Morgunblaðið - 02.10.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988
25
ir sólu þar sem allt snýst um aura?
„Þetta er spuming um heilbrigða
skynsemi og það að menn stjómi
sér. Sterkir karekterar láta ekki
beygja sig. Eins og þú veist, þá
tala menn ekki með erlendum hreim
nema þeir ætli sér það.
Ég reyni að viðhalda því sem
mér var kennt. Ég held ég sé alveg
jafnvitlaus og ég var.“
— Engin peningagræðgi?
„Ég er ánægður með það sem
ég hef. Heyrðu annars, þú segir
nokkuð, ég ætti kannski að fara
að hugsa meira um peninga"
í bókinni „Níu lyklar" er smásaga
sem heitir „Myrkrið", og segir þar
frá leigubílstjóra og ungum hroka-
fullum uppa sem tekur sér far með
honum og manngerðir verða ljóslif-
andi sem hrærast í þessu andrúms-
lofti stórborgarinnar.
„Leigubílstjórar í New York em
mjög athyglisverðar persónur,"
segir Ólafur Jóhann. „Þar sem ég
er nú á eilífum þeytingi milli flug-
valla þá nota ég mikið leigubfla og
hef því kynnst þessum manngerð-
um lítillega. Flestir em þetta inn-
flytjendur sem tala varla ensku, en
þó get ég sagt þér nokkuð sem
gerðist eitt sinn þegar ég tók
leigubfl frá leikhúsi í New York.
Leigubflstjórinn spyr mig hvaðan
ég sé, sem ég og segi honum, og
þá segir hann: „Já, þið talið old-
norsk." Síðan fer maðurinn að ræða
um Snorra Sturluson og heimspek-
ina í sögunum! Þetta var sjötugur
gyðingur sem var að komast á eftir-
laun og ætlaði í Queens College til
að læra heimspeki. Við sátum lengi
út í bíl og röbbuðum saman.
Já, mér fannst ég skulda leigubfl-
stjómnum í New York eina sögu.“
— Svo er það uppinn. Ert þú
uppi?
Hann hlær: „Það held ég ekki!
En mér finnst nú oft hroki fylgja
þessum ungu mönnum í viðskipta-
heiminum. Sumir em gjörsamlega
óþolandi.
Menn af uppakynslóð em sumir
ansi sérgóðir og hafa óskaplega
aftnarkaða heimsmynd. En þetta
er stór stétt manna þama úti, og
þar er í tísku að vera menningarleg-
ur, fara í leikhús og á málverkasýn-
ingar samkvæmt formúlunni. En
svo er komin fram ný tegund uppa
og það em þessir „húmanísku".
Þeim er mjög annt um umhverfi
sitt, og ég man að eitt sinn henti
fyrirtæki eitt þama úti öllum fjand-
anum í sjóinn, sem síðan skolaði
upp á strendur New York-búa,
þannig að þær urðu að mslahaug.
Og þá spmngu nú uppamir!
Þeir segja það þessir sérfræðing-
ar í ungu fólki, að næstu kynslóð
muni vera mjög umhugað um um-
hverfismál.
Já, þetta er merkileg kynslóð
ungra manna. En mér finnast þeir
hálfleiðiniegir hér heima. Þeir em
víst að herma eftir fyrirmyndinni
en það vantar alveg menningar-
þáttinn. Þetta er bara útlitið og
fötin.“
Hann horfir alvarlega út í loftið:
„Já, aðallega er það frakkinn."
Tölvulaust heimili
Framkvæmdastjórinn ungi flýg-
ur 200 þúsund mflur á ári. Vikulega
milli skrifstofa sinna og sex sinnum
hefur hann flogið til Japan á þessu
ári. Hann dundar sér þó ekki við
skriftir á þessum heimsreisum
sínum, les frekar tímarit og doðr-
anta. En þegar hann er á jörðu
niðri, heima í San Fransisco, þá er
hann kominn til vinnu sinnar milli
átta og níu, les yfir skeyti frá Japön-
um sem þá hafa lokið sínum vinnu-
degi, og New York-búum sem hafa
verið á fótum f þijá tíma, og síðan
líður dagurinn með fundarsetum og
annríki fram til klukkan fjögur.
