Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Grænmetisforréttir Grænmeti notum við íslendingar helst með físki eða kjöti, eða stundum sem sjálfstæðan aðal- rétt, en grænmetisforréttir eiga yfírleitt mjög vel við og geta þeir hvort sem er verið soðnir eða þá úr hráu grænmeti. Víða erlendis eru slíkir réttir algengir sem forréttir. Hægt er að búa til þessa rétti úr næstum hvaða grænmeti sem er. Raða litauðugu grænmeti lystilega saman og skera til og setja í ísvatn til að það vindi sig allavega. Hægt er að fá ails konar hnífa til að skera grænmetið með, þótt ekki sé stórkostlegt úrval af slíku hérlendis.. Grænmetisforréttir eru mjög skemmtilegir. Þeir eru góð byijun á máltíð, og þeir sem ekki vilja borða mikið af þungum aðalrétti, geta verið lengi að borða grænmetisforréttinn, og borðað síðan minna af því sem á eftir fylgir. Réttir úr hráu græn- meti jafnt sem soðnu getum við líka borðað sem aðalrétt og haft nýbakað brauð með og jafnvel að íslenskum sveitasið fengið okkur mjólkurgraut í ábætisrétt. Óllum líður vel eftir slíka máltíð, og hún veitir okkur auk þess öll þau næringarefni, sem við þörfnumst. Grænmeti á að sjóða sem minnst, og það á ekki að vera hálfhrátt, eins og víðast er á matsölustöðum hér nú í seinni tíð. Munur er á mauksoðnu og hálfhráu. Gæta þarf sérs- takrar varúðar við suðu á öllu grænmeti, það á að vera stökkt, en gulrætur harðar undir tönn, eins og eru hér á matsölustöðum, eru ekkigóðar. Forréttir úr hráu grænmeti með sósu Salatið: 4 meðalstórir tómatar 2 litlir salatlaukar (hvítir, fást víða) V2 gúrka 1—2 mjóar langar papríkur, hvaða litur sem er smábiti kfnakál eða nokkur blað- salatblöð, jafnvel hvítkál . grænar ólífur (má sleppa) væn grein steinselja 1. Takið §óra diska fram. 2. Þvoið tómatana, skerið í þunnar sneiðar og raðið í hring á diskunum. 3. Afhýðið gúrkuna, skerið í sneiðar og raðið innan við tómat- sneiðamar, þannig að þær liggi örlítið upp á sneiðunum. 4. Takið steina úr papríkunum og skerið í sneiðar. Raðið sneiðun- um á sama hátt innan við gúrku- sneiðamar. 5. Afhýðið laukinn, skerið í örþunnar sneiðar, setjið á sama hátt innan við papríkusneiðamar. 6. Klippið eða skerið salatið í strimla og setjið inn í grænmetis- hringinn. 7. Setjið ólífúr ofan á salatið. Sósan: Safí úr V2 sítrónu V2 dl matarolía 5 dropar tabaskósósa 1 tsk. hunang salt milli fíngurgómanna V2 lítill hvítlauksgeiri 8. Kreistið safann út sítrón- unni, setjið í skál. 9. Setjið matarolíu, tabaskós- ósu, salt og hunang út í, þeytið með þeytara. 10. Meijið hvítlauksgeirann og setjið út í. Hrærið saman við. 11. Hellið í smáflösku og berið með salatinu, eða hellið yfír sala- tið og berið fram. Næsta uppskrift, Skorið græn- meti í ísvatni, hefur birst hér áður í þættinum, en þó ekki sem for- réttur, en þetta grænmeti er mjög fallegt og hentar mjög vel til slíks. Skorið grænmetí í ísvatni með ídýfu 20 radísur 3 sellerístönglar 2 stórar gulrætur lítil gul, græn og rauð papríka V2 gúrka 5 litlir salatlaukar (hvítur laukur, fæst víða). Notið oddmjóan, beitt- an hníf og kartöfluhníf (með rauf) Radísur: Skerið legginn og rótina af radísunum. Skerið síðan skurði í radísumar eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Rennið síðan hnífnum undir flipann og losið örlítið frá. Setjið radísumar sfðan í ísvatn eða kalt vatn úr kranan- um. Setjið síðan í kæliskápinn. Látið standa í vatninu í 5—10 klst. Sellerístönglar: Þvoið sellerístönglana og skerið frá skemmdir ef einhveijar eru. Skerið síðan í 8—10 sm bita. Sker- ið sfðan á nokkrum stöðum rifur djúpt f báða enda. Gætið þess þó að skera ekki alveg í sundur. Ef selleríið er þykkt, má skera þvert á skurðina þannig að ræmumar verði þynnri, kljúfa þær. Setjið í ísvatn eða kalt vatn úr krananum. Setjið sfðan f kæliskápinn. Látið standa í vatninu í 5—10 klst. Gætið þess að setja ekki annað grænmeti með í skálina með sel- leríinu. Það smitar bragðið. Gulrætur: