Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Grafík frá Tamarind Myndlist Bragi Ásgeirsson í eystri sal Kjarvalsstaða stend- ur nú yfír sýning á steinþrykks- myndum frá Tamarind-stofnun- inni í Los Angeles, Kalifomíu. Tamarind-steinþrykksverkstæðið var stofnað 1960 og hafa margir þekktir innlendir Iistamenn unnið myndir sínar þar og tæknin þar- með fest sig í sessi í bandarískri myndlist. Steinþiykkið hefur allt frá því að það kom fyrst fram fyrir tæp- lega tveim öldum, sem uppfinning leikskáldsins Alois Senefelder, verið vinsæll miðill hjá myndlist- armönnum og er enn og þá eink- um í hinu upprunaiega formi. Ennþá eru til allnokkur stein- þrykkverkstæði, sem sérhæfa sig í hinni hreinu og upprunalegu tækni, því að hún þykir standa svo nærri náttúrunni sjálfri. A síðari tímum hafa menn farið að þrykkja á málmplötur og seinna af fílmum (offset) og það hefur aukið möguleikana í prentunar- tækninni, en listamenn hinsvegar halla sér margir frekar að uppr- unalega kalksteininum frá nám- unum í Solnofen í Bæjaralandi. Einnig er það til, að menn vinni í öllum þessum tæknibrögðum í einu eða blandi þeim saman inn- byrðis. Steinþrykkið er evrópsk uppfinning, og það er satt að segja dálítið skondið, er Ameríkumenn taka að kynna okkur tæknina, hér á landi hefur hún verið kennslu- grein við MHÍ í heil 32 ár, en að vísu við frumstæð skilyrði og skilningsleysi, en það er önnur saga. Hins vegar er það mjög þakkar- vet að fá þessa sýningu hingað og fyrirlestur, en hvort tveggja hafði nær farið fram hjá mér, þar sem ég var úti í Kaupmannahöfn, og einmitt að vinna í steinþrykki á gamla, upprunalega mátann! Bandaríkjamenn virðast leggja nokkuð annan skilning f tæknina en Evrópubúar, og áferð mynd- anna á þessari sýningu gæti í nær öðrum grafískum miðlum t.d. öllum tilvikum einnig verið frá málmgrafík, tréristu eða sáld- þiykki auk þess að minna stund- um sterklega á klippimyndir, Af hreinu steinþrykki, eins og ég skil það og er enn við lýði á nokkr- um steinþrykksverkstæðum í Evr- ópu, sá ég því miður næsta lítið. En ég er á engan hátt að halda því fram hér, að þessi tegund steinþiykks eigi ekki rétt á sér, heldur einungis að vísa til þess, að hún er mjög svo frábrugðin því, sem ég þekki sem aðal henn- ar, gróf- og fínkomaðri áferð, ásamt sérstakri meðhöndlun litót- úsksins. Sýningin sjálf ber mikinn keim af tilraunum með tæknibrögð og hrífur mig ekki sem slík. Tilraun- ir með tæknibrögð em af hinu góða, en sjálfur listræni neistinn má ekki gleymast. Picasso t.d. var að gera þrykkjarana hjá Mourlot gráhærða með tilraunum sínum en það vom tilraunir í þágu listar- innar og til að leggja áherslu á hina sérstöku tækni en ekki ein- ungis tækninnar vegna. En sýningin í sjálfu sér er sann- arlega heimsóknar virði... Fiirnn ungir myndlistarmenn 6 KarpiUfwaliir, Wfuí Hulda Hákon: Korpúlfsstaðir, 1988. Sýningunni „Fimm ungir myndlistarmenn" í hálfu Lista- safni íslands er nú að ljúka, en áætlaður lokunartími hennar er á sunnudag. Einhvem veginn gengur mér illa að skilja þessa framkvæmd og um ástæðuna að baki verður getspekin að ráða, en hana upp- lýsi ég lftillega hér. Hið fyrsta er, að þetta unga fólk, sem í hlut á, hefur verið ágætlega kynnt í sýn- ingarsölum borgarinnar á undanf- ömum missemm og sumt einnig á erlendum vettvangi. Sýningin hefur einnig vakið undmn margra og gagnrýni, sem bitnar illu heilli öðm fremur á listafólkinu sjálfu, en víst er að þessi sýning er ekki tímabær í þessu formi og hefur einna helst svip af skipulegri markaðssetningu frekar en list- rænni úttekt. Það er hlutverk list- gallería en ekki þjóðarlistasafns, sem að auki þarf að vísa eigin verkum til geymslurekkanna. Er lfkast til að þeir, sem hér standa að baki, álfti safnið hafa yfír að ráða 14 stómm sölum, en ekki 4 og þeim öllum takmörkuð- um, og einnig að hér sé öðm frem- ur um sýningarhúsnæði að ræða, en ekki þjóðlistasafn. Sérstaða þjóðarlistasafna er ótvíræð, og skyldur þeirra hvarvetna skýrt markaðar, sem er að kynna en ekki endurtaka og auglýsa, kynna öðm fremur eign sína og bæta við hana eftir bestu getu og dóm- greind. Þá tel ég ekki allskostar rétt að orði komist f formála, að list nútfmans einkenni stefnuleysi, mætti frekar vera kredduleysi, en er þó ekki nógu skilmerkileg skil- greining. En víst má vera, að sá listafasismi, sem ríkti í listheimin- um Iengi, hefur beðið nokkurt afhroð á undanfomum ámm og heimsgalleríin vita varla, f hvom fótinn þau eigi að stíga, þótt þau geri allt og fómi öllu sem þau geta til að marka stefnuna. Lista- söfn hafa hér sýnt furðulítið sjálf- stæði og verið svo leiðitöm, að þau em að verða eins um alla álfuna, svo að brátt verður nóg að skoða eitt, ef svo heldur fram, til að vita hvaðan vindur blæs og hvað er „in“ í listinni. Skúlptúrlist- in í dag virðist jafnvel vera orðin að grafík, því að maður sér sömu höggmyndimar hvar sem maður kemur á nýlistasöfn, líkt og þær séu fjöldaframleiddar eða að minnsta kosti seríuframleiddar.