Morgunblaðið - 04.09.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 04.09.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 B 9 góðum stofni hér á landi og hef ég mikla trú á að það takist í sam- vinnu við þá ábyrgu aðila sem valdir voru til forystu í deildinni. Innflutningshöft gera hlutina þó margfalt erfiðari viðfangs." Er verð á hvolpum hér al- mennt hærra en gengur og ger- ist erlendis? „Já, yfirleitt er verð á hvolpum miklu hærra hér en erlendis. Við reynum að halda verði innan skyn- samlegra marka en mín skoðun er sú að uppsprengt verð kalli á alls kyns spákaupmennsku og gróðabrask sem er ósanngjamt og ómannúðlegt gagnvart hundinum. Að eiga góðan hund er ekki stöðu- tákn, fólk er að fá sér vin og fé- laga. Aðalatriði og stolt sérhvers ræktanda er að frá honum komi góðir einstaklingar." En til hvers að hreinrækta? „Það hefur oft borið á þeim misskilningi að við hjá hundarækt- arfélaginu höfum eitthvað á móti blendingshundum. Ég vil ítreka það að hundaræktarfélagið er fé- lag allra hundaeigenda og geta blendingshundar orðið fullt eins góðir hundar eins og þeir sem hreinræktaðir eru. Það sem vakir fyrir okkur með ræktun er hins vegar að fá fram hunda með ákveðna eiginleika til vinnu og fé- lagsskapar. T.a.m. vantar okkur nú tilfinnanlega meðfærilegar hundategundir af minni gerðinni sem þurfa ekki allt of mikla hreyf- ingu, hunda sem geta orðið heppi- legir félagar, t.d. fyrir eldra fólk og fatlað. Sem dæmi má nefna Chavalier King Charles-hunda. Okkar hlutverk er að standa ábyrg að ræktun og varðveislu þeirra hundakynja sem til eru í landinu hveiju sinni. Við viljum jafnframt starfrækja öfluga fræðslustarf- semi sem eykur skilning á eðli og meðferð hunda, skapar ábyrgt hundahald og eykur ánægju af því að eiga hund. Framtíð hundastofna hér á landi er í höndum yfirvalda. Við höfum við ótrúlegar aðstæður komið upp þessum hundastofnum sem hér eru, en nú er svo komið að við getum hreinlega ekki haldið áfram. Við sjáum fyrir okkur að innan tíðar verði nær allir hundastofhar hér á landi úrkynjaðir. Alvarlegast er þó, að stolt okkar, íslenski hund- urinn verður þar á meðal." Erum blessunarlega laus við flesta dýrasjukdóma „Jæja, svo þú heitir Hlöðver. Linda Ijáði okkur að þú ynnir í öskunni." Teiknarinn Gary Larson lýsir áliti sínu á snobbi og stéttaskipt- ingu með því að setja hunda í stað manna. Að sögn forsvars- manna hundaræktarfélagsins ríkir sá misskilningur meðal fólks, að félagið sé aðeins fyrir eigendur hreinræktaðra hunda. Þeir segja að allir hundaeigend- ur séu velkomnir í hópinn. Sem sagt, ekkert hundasnobb. Yfirvöld hafa löngum staðið í vegi fyrir innflutningi hunda til landsins og telja að þá yrði leiðin greið fyrir ýmsa sjúkdóma sem hijá bæði dýr og menn. Sett voru lög um algert bann við innflutn- ingi á dýrum fyrir 25 árum og mjög þröng undanþáguákvæði. Páll A. Pálsson yfírdýralæknir er einn þeirra sem hefur bent á hætt- una sem fylgja myndi í kjölfarið á fijálsum innflutningi hunda og ann- arra dýra. Til að skoða málið frá þessu sjónarhomi var haft samband við Pál. Eru gerðar undantekningar á innflutningi á hundum? „Það er greinilega vilji stjómvalda að stemma stigu við dýrainnflutn- ingi, lögin bera það með sér, því er reynt að halda innflutningi í lág- marki. Hins vegar hafa verið gerðar undantekningar, t.a.m. varðandi loð- dýr, ketti og