Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPTI AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
Uppsöfnuð
inneign íSov-
étríkjunum
— veldur erfiðleikum í Finnlandi
VIÐSKIPTI Finnlands og Sovétríkjanna fara fram með vöruskiptum,
og flytja Finnar aðallega inn olíuvörur frá nágrannanum í austri.
Vegna lækkandi verðs á olíu hafa Finnar keypt fyrir mun minna
frá Sovétríkjunum en Sovétríkin frá Finnlandi og inneign Finna
farið hraðvaxandi. Veldur þetta ekki hvað sízt áhyggjum i Finn-
landi vegna þess að sovézka rúblan er talin of hátt skráð og ekki
ólíklegt að gengi rúblunnar verði lækkað. Inneign Finna hjá Rússum
er nú um 5,2 milljarðar finnskra marka (nærri 55 milljarðar ísl.
kr.). Þar sem inneignin er skráð i rúblum yrði gengislækkun Finnum
dýrkeypt.
15.3*31*1*1
mtmjá
VORUSKIPTI — Viðskipti Finna og Sovétmanna fara fram með vöruskiptum og flytja Finnar
aðallega inn olíu. Vegna lækkandi verðs á olíu hefur dregið mjög úr vöruskiptum landanna. Hafa smærri
iðnfyrirtæki eins og skógerðir og vefnaðarvörufyrirtæki orðið illa úti. Myndin er frá Helsinki.
Verðlækkunin á olíu hefur mjög
dregið úr vöruskiptum landanna.
Þau náðu hámarki árið 1983 er þau
námu 38 milljörðum FM (um 400
milljörðum króna). í fyrra námu
viðskiptin 26 milíjörðum FM (um
274 miiljörðum króna), og á fyrra
helmingi 1988 11,3 milljörðum FM
(um 119 milljörðum króna). Á sama
tíma hefur hlutur Sovétríkjanna í
heildarútflutningi Finna lækkað úr
26% árið 1983 í 13.8% á fyrra helm-
ingi þessa árs.
Þessi samdráttur hefur valdið
erfíðleikum hjá mörgum framleið-
endum í F'innlandi, ekki sízt hjá
skipasmiðjum, sem á undanförnum
árum hafa selt upp undir tvo þriðju
framleiðslunnar til Sovétríkjanna.
Einnig hafa smærri iðnfyrirtæki
eins og skógerðir og vefnaðariðnað-
urinn, sem seldu 70% og 30% fram-
leiðslunnar til Sovétríkjanna, orðið
illa úti.
Engar peningagreiðslur
I viðskiptum landanna er aldrei
um neinar beinar greiðslur í pening-
um að ræða, heldur eru þau aðeins
skráð og afgreidd í seðlabönkum í
svonefndum „reikningsskila-rúbl-
um“. Selji fínnskur útflytjandi vörur
til Sovétríkjanna, lætur innflytjand-
inn þar banka sinn fela banka ut-
anríkisviðskipta landsins, Vnese-
konom bankanum, að senda
greiðsluheimild til viðskiptabanka
útflytjendans í Finnlandi. Þar tekur
viðskiptabankinn sín umboðslaun
og sendir greiðsluheimildina áfram
til Finnlandsbanka, seðlabanka
Finnlands, sem svo greiðir útflytj-
andanum eftir að hafa dregið sín
umboðslaun frá upphæðinni.
Áður en útflytjandi getur selt
vörur sínar til Sovétríkjanna verður
hann að sækja um útflutningsleyfí
hjá sérstakri útflutningsnefnd, sem
hefur eftirlit með vöruskiptunum.
Nú hefur nefndin stöðvað svo til
allan útflutning til Sovétríkjanna
til að draga úr uppsafnaðri inneign
Finna fyrir lok þessa árs.
Sum fyrirtæki fá ekki einu sinni
leyfí til að standa við gerða sölu-
samninga, og hefur það vakið
gremju hjá mörgum útflytjendum.
Segir Yijo Pessi forstjóri áburðar-
og málningarverksmiðja ríkisins að
nefndin komi með þessu banni óorði
á finnsk fyrirtæki í alþjóðaviðskipt-
um.
Miklir fjármunir bundnir
Greiðslur fínnska seðlabankans
til útflytjenda vegna umframkaupa
Rússa hafa leitt til þess að gengið
hefur á vara gjaldeyrissjóði bank-
ans. Þar voru í ágústbyijun bundn-
ir 3,2 milljarðar FM (tæpl. 34 millj-
arðar kr.) vegna umframkaupanna,
en um síðustu áramót nam sú upp-
hæð 1,3 milljörðum FM (um 13,7
milljörðum kr.). Auk þess er svo 2
milljarða FM (um 21 milljarða kr.)
skuld Sovétríkjanna færð á sér-
stakan vöruskiptareikning sem ber
6% ársvexti. Bundna skuldin á
gjaldeyrisreikningi fínnska seðla-
bankans er hinsvegar vaxtalaus.
