Morgunblaðið - 02.10.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 02.10.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 43 þær breytingar voru gerðar að sjúkrasamlagsgjöldin voru lögð nið- ur og innheimt með almennum sköttum, og þar með gerð ósýnileg. Er svo enn. Afdrifarík breyting Um 1974 var gerð önnur afdrifa- rík breyting. Þá var komið á því greiðsluformi fyrir lyf að fólk greiddi lág föst gjöld fyrir hvert lyf en ekki helming eða fjórðung af heildarverði eins og áður hafði ver- ið. Einhver spekingur hafði reiknað út að þessi breyting myndi ekki auka útgjöld trygginga og ekki var gert ráð fyrir auknum kostnaði. Vafalaust var þessi breyting gerð til þess að sá veikasti eða fátæk- asti þyrfti ekki að borga eins mikið og áður, en hún gilti fyrir alia heild- ina. Stjóm Læknafélags Reykjavík- ur benti á að breytingin myndi leiða til að ávísað yrði stærri skömmtum ljfya en ekki var hlustað á það. Svona breyting hefur geysivíðtæk áhrif. 43 prósent aukning varð á lyfjakostnaði Sjúkrasamlags 1986 gerðist sú sorgarsaga að þrettán sjúkrahús vora samtímis sett á íjárlög í viðbót við þau sem fyrir vora. Sjúkrahúsin vora svipt því takmarkaða fjárræði sem þau höfðu fyrir og hættu að geta unnið fyrir sér. „Tilgangur þessarar hug- myndar, að sjúkrahúsin fari af dag- gjaldakerfínu yfir á föst fjárlög, er sá að það sé auðveldara að átta sig á rekstrinum," sagði sá ráðherra úr hópi sjálfstæðismanna sem rak málið áfram. Þetta var stórt skref í átt til ríkisútgerðar og núverandi heilbrigðisráðherra úr flokki fram- sóknarmanna heldur áfram ríkis- forræðisstefnunni og hefur kveðið á um að öll sjúkrahús skuli rekin með §árlögum næsta ár — þau verði sett á kvóta. Menn geta svo reynt að giska á hver íslenskra stjómmálaflokka er lengst frá kommúnisma. Opinber rekstur heil- brigðismála hefur hvarvetna rejmst fáránlegt fyrirkomulag, auðmýkj- andi, treg og ill þjónusta við sjúkl- inginn sem verður réttlaus þiggj- andi. Á Norðurlöndunum era ára- þess að það sé nein tæmandi upp- talning. I fyrsta lagi má ekki fara lengra út í vitleysuna en feta sig hægt til baka svipaða leið og við komum. Þar á ég við að ekki má setja fleiri sjúkrahús á föst fjárlög, þau verða að geta unnið fyrir sér eins og aðrar stofnanir með ein- hveiju móti. Það hlýtur að vera hægt að finna heilbrigða leið til að ákveða hvað vinna þeirra kostar. Nútíma stjómmálamenn hafa talað um að leggja niður sjúkrasamlög en það tel ég vera eitthvert mesta ógæfuspor sem hægt væri að stíga, því að sjúkrasamlögin era það eina sem við eigum eftir af raunveraleg- um tryggingum. Það era sjúkra- samlög sem gera okkur mögulegt í dag að hafa veralegt valfrelsi um þjónustu utan sjúkrahúsa. En svo að tekið sé dæmið um lyfjaverðið þá væri þar einfaldast að breyta aftur yfir í gamla kerfið og taka upp gjald sjúklings sem hlutfall af heildarverði. Dæmi: Venjulegt fullorðið fólk greiddi til dæmis 25 til 30 prósent fyfjaverðs, Reykjavíkur árið eftir. Ljfyakostn- aður f landinu hefur stóraukist og er líklega miklu hærri en hann þjrfti að vera og lfklega er ljfya- notkun meiri en hollt er. Almenn- ingur missti alla hugmynd um hvað fyf kostuðu en vissi þó að þetta heimskulega og örláta fyrirkomulag leiddi af sér að fimmhundrað töflur kostuðu jafn mikið og hundrað og því um að gera að fá stærri skammt fremur en minni skammt. Læknar hættu eðlilega að hafa mikinn áhuga á ljfyaverði því að hver ein- asti læknir hefur meiri áhuga á hag sjúklings síns heldur en tryggingar- innar. Ljrflakostnaður er nú orðið langtum hærri útgjaldaliður fyrir sjúkrasamlög heldur en læknis- kostnaðurinn sjálfur. Sókn miðstýringar Þegar stjómmálamenn era búnir að gera góðverk á