Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFTLXIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 B 5 HANDHÆG — Ljósritun- arvélin fer vel í hendi og ekki tekur langan tíma að ná tækninni við að ljósrita, eins og sést hér á myndinni. Vélin er 10 sm á hæð, 14,3 á lengd og liðlega 5 sm á breidd. Þyngd vélarinnar er rétt innan við hálft kíló. Hún nýtist því vel þeim sem þurfa að ljósrita eitthvað smávegis á ferðalögum, en samfelldur ljósritunartími vél- arinnar er 20 mínútur. Á markaðinum Ný handljósritunarvél VERIÐ er að setja á markað hér á landi litla handhæga ljósritunar- vél frá japanska rafeindarisanum Mathushita Electric. Vél þessi nefnist Panasonic Electronic Handy Copy, er mjög fyrirferð- alítil og er einkum talin henta kaupsýslumönnum á ferðalögum, þar sem vélin kemst auðveldlega fyrir í handtösku en einnig fjöl- miðlafólki, fræðimönnum og jafn- vel námsmönnum. Sem sagt öllum sem geta þurft að taka afrit af einhveijum fróðleiksmolum eða minnisatriðum nánast fyrirvara- laust. Handljósritunarvélin frá Pana- sonic er ekki stærri en svo að hún fer vel í hendi. Pappírinn í vélina er á rúllum, svipað því og þekkist frá reiknivél- um, en renningurinn er tæplega 7 sm. breiður og 10 metra langur. Samfelldur ljósritunartími er sagður 20 mínútur, miðað við að verið sé að ljósrita af dagblaðapappír við stofuhita. Vélin er með hleðsluraf- hlöðum og fylgir henni því hleðslu- tæki. Samkvæmt lýsingum framleið- anda tekur um 8 klst að fullhlaða vélina. Panasonic Electronic Handy Copy er mjög einföld í notkun. Takkar og stillingar eru lágmarki eða fjórir alls, þ.e. takki sem setur vélina í gang, annar sem opnar hólf til að draga út pappírinn, hinn þriðji til að stilla skerpuna og loks stór takki á hlið sem setur vélina af stað til að ljós- rita. Eilítinn tíma tekur að ná leikni við að ljósrita á þennan hátt með handaflinu. Vélinni er haldið upp á endann og sett yfir það sem á að ljósrita. Haldið er í renningsendann en síðan ýtt á takka þann sem hefur ljósritunina. Síðan er farið af stað áleiðis eftir fletinum sem á að ljós- rita og er mælt með að farinn sé um einn sentimetri á sekúndu. Mikið ríður á að hreyfingin sé jöfti og stöð- ug, því að annars skekkjast stafímir sem verið er að lósrita. Vafasamt er því að ljósritunin heppnist í fyrsta sinn en eftir 2-3 tilraunir ættu menn að vera búnir að ná laginu. Það er fyrirtækið Rafborg sf. sem er með heildsöludreifíngu á Pana- sonic handljósritunarvélinni en gert er ráð fýrir að tækið kosti hér út úr búð í kringum 15 þúsund krónur. Fólk í atvinnulífinu Ráðinn útibússtjórí Út- vegsbankans íKeflavík fN EIRÍKUR Alex- andersson hef- ur verið ráðinn útibússtjóri Út- vegsbanka ís- lands í Keflavík. Akvörðun þessi var tekin á fundi bankar- áðs bankans 1. september sl. en ekki er ákveðið hve- nær Eirikur hefur störf hjá bankanum. Eiríkur Alexandersson er rótgró- inn Suðumesjamaður, fæddur í Grindavík 13. júní 1936. Hann var kaupmaður i Grindavík um 11 ára skeið, áður en hann tók við em- l Eiríkur bætti sveitarstjóra í Grindavík 1971, en þvi starfi gegndi hann þar til hann varð bæjarstjóri Grindavík- ur 1974. 