Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
B 3
Starfsmannafélag Reykj avíkurborgar:
Varað við launa-
skerðingu
A FUNDI stjórnar og fulltrúa-
ráðs Starfsmannaf élags
Reykjavikurborgar var sam-
þykkt ályktun, þar sem tekið er
undir samþykkt stjórnar og
formannafundar BSRB en þar
er varað við hverskonar skerð-
ingu á launum opinberra starfs-
manna.
í ályktuninn segir enn fremur
að: „Borgarstarfsmenn gerðu í árs-
byijun 1987 hófsamlega kjara-
Utvegsmannafé-
lag Suðurnesja:
samninga við viðsemjanda sinn,
Reykjavíkurborg, sem ætlað var að
stæði í nærri tvö ár, og má fullyrða
að báðir aðilar treystu þvi, að
starfsmenn borgarinnar yrðu ekki
rændir þeim kjarabótum, sem um
var samið.
Þá má líka öllum vera ljóst, að
sá kjarasamningur hefði ekki verið
Reykjavíkurborg ofviða og borgar-
starfsmenn hafa ekkert aðhafst,
fremur en annað taxtavinnufólk,
sem réttlætir síendurteknar árásir
ríkisvaldsins á launakjör þess, og
mun beita öllum ráðum til að stöðva
frekara kjararán."
Austurlensk teppi - persnesk teppi
stórkostleg teppasýning
á frábærum ogfallegum handhnýttum ekta teppum
laugardagy sunnudag og mánudag kl. 11-19
að
Abbies Galleries,
Sigtáni 38.
Laren
Intemational.
Holland
Qgl
"lúsgögn
Ármúla44.
Hugmyndum
um kvótaskatt
mótmælt
/
/
(
Á FUNDI í stjórn Útvegsmanna-
félags Suðurnesja þann 9. sept.
sl. var til umræðu hugmynd fjár-
málaráðherra um að leggja á
sjávarútveginn nýjan skatt, kr.
1,00 á hvert veitt kg af bolfiski.
Einnig var til umræðu umfjöllun
ríkissjónvaipsins um sölu veiðileyfa.
Stjórn ÚFS mótmælir harðlega
ölium hugmyndum um aukna skatt-
lagningu á sjávarútveginn, sama í
Hvaða formi það er. Stjóm ÚFS
fínnst það skjóta nokkuð skökku
við að ætla sér að leggja nýjar álög-
ur á þrautpíndan sjávarútveginn á
sama tíma og ríkisstjóm landsins
riðar til falls við að reyna að bjarga
atvinnugreininni frá gjaldþroti.
Varðandi umfjöllun ríkissjón-
varpsins er rétt að spyija: Er þá
ekki jafn rökrétt að starfsmenn
sjónvarpsins kaupi sig inn í störfín
hjá stofnuninni?
Stjóm ÚFS vill árétta þá skoðun
sína að fískimiðin í kringum landið
em eign útgerðarmanna og sjó-
manna, þeir einir hafa um aldir
sótt á þessi mið og skapað sér hefð
tii nýtingar þeirra.
» (Fréttatilkynning)
Pennavinir
Þrettán ára sænsk stúlka með
áhuga á ísknattleik, mótorhjólum,
fímleikum og er dýravinur:
Carolin Olsson,
Granbacken 14,
141 31 Huddinge,
Stockholm,
Sverige.
Einhleypur bandarískur karlmað-
ur, 35 ára kennari og tónlistarmað-
ur, vill skrifast á við 21-35 ára
konur:
Mark N. Lisowski,
6915 W. 64th Pl., Apt. 8,
Chicago,
Illinois 60638,
U.S.A.
Átján ára bandarísk stúlka með
áhuga útivist, kvikmyndum, ljós-
myndun o.fl. Vill skrifast á við
stúlkur á sama reki:
Ann Rogers,
P.O.Box 13373,
Tampa,
Flórída 33681-3373,
U.S.A.
Frá Japan skrifar 23 ára stúlka
með áhuga á tónlist, ferðalögum,
bréfaskriftum o.fl.:
Keiko Ayani,
3-36 Kozakai-cho 1-chome,
Yao-city,
Osaka 581,
Japan.
