Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 2
2 « MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPri AIVINNULÍF 1UMMTUDSGUR 8. SEPTEMBER 1988 Samgöngur Eimskipafélagið hefur farþegaflutninga að nýju Með tilkomu nýrra ekjuskipa EIMSKIPAFÉLAG íslands mun í nóvember taka í rekstur tvö ekjuskip, sem félagið festi kaup á fyrr á þessu ári. Skipununum verða gefin nöfnin Brúarfoss og Laxfoss. Nýtt siglingakerfi tekur þá gildi og í tengslum við þær breytingar mun Eimskip skila skipunum Tinto og Dorado úr leigu og unnið er að sölu á ekju- skipunum Álafossi og Eyrarfossi. Verða þetta stærstu skipin í eigu félagsins, en hvort um sig er rúm- lega 10 þúsund lestir, og geta þau flutt rúmlega 700 gámaeiningar hvort. Til samanburðar má geta þess, að stærstu skip félagsins í dag geta flutt liðlega 400 gámaeining- ar. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á þessum tveimur skipum, sem miða að því að gera þau sem fjölhæfust til flutninga á bílum og gámum. Helstu breytingar verða þær að Brúarfoss og Laxfoss verða í viku- legum siglingum til meginlands Evrópu og Bretlands. Bakkafoss og leiguskipið Alcyone, sem til þessa hafa verið í Ameríkusiglingum verða í vikulegum siglingum til SIGLINGAR — Teikning af nýju skipum Eimskipafélagsins. Norðurlanda og Bretlands, með við- komu í Vestmannaeyjum. Skógar- foss og Reykjafoss verða í Ameríku- siglingum, en voru áður í siglingum til Norðurlanda. Dettifoss og Urr- iðafoss verða í föstum áætlunar- ferðum til Eystrasaltslanda með viðkomu á Reyðarfirði og í Færeyj- um. Mánafoss og Ljósafoss verða áfram í strandsiglingum. Þessi nýju skip munu auka af- kastagetuna í meginlands- og Norð- urlandasiglingum og Ameríkusigl- ingum fjölgar, sem eykur mögu- leika á viðskiptatengslum þar. Einnig verða reglubundnar hálfs- mánaðarlega siglingar til Eystra- saltslanda, en til þessa hafa einung- is verið ferðir mánaðarlega til þess- ara landa. í Brúarfossi og Laxfossi verða innréttaðir sex tveggja manna kle- far og tilheyrandi aðstaða til flutn- inga á 12 farþegum. í skipunum verða matsalur, setustofa, lítil sund- laug og gufublað fyrir farþega. Skipstjóri á Brúarfossi verður Erlendur Jónsson og yfirvélstjóri Gísli Hafliðason. Skipstjóri á Lax- fossi verður Bemódus Kristjánsson og yfírvélstjóri Hreinn Eyjólfsson. Fyrirtæki Verslun Gráfeldar lögð niður mmm SCHAFER v-þýsk gæðavara G.Á. Pétursson hf. Umboös- og heildverslun Smiöjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Simi 77066 GRÁFELDUR hf. hefur ákveðið að hætta rekstri smásöluverslun- ar við Borgartún og eingöngu sinna heildsölu á þeim vörum sem fyrirtækið hefur umboð fyr- ir. Fyrirtækið hefur um árabil rekið verslun með húsgögn og gjafavöru og flutti starfsemi sína úr miðbænum inn í Borgartún á siðastliðnu ári. „Það er sama að gerast hjá mér eins og öðrum. Samkeppnin er gífurlega mikil og fjármagnskostn- aður svo og annar kostnaður hefur hækkað mikið," sagði Agnar Svan- bjömsson, framkvæmdastjóri Grá- felds í samtali við Morgunblaðið. „Við munum halda áfram að starf- rækja ákveðin umboð, t.d. fyrir Lundia en ekkert hefur verið ákveð- ið hvar fyrirtækið verður eða hvetj- ir koma til með að selja vömmar í smásölu. Verslunin hér í Borgart- úni í því formi sem hún er nú rek- in, hættir og þess vegna emm við með rýmingarsölu þar sem allt verð- ur selt — bæði gjafavara og hús- gögn.“ Agnar sagði að miklu fleiri fyrir- tæki væm á húsgagnamarkaðnum en fyrir nokkmm ámm. Sala á skja- lageymslum sem aðallega færi fram gegnum tilboð hefði gengið ágæt- lega en ekki húsgagnaverslunin. 