Morgunblaðið - 02.10.1988, Page 44

Morgunblaðið - 02.10.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Eugene Onegin TEXTI: Börkur Aðalsteinsson Þriðjudaginn 4. október kl. 20 verður óperan Eugene Onegin eftir Tchaikovsky sýnd af mynd- bandi í Þjóðleikhúskjallaranum. Upptakan er frá Ljóðrænu ópe- runni í Chicago 1985. Stjómandi er Bruno Bertoletti. í aðalhlut- verkum eru Mirella Freni sem Tatjana, Wolfgang Brendel sem Onegin, Peter Dvorsky sem Lenski og Nicolai Ghiaurov sem Gremin. Sýningin tekur 2 tíma og 30 mínútur. Sænskur texti. Upphaf Árið 1877 var stungið upp á því við Tchaikovsky að semja óperu eftir söguljóði Pushkins, Eugene Onegin. Við fyrstu sýn virtist þetta undarleg hugmynd, því söguþráðurinn í kvæðinu er fremur óijós. Kvæðið bregður upp ljóðrænum og rómantískum myndum sem em Iauslega bundn- ar saman, en mynda ekki dra- matíska heild. Verkið höfðaði hinsvegar mjög til Tchaikovskys og hann ákvað þegar að hefjast handa. Hann skrifaði: „í þessu verki er ótrúleg skáldleg anda- gift. Ég er ekki blindur fyrir veik- leikunum. Mér er alveg ljóst að atburðarásin fær lítið svigrúm og sviðsáhrifin verða rýr. En verk Pushkins bætir það fullkomlega upp með skáldskaparauðlegð, eðlilegri atburðarás og sönnum mannlegum eigindum." Ljóðið bregður upp skýrri mynd af hvers- dagslífinu á þessum tíma og hefur verið kallað „alfræðiorðabók um lífið í Rússlandi". Sumir hlutar þess, svo sem lýsingin á dans- leiknum hjá Larinu, minna óneit- anlega á „Laugardagskvöldið á Gili“ eftir Fröding. Á þessum tíma naut ljóð Pushkins mikillar hylli í Rússlandi og gerir raunar enn, og er Pushkin talinn vera eitt helsta Ijóðskáld Rússa, brautryðj- andi og undanfari hinna stóm rit- höfunda 19. aldar, svo sem Tolstoy og Gogol. Frægð Push- kins hefur ekki orðið eins mikil á vesturlöndum, sennilega vegna þess hve erfitt er að þýða ljóð hans. Persónur Aðalpersóna ópemnnar er Tatjana, ung stúlka sem býr með móður sinni og systur á sveita- setri utan við Pétursborg. Eins og aðrar persónur sögunnar er hún aðalsættar. Hún er alin upp í góðum siðum, en á þessum tíma (um 1820) vom aðslmenn í Rússl- andi lítið frábmgðnir aðalsmönn- um annars staðar í Evrópu. Þeir töluðu frönsku og lásu enskar bókmenntir. Þeir sem áttu pen- inga ferðuðust til höfuðborga Evrópu, en þeir sem ekki komust létu sig dreyma um það. Á þeim tíma var rómantíkin allsráðandi. Tatjana er dreymin og les með ákefð harmþmngnar ástarsögur. Ástin er hinn afgerandi atburður og lausn í lífinu. Eins og siðaregl- umar vom átti Tatjana að sitja og bíða, eftir að riddarinn kæmi og segðist elska hana. Þegar svo Onegin kemur í heimsókn fellur hann alveg inn í þessa mynd og hún verður yfir sig ástfangin af honum. Hún ræður ekki við til- finningar sínar og um nóttina skrifar hún honum bréf þar sem hún játar honum ást sína. Það var rangt. Kona í hennar stöðu átti að hafa sig hæga, bródera og bíða eftir að fá bréf, en ekki skrifa það sjálf. Þegar svo Onegin hafnar henni ’hrynur veröldin og hún er auðmýkt og örvæntingarfull. Hún afneitar ástinni og giftist tveim áram síðar