í reynd má segja að allt þetta
bundna fé sé einskónar uppbót til
fínnskra útflytjenda. Finnlands-
banki greiðir meira út til fínnskra
útflytjenda en það innheimtir fyrir
reikningsskila-rúblur frá finnskum
innflytjendum sem vilja kaupa vörur
frá Sovétríkjunum. Bankinn verður
þannig að fjármagna umframsöl-
una. Erfítt er að meta hversu hag-
stætt þetta fyrirkomulag er fyrir
þjóðarbúið. Það veitir atvinnu og
hefur tryggt stöðugan hagvöxt und-
anfarinn áratug. En Finnar eru
engu að síður sammála um að
breytinga sé þörf.
Margoft hafa farið fram viðræð-
ur um leiðir til að draga úr ójöfnuði
í viðskiptunum, en báðir aðilar eru
tregir til að setja hömlur á viðskipt-
in, sem væri þó beinasta leiðin til
Flug
að koma á jöfnuði. Aðilar eru einn-
ig tregir til að leggja niður við-
skipti á vöruskiptagrundvelli. Rúss-
ar vilja halda góðu viðskiptasam-
bandi við framleiðanda vestræns
vamings sem ekki krefst vestræns
gjaldeyris. Finnland er annað mesta
viðskiptaríki Rússa á Vesturlöndum
með 15% heildarviðskiptanna, en
aðeins Vestur-Þýzkaland er með
stærra hlutfall.
Fordæmið frá Austurríki
Finnskir framleiðendur óttast að
viðskipti byggð á greiðslum í hörð-
um gjaldeyri leiði af sér mikinn
samdrátt. Þeir hafa ekki gleymt
reynslunni frá Austurríki sem hætti
vöruskiptaverzlun við Sovétríkin í
upphafí áttunda áratugarins og
krafðist greiðslna í gjaldeyri fyrir
allan útflutning þangað. Þetta leiddi
til þess að Sovétríkin notuðu
greiðslur frá innflytjendum í Aust-
urríki til að fjármagna vörukaup frá
öðrum löndum, og viðskiptajöfnuð-
urinn er nú Austurríkismönnum
mjög óhagstæður.
Rússar vilja aðild að GATT
og IMF
Gengisskráning reikingsskila-
rúblunnar er nokkuð breytileg, en
fylgir að mestu skráningu Banda-
ríkjadollars. Þetta breytist þó trú-
lega ef Sovétríkin taka upp meira
fijálsræði í viðskiptum og gengi
rúblunnar verður skráð á alþjóða
peningamörkuðum. Yfirleitt er talið
að rúblan sé allt of hátt metin, og
með auknu frelsi verði gengi henn-
ar lækkað verulega. Þá hafa jrfír-
völd í Moskvu lýst áhuga á að ger-
ast aðilar að alþjóðasamningum á
borð við GATT (samkomulag um
tolla og viðskipti) og Alþjóða gjald-
eyrissjóðinn, IMF, en þessi samtök
útiloka tvíhliða viðskiptasamninga
tveggja aðildarríkja.
Þótt GATT hafí ekki möguleika
á að tiyggja að þessum reglum sé
fylgt, getur IMF ógilt slíka samn-
inga, og gerði það ef til kæmi. Þá
gæti svo farið að Sovétríkin hefðu
um það að velja hvort ámfram yrði
haldið uppi vöruskiptaverzlun við
Finnland, eða hvort þeim skyldi
fómað fyrir aðild að IMF. Ljóst er
að síðari kosturinn yrði fyrir valinu.
Heimild: Financial Times.
koma á eðlilegri samkeppni í inn-
anlandsfluginu.
Þótt ekki hafí allt gengið upp
hjá Carlzon og SAS hefur hann
mörg jám í eldinum. SAS hefur
nú þegar gert samstarfssamning
við Thai Intemational og leitar nú
að samstarfsfyrirtækjum í Norð-
ur-Ameríku. Þá hafa einnig farið
fram viðræður við Qantas í því
skyni að greiða götu SAS í Ástra-
líu, en þar hefur félagið ekki haft
leyfí til að fljúga.
Kemst SAS yfir hlut í
Aerolineas Argentinas?
í FYRRA mánuði samþykkti argentínska ríkisstjórnin til bráða-
birgða að selja SAS-flugfélaginu 40% hlutabréfa í Aerolineas Arg-
entinas, argentínska ríkisflugfélaginu. Hafa ýmsir orðið til að gagn-
rýna þessa samþykkt mjög harðlega, þar á meðai Horacio Domingor-
ena, yfirmaður argentínska flugfélagsins. Segir hann, að uppgefið
söluverð sé „tilbúningur og uppspuni" auk þess sem salan stríði
gegn meginreglum einkavæðingarinnar.
