum og eftirlit með því að þær
verði haldnar. Almenningur horfir
ekki þegjandi og hljóðalaust á þeg-
ar einn fær en annar ekki.
Við emm alls ekki að biðja um
óheftan innflutning á hundum,
heldur eðlilega endumýjun á því
sem við emm með fyrir. Við höfum
mjög góð sambönd við hundarækt-
arféiög erlendis þannig að við
gætum valið hunda með tilliti til
einkenna, þ.e. sem bæta stofnana
sem við emm með.“
Frá sýningunni í Víðidal
íslenski fjárhundurinn Serkur. Hann fluttist til Danmerkur á unga
aldri og hefur fengið mörg verðlaun á hundasýningum þar. Hann
er verðugur fulltrúi íslenska hundakynsins á erlendri grund.
Jóhannes Kári Kristinsson
Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands.
Allir hundastofn-
ar hér eru í hættu