Afhýðið gulrætumar, skerið síðan langsum með kartöfluhníf í þunnar langar sneiðar. Vefjið sneiðamar upp 0g stingið tann- stöngli f rúllumar til að halda þeim saman. Setjið í ísvatn eða kalt vatn úr krananum. Látið standa í vatninu í 4—6 klst. Tak- ið þá úr vatninu og fjarlægið tann- stönglana, en rúllumar hafa stífhað og haldast þannig. Gúrka: Skerið gúrkuna í 10 sm langa bita. Skerið sfðan hvem bita f stafí með riffluðu jámi, sem er ætlað til að skera með grænmeti. (Þetta jám fæst í búsáhaldabúðum og er ódýrt.) Papríka: Skerið papríkumar í sneiðar, Qarlægið steina og hvítar himnur. Salatlaukur: Afhýðið laukinn, skerið sfðan djúpt í hann niður að rót, skerið marga skurði. Setjið í ísvatn eða kalt vatn úr krananum. Látið standa í vatninu í 8—12 klst. ídýfan: 1 dós sýrður ijómi 1 msk. oiíusósa (mayonnaise) 1 marinn hvítlauksgeiri 1 tsk. sitrónusafí 5 dropar tabaskósósa 2 kúfaðar tsk. karry Nokkur graslauksstrá (má sleppa) Blandið öllu saman, setjið í skál. Stingið 3 stuttum graslauks- stráum á þrem stöðum ofan í sós- una. Raðið grænmetinu á smádiska. Berið sósuna með. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Setjið með sveppunum á pönnuna. Seljið með beikoninu í skálina. 6. Skerið óðalsostinn í litla bita og setjið saman við. 7. Setjið oregano, pipar og sax- aða steinselju út í. 8. Pyllið sveppina með mauk- inu. Stráið parmesanosti ofan á. 9. Hitið bakaraofn í 190 ★ C, setjið sveppina í ofninn og bakið í 10 mínútur. 10. Setjið 2 sveppi á smádiska, skerið sítrónuna í báta og setjið með. 11. Kreistið sítrónusafa yfír sveppina um leið og þið borðið þá. Kryddaður kaldur blaðlaukur 3 stórir biaðlaukar, 3 msk. sítrónusafí, 4 dl gott kjötsoð, 10 piparkom, 15 korianderkom. 1. Þvoið blaðlaukinn vel, skerið síðan rótina neðan af og það af grænu blöðunum, sem er Ijótt og gróft. Skerið hinn hlutann í 10 sm langa bita. 2. Hitið kjötsoðið ásamt pipar- komum, korianderkomum og sítrónusafa. Leggið laukinn f soð- ið og sjóðið við hægan hita í 10—15 mínútur. Kælið. 3. Skiptið í litlar skálar, látið safann og kiyddkomin vera með. Meðlæti: Snittubrauð, skorið að endilöngu og smurt með hvítlaukssmurosti og hitað. Fylltir tómatar 4 frekar stórir tómatar, 20 g smjör, 20 g hveiti, IV2 dl kaffiijómi 100 g óðalsostur, l/% tsk. rifíð múskat, V4 tsk. salt, Vs tsk. pipar, 2 eggjarauður, 2 eggjahvítur. 1. Þvoið tómatana, skerið sfðan sneið ofan af þeim. 2. Holið tómatana með skeið. Notið innvolsið í annað. Setjið tómatana á hvolf á grind og látið renna vel úr þeim. 3. Setjið smjör f pott, hrærið hveitið út í, þynnið með ijómanum og búið til uppbakaðan jafning. 4. Rífíð ostinn og setjið út í jafninginn. Setjið síðan salt, pipar og múskat út í. Kælið örlítið. 5. Hrærið rauðumar út í. Þey- tið hvítumar og setjið varlega saman við. 6. Leggið Iokið sem þið skáruð ofan af tómötunum f botn þeirra. Setjið síðan jafninginn í tómatana og fyllið þá alveg. 7. Leggið tómatana á eldfast fat. 8. Hitið bakaraofn f 180° C, setjið skálina með tómötunum f miðjan ofninn og bakið í 20—25 mínútur. Meðlæti: Ristað brauð. Gott er að bera fram þunnt sneidda skinku með þessu. Fylltir sveppir: 10 stórir sveppir 15 g smjör (1 smápakki) 1 stór sneið beikon 1 msk. sherry 20 g rifínn óðalsostur 1 harðsoðið egg fersk steinselja V4 tsk. oregano 1 msk. parmesanostur nýmalaður pipar 1 sítróna í bátum 1. Holið sveppina að innan, eða takið stilkinn af þeim, þá á að vera nægilega stór hola inn í sveppina. Þerrið sveppina vel með eldhúspappír. Leggið sveppina í eldfast fat. 2. Saxið leggina af sveppunum smátt. 3. Skerið beikonið smátt. Hitið pönnu og hálfsteikið beikonið á pönnunni. Það á ekki að brúnast mikið. Takið það síðan og setjið f skál. 4. Setjið söxuðu sveppaleggina á pönnuna, setjið smjörið saman við. Sjóðið í 5—7 mínútur. Setjið sherry út í. 5. Harðsjóðið eggið, takið af því skumina og skerið smátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.