smælingjunum sjálfum sér til skemmtunar og kannski til atkvæðakaupa, en kostnaðurinn fer sfðan að hækka meira en góðu hófí gegnir er næsta aðgerð þeirra að setja fjárhags- ramma, skera niður og taka burtu frelsi. Allar hugmjmdir stjómmála- manna, og ekki síst embættismanna ríkisins, um breytingar í heilbrigðis- kerfinu í dag ganga út á það að svipta okkur frelsi. Svipta stofnanir fjárræði og sjálfræði. Svipta lækna athafnafrelsi og svipta fólkið val- frelsi um þjónustuna. Þetta hefur verið þróunin í löndunum í kringum okkur og við eram hér nokkram úrum á eftir t.d. Svíum. Þjónustan er skömmtuð, biðraðimar lengjast og þeir sem efni hafa á kaupa sér einkaþjónustu utan við trygginga- kerfið sem er í raun og vera orðið ónýtt. Sókn miðstýringarinnar — ríkis- væðingin — hefur stöðugt haldið áfram í heilbrigðismálum. Haustið „Vandi heilbrigðiskerf isins er ekki fjárhagslegnr. Rökin fyrir því eru einfaldlega að fólk vill hafa góða heilbrigðisþjónustu og borga fyrir hana. Fjárhagsvandi heilbrigðis- og tryggingakerf isins stafar af fáránlegri stjórnun." langar biðraðir eftir heilbrigðis- þjónustu á mörgum sviðum og sagt er að það sé átta ára bið eftir æða- hnútaaðgerð hjá ríkisrekna heil- brigðiskerfínu breska. Biðraðir og skert valf relsi Fýrir nokkra hitti ég konu sem kom frá Sviþjóð og hafði heimsótt aldraðan föður sinn. Hann hafði farið á einkastofnun og fengið skurðaðgerð fyrir 15 til 17 þúsund sænskar krónur. Hún spurði gamla manninn hvort ríkið greiddi ekki slíkar aðgerðir í Svíþjóð en hann svaraði einfaldlega: „Maður vill bara ekki bíða þangað til maður deyr.“ Þessi saga segir einfaldlega hvemig ríkisforsjáin eyðileggur heilbrigðistryggingar. Þeir fátækari hafa ekki efni á að kaupa sig út úr biðröðinni. Hér á íslandi hafa lokanir sjúkra- deilda venjulega verið útskýrðar með starfsfólksskorti. Sú skýring dugir ekki lengur. Nú er sjúkra- deildum lokað vegna þess að þjón- usturammi ríkis^árlaganna er of þröngur og fólkið er farið að bfða. Hvaða leið telur þú að ætti að fara í þessu máli? Ég skal neftia nokkra hluti án böm 10 prósent, aldraðir 10 til 15 prósent, öryrkjar 10 prósent Lyf gegn sykursýki, krabbameini og öðram langtfma eða ólæknandi sjúkdómum mættu vera ókeypis. Ennfremur þarf að hafa þak svo að ljfyakostnaður fari aldrei jrfir viðráðanleg mörk. Kostir þessa yiðu þeir að allir fengju verðskjm og læknir, lyfeali, sjúklingur og trygg- ingafélag yrðu samverkamenn f þvf að ástunda hófsemi og heilbrigða skynsemi f vali og notkun ljfya. í dag er tryggingafélagið eini aðiiinn sem þarf að hafa áhyggjur. Samskonar hlutfallsgreiðslur þurfa að gilda um alla heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa þannig að neytandinn greiði þekkt hlutfall af þeirri þjónustu sem hann fær. Miðað við núverandi fyrirkomulag jrði heilbrigðisráðherra að ákveða þetta hlutfall, til dæmis milli 10 og 40 prósent. Aldrað fólk, öryrkjar og böm greiði minna gjald en vinnu- fært fullorðið fólk. Þetta hlýtur að teljast eðlilegri leið en að skammta fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu. Hvernig telur þú að fj&rmagna ætd heilbrigðisþjónustuna? Það er aðalmál að aðskilja heil- brigðisþjónustu og ríkisfjármál. Sá sem stendur höllum fæti getur ekki stutt annan. Sá sem er hjálparlaus sjálfur getur engum hjálpað. Stofn- un f svelti fjárlaga getur það ekki heldur. Ríkissjóður, sem er og verð- ur í endalausum kröggum og um- vafinn erlendum skuldum, honum er ekki treystandi til að tryggja öiyggi ein eða neins. Auk þess er ríkisfjárlagastjómun fáránlega gamaldags stjómunaraðferð sem í hæsta lagi dugar til að stjóma her í styijöld. Það er ástand þegar ríkið og þjóðin era samtaka en í dag fer