í eina tíð var því haldið stíft að mönnum, að staðfesta f listum væri að fara eftir ákveðnum stefhuyfirlýsingum kenninga- smiða og væri dauðasynd að bregða hér útaf. Menn vom mis- kunnarlaust settir út í kuldann sýndu þeir eigið framtak og sjálf- stæði (sbr. Giacometti) og það var ótvírætt ástæðan til þess, hve flestir slíkir listhópar urðu skammlífir. Þetta gekk einfald- lega ekki og samrýmdist ekki mannlegu eðli því að sálin er eld- ur sem á að tendra en er ekki ílát til að fylla, svo að ég vitni í Rabe- alis. Fmmkvöðlamir Picasso, Matisse, Braque, Picabia, Miro, Emst o.fl. vom aldrei fullkomlega óhlutlægir, en gerðu þó fullkom- lega óhlutlæg verk og einnig full- komlega fígúratív verk. Þeir vom einungis að skapa og litu á verk sín sem málverk og vissu, að sömu lögmál gilda að mörgu leyti í hlut- lægu og óhlutlægu málverki. Ósköp eðlilegt er svo, að einstakir málarar kjósi að hasla sér alfarið völl í hinu fígúratíva eða hinu óhlutlæga, en fæstir þeirra steyttu eða steyta hnefíinum hvorir í aðra, einungis nokkrir háværir einstaklingar og kenn- ingasmiður og þá oftast í hags- munaskyni. Með þessari sýningu sýnir safn- ið frekar íhaldssemi en sjálfstæði og öjálslyndi, jafnframt því að sýnast hallt undir listapólitíkina frá Svíavirki (Sveaborg, Suomenl- inna). Það var og algjörlega út f hött að opna nær allt saftiið yfír hásumarið sýningu á Norrænni konkretlist og setja um leið íslenska myndlist út í kuldann, enda var það eina þjóðarlistasaf- nið á Norðurlöndum er opnaði framkvæmdinni dyr sínar og jafn- framt með yfirburðum hið langm- innsta. En þessi nýjasta fram- kvæmd virkar sem rökrétt fram- hald fyrmefndra viðhorfa og að skerða sjálfstæði og reisn íslenzkrar listar. Væntanlega er ekki um fjarstýringu ^ ræða> þótt í fljótu bragði líti út fyrir það. En lakast er, að framkvæmd- in er í heild sinni ákaflega lítið spennandi og uppsetning hvergi nærri nógu hnitmiðuð. Hér er al- þjóðlega tungumálið á fullu og án þess að endurspegla íslenzkt svið, nema hvað mjmdir Huldu Hákon snertir, og það er enda eins og við manninn mælt, að hún kemur sterkast frá þessari sýn- ingu að mínu mati og annarra, sem ég hef rætt við. Höggmyndir ívars Valgarðssonar njóta sín hvergi nærri nógu vel, þar sem þær eru staðsettar þannig að skírskotun þeirra kemst ekki til skila. Undurfurðulega kímni Tuma Magnússonar er ekki nóg til að málverk hans teljist fullgild, þótt gáigahúmor um fagurfræði- leg lögmál sé mjög í tísku. Georg Guðni virðist feta einstigi í naum- hyggju sinni, en það einstigi stefnir út í hom. Stórir dúkar Jóns Óskars, þar sem hann virð- ist upphefja yfírborðshörku ung- menna af rokkkynslóðinni, sem virðast jafnvel samkynhneigðir, em að fá á sig svip endurtekn- inga. Sýningin nær þannig ekki þeim tilgangi, sem ætlast var til, og er það miður vegna þess að hér er um ótvírætt hæfileikafólk að ræða. En allt annað mál er það, að sýningar á verkum ungs fólks hafa fullan rétt á sér innan um annað, en eiga ekki að vera neitt takmark útaf fyrir sig og þurfa að auki að vera dálítið spennandi og forvitnilegar. Við eigum einnig ungt fólk, sem lítið hefur borið á undanfarið, en hefði alveg eins komið til greina og kannski kom- ið öllu meira á óvart - þá hefði slík sýning haft meiri tilgang og meira vaxtarmagn ... Fyrir þreytta fætur - hanskaskinnskór ^(oA^<5 XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ FRÍKIRKJUVINIR Það er lífsnauðsyn fyrir framtíð Fríkirkjusafnaðarins, að sem flest- ir greiði atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október í Alftamýrarskóla og krossi við já. UpplýsingaskrifstofaneráLaufásvegi13. I 1 _ Margar gerðir, tvær hæfahæðir. Hvítt, svart, beige. Verð kr. 3.252,- Sendum í póstkröfu. Skósel, Laugavegi 44, s. 21270. Ef þið þurfið bíl til að komast á kjörstað, hringið þáísíma 27270. XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.