Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 B 9 stöðu til dýrlingadýrkunar þá varð ekki hjá því komist að maður skynj- aði helgr og innilega trú fólksins á þessum stað. Á slóðum Prince Polo Eftir fimm tfma akstur komum við til Dzwiengielow en þar var mótið haldið. Okkur var komið fyr- ir í gestaíbúð í elliheimili sem rekið er af lútherskri systrahreyfingu (díakónissum). Konumar í hreyf- ingunni klæðast nunnubúningum en eru þó ekki nunnur í venjulegum skilningi. Hjá þeim starfa ungar stúlkur við þjónustu og er talað um að þær „vinni fyrir Jesú í eitt ár“. Þær fá fæði, klæði, vasapeninga og húsnæði fyrir vinnu sína og um leið dýrmætt veganesti fyrir fram- tíðina eftir samfélag við hinar eldri, trúræknu systur. Þama er afar fagurt um að lit- ast. Tijágróður og akrar teygja sig upp um hæðir og fjöll. Úr glugga mínum sá til landamæra Tékkóslóv- akíu. Borgin Cieszyn er í nágrenn- inu en hún liggur á landamærunum og tengist mataræði okkar íslend- inga á sérstakan hátt því þar er hið sívinsæla súkkulaðikex Prince bíða eftir þaki yfir höfuðið. Unga fólkið verður því að hefja búskap inni á heimilum foreldra sinna, oft í einu herbergi með aðgangi að sameiginlegu eldhúsi. Aftur á móti virðist fólk geta byggt sér eigið húsnæði til sveita og þama í Dziegi- elow vom margir að byggja mynd- arleg hús úr múr- og mátsteini. Á laugardögum mátti sjá vini og kunningja hjálpast að við hús- byggingar. Dziegielow '88 Kristilega mótið var haldið á knattspymuvelli þar sem komið hafði verið fyrir stóm tjaldi með 2.500 stólum. Utan við tjaldið, sem hægt var að opna á þijá vegu, vom bekkir svo að á milli 5 og 6 þúsund manns gátu sótt samkomur. Mótið var haldið af áhugafólki innan lút- hersku kirkjunnar. Lútherskir menn telja ekki nema 80 þúsund en þeir em flestir mótmælenda í landinu sem em alls um 100 þúsund. Mótið hófst á sunnudegi með messugjörð. Var ánægjulegt að geta fylgst með messunni án þess að skilja orð, nema amen og hallelúja (!), því messuformið er hið sama og hjá í Auschwitz voru rammgerðar byggpngar og ekki tjaldað til einnar nætur. í kjallara deildar 11 - dauðadeildarinnar - voru þröngir pyntingarkle- far sem menn voru látnir standa uppréttir í. I þá var troðið fjórum mönnum gegnum op niður við gólf. Margir létust af völdum súrefn- isskorts. Innsti klefinn er heill en hinir hafa verið brotnir til að sýna inn í þá. Polo framleitt. Kexið er erfitt að fá í Póllandi enda er það útflutnings- vara og allt sem færir þjóðinni er- lendan gjaldeyri er ekki falt nema að takmörkuðu ieyti. Ég hafði á orði einn morguninn, er ég talaði á samkomu, að við íslendingar vær- um stærstu kaupendur Prince Polo í heiminum og fékk ég góð við- brögð. Systumar færðu okkur út- lendingunum, sem hjá þeim bjuggu, hveijum sinn kassann af þessu ágæta kexi að skilnaðargjöf. Lífskjör eru allt önnur í landinu en við eigum að venjast. Bflar eru þar tákn velmegunar eins og ann- ars staðar. En þá er erfitt að fá. Sem dæmi má nefna að það tekur um 7 ár að bíða eftir að fá að kaupa lítinn bí! af gerðinni Fiat 650, en þessir bflar eru framleiddir í stómm stfl í Póllandi. Húsnæði er af svo skomum skammti í borgum eins og Varsjá að það mun taka frá 15 og upp í 30 ár fyrir ungt fóik að öðmm lútherskum kirkjum. Eins og kunnugt er hefur íslenska þjóð- kirkjan tekið upp aftur hið klassíska messuform á síðustu ámm og er nú í takt við systurkirkjur sínar í öðmm heimshlutum. Allmargir