ARANGUR
Við höfum aldrei fyrr innleyst jafnmörg
spariskírteini. Okkur er því ánægja að segja frá
að VIB hefur ákveðið að
LÁTA NÚ ALLA KAUPENDUR
spariskírteina ríkissjóðs njóta góðs af
septembertilboði okkar!!!
NÝ SPARISKÍRTEINI TIL
SÖLU HJÁVIB:
Bréf til þriggja ára með 8%
vöxtum, fimm ára með 7,5%
vöxtum og til átta ára með 7%
vöxtum. Spariskírteini ríkissjóðs
eru fullverðtryggð með föstum
vöxtum.Þaueru öruggustuverð-
bréfm á innlendum markaði og
þú getur selt þau án affalla gegn
0,5% þóknun hvenær sem er.
VIB: Ný þjónustumiðstöð
fyrir eigendur og kaupendur
spariskírteina:
VIB veitir alhliða þjónustu við
hvers kyns viðskipti með
verðbréf og hefur sérhæft sig í
viðskiptum með spariskírteini.
VIB er dótturfyrirtæki Iðnaðar-
bankans - þess banka á Islandi
sem er þekktastur íyrir að brydda
upp á nýjungum í þjónustu við
viðskiptavini sína.
En VIB hefur miklu fleira
fram að færa!
VIB býður upp á miklu fleiri kosti
en spariskírteini ríkissjóðs, heila
flóru af öruggum sparnaðar-
formum til að fjármunir þínir
njóti sem hagstæðastra raun-
vaxta. Einu gildir hvort þú vilt
spara stórar eða smáar fjárhæðir,
þú færð um það áreiðanlegar og
faglegar upplýsingar í VIB -
miðstöð verðbréfaviðskipta í
Reykjavík. Þjónustumiðstöð sem
þú getur treyst.
ÞETTA ER TILBOÐ OKKAR:
Það gildir út september.
En aðeins september.
Allir kaupendur
spariskírteina ríkissjóðs
hjá þjónustiuniðstöð VIB
njóta eftirfarandi:
1.
Sérstakur verðbréfareikning-
ur opnaður þér að kostnaðar-
lausu. Þjónusta án endur-
gjalds á þessu ári.
2.
Átta síðna mánaðarfréttir með
upplýsingum um verðbréf,
spariskírteini, hlutabréf,
hfeyrismál og efnahagsmál.
3.
Sérstakur ráðgjafi sem veitir
þér pérsónulega þjónustu.
© VELKOMININÝJU ©
ÞJÓNUSTUMIÐSTÓÐINA
FYRIR EIGENDUR OG
KAUPENDUR
SPARISKÍRTEINA
© í REYKJAVÍK ©
VIB
VERÐ BRÉFAÞJ ÓNU STA VIB:
Sjóðsbréf VIB.
Sjóðsbréf 1 eruvaxtarbréf (vöxt-
um ogverðbótum erjafnharðan
bætt við höfuðstólinn). Sjóðs-
bréf 2 eru tekjubréf (vextir um-
fram lánskjaravísitölu eru greidd-
ir út). Sjóðsbréf 3 eru örugg
skammtímaávöxtun (einföld,
fljótleg og endurgjaldslaus
innlausn).
Söfnunarreikningur VIB.
Ný þjónusta fyrir þá sem eru að
safna fyrir íbúð, bíl, ferðalagi
eða til að eiga varasjóð ef eitt-
hvað óvænt ber að höndum.
Eftirlaunareikningur VIB.
Sívinsæll verðbréfareikningur
sem byggist á reglulegum
sparnaði. Sérstök ráðgjöf vegna
langtímasparnaðar fylgir svo í
kaupbæti.
Verðbréfareikniiígur VIB.
Alhliða reikningur sem VIB
býður einstaklingum, fyrirtækj-
um og sjóðum. Reikningur sem
við sníðum eftir þínum þörfum,
hvortsem þú viltfjárfesta ískulda-
bréfum, hlutabréfum, skulda-
bréfum verðbréfasjóða eða
spariskírteinum ríkissjóðs.
Annan hvern mánuð færðu sent
yfirlit um stöðu reikningsins.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF.
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30