Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 ú færð héma kaffi úr könnunni hennar K U móður minnar, því þótt við höfum fyrir Æ. löngu gefið henni kaffívél, þá neitar hún að bjóða gestum sínum upp á maskínukaffí nema í neyð þegar hér er fjöl- menni, sem sagt, margir gestir — vont kaffí." En ég fæ afbragðs kaffí á heim- ili móður hans, Onnu Jónsdóttur, eklqu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar skálds, þótt Ólafur yngri hafi nokkrar áhyggjur af bragðinu, seg- ir það ailtaf hafa háð sér að honum var meinaður aðgangur að eldhús- inu í uppvextinum. — En þú ert þá með góða ráðs- konu þama úti? „Já, mjög góða og alíslenska," segir hann ákveðinn og á reyndar við sambýliskonu sína, Onnu Olafs- dóttur. „Eg er mjög þjóðlegur, enda þýðir ekkert að eiga við þessar amerísku, þær em ekki nándar nærri eins þolinmóðar og íslensku konumar. Og ég er nú kannski ekkert skemmtilegur maður í sam- búð.“ Anna kennir erobik þar ytra, eða sprikl eins og hann kallar það, en honum fínnst það ákaflega undar- legt með íslendinga, að eftir því sem þeir fyölgi bílunum þá hlaupi þeir meira. „Hér em allir hlaupandi, en mér fínnst nú oft sem líkamsrækt- arfólk muni eftir öllum líffærum nema heilanum. En það er mikið í tísku að hreyfa sig. Þegar ég var sem þreyttastur á tímabili þá reyndi ég að lengja vökutímann með því að koma blóðrásinni í gang, og fékk mér ágætis hjól sem ég hamast á inni í stofu. Ég fer líka í langar göngur, en það er sjmd að segja að loftið sé gott í San Fransisco, sést stundum varla til fjalla fyrir mistri og sóti. Það er því mjög gott að koma heim í súldina." Samningar upp á milljarða í stórborgunum San Fransisco og New York, þar sem Ólafur Jó- hann hefur skrifstofur sínar, getur loftið oft verið Iævi blandið, því þar fer ekki fram neitt góðiátlegt hjal um krónur og aura, heldur hörð orðaskipti um milljarða í dollurum. Það var í Boston sem Ólafur Jóhann lærði eðlisfræði og þar hitti hann forstjóra Sony-fyrirtækisins í boði. Forstjórann vantaði ráðgjafa með þekkingu á hátækn^ og prófessor nokkur mælti með Ólafí Jóhanni í starfíð. „Forstjórinn er sjálfur eðlis- fræðingur, og þar sem menn eru nú yfírleitt hrifíiir af sjálfum sér, þá ráða þeir fólk sem þeir halda að sé líkt þeim sjálfum. En hann áleit það best fyrir mig og heiminn að ég tæki þessu starfí." Sony-fyrirtækið framleiðir aðal- lega hijómtæki og sjóntæki, og þar byijaði Ólafur Jóhann í ráðgjöf og sá meðal annars um að þróa og koma CD-ROM-geisIadiskum fyrir tölvur í framleiðslu. Ólafur Jóhann tók síðan sæti í nefnd sem forstjór- inn stýrði og var einkum ætlað að Ijalla um stefnumótandi mál og að fínna leiðir til að styrkja stöðu fyrir- tækisins. „Japanir eiga mikla pen- inga og þurfa því að eyða þeim,“ segir Olafur Jóhann og glottir. „Til að styrkja hljómtækin var CBS- hljómplötufyrirtækið keypt fyrir 2 milljarða dollara, og er það stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Banda- ríkjunum. Reyndar slitnaði oft upp úr samningum, en þegar verðbréfa- hrunið var í október sl., og hluta- bréf féllu í öllum fyrirtækjum, þá fór skjálfti um menn, kaupendum fækkaði og allt féll í verði. Upphæð- in sem þeir hjá Sony buðu var þvi orðin álitlegri summa en áður. En CBS er með mörg merki inn- an sinna vébanda, og með músík allt frá poppi og upp í fína sígilda tónlist. Við erum með menn eins og Michael Jackson og Bruce Springsteen, en því miður verð ég að segja að sígilda tónlistin er ekki nema 5 til 10 prósent af þessu öllu saman. Já, peningamir koma frá Japan, þeir eru að kaupa hálfan heiminn, eiga stóran hluta af New York, og meira að segja Frakkland er fallið. Ólafur Jóhann: Það er ekkert merkilegra að kaupa fyrirtæki en að smíða gott hús eða flaka fisk skammarlaust. Rithöfundur írefskák Meðan hinir hógværu taka strætó úr úthverfum ofan í bæ og býsnast yf ir vegalengdinni, flýgur