1983 réðist hann sem framkvæmdastjóri til Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum og hefur starfað þar siðan. Eiríkur er ekki heldur með öllu ókunnur bankastarfsemi, þvi hann starfaði í tvö ár hjá svokölluðu Suðumesjaútibúi Landsbanka ís- lands í Grindavík og jafnframt hef- ur hann setið i stjóm Sparisjóðs Keflavíkur frá árinu 1986. Þá var hann fyrsti formaður Lionsklúbbs Grindavíkur og hefur starfað mikið í Lionshreyfíngunni. Eiríkur Alexandersson er kvænt- ur Hildi Guðrúnu Júlíusdóttur og eiga þau tvo syni. Fræðsla Námskeið í hugbúnaðargerð Á vegum Endurmenntunarnefndar Háskóla íslands, i samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda og Skýrslutæknifélag íslands verður i vet- ur boðið upp á röð námskeiða fyrir þá sem starfa við hugbúnaðar- gerð. Markmið þessarar samvinnu er að efla islenskan hugbúnaðariðn- að. Á námskeiðunum verða kynntar nýjungar í tölvunafræðum, nýjar aðferðir við þróun og framleiðslu hugbúnaðarkerfa og kennd verður verkefnastjómun við hugbúnaðar- gerð. Námskeiðin hafa skipulagt þeir Oddur Benediktsson, Páll Jensson og Helgi Þórsson frá Háskóla ís- lands, Bjami Júlfusson og Björgvin Schram fiá hugbúnaðariðnum og Bergur Jónsson frá Verslunarbanka íslands. Morgunblaðið hafði samband við Odd Benediktsson prófessor í tölvun- arfræði við Háskóla íslands og innti hann eftir þessum námskeiðum. „Hver er ástæðan fyrir þvf að þessir aðilar taka sig saman um þetta verkefni nú?“ „í skýrslu Rannsóknarráðs ríkisins frá árinu 1986 um tölvu- ogupplýsin- gatækni á íslandi var sérstök áhersla lögð á það að styrkja þyrfti sfmennt- un á þessu sviði, m.a. í hugbúnaðar- verkfræði og annarri aðferðafræði við framleiðslu hugbúnaðar. Með þessu átaki eram við að stíga fyrsta skrefíð og teljum það reyndar löngu tímabært." „Hafa margar nýjungar- komið fram á þessu sviði á sl. áram?“ „Já, það hefur t.d. orðið veraleg áherslubreyting hvað þau „hug- búnaðarverkfæri" varðar, sem notuð era við framleiðsluna og talsverðar nýjungar era á þvf sviði. Erlendis era lagðar gífurlegar flárhæðir t.d. í Efnahagsbandalaginu að bæta og samræma aðferðir f þessum iðnaði. Hér á Islandi fara nú þegar allt að eitt þúsund ársverk í hugbúnaðar- gerð og því augljóst að miklu skiptir að vel sé að verki staðið." í október verða haldin námskeiðin Hlutbundin forritun og Unix kynn- ing. í nóvember Þátttaka notenda {kerfisgerð, Verkefnastjórnun við hugbúnaðargerð og Tölvusam- skipti. Áætluð era fímm námskeið eftir áramót. Allar upplýsingar um námskeiðin má fá á skrifstofu endurmenntunar- stjóra Háskóla íslands, en skráning þátttakenda er á aðalskrifstofu Há- skólans, f slma 694306. GENGI VIKURNAR BREYTINGAR Á GENGI GREIDDUR ARÐUR Reikn. ár Rekstrar- tekjur Rekstrar- hagnaður Nettó hagnaður V/H margf. HPH 36-37 Frá 31.12. 