Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 16
88ej flHaM3T<J38 .8 flUOAOUTMMIfl .GIOAJaUUDflOM Slanrr PENINCA SKÁ PA R E TH MA THIESEN HF S. 91■ 65 10 00 jHffgnnfciiifeft vmsnPMWNNUijr FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 SKJALASKÁPAR Fræðsla „Áhuginn fer stöðugt vaxandi“ - segir Pétur Björn Pétursson hjá Útflutnings- og markaðs- skólanum sem verður með íjolbreytt námskeiðahald í vetur ÚTFLUTNINGS- og markaðsskólinn er að hefja þriðja starfvetur sinn en skólinn var stofnaður i mars 1986 og er rekinn sem deild innan Stjórnunarfélags íslands. Starfsemin fór fremur hægt af stað en Pétur Björn Pétursson, skólastjóri, segir að núna megi finna mjög fyrir aukn- um áhuga. „Ég hef alltaf sagt að þessi skóli þyrfti tima til að siast inn og það er að koma i ljós. I allri umræðunni um markaðsmál og út- flutning eru menn óðum að vakna til meðvitundar um að hér er eitt- hvað á ferð sem unnt er að nýta“, segir Pétur Björn. ÚTFLUTNINGUR — Pétur Bjöm Pétursson, skólastjóri Útflutnings- og markaðsskóla Stjómunarfélagsins, lofar fjölbreyttri starfsemi á komandi vetri. Ýmsar nýjungar e_ru á námsefni og kennslutilhögun Útflutnings- og markaðsskólans í vetur en Pétur Bjöm segir þó að einkennandi fyrir þær allar sé aukin áhersla á mark- aðshlutann. „Skólanum verður nú skipt á þann veg að annars vegar er útflutningshlutinn í einn vetur, eins og verið hefur, en hins vegar emm við að byija á innflutningsnámi líka, og verður það byggt upp á sama hátt og úrflutningsnámið. Menn koma í skólann þrisvar sinnum yfir veturinn, þijá daga í senn — í sept- ember, janúar og apríl. Markaðs- hlutinn er sambærilegur á báðum námskeiðunum en síðan verður hinn hagnýti hluti innflutningsins annars vegar og útflutningsins hins vegar tekinn sérstaklega fyrir. Þetta er haft með þessu sniði vegna þess að það er alveg sama hvort heldur menn era í innflutningi eða útflutningi þá er markaðsþátturinn í grandvallarat- riðum hinn sami: Það þarf að selja vörana, verðleggja hana, kynna og dreifa en í báðum tilfellum er mark- aðsfræðihlutinn tiltölulega sambæri- legur." Innflutningsnám bætist við Útflutnings- og markaðsskólinn hefur allt frá upphafi átt samvinni við norska útflutningsskólann og einnig átt samvinnu við aðra hlið- stæða skóla á hinum Norðurlöndun- um. „Nú höfum við einnig tekið upp samvinnu við stórkaupmannasam- tökin norsku, sem felur í sér að við fáum nú aðgang að bæði námsefni og kennuram við skóla þann sem þessi samtök halda úti,“ segir Pétur Bjöm ennfremur. „Til þessa sam- starfs er stofnað með aðstoð Félags íslenskra stórkaupmanna hér heima en Norðmennimir era búnir að vera með þennan skóla í eitt ár og hann fengið góðar viðtökur. Við munum sníða innflutningsnámið hér eftir norska kerfinu og það er frágengið að kennarar munu koma hingað frá norska skólanum og leiðbeina. Að auki verðum við með okkar eigin kennarar og fyrirlesara og við höfum fengið þá Friðþjóf Johnson og Sigurð Ág. Jensson til að halda utan um þetta fyrir okkur, en báðir era sér- menntaðir í markaðsfræðum erlend- is.