mótsgestir vom mætt- ir þennan fysta dag en mótið stóð í 8 daga. Mér hafði verið boðið að vera ræðumaður á þessu móti ásamt tveimur Finnum. Tveir okk- ar, Markku Happonen og ég, vomm með Biblíufræðslu á morgnana en •Kalevi Lehtinen var aðalræðumaður á síðdegissamkomum. Á morgnana lét nærri að um tvö þúsund manns hlýddu á fræðslu okkar Markkus. Fólkið var áhugasamt og skrifaði hjá sér athugasemdir og fletti upp í Biblíum sínum. Okkur var uppá- lagt að tala í einn og hálfan tíma og kom mér á óvart þolinmæði fóiksins. Hér á landi reynir maður að tala ekki mikið lengur en í 15 mínútur í messu og á samt fullt í TVÍ Háskólanám í kerfísfræði vorönn 1989 Innritun í kerfisfræðinám á vorönn 1989 stendur yfir til 19. sept- ember. Námið nær yfir 1 'h-2 vetur. Lögð er mikil áhersla á skipulögð vinnubrögð við kerfisgerð. Nemendur fá aðgang að öflugum vinnustöðum frá IBM, PS/2-80, fyrir verklegar æfingar og einnig verður sett upp AS/400 B30 fjöl- notendatölva sem nýlega var kynnt hjá IBM. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskóla íslands, Ofan- leiti 1. Kennslustjóri TVÍ er til viðtals fyrir hádegi meðan á innrit- un stendur og í síma 688400. Tölvuháskóli V.í. Mercedes Benz 0-303 34ra sæta árgerð 1 978 til sölu. Góður bíll með góðum kjörum. Upplýsingar hjá Skarphéðni Eyþórssyni, Hópferðamiðstöðinni, sími 685055. Eigendur innleysanlepra spariskírteina athugið: Við sjáum um innlausn þeirra og endurfjárfestingu ykkur að kostnaðarlausu. Eigendur og útgefendur skuldabrefa: Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í söiu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans: Tegund Ávöxtun umfram Heildarávöxtun* verðbólgu Ný spariskírteini 7,0-8,0% Eldri spariskírteini 8,0-9,0% Veðdeild Samvinnubankans 9,5% Glitnir hf. 10,6% Samvinnusjóður íslands 10,5% Iðnþróunarsjóður 8,3-9,0% Önnurörugg skuldabréf 9,5-12,0% Fasteignatryggðskuldabréf 12,0-16,0% ‘Miðað við hækkun lánskjaravlsitölu siðastliðna 3 mánuði. Verið velkomin á nýjan stað. Næg bílastæði. _ __ fíármál eru okkar fag! VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI V/ SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 56,1-57,5% 57,5-59,0% 59,7% 62,6% 61,3% 61,2% ,0-59,0% 59,7-63,4% i,2% Nýtt smá- sagnasafn GEFIN hefur verið út bókin Síðasti bíllinn — Smásögur, eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Höf- undur er tæplega 26 ára gamall Reykvíkingur og er hér um að ræða frumraun hans í sagna- gerð. Bókin inniheldur 9 smásögur úr íslenskum samtíma og gerast sög- umar ýmist í höfuðborginni eða úti á landi. Þær lýsa flestar fólki sem af mismunandi ástæðum á í tíma- bundnum eða varanlegum erfiðleik- um og er utangarðs af þeim sökum. Oft er um að ræða fólk sem á við geðræn vandamál að stríða eða vanrækt böm. Jafnframt því að hafa hefðbundið raunsæi að leiðar- ljósi hefur höfundur gert sér far um að glæða texta sinn spennu, oft áþekkri‘þeirri sem einkennir ýmsa reyfara, með því að sögumar em iðulega hlaðnar kvíðablandinni óvissu sem ekki hjaðnar fyrr en í lokin. Og oftar en ekki er endirinn óvæntur. Stensill hf. annaðist prentun bók- arinnar en útgefandi er ábs-bækur. (Fréttatilkynning) Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Sendum i póstkr. LAUGAVEG1118-118 V/HLEMM S. 621122. SKÓLAFÓLK VASATÖLVUR í úrvali f rá: CASIO SHARP IBICO Texas instruments Trump-adler Daniel Hechter Pira comp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.