eldri manni, sem hún virðir. Systir Tatjönu, Olga, er steypt í annað mót. Hún er glaðvær og til í tuskið, en lítið gefín fyrir að liggja í bókum. Hún er trúlofuð Lenski, sem er skáld. Þau em mjög hamingjusöm í upphafi ópe- mnnar, en það syrtir í álinn á dansleik þegar Onegin fer að gera sér dælt við Olgu í þeim tilgangi einum að stríða Lenski vini sínum. Lenski unir þessu illa og að lokum verður úr þessu heiftúðugt rifrildi sem endar með því að Lenski skor- ar Onegin á hólm. í því einvígi fellur Lenski. Þess má geta hér, að Pushkin sjálfur dó eftir einvígi 6 ámm eftir að hann orti Eugene Onegin. En hver er þá Onegin sjálfur? Hann er að mörgu leyti óljósasta persóna verksins. Kvæði Pushkins er samið undir sterkum áhrifum frá ljóðabálkinum Don Juan eftir Byron lávarð, og Onegin dregur dám af honum. Hann er lífsleiður þó hann sé aðeins 22 ára gamall. Hann hefur þegar ferðast um Evrópu og kynnst þar svartsýnum rómantíkemm sem glöddust yfir að vera glataðar sálir. Hann er „dandy“ að enskri fyrirmynd, spilagosi og kaldranalegur elsk- hugi. Hann eyðir kröftum sínum í að leika þetta hlutverk og gengst upp í því. í einvígissenunni er hann nærri því að fella grímuna til að geta sæst við Lenski, en það nær ekki lengra. Þegar hann svo afhjúpar tilfinningar sínar í lok verksins er það of seint. Hann er úrræðalaus og fastur í eigin ímynd. Söngtexti Tchaikovsky samdi mestan hluta söngtextans sjálfur. Slíkt var ekki vandalaust, því í ljóðinu er lýsingin á atburðarásinni ekki nákvæm. Við samanburð á ljóði og ópemtexta kemur í ljós, að flest áhrifamestu atriði ópemnnar hefur Tchaikovsky byggt á dra- matískt séð rýmm kosti frá Push- kin. Eitt dæmi er í fyrsta þætti, þegar við kynnumst Larinu, móð- ur Tatjönu. í kvæðinu er lítillega minnst á lesvenjur hennar á æsku- ámnum. Tchaikovsky lætur hana heyra söng dætra sinna og kann- ast hún við efnið í söngnum, enda hafði hún ung lesið það. Þetta vekur hjá henni angurværar end- urminningar, og áhorfandanum skilst, að hún hafi ung orðið ást- fangin af röngum manni og neyðst til að giftast án ástar. Atriðið í ópemnni skapar mun skýrari persónu en kvæðið gaf tilefni til. Annað dæmi er bréfsenan. Hjá Pushkin les maður blátt áfram bréfið frá upphafi til enda, „þýtt úr frönsku", meðan Tchaikovsky sýnir okkur sálarlíf ungrar stúlku sem ekki aðeins skrifar bréfið þessa sársaukafullu nótt heldur umbreytist í konu um leið. Hún svéiflast milli vonar og örvænting- ar, milli kvíða unglingsins og ástríðu konunnar, milli löngunar og blygðunar. Pushkin heldur sinni kaldhæðnislegu fjarlægð meðan Tchaikovsky setur sig al- gjörlega í spor Tatjönu. Enn má nefna dansleikinn hjá Larinu, þar sem daður, afbrýði og stríðni leiða til hinnar örlag- aríku áskomnar Lenskis. í ljóðinu er enginn beinn árekstur á dans- leiknum; Lenski yfirgefur sam- kunduna og sendir áskomnina bréfleiðis til Onegins daginn eftir. Tchaikovsky byggir hinsvegar upp atriðið á leikrænan hátt með öraggu handbragði; eitt andartak lítur út fyrir að vinimir geti rætt málið í bróðemi, en þá er svarað á óheppilegan máta og verkar