einstöku sinnum hunda. Það er ráðherra einn sem getur gert þær. í hvert sinn sem leyfi fyrir inn- flutningi er gefíð er umsóknin skoð- uð sérstaklega. Reynt er að koma til móts við þá sem þurfa á hundum að halda, t.d. leitarhundum, hass- hundum og stöku sinnum hefur veiðistjóri fengið undanþágu. Þetta eru hundar sem talið er að séu notað- ir í þágu almennings og hafa því sérstöðu. Innflutningur af þessu tagi er hins vegar í smáum stíl og reynt er að draga úr honum eins mikið og mögulegt er. Hefur innflutningur á hundum fyrir einstaklinga ekki verið ein- hver? „Jú, það er rétt. Þá liggjajafnan sérstakar ástæður að baki. I öllum tilfellum er þá fyrst og fremst horft á frá hvaða landi hundurinn kemur og hver sé staða smitsjúkdóma þar þá stundina. Þeir verða jafnframt að hafa fengið bólusetningu í ákveð- inn tíma áður en þeir koma til lands- ins, nákvæma læknisskoðun og vissa lyfjameðferð. í löndunum í kringum okkur eru landlægir sjúkdómar í hundum, hundafár, svonefnd parvo- veiki, eða smáveirusýki í hundum, hundaæði og lifrarbólga. Þetta eru allt sjúkdómar sem við erum bless- unarlega laus við hér á landi að mestu eða öllu leyti. Reynslan sýnir að ef þessir sjúkdómar, t.d. hunda- fár, bærust til landsins kæmi upp faraldur. Nærtækt dæmi er þegar upp kom hundapest í Grænlandi síðasta vetur. Hún drap fjölda hunda í norðurbyggðum landsins. Grípa þurfti til vamaraðgerða og voru þær óhemju kostnaðarsamar. Það tókst þó að lokum að stemma stigu við faraldrinum en þá höfðu hundruðir hunda látið lífið. Þó er enn óvíst hvert framhaldið verður. Hér á landi kom upp faraldur af svipuðu tagi fyrir u.þ.b. tuttugu árum síðan, hundafárið svokallaða. Þessi faraldur breiddist út um Suð- Vesturland og drapst þá mikill fjöldi hunda. Ef lengra er farið aftur í tímann má finna fleiri dæmi um faraldra af þessu tagi, þar sem heil hénið verða hundlaus að kalla. Ástæðan fyrir pestunum var án efa sú að hUndum var smyglað inn í landið. Það hafa verið hömlur á innflutningi á hundum frá því um aldamót en reglumar hafa þó oft verið virtar að vettugi. Sjálfsagt er enn eitthvað um að hundum sé smyglað til landsins en ég yrði auð- Rætt við Pál A. Pálsson yfirdýralækni Innflutningshömlur á hundum Hundaræktunarmenn uggandi um framgang hundakynja á íslandi faraldurinn renna sitt skeið á enda og verið svo lausir við sjúkdóminn fyrir fulit og allt,. Ef bólusetning ætti að koma að fullu gagni yrði hún að fara fram ár hvert og helst á öllum hundum." Páll A. Pálsson yfirdýralæknir vitað síðastur til að frétta af slíku.“ Nú hefur heyrst af hundum sem hafa fengið lifrarbólgu hér á landi. Er hætta á ferðum? „Eitthvað er um lifrarbólgu í hundum. Það kemur eitt og eitt til- felli og er erfitt að átta sig á hvaðan smitið kemur. Sjúkdómurinn hefur einnig komið upp í refum og kann að vera að sjúkdómurinn leynist þar. Tvö refabú hér á landi hafa orðið fyrir barðinu á þessum sjúk- dómi, en hann hefur ekki valdið miklu tjóni í hundum sem betur fer.