Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988
B 35
Lifi hörkutólin
Eru harðjaxlar hvíta tjaldsins
í útrýmingarhættu? Sá virðist
boðskapur bíómyndasumarsins
í Bandaríkjunum. Metsöluhetjan
er Tom Hariks í hlutverki of-
vaxins 13 ára stráks sem hefur
gaman af leikföngum (,,Big“) en
ekki Sylvester Stallone í Rambo
III. Hið óendanlega elskulega
Ijúfmenni Krókódíla-Dundee og
teiknimyndahetjan Robbi kanína
heilla fólk uppúr skónum og það
gerir raunar Eddie Murphy í nýj-
ustu myndinni sinni, sætur og
elskulegur. Er nema von aö
menn spyrji, hvar eru hörkutól-
in?
Ekki langt undan. Maður
skyldi ekki afskrifa kappa eins
og Bruce Willis svo glatt. Hvað
þá Clint Eastwood. „Die Hard"
er hasarmynd Willis og hún hef-
ur notið mikilla vinsælda enda
víst ekki um annað en gengdar-
lausa spennu að ræða og röð
hápunkta sem taka hverjum
öðrum fram.
Willis leikur New York-löggu
sem flýgur yfir til Los Angeles
á aðfangadagskvöld til að heim-
sækja fráskilda eiginkonu sína.
Hún er yfirmaður hjá risafyrir-
tæki sem hefur aðsetur í glans-
andi, nýtísku skýjaklúfri. Willis
er svo óheppinn að líta þar inn
að hitta fyrrum elskuna sína
sama .kvöldið og hópur hryöju-
verkamanna nær byggingunni á
sitt vald. Getur ein vopnlaus
lögga ráðið niðurlögum þjálf-
aðra og þungvopnaðra hryðju-
verkamanna? Bíddu, er þetta
spurning?
Leikstjóri er John McTiernan
sem stjórnaði Arnold Schwarz-
enegger í„Predator“ og hand-
ritshöfundarnir eru Jeb Stuart
og Steven E. de Souze sem
mjólka hvern dropa spennu,
hasars og húmors úr glæfraleg-
um aðstæðunum. Willis er
sennilega óvinsælasti leikarinn
sem nokkurntíman hefur fengið
fimm milljónir dollara fyrir mynd
(fyrri bíómyndir hans hafa ekki
gert það gott).
í „The Dead Pool“ eigum við
eftir að hitta Harry gamla sóða
aftur í marmaramynd Clint East-
woods. Það er ekki brosunum
fyrir að fara frekar en fyrri dag-
inn en í þessari fimmtu mynd
um hetjuna Dirty Harry fæst
Eastwood við að upplýsa röð
morða sem leiða hann til þriðja-
flokks hryllingsmyndaleikstjóra
er írski leikarinn Liam Neeson
leikur (sá fer víða).
Morðinginn hefur þegar drep-
ið rokkstjörnu, sjónvarpsþátta-
stjórnanda og kvikmyndagagn-
rýnanda og Harry vinur okkar
er næstur á lista morðingjans.
Það er að segja ef mafían nær
honum ekki á undan.
Leikstjóri er Buddy Van Horn
og í Time sagði að líklega væri
„The Dead Pool" besta myndin
sem maður að nafni Buddy hefði
gert.
að gera „River's Edge“ og
Örvæningarfull leit að Susan.
Þau studdu hann til ráða og
dáða.
Það sem Sayles þurfti til að
geta gert myndina, þ.e. fá
menn til að leggja fjármagn í
hana, var að laða til sín eftir-
sóttar stjörnur sem tilbúnar
væru að vinna fyrir lámarks-
laun. Það eina sem hann gat
boðið leikurunum var tækifæ-
rið til að þykjast vera meirihátt-
ar hornaboltamaður í heims-
meistarakeppni.
Charlie Sheen var sá fyrsti
sem beit á agnið. Sem barn
hafði hann dreymt um að vera
í fremstu röð í íþróttinni og
hann hafði ennþá mikinn
áhuga á hornaboltanum. D.B
Sweeney („Gardens of
Stone"), góðvinur Sheens,
fékk líka áhuga. „Þetta er auð-
vitað frábær saga og mig lang-
aði verulega til að vinna með
John Sayles," segir hann. „En
það sem höfðaði mest til mín
var hornaboltinn." Hann hafði
hug á að gerast atvinnumaður
í hornabolta í háskóla. „Eina
ástæðan fyrir því að ég endaði
sem leikari var að ég meidd-
ist.“
Með stjörnurnar á samningi
gat Sayles lokkað til sín pen-
ingamenn og gert samning við
dreifingafyrirtæki. Hann end-
aði með 6,5 milljón dollara fjár-
hagsáætlun, sem er lítill pen-
ingur í Hollywood en mikill
samanborið við aðrar myndir
Sayles. Hann hefur ávallt starf-
að á sjálfs síns vegum og gert
þær myndir sem hann hefur
mest langað að gera.
En búningamyndir eins og
þessi eru dýrar og stórar hóps-
enur voru kostnaðarsamar.
Kvikmyndatakan fór fram
síðasta haust í Cincinnatti og
Indianapolis og tók níu vikur.
Sayles skilaði myndinni á áætl-
un. „Það var erfitt," segir
liann. „Þetta var eins og
partý," segir Sheen.
Sheen fannst erfiðast að
lýsa persónu sinni sem hvorki
fégráðugum spilara né engli.
„Það, sem kom mér svo á
óvart," segirhann, „ersakleysi
þeirra þegar þeir þágu múturn-
ar. Þeir litu á það sem venju-
lega kaupsýslu. Við reyndum
ekki að réttlæta gjörðir þeirra,
við vildum aðeins veita innsýn
inní hvers vegna þeir gerðu
það.“
TILBOÐ ÓSKAST
í Chevrolet Blazer S-10, árgerð ’85, 2 W/D (ekinn 28 þús. mílur)
og Nissan Kingcab P/U 4x4, árgerð ’85 (ekinn 41 þús. mílur),
ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 6. september kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Haustnámskeið hefst 12. september
Það er staðreynd að alvöru líkamsþjálfun
sem skilar fögrum vexti verður aldrei iétt.
Við hjá Dansstúdíói Sóleyjar getum hins vegar
lofað því að hjá okkur verður hún skemmtileg
og hressandi.
Bjargey
Eldhressir púltímar, 16 ára til 30 ára. Auk þessa verður Ásta Vala með ráðgjöf
Púltími fyrir stráka. um mat og mataræði.
Árný
Teygjur og þrek eftir vinnu.
Framhaldshöpar.
Birna
Teygjur og þrek í hádeginu og
eftir hádegi.
Ásta Vala sjúkraþjálfi
verður með létta og góða leikfimi
fyrir barnshafandi konur og konur
með börn a brjósti..
Innritun í símum: 687701 og 687801
Pantaðu strax. - ,
s<öi t v j if *4