„En þá vakna Japanir og þá byij-
ar síminn að hringja," segir Ólafur
Jóhann, og um leið hringir síminn.
„Maður má ekki einu sinn minnast
á þennan fjanda," tautar hann um
leið og hann fer fram til að ansa.
En Ólafur Jóhann er kominn
heim til sín um sjöleytið, þótt Japan-
ir haldi áfram að síma, og les þá
blöðin um leið og hann „djöflast" á
hjólinu sínu, — sem hlýtur reyndar
að vera kúnst út af fyrir sig. Þá
loksins sest hann niður og situr við
skriftir langt fram á nótt.
— Hvað er það sem knýr þig til
að skrifa?
„Ef ég skrifa ekki þá verð ég
heidur óánægður með sjálfan mig.
Auðvitað er oft erfitt að „kúpla“
svona yfir, ég verð nú að viður-
kenna það. En ég hef það fyrir reglu
að taka aldrei með mér vinnu-
pappíra heim.“
Og sjálfur „tölvumaðurinn" skrif-
ar handritin sín með sjálfblekungi
á blað, handskrifar hvem kafla og
vélritar svo.
„Já, ég held nú tölvunni alveg
fyrir utan heimilið. En ég er með
tvær eða þijár á skrifstofunni svona
upp á mont.“
Og Ólafur Jóhann segir mér álíka
sögu af föður sínum. Hann átti for-
láta Ericu-ritvél árgerð ’36 og gat
ekki notað neina aðra. Fékk sér
reyndar margar aðrar en komst
aldrei í „kontakt" við þær.“
— Varð skáldið ekki undrandi
þegar sonurinn valdi eðlisfræðina?
„Pabbi hafði mikinn áhuga á
raunvísindum og við spjölluðum oft
um alheiminn og vísindin. En
ástæðan fyrir því að ég valdi eðlis-
fræði var ekki flókin. Þegar ég var
yngri voru gestir heima á hveiju
kvöldi og heimur minn snerist um
bókmenntir og listir. Maður sat
auðvitað andaktugur og hlustaði á
allt saman. Þegar svo kom að því
að fara í langskólanám þá valdi ég
eitthvað sem ég hafði ekki vit á!“
— Mér var sagt að þú hefðir
„brillerað" þama í Boston? Svo
bæti ég við til að stríða honum:
Heyrðu, og tókstu ekki hæsta próf
sem tekið hefur verið í MR?
Hann sígur hægt ofan í stólinn:
„Andstyggilegt að hafa þennan
dúxastimpil á sér.“
Fólk á að geta lesið
bækurnar
— Hvor er nú ríkjandi, rithöf-
undurinn eða „bisnessmaðurinn"?
„Ég gæti nú sleppt þessum „bisn-
ess“ án þess að það hefði mikil
áhrif á mig. En að hætta að skrifa
gæti ég ekki.“
Ólafur var ekki nema fimmtán
ára þegar hann hafði skrifað heila
sögu. Sýndi föður sínum, sem ráð-
lagði honum að bíða. „Og ég var
svo ljónheppinn að enginn skyldi
sjá þetta. Skriftir em púl með ör-
fáum náðarstundum inn á milli. Og
þetta verður erfiðara, því það er
annað að skrifa smásögu en skáld-
sögu þar sem sögupersónur eldast
og þroskast og finna upp á hinu
og þessu. Það var í tísku eitt sinn
að skrifa þannig að fólk skildi það
ekki. En bókmenntir eiga að vera
skemmtilegar. Diekens, foringi
epísku skáldsögunnar, var góður
rithöfundur frá bókmenntalegu
sjónarmiði, en hann var skemmti-
legur. Nú á dögum segja menn hlut-
ina öðmvísi, en gmndvallarstefnan
á að vera sú sama, fólk á að geta
lesið bækumar.