“ Hvað með bólusetningu á hund- um? „Engin bólusetning er óbrigðul. Við höfum ekki farið út í bólusetn- ingu á hundum. Hún er mjög kostn- aðarsöm og má nefna að vegna hundapestarinnar í Grænlandi bólu- settu menn hunda fyrir tugi milljóna króna. Það má vera að bólusetning komi einhvem tíma til álita hér, en ef ætti að koma í veg fyrir faraldra yrði að koma til allsherjar bólusetn- ing og það er mjög stórt mál. Þá yrði væntanlega bólusett fyrir flest- um þeim hundasjúkdómum sem heija nágrannalönd okkar. Hvað varðar lifrarbólguna höfum við enn sem komið er ekki séð ástæðu til að bólusetja hunda hér á landi. Einn- ig má bæta við, að þegar byijað er að bólusetja við einhveijum dýra- sjúkdómi er um leið hætta á að sjúk- dómurinn verði landlægur. Það verð- ur ávallt eitthvað af heilbrigðum smitberam og þá verður að halda áfram að bólusetja. Við höfum aftur á móti tekið þá stefnu að hamla samgangi hunda eftir föngum, láta ÞAÐ er mál manna sem stunda hundarækt hér á landi að hingað vanti nýtt blóð, þ.e. hrein- ræktaða hunda, til að forða þeim hundastofn- um sem hér eru frá úrkyiyun. Meðal þeirra hundastofna sem eiga á hættu að úrkynjast er íslenski fjárhundurinn. Forsvarsmenn Heil- brigðismálaráðuneytis hafa á móti bent á að með innflutningi á hundum myndi aukast hætta á dýrasjúkdómum sem landlægir eru m.a. í mörgum nágrannalöndúm okkar. Til að skoða málið frá mismunandi sjónarhornum var rætt við tvo fulltrúa hinna gagnstæðu fylkinga. Púðla með smitlifrarbólgu. Eitt af einkennum hennar er bjúgur í hornhimnu augans og verður það blátt að lit. Með réttri með- ferð næst sjúkdómurinn oft nið- ur og augun komast í samt lag. Hvað með þau lönd sem eru kölluð „hrein“ af hundaræktend- um? „Sjúkdómamir sem ég taldi upp áður era landlægir f flestum löndum. Aðeins Svíþjóð, Færeyjar, Noregur og Bretlandseyjar era laus við sjúk- dóminn hundaæði. T.d. er hundaæði ekki óalgengt í refum og hundum granna okkar Grænlendinga. Sjúk- dómar eins og parvoveiki og hunda- fár era alls staðar landlægir sjúk- dómar, nema hér á íslandi. Englendingar leyfa innflutning á hundum, en dýr sem koma frá lönd- um þar sem hundaæði er landlægt þurfa að fara í sex mánaða sóttkví og era jafnframt bólusett við sjúk- dómnum. Það hefur þó borið við að hundar hafi fengið hundaæði í sóttkvíum og jafnvel eftir sex mán- aða sóttkví, því einkennin geta kom- ið fram löngu eftir sýkingu. Fólk sem flytur hunda hingað tekur á sig mikla ábyrgð. Það skuldbindur sig til að halda hundinum í fjóra mán- uði í heimasóttkví og jafnframt að láta svæfa hann ef eitthvað ber þar út af. Það hefur oft verið talað um að setja upp opinbera sóttkví hér eins og t.d. á Bretlandseyjum. En þá ber að taka inn í dæmið þau slæmu áhrif sem þetta hefur á hund- inn. Hann er í nokkurs konar fang- elsi, býr við framandi umhverfi og innan um ókunnugt fólk. Ég hef stundum spurt eigenduma hvort þeir vildu leggja slikt á sig sjálfa. Ég hef enn ekki hitt neinn sem er tilbúinn til þess. Hins vegar hefur sóttkví þann kost fram yfir núverandi fyrirkomu- lag, að með opinbera eftirliti væri væntanlega hægt að veijast dýra- sjúkdómum enn betur. Ég vil þó taka fram, að fólk sem fengið hefur undanþágur fyrir dýr sín sinnir skyldum sínum alla jafna vel.“ Hundaræktunarmenn halda þvi fram að hundastofnar á íslandi séu að úrkynjast, eins og labrad- or, irskur setter og jafnvel islenski hundurinn. Hver er þín skoðun? „Við skulum taka erlendu kynin fyrir fyrst. Þegar fólk flytur inn hunda, þá er það oft vegna andlegr- ar eða líkamlegrar fötlunar, eða sérstakra tilfinningatengsla, hund- urinn er orðinn einn af flölskyldunni. Það er hins vegar ekki ætlast til að hundurinn auki kyn sitt hér svo að eigendumir geti grætt á því að selja afkvæmin. Bann við því