Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 fclk f fréttum Það sem af er árinu eyddi hann miklum tíma í póló. í milli á þessum sjö árum hefur það ekki fært þau saman. Það hefur þó vakið forvitni manna að það sem af er september hafa þau eytt tímanum í það sem menn kalla ró og næði, í Balmoral kastala. Sagt er að skilnaður- sé ekki í aðsigi, en þau muni lifa aðskildu lffí áfram. BRETLAND Týndi prinsinn Ferguson mágkona hans sem gerði heiðarlega tilraun við einn kvöld- verðinn og á sinn snaggaralega hátt kallaði hún yfír borðið til Karls: „Hei, þú Eymastór, réttu brauðið og vertu fljótur að því“. Díana tók undir glensið og svo gerði Edward bróðir hans einnig. Sagt er að Karli.hafi ekki stokkið bros á vör, og það geri hann reyndar sjaldnast þegar kona hans er við- stödd. Sagt er að hann tali oft opin- berlega um þörf á alls kyns upp- byggingu í kjama Lundúnaborgar og um velgerðarstofnanir hverskon- ar. Vegna stöðu sinnar getur hann hinsvegar ekki sinnt ýmsum hugð- arefnum sínum nema sem opinber aðili, án virkrar þátttöku. Sú stað- reynd að hann taki við krúnunni, og hafí þá, eins og sagt er, enn minni möguleika á að bæta það sem honum fínnst miður f þjóðfélaginu, er sögð valda honum miklu hugar- angri. Skörpum mönnum hefur talist svo til að 83 dögum hafí hann eytt í fjarveru frá fjölskyldunni það sem af er árinu og hafí tekið sér fri í hverjum mánuði. Hann kom ekki heim þegar bróðurdóttir hans fædd- ist í ágúst, og er sagt að það hafí valdið Díönu miklum vonbrigðum. Það er vitað að í maímánuði gekkst yngri sonur hans undir uppskurð, og var Karl þá í frí að spila póló og lét ekki sjá sig. í júnímánuði valdi hann að spila póló frekar en að vera heima við á afmælisdegi sonar síns, William. Vitað er að hjónin sjást ekki sam- an opinberlega nema í eitt skipti af hveijum tíu. Sagt er að kona hans, Díana, sé óánægð með það hve litla'tilraun Karl geri til þess að bjarga hjónabandinu. Eftir áreið- anlegum heimildum er haft að hún reyni af mikilli alvöru og eftir ráð- leggingum valinna aðila að fínna sér áhugamál sem Karl geti fellt sig við. Hitt er alvitað að sjálf vill hún helst eyða tíma í að hlusta á tónlist með Michael Jackson og Dire Straits, og gengur hún oft með heymartækin á sér innan hall- arveggja. Hvað svo sem hefur gerst þeirra Karl bretaprins stendur á tíma- mótum, hann verður fertugur í nóvember næstkomandi. Vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu er hann umtalaður maður, kannski sá mað- ■ur innan konungsfjölskyldunnar sem hvað mesta athygli vekur. En hvem mann hefur Karl prins að geyma og í hvað eyðir hann tíma sínum? Menn segja hann mikinn hug- sjónamann sem eigi í stöðugu stríði við sjálfan sig til þess að hann geti uppfyllt þær skyldur sem honum ber. Hann hafí ákveðnar skoðanir á hlutunum, er gjaman á móti ríkjandi viðhorfum í fjölskyldunni, ogtgeri aðstaða hans honum erfítt fyrir að láta þær í ljós. Það er og sagt að hann hafí áhyggjur af framtíð Bretlands, hafí enga trú á stjómmálamönnum landsins, og ef- ist um gildi konungsveldis. Sögur af einkalífi hans hafa gengið Qöllunum hærra, hjónaband hans er sagt löngu farið í hundana, hann hafí lítil samskipti við unga syni sína og það helsta sem maður- inn virðist eyða tímanum í em físk- veiðar og póló. Meðal annars hefur þap vakið umtal, og reiði Díönu að sagt er, að hann hafí dvalið á ís- landi í sumar sem leið með fyrmm ástkonu, lafði Dale Tryon og eigin- manni hennar. Almennt er sagt að Karl sé sam- úðarfullur og alvömgefínn maður sem taki gríni ilia, en fjölskyldan geri þó allt til þess að fá hann til þess að taka lífínu létt. Á Ascot veðreiðunum í' ár var það Sara Það er sagt aðmargt annað en árin skilji þau hjónin að. Pabbastrákar fá lítið að sjá af föður sfnum. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Wörner sóttur heim Atlantshafsbandalajjið bauð í síðustu viku hóp Islendinga í kynningarferð til aðalstöðva bandalagsins í Bmssel í Belgíu og aðseturs yfírherstjómarinnar sem er nálægt borginni Mons. I Bmssel átti hópurinn fund með hinum nýja framkvæmdastjóra bandalagsins, Vestur-Þjóðveij- anum Manfred Wömer, og var þetta fyrsti kynningarhópurinn sem Wömer ræddi við í aðal- stöðvunum eftir að hann kom þar til starfa. Á myndinni em: (f.v.) Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Ragnar Halldórsson, stjómarformaður íslenska álfé- lagsins, Magnús Þórðarson, upp- lýsingafulltrúi Atlantshafs- bandalagsins á íslandi og jafn- framt fararstjóri hópsins, Jón Valfells, fréttamaður hjá Ríkis- sjónvarpinu, Gunnar Schram, prófessor og varaþingmaður, Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands og varaþingmaður, Guð- mundur Magnússon, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, Manfred Wömer, Ingólfur Mar- geirsson, ritstjóri Alþýðublaðs- ins, Andrés Pétursson, ritstjóm- arfulltrúi Akureyrarblaðsins Dags í Reykjavík og Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgun- blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.