ungur f ramkvæmdastjóri heimshorna á milli, ræðir við menn úr hörðum helml viðskiptanna og veltir vöngum yflr milljörðum. Kannski ekki í f rásögur færandi ef maðurlnn værl ekki íslenskur rithöf undur og aðeins tuttugu og sex ára gamall. Hann er einn af sex f ramkvæmdastjórum Sony-fyrirtækisins í Bandaríkjunum, með tvö til þrjú hundruð manns á sínum snærum, og fyrir hvern meðalmann ættl slíkt starf að fylla út „kvóta“ dagsins. En Ólafur Jóhann Ólafsson lætur sig ekki muna um að skrifa skáldsögur líka. Fyrsta bók hans, „Níu lyklar“, kom út fyrir tveimur árum og nú er von á þeirri næstu. Engin furða þótt menn gerðu sór fyrirfram ákveðnar hugmyndir um útlit og fas, þegar við bætlst að ungi maðurinn er eðlisf ræðingur að mennt með hæstu próf úr öllum skóium. En svo stendur hann þarna svo skrattl myndarlegur með gömlu kaff ikönnuna hennar mömmu sinnar í hendlnni og spyr mig hvort óg hafi kannski haldlð að hann væri með meiriháttar herðakistlll En þeir hafa lítið vit á skemmtana- iðnaði þótt þeir séu seigir í þessari tæknivitleysu!" Þess má geta, að nú ætla þeir hjá Sony að styrkja sjóntækin eins og þeir gerðu með hljómtækin, og hafa í hyggju að kaupa eitt af stærstu kvikmyndaverunum þar ytra. Þegar prinsipin Qúka Ólafur Jóhann er framkvæmda- stjóri fyrir nýtæknisvið með margar deildir undir sinni stjóm og ég spyr hann hvort þessir stórlaxar sýni honum aldrei vantraust svona ung- um manninum. „Nei, segir hann og dregur seim- inn, ég hef komist upp með ansi mikið af skrákskratta að vera. Ann- ars þoli ég illa þegar menn miklast af afrekum sínum erlendis. Það er ekkert merkilegra að kaupa fyrir- tæki en að smíða gott hús eða flaka físk skammarlaust. Menn meta þetta oft í hlutfalli við peningana sem um er að ræða.“ Hann þagnar andartak, segir svo: „Þetta er refskák. Getur verið fróðleg fyrir þann sem skrifar, því þetta er prýðileg uppspretta. Getur líka verið spennandi, svona eins og laxveiðar." Hann virðist nú hafa lúmskt gaman af öllu saman, en nýja bók- in hans, „Markaðstorg guðanna", íjallar að nokkru Jeyti um þennan harða heim og Ólafur segir, að hann hefði ekki getað skrifað þessa bók hefði hann ekki haft reynsluna af þessu lífí. „Þetta síast inn og fer í forða- búr. En allar persónur eru auðvitað uppspuni og sagan skáldverk. Sannleikurinn er svo lygilegur að það mundi enginn trúa honum. Þeir sem hafa lesið söguna halda því fram að ég muni missa atvinn- una þama úti! En ég punkta ekki mikið, legg frekar á minnið." — Situr kannski og skáldar á háalvarlegum fundum? Hann hlær: „Ekki nema þeir séu hundleiðinlegir! En bókin fjallar um þennan umrædda heim, um Friðrik Jónsson, guðfræðing frá Háskóla íslands, sem fer til Boston til að leggja stund á „húmanísk fræði", en fer að vinna fyrir viðskiptafyrir- tæki og lendir í ýmsum ævintýmm. Þótt sagan gerist í Tókýó, Boston, Kaliforníu og víðar, þá er þetta saga Islendings og séð með hans augum. En það er margur nútímamaður- inn sem lendir í refskák nú á dög- um, því veistu," segir hann og hag- ræðir sér vel í stólnum, „það er ekkert eins ódýrt og prinsip manna. Við getum kallað prinsip grundvall- arsjónarmið eða bautasteina mann- gerðarinnar. Menn selja sín prinsip og þykir það stundum heldur slæmt. Það er ríkt í mönnum að hugsa um hvar þeir eigi heima, en heimurinn fer nú alltaf minnkandi og það er ýmislegt sem togar. Menn eru aldir upp við ákveðin lögmál, bæði slæm og góð og flestir vilja halda í þau góðu. En stundum eru mörkin óljós, menn misstíga sig og prinsipin fjúka. Og þegar það er eitt sinn byrjað, þá fjúka þau hvert af öðru og menn hrynja af sjálfu sér. Ég hef sagt við marga, að það sé auðveit að selja sannfæringu sína, því kaupendum fjölgi alltaf." Af uppum og leigu- bflstjórum — Manngæskan, Ólafur Jóhann, hvorfiir hnn pHfi — — J-----—'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.