1987 Relkn.ár Fyrra ár Staðgreiðsla Innra virði KAUP SALA sfðustu skrán. 12mán. af nv. af e.f. af nf. af e.f. Fjöldi hluthafa Eimskip 87 4.419,00 321,00 272,00 6,25 50,37 3,44 3,00 3,15 9,00% 69,35% 126,62% 10,00 1,45 10,00 1,37 13000 Flugleiðir 87 7.733,00 (194,00) 14,5 81,79 3,07 2,51 2,40 2,51 3,72% 47,65% 92,09% 10,00 2,66 10,00 1,31 3717 Hampiðjan 87 632,2 40,2 25,6 8,11 15,17 1,90 1,17 1,23 6,03% 11,41% 30,30% 10,00 4,21 10,00 3,59 152 Iðnaðarbankinn 87 2.241,00 n.m. 106,8 7,18 22,69 1,47 1,54 1,63 0,00% 30,93% 40,93% 9,50 5,19 8,00 3,53 1935 Verslunarbankinn 87 1.530,00 n.m. 40,6 10,44 12,65 1,32 1,28 1,32 1,54% 22,60% 30,39% 10,00 6,08 7,00 4,05 1000 Umboðssala* Almennar T ryggingar 87 307,4 n.m. (15,5 ) neg. -27,58 1,08 1.1 1,16 0,00% -10,77% 0,00% 0,00 0,00 10,00 7,10 250 Alþýðubankinn hf. 87 814,1 n.m. 43,00 3,63 27,52 1,21 0,90 1 0,00% 22,02% 22,02% 5,00 3,39 0,00 0,00 850 fsl. Útvarpsfélagið 87 85,8 1,23 2,2 18,32 10,81 1,44 1,89 1,98 0,00% n.m. n.m. 10,00 5,51 10,00 6,51 164 Olfufélagið hf. 87 3.908,8 84,08 53,3 17,16 16,90 5,04 2,76 2,9 0,00% -50,29% -42,00% 10,00 1,65 10,00 1,59 203 Samvinnubankinn hf. 87 1.595,2 n.m. 48,3 7,11 14,07 1,33 0,90 1 0,00% 13,64% 25,00% 5,00 3,01 0,00 0,00 1509 Skagstrendingur hf. 87 389,1 37,97 39,1 2,68 62,70 4,85 1,59 1,68 0,00% 24,44% 26,45% 10,00 1,47 10,00 1,24 240 Tollvörugeymslan 87 80,9 5,43 7,6 11,60 8,62 1,20 0,95 1 0,00% 20,19% 25,00% 10,00 6,68 10,00 5,93 592 Útgerðarfél. Akur Tilboð** 87 922,00 158,43 131,5 3,16 39,91 1,45 1.1® 1,26 0,00% 8,62% 15,24% 5,00 2,30 5,00 2,33 775 T ry ggingamiðstöðin 87 406,40 n.m. 28,8 3,38 26,67 1,29 1,32 1,35 0,00% 1,25% 1,25% 10,00 5,17 10,00 6,51 88 islenskur Markaður + 86-87 138,2 6,89 1.4 131,91 6,82 . 7,79 8,80 9 0,00% 0,00% 0,00% 26,65 3,42 29,05 3,70 * Hlutabréf tekin f umboðssölu. Uppgefið gengi er sfðasta sölugengi. Engar hlndranir með viðskipti bréfanna skv. samþykktum féiaganna. ** Siðasta skráða sölugengi hlutabréfa sem seld eru skv. tilboðsgerð. Takmörk eru sett með viðskipti bréfanna skv. samþykktum félaganna. *** Innra vlrði = Heildareigið fé pr 1 kr. I hlutafé sbr. ársreikning. Ekkl er teklð tillrt til framtíðartekna. V/H: er núverandi virði hlutabréfanna skv. sölutiiboði hlutabréfanna deilt með nettó hagnaði ársins. HPH: er hagnaður ársins á hverjar 100 kr i nafnverði eftir jöfnun. + Tilboð óskast i þessi hlutabréf. HBBwwwnWiaalAl FJARFESTINGARFELAGIÐ VERBBRÉFAMARKAÐUR Hafnarstræti 7 101 Reykjavik S (91) 28566, Kringlunni 103 Reykjavik 8(91)689700 Ráðhústorgi 3 600 Akureyri 8 (96) 25000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.