er eitt af skilyrðunum sem menn er flytja inn hunda eiga að uppfylla. Þess vegna era væntanlega flestir hér- lendir hundar af erlendu kyni til komnir vegna manna sem ekki hafa haldið þau skilyrði eða út af smyg- luðum hundum. Af þessu leiðir, að fólk sem þama á hlut að máli hefur komist yfír hunda sem alls ekki áttu að vera til í landinu. Ég sé því litla ástæðu til að styðja við bakið á því. Ef við tökum íslenska hundinn, þá má geta þess að ég var með í því að stofna Hundaræktarfélagið fyrir mörgum áram. Þá var íslenski hundurinn að deyja út, við litum svo á að hann væri eitt af sérkennum lands okkar og vildum kappkosta að rækta hann upp. Af öðram stofn- félögum má nefna Birgi Kjaran, og Vigni Guðmundsson, sem báðir höfðu mikinn áhuga á að varðveita íslenska hundakynið. Um svipað leyti fór útlendur maður um landið, keypti íslenska hunda og flutti þá utan. Það gerði ræktunina erfíðari en ella, en þó tókst nokkram dugnað- arforkum að rækta upp íslenska hundastofninn og ber þar hæst frú Sigríði Pétursdóttur á Ólafsvöllum. Það er að miklu leyti henni að þakka að við eigum þó nokkuð af sæmilega góðum íslenskum hundum. Fljótlega fór að bera á því að menn höfðu meiri áhuga á erlendum hundakynjum en því íslenska. Menn vildu jafnvel rækta upp kyn sem ekki vora til hér á landi. Mér þótti ástæðulaust að stofna félög um hundakyn sem ekki vora til hér og þótti sem farið væri á skjön við upp- haflegan tilgang félagsins, þ.e. að rétta íslenska hundastofninn við.“ Nú hafa hundaræktarmenn sagt að eina ráðið til að bjarga íslenska hundastofninum sé að fá afkvæmi hunda sem voru fluttir út á sínum tíma. „Það er ef til vill ekki fullkannað hve mikið kynbótagildi er í þeim hundum sem þeir hafa augastað á. Ef það kæmi hins vegar á daginn að sú ráðstöfun yrði til bóta er hugs- anlegt að skoða það mál sérstak- lega. Ég held þó að þessi mál séu enn á framstigi. Annars er eitt atriði sem verður að hafa í huga þegar talað er um innflutning á hundum. Það er sú árátta íslendinga að fást við hluti sem þeir ráða ekki við. Það gefur augaleið að borgarbúar, sem margir hveijir hreyfa sig vart úr stað nema í bíl, hafa lítið að gera með hunda eins og labrador og golden retrie- ver, svo ekki sé minnst á sehaefer- hund. Þessir hundar þurfa mikla hreyfingu og að flestu leyti fylgir því mikil vinna að hafa þá. Annað er það, að það er ekki til sú stórborg sem ekki er í einhvers konar vandræðum með hundahald. Þar á ég fyrst og fremst við sóða- skapinn. Það lýsir lítilli lýðræðis- hneigð hjá borgaryfirvöldum að ganga nú á bak orða sinna um al- menna atkvæðagreiðslu um hunda- hald eftir íjögurra ára reynslutíma, sem á sínum tíma var forsenda fyrir því að það var leyft. Slík brigðmæli era borgarstjóm vart sæmandi." Að lokum, kæmi til greina að flytja inn sæði úr viðurkenndum hundum erlendis frá? „Það gilda sérstök lög um þetta og hefur álit mitt því litla þýðingu. Lögin kveða skýrt á um bann við innflutningi á dýrasæði, undantekn- ing nær einungis til holdanauta í einangranarstöð ríkisins í Hrisey. Þetta mál hefur lítillega borið á góma varðandi svínarækt, en til þess að úr verði þarf lagabreytingu. Inn flutningur á dýrasæði er þó hvergi nærri einfalt mál ef fyllstu aðgæslu um sjúkdómavamir er beitt, eins og sjálfgefið er.“ TEXTI: Jóhannes Kári Kristins- son

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.