Domingorena heldur því fram,
að SAS muni aðeins koma til með
að greiða 156 milljónir dollara,
ekki 204 milljónir eins og samning-
urinn segir, og verði útborgunin
aðeins 20 milljónir dollara en ekki
60 eins og upp er gefíð. Segir
hann einnig, að einungis fríhöfnin
í flugstöðinni í Buenos Aires sé
meira virði. Hefur þessi gagnrýni
vakið efasemdir um, að nokkuð
verði af kaupunum og yrði það
mikið áfall fyrir SAS, sem enn er
að sleikja sárin eftir árangurs-
lausar tilraunir til að komast yfír
minnihluta hlutaQárins í British
Caldonian.
Aerolineas þjónar mjög tak-
mörkuðum markaði en SAS vildi
eignast ítök í því af sömu ástæðu
og það sóttist eftir BC: Það gæti
auðveldað SAS að komast af á
tímum, sem einkennast æ meir
stórum samsteypum og risaflugfé-
lögum. Jan Carlzon, yfirmaður
SAS, hefur ákveðnar hugmyndir
um framtíðina og telur lífsnauð-
synlegt fyrir SAS að eignast hlut
í þeim flugfélögum, sem keppa við
það á markaðnum. Hefur hann
gert tvær árangurslausar tilraunir
til að hrinda þeim í framkvæmd
og nú þegar einkavæðingu flug-
rekstrarins vex stöðugt ásmegin
hafa keppinautamir tekið upp
þessa sömu stefnu.
BEA sækist eftir hlut í Air
New Zealand
British Airways, sem gerði sitt
til að spilla fyrir kaupum SAS á
BC með því að vitna til þjóðar-
hagsmuna, sækist nú eftir hlut í
Air New Zealand, nýsjálenska
ríkisflugfélaginu, sem brátt verður
í höndum einkaaðila og Swissair
hefur keypt 4% hlutabréfa í aust-
urríska flugfélaginu Austrian Air-
lines. Þá hyggja einnig margir
gott til glóðarinnar þegar Lan-
Chile og Mexican Airlines verða
færð einkarekstrinum að hluta eða
öllu leyti.
Ríkisstjómir víða um heim hafa
hug á að koma ríkisflugfélögunum
af höndum sér og virðist litlu skipta
við hvaða hugmyndafræði þær
styðjast. Þær horfast í augu við
að þurfa að endumýja flugflotann
og óar við að leggja gífurlegt fé í
fyrirtæki, sem eru aðeins rétt ofan
við núllið í albestu árum. Á verð-
bréfamarkaðnum eru þau lítils
metin en stóru áætlunarflugfélögin
ásælast þau til að tryggja stöðu
sína á markaðnum.
Um þetta snúást tilraunir SAS
til að kaupa Aerolineas Argentinas
en athugasemdir Domingorena við
kaupverðið geta einna helst orðið
þeim Þrándur í götu. AA fékk First
Boston National Bank til að meta
félagið og var það niðurstaðan að
það legði sig allt á 650 milljónir
dollara en fyrir SAS var það mat
Morgan Guaranty Trust, að verð-
mætið væri 475 milljónir. Embætt-
ismenn Alþjóðabankans mátu það
á 525 milljónir en loksins var sæst
á 510 milljónir dollara.
Domingorena sagði nýlega, að
argentínski þróunarbankinn hefði
átt að annast samningana fyrir
hönd ríkisins en Rodolfo Terragno
ráðherra, sem hefur ríkiseignir á
sinni könnu, svaraði því til, að
Domingorena ætti að segja af sér
væri hann ekki sáttur við samning-
ana. Benti hann einnig á, að í árs-
byijun hefði Domingorena verið
hlynntur kaupunum og talið þau
geta „aukið hagræðingu og stór-
aukið viðskipti beggja félaganna".
Domingorena vekur hins vegar
athygli á því, að þá hafi ekkert
legið fyrir um kaupverðið.
Perónistaflokkurinn vill
ekki selja
Perónistaflokkurinn í Argentínu
er mjög andvígur því að selja ríkis-
flugfélagið, sem Juan Peron stofn-
aði árið 1950, ogólíklegt, að kaup-
in nái fram að ganga á þingi nema
samið verði um ýmsar tilslakanir
við hann í öðrum málum. Þá þykir
stjómin heldur ekki hafa staðið sig
í stykkinu gagnvart Austral, arg-
entínska einkaflugfélaginu, sem
keppir við Aerolineas á innanlands-
markaði, en með tilstyrk Alitalia
og Swissair bauð það í allt að 55%
hlutafjárins í Aerolineas. Því til-
boði var ekki einu sinni svarað.
Stjómin hefur auk þess ekki sýnt
nein merki um, að hún ætli að
] f Hróóleikur og L skemmtun yrirháa semlága!