“ Pétur Bjöm leggur áherslu á að tilhögun beggja námskeiðanna á sviði utanríkisverslunar sé við það miðuð að þau nýtist fólki sem í fullri vinnu, þar sem þeir missi ekki nema þijá daga úr vinnu í mánuði. Gera megi ráð fyrir að flestir sem nýti sér þessi námskeið séu einmitt í fullri vinnu og þetta fyrirkomulag auðveldi fyrirtækjunum um leið að sjá af starfsmönnunum í stuttan tíma til að afla sér þessarar sérþekkingar á sviði innflutnings- eða útflutnings- mála. „Það má hins vegar segja um bæði þessi námskeið í utanríkisversl- un að þau eiga erindi við alla,“ segir Pétur. „Menn geta til dæmis verið skrifstofustjórar í innflutningsfyrir- tæki án þess að vera neitt inni í markaðsmálum. Þeir geta því grætt á því að sitja þann hluta námskeiðs- ins sem Qallar um markaðsmálin þótt ástæðulaust sé fyrir þá að sitja fyrirlestur um tollskýrslugerð. Nám- skeiðin era alls ekki sniðin fyrir byij- endur eingöngu heldur er ætlast til að allir þeir sem koma nærri utanrík- isverslun finni þama eitthvað, sem hefur hagnýtt gildi fyrir þá í starfí." Áhersla á hagnýtt nám Stjómunarfélagið og Útflutnings- og markaðsskólinn leitast einnig við að þjóna markaðinum með sérhæfð- ari markaðsnámskeiðum. „Við teljum okkar standa fremst allra á því sviði,“ segir Pétur Bjöm, „ því að þótt aðr- ar stofnanir svo sem Verslunarskól- inn, fjölbrautarskólamir, Tækniskól- inn og Háskólinn séu einnig með námskeið af þessu tagi er þar þó fyrst og fremst verið að ijalla um fræðilegu hliðina meðan við leggjum hins vegar mest upp úr sem hagnýt- ustu námi. Auk þess að bjóða upp á þetta grannnám í markaðsfræðum sem áður er nefht, eram við einnig með námskeið í markaðskönnunum og námskeið í umbúðatækni. Þar er fjallað um hvemig innflytjendur NÁMSTEFNA um útflutning hug- búnaðar var haldið um siðustu helgi á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Útflutningsráðs íslands. Þátttakendur voru frá 8 fyrirtækjum og eru uppi hug- myndir um að fyrirtækin hafi samvinnu um útflutning hug- búnaðar. Þessi fyrirtæki eru Hug- ur, Verk- og kerfisfræðistofan, Maximal hugbúnaður, Tölvumiðl- un, Tölvumyndir, Kerfi, Víkur- hugbúnaður og Hugbúnaður. Á námstefnunni var fjallað um stefnumótun í útflutningi og markaðsmál í Bretlandi og Skand- inaviu en í þvi skyni voru fengnir tveir erlendir fyrirlesarar frá Bretlandi og Danmörku. Lína Atladóttir, markaðsráðgjafi hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, sagði 1 samtali við Morgunblaðið að upphaf- ið að málinu hefði verið það að 7 fyrirtæki leituðu til félagsins og Út- flutningsráðs um aðstoð við stefnu- mótun í útflutningi. í framhaldi af ástandskönnun meðal hugbúnaðar- fyrirtækja hefði verið haldið dags- námskeið í lok júní þar sem danskur fyrirlesari Torben Qvist hélt erindi um aðferðir við stefiiumótun og fór yfir nokkur dæmi um fyrirtæki í út- flutningi hugbúnaðar. „Fyrirtækin fengu með sér verk- efni í áætlanagerð sem farið var yfir á námstefni'.nni um helgina. Þau taka þessu mjög alvarlega og vilja nýta þá reynslu sem þau hafa aflað sér hér á landi á öðram mörkuðum. Vegna fyrirsjáanlegs samdráttar á þurfa að gæta þ# t að kaupa inn í réttum umbúðui . vegna þess að umbúðir frá einstökum markaðs- svæðum geta verið mjög mismun- andi. Þannig má t.d. taka neytenda- markaðinn í Bandaríkjunum og V- Þýskalandi sem dæmi. í Banda- ríkjunum miða þarlendir framleið- endur allar umbúðir við 5 manna fjöl- skyldur og umbúðimar þar af leið- andi tiltölulega stórar einingar. í Þýskalandi aftur á móti era um 70% af öllum heimilum með 2 fjölskyldu- meðlimi eða færri og umbúðimar meira og minna við slíka fjölskyldu- stærð miðaðar. Það er því að ýmsu að hyggja í þessu efni." Pétur Bjöm nefnir einnig ýmiss sémámskeið, svo sem eitt á sviði innflutningskjalagerðar og aAnnað nýtt námskeið umútgáfa kynningar- efnis. „ Þar er reynt að leita svara við því hvað menn eigi að gera þeg- ar verið er að setja nýja vöra á markaðinn og menn standa frammi fyrir því að þurfa að láta útbúa kynn- ingarefni í tengslum við hana. Eiga þeir að fela auglýsingastofu allt verk- efnið