því fjarri að íslenska þjóðin beri virðingu fyrir íslenska ríkinu. Ef við tölum um sjúkrahús þá eiga alvöra sjúkrahús að vinna fyr- ir sér sjálf og ekki vera á fram- færslu ríkis. Eins og aðrar alvöra þjónustustofnanir eiga þau að fjár- magnast af þeim sem þau þjóna, Qárhagslega sjálfstæðu fólki sem ræður tiyggingu sinni sjálft og greiðir góða þjónustu með eigin fé eða eigin tryggingu. Sjúklingamir eiga að Qármagna sjúkrahúsin með því að greiða úr sameiginlegum sjóðum okkar sjálfra, raunveraleg- um tiyggingum. Sjúkrahús eiga að vera sjálfstæðar stofnanir sem bera sig, annast rekstur sinn sjálfar, gæta hagkvæmni innanfrá og greiða skatta í stað þess að glejrpa skatta endalaust og fá skammir fyrir frá þeim sem skammta þeim að ofan. Allir þurfa að vera tryggðir rétt eins og allir hafa húsin sín tryggð og bflana sína tryggða. Tryggingar mættu hins vegar vera misdýrar eftir smekk hvers og eins og þann- ig gæti fólk skammtað sér mishá tryggingagjöld. Eðlilegt er að end- urreisa sjúkrasamlögin og gera hveijum og einum skylt að greiða tiltekið sjúkrasamlagsgjald’ á ný. Þetta gjald mætti vera tekjubundið, hugsanlega gæti komið mótframlag frá sveitasjóðum, aðalatriðið er að ríkið komi hvergi nærri. f stað þess að leggja niður sjúkra- tryggingar eins og stefnt er að nú með því að láta ríkið annast þær þurfum við að efla sjúkratiygging- amar, auka sjálfstæði sjúkrasam- laga í hverri byggð svo að það mikla fé sem fólkið greiðir nú ómælt og óskilgreint til þessara mála fari aldrei út úr byggðinni. Yrði þetta kerfi tekið upp mjmdu sjúkrasam- lögin verða öflugir sjóðir, hvert í sfnum landshluta. Tryggingarfélag þarf að vera öflugur sjóður. Það mjmdi draga úr sveiflum ef slíkir sjóðir væra til staðar og jafnframt gera landsbyggðina sjálfstæðari gagnvart ríkinu og miðstýringar- valdinu í Reykjavfk. Fjárlög myndu að sjálfsögðu minnka um meira en Qöratíu prósent. Hvað um þá sem ekki greiddu sjúkrasamlagsgjöldin af ein- hverjum ástæðum? Það verður aldrei hjá því komist að einhveijir boigi ekki sjúkrasam- lagsgjöldin og þá er að finna út hvemig hægt er að bjaiga þvf og það held ég að yrði alltaf hægt. Eðlilegt fínnst mér að sveitarsjóður gerði það fremur en ríkið. Frá upp- hafi byggðar f landinu hafa sveita- sjóðir annast ósjálfbjarga fólk. Vert er þó að minna á að meðan sjúkra- samlagsgjöld voru persónubundin innheimtust þau svo vel að nær aldrei kom til þess að fólk missti réttindi sín í sjúkrasamlagi vegna vanskila. í þessu sambandi má einn- ig nefna að eðlilegt virðist að hafa misdýrar tiyggingar með misháum gjöldum rétt eins og sumir kjósa að hafa bflinn sinn kaskótiyggðan en aðrir ekki. Þannig gæti fólk til dæmis valið um að eiga rétt á and- litsfyftingum eftir þörfum, áfengis- meðferð þijá mánuði á ári eða sífelldum göngum til geðlækna eins og sagt að gerist með efnaðra fólk í Ameríku. Vandinn stafar af fáránlegri stjórnun Vandi heilbrigðiskerfisins er ekki fjárhagslegur. Rökin fyrir því era einfaldlega að fólk vill hafa góða heilbrigðisþjónustu og boiga fyrir hana. Pjárhagsvandi heilbrigðis- og tryggingakerfisins stafar af fárán- legri stjórnun. Væri Snúið af mið- stýringarbrautinni og eðlilegt tryggingakerfi tekið upp að nýju myndu ef til vill fjármunir sparast en þjónustan mjmdi öragglega batna. Sfðast en ekki síst mjmdi einstaklingurinn á ný öðlast eðlileg mannréttindi og sjálfetæði, og tryggingu fyrir því að hann fengi heilbrigðisþjónustu þegar hann þyrfti á henni að halda fremur en að láta skammta sér og bfða í bið- röðum við dyr lamaðra ríkisstofn- ana, sagði Ingólfur að lokum. -b’o. loftræsti viftur s 1*1 l.h /’ l'k ‘ = r u. pEi<K>NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.