Það er sorglegt og algjör tímasó-
un að skrifa bækur fyrir tvö til
þijú hundmð manns. List er útrás
fyrir einhveija þörf, gerð fyrir aðra,
það liggur í hlutarins eðli. Ef fáir
hafa gaman af, þá er til lítils unnið."
í sex ár hefur Ólafur Jóhann
andað að sér lofti heimsborganna,
kynnst refskák viðskiptaheimsins
og komist í áhrifastöðu á ótrúlega
skömmum tíma. Samt er hann ekk-
ert á því að setjast að þar ytra.
„Það er nú svo einkennilegt að
þegar maður býr erlendis, þá hætt-
ir manni til þess í fyrstu að gagn-
rýna allt hér heima. Allt sýnist svo
þorpslegt. En svo fer maður að
hafa gaman af því, og á endanum
sakna þess. Stundum hef ég velt
því fyrir mér hvað ég gæti tekið
mér fyrir hendur hér heima, og ég
sé að ég yrði lélegur heildsali, veit
ekkert um fisk, og ekki er mikið
fyrir eðlisfræðinga að gera.“
— En er eðlisfræðingurinn
kannski byijaður á annarri sögu?
„Já, það er enginn friður. Það
er eitthvað farið að hringla þama
uppi.“
Viðtal: Kristín Marja
Á 40 tímum öðlast þú grunndvall-
arþekkingu á einkatölvum og
hæfni til að nota þær af öryggi.
Jafnframt er þetta námskeið hið fyrsta í röð námskeiða sem
mynda annað hvort Forritunar- og kerfisnám eða þjálfunar-
braut, eftir því hvora leiðina þú kýst, hyggir þú á framhalds-
nám í tölvufræðum. Hið fyrra er 200 klst. nám og hið siöar-
nefnda 40 klst. nám, að grundvallarnámi loknu.
NÁMSEFNI: Kynning á einkatölvum • Helstu skipanir stýri-
kerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess • Ritvinnslu-
kerifð WORD, töflureiknirinn MULTIPLAN og gagnasafnskerfið
dBASE III+.
SIMI:
621066
Við bjóðum dagnámskeið kl. 8.30-12.00 og kvöldnámskeið kl.
19.30-22.30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til 5 vikna skeið.
Kennt er í Ánanaustum 15.
TÖLVUGRUNNUR
BÆÐI NÁMSKEIÐIN HEFJAST 11. KTÓBER.
Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið
fyrir notendur einkatölva sem völ er á.
GOODYEAR
ULTRA GRIP2
Engin tiifinning er eins
notaleg og að finna að
maður hefur fulla stjórn á
bilnum slnum I vetrar-
færðinni.
Þá er gott að vita að blll-
inn hefur staðfast grip á
veginum, og þá stendur
manni llka á sama um
veðurspána.
Goodyear Ultra Grip 2
vetrarbarðarnireru hann-
aðir með ákjósanlega eig-
inleika til að veita gott
hemlunarviðnám og
spyrnu, hvort sem er (
snjó, hálku eða bleytu, og
þeir endast vetur eftir
vetur.
Öll smáatriði varðandi
framleiðslu hjólbarðans
— svo sem efni, bygging
og mynstur, — hafa verið
þaulhugsuð og þraut-
reynd til að ná fram há-
marks öryggi, mýkt og
endingu.
í vetur vel ég öryggið — Ég
nota hina rómuðu Good-
year tækni.
ÉG KEMST HEIM Á
ÍkOODfYEAR
|h]HEKIAHF
I * ^ 1 Laugavegi 170-172 Simi 695500