3 jH ||ji ' ■■ ■: Í|$|? ['Ia- Xl' l >'Y- Ifði Bði |ii- ii ii iii Morgunblað/RAX BJARNARBORG — Erfíðlega hefur gengið að selja íbúðim- ar í Bjamarborg og því nýjar hugmyndir að vakna um það hvemig nota eigi íbúðimarj Stofnun hlutafélags um Bjarnarborg — til athugunar hjá Dögun sf. FYRIRTÆKIÐ Dögun sf.,sem stendur að endurbyggingu Bjarnarborgar, hefur uppi hug- myndir um að stofna sérstakt hlutafélag um rekstur hússins með aðild fleiri aðila en erf iðleik- ar hafa verið með sölu á hús- næðinu um all langt skeið. Dögun sf. á um 960 fermetra af húsinu en um 300 fermetrar voru sem kunnugt er seldir í vor til veit- ingahússins Alex. „Ef það er sjáanlegt að dæmið gangi upp og hlutabréf skiluðu arði held ég að margir væm til í taka þátt í rekstri hlutafélags um Bjam- arborg. Hlutafélagið gæti farið í frekari rekstur fasteigna sem væri hægt að gera með litlu fjármagni og án áhættu," sagði Hjörtur Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Dög- unar sf. í samtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið stæði aðeins í þeim rekstri að kaupa hús með áhvílandi skuldum og gæti á löngum tíma eignast digran sjóð. Innheimta hú- saleigutekna væri í höndum banka og viðhald með svipuðum hætti. Rekstur fasteigna hefur um allan heim verið talinn traustur rekstur." Hjörtur sagði að mikil vinna væri í gangi við húsið og ynnu nú 9 smiðir við að klæða það að inn- an. Gert væri ráð fyrir að húsið yrði tilbúið um áramót en í því yrði auk skrifstofu- og verslunarhús- næðis, íbúðir þar sem aðstaða í risi gæti auk þess fylgt með t.d. undir teiknistofur. Sjávarútvegur Ferskfiskútflutningur 1200 tonnum minni — fyrstu 7 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra ÚTFLUTNINGUR á f erskum fiski var n'imnm 1200 tonnum minni fyrstu 7 mánuði ársins miðað við sama tíma i fyrra. Alls voru flutt út rúmlega 55 þúsund tonn að verðmæti rúmar 3410 mil\jónir. Samdrátturinn i magni er um 3% en verðmætaaukning i islenskum krónum um 10%. Verð i Bretlandi FJARMALAWONUSTA FJÁRMÖGNUNARLEIGA 689050 SUÐURLANDSBRAUT 22 108 REYKJAVÍK Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. i— Getur staðið á / Máimst I iuui borði eða hangið / Hötiur(iostk) ^,rr'ál(2000stk.kr kr. uppa vegg. En það besta er Ekkert uppvask. 25% söluskattur Samtals Duni UMBQÐIO FAINIIMIR HF Bíldshöföa 14 s: 67 2511 og Þýskalandi hefur þó heldur lækkað i erlendri mynt að þvi er fram kemur i Fiskifréttum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍU var meðalverð á öllum fiski sem flutt- ur var út fyrstu sjö mánuði ársins 61,96 krónur fyrir hvert kíló en það er um 13% hækkun frá sama tíma í fyrra. Gengi krónunnar hefur verið fellt tvivegis á þessu tímabili þannig að sterlingspund hefur hækkað um tæp 18% og þýskt mark um 10,5% frá áramótum. Hæst meðalverð hefur fengist fyrir ýsu, 74,41 kr/kg og hafa allar tegundir hækkað í íslensk- um krónum nema ufsi sem lækkaði um tæpar 6 krónur hvert kíló og þá hefur verð grálúðu staðið í stað. Tæplega 15 þúsund tonn af fersk- um fiski voru flutt út til Þýskalands sem er um 24% minna magn en á sama tíma í fyrra. Verðmæti útflutn- ingsins nam tæpum 797 milljónum króna eða um 19% lægri upphæð í krónum talið en í fyrra en 25% minna talið í þýskum mörkum. Meðalverð á kfló í þýskum mörkum lækkaði úr 2,32 mörkum í 2,31 mörk. Meðalverð á karfa hækkaði þó úr 2,34 mörkum í 2,46 mörk en meðalverð á ufsa lækkaði úr 2,39 í 2,01 mörk. Til Bretlands voru flutt tæp 40 þúsund tonn að verðmæti tæplega 2,6 milljarðar króna og var meðal- verð á kíló 65,29 krónur sem er 6% hærra verð en á sama tfma í fyrra. Verðmæti útflutnings jókst um 7% en meðalverð fyrir hvert kfló lækk- aði í pundum talið um 2%. Loks seg- ir í Fiskifréttum að allar fisktegund- ir hafi hækkað í verði í Bretlandi ef miðað er við verð í íslenskum krónum og útflutningur aukist á öllum teg- undum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.