eða eiga menn að reyna að gera þetta sjálfir að einhveiju leyti og þá hvaða hluta? Og hvemig á kynningarefnið að vera? Á t.d. alltaf að vera sól á íslandi í kynningarbækl- ingum? Eiga menn að útbúa límmiða, vera með dreifibréf eða láta útbúa stóra og fína bæklinga. Námskeið þetta er að mínu mati ákaflega tíma- bært en um leið mjög skemmtilegt og gott dæmi um hvemig við era innanlandsmarkaði þurfa fyrirtæki í þessarri grein að huga að verkefnum á öðrum vettvangi. Á námstefnunni fengu þau mjög hagnýtar upplýsing- ar og ætla erlendu ráðgjafamir að kanna ýmis atriði fyrir fyrirtækin og safna upplýsingum. Þannig hafa myndast persónuleg tengsl sem geta nýst vel í framtíðinni." Að sögn Línu varð niðurstaðan sú að ákveðið var að kanna nokkra val- að reyna að halda okkur við hina hagnýtu hlið mál, sem sagt að freista þess að kenna mönnum öguð vinnu- brögð og bjóða þeim upp á valkosti." Námsstefna um Spán að ári Auk þess vekur Pétur Bjöm at- hygli á námskeiði Tómasar Möller, verkfræðings, um lager- og flutnin- gatækni, sem jafnan séu mikið sótt, og einnig á dagsnámskeiðum bæði í markaðsfræðum og sölutækni sem ætlunin er að halda á ýmsum stöðum úti á landi í vetur. Hið fyrsta verður á Akureyri I lok spetember og þar munu þeir Friðþjófur Johnsson og Siguður Ág. Jensson fara í grandvall- aratriði markaðsfræðinnar, jafn- framt því að benda þátttakendum á leiðir til að afla aukinnar menntunar og þekkingar á þessu sviði. Loks er það kannski rúsínan í . pylsuendanum. „Viðskiptalífið hér á Norðurlöndum hefur verið að vakna upp við þá staðreynd að Spánn er orðinn einhver mest spennandi mark- aður Evrópu eftir inngöngu landsins í Evrópubandalagið. Reyndar má segja að Evrópulöndin almennt hafi kosti hjá Fll og Útflutningsráði. Kæmi til greina að stofna útflutn- ingshóp og ráða til þess sérstakan markaðsstjóra eða stofna hlutafélag um útflutning. Þá væri inn í mynd- inni samvinna við erlenda aðila eða jafnvel að fyrirtækin hefðu með sér samvinnu um verkefni í öðram lönd- um. FÍI hefði sótt um styrk til Iðnl- ánasjóðs vegna verkefnisins til að verið að uppgötva Spán. Það hefur því orðið að' ráði að efna til náms- stefnu í Barcelona á vegum norrænu útflutningsskólana haustið 1989. Þama gefst fulltrúum norræns við- skiptalífs tækifæri að kynnast spænsku efnahagslífi, komast í sam- band við verslunarfulltrúa og skipu- lagðar verða fyrirtækjaheimsóknir. Vegna þessa ætlar Stjómunarfélagið að vera með eins dags kynningu á Spáni sem markaði nú í nóvember nk. og þeir sem ætla að sækja þess námsstefnu 1989 hefðu því veralegt gagn af því að koma sækja kynning- una, svo og reyndar allir sem hafa áhuga á spænskum málefnum. Jafn- framt er ætlunin að tengja þessa námsstefnu og spænskunámið sem kostur gefst á hjá Mími, því að vænt- anlegir Spánarfara á námsstefnuna á næsta ári munu auðvitað standa miklu betur að vigi ef þeir hafa ein- hveija undirstöðu í spænsku, og þeir hinir sömu munu jafnframt fá vera- legan afslátt af Spánarkynningunni nú í nóvember. Aðalatriðið er að menn taki ákvörðun fljótt og vel um að þeir ætli til Spánar næsta haust," segir Pétur Bjöm Pétursson. standa straum af kostnaði. „Fyrirtækin í verkefninu búa yfir góðri þekkingu og eru komin lengra á veg en sambærileg fyrirtæki í Danmörku. í öllum löndum er ör vöxtur í stöðluðum hugbúnaðar- lausnum en samdráttur í verkefnum. íslensku fyrirtækin þurfa því að leggja áherslu á staðla til að geta flutt út, sagði Llna Atladóttir. Hugbúnaður Hugbúnaðarfyrirtæki stefna í útflutning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.