það sem olía á eldinn. Onegin vill gjaman sættast, en þolir ekki að gert sé gys að sér framan við „sveitafólkið", og gefur í skyn að Lenski sé orðinn traflaður. Þetta særir Lenski enn meir og kemur honum til að móðga Onegin fyrir framan alla, sem aftur leiðir til ryskinga og hinnar óþörfu ein- vígisáskoranar. Tónlístín Tchaikovsky hreifst mjög af persónu Tatjönu og tengist henni sterkum tilfínningaböndum. Hann samdi fyrst bréfsenuna, og er tón- listin þar undirstaða annarra hluta verksins. Með þessari tónlist skip- aði Tchaikovsky sér í flokk mestu ópemtónskálda, enda þótt flestar aðrar ópemr hans væm lélegar. Þó er ekkert nýtt eða byltingar- kennt í þessari senu. Hún lifir algjörlega á tilfinningahita og ákefð. Tilfinningar Tatjönu koma skýrt í ljós. Hljómsveitin leikur undir söng Tatjönu og lýsir hvem- ig hún skrifar og hvað henni líður, en segir einnig ýmislegt sem ekki er hægt að segja í orðum á virðu- legu ópemsviði. í hljómsveitar- gryfjunni er hægt að láta ýmis- legt flakka! Margir telja að þessi sena sé með því besta sem Tcha- ikovsky samdi. Dansatriðin í ópemnni era fræg. í fyrsta þætti er uppskem- hátíð vinnuhjúanna, í öðmm þætti dansar lágaðallinn úr sveitinni vals og mazurka, og í þriðja þætti dansar háaðallinn polonesju. Tchaikovsky dregur fram í tónlist- inni muninn á þessum ólíku stétt- um. Söngur vinnuhjúanna er líflegur og glaðvær en fremur grófgerður. Á dansleik lágaðals- ins er sungið með í dansinum, og þrátt fyrir tilburði til glæsileika í framkomu verður því ekki leynt að hér er um sveitaball að ræða. í lokaþættinum er annar bragur á, þar er ekki sungið með í dansin- um og glæsileikinn er augljós, en jafnframt em allir hátíðlegir og lífsgleðina vantar. Þá er fræg hin tregablandna aría Lenskis rétt fyrir einvígið, og aría Gremins fursta í siðasta þætti hefur verið kölluð frægasta bassaaría Rússa. Gremin er sá sem Tatjana giftist, og við kynn- umst honum einungis í þessari aríu. En Tchaikovsky tekst í þess- ari einu aríu að sannfæra okkur um, að þessi maður sé bæði góður og göfugur, og gerir það ákvörðun Tatjönu í lok verksins trúverðugri. Tchaikovsky kallaði ópemna „ljóðræn atriði" og sagði hana meðvitaða tilraun til að skrifa persónulegri gerð af ópem. Hann var aldrei þessu vant sannfærður um að hann hefði samið gott verk. í fyrstu kunnu menn ekki að meta verkið. Sagan var kölluð söguleysa: Tatjana verður ást- fangin af Onegin og ekkert ger- ist. Onegin verður ástfanginn af Tatjönu og ekkert gerist. Tcha- ikovsky lét þetta ekkert á sig fá. Hann skrifaði meðal annars: „Sagt er að Onegin sé ekki þess virði að setja á svið. Ég kæri mig kollóttan um þeirra sviðsáhrif! Þegar til kastanna kemur, hveiju koma þau til leiðar ein sér? Ef þú getur fundið nokkur raunsönn sviðsáhrif í t.d. Aida get ég ekki annað sagt en að þótt öll auðævi veraldar stæðu til boða fengist ég ekki til að semja ópem um slíkt efni. Ég vil manneskjur en ekki brúður... hvorki kónga né uppreisnarmenn, guði né sigurm- arsa, í stuttu máli ekkert af gild- mm stórópemnnar (grand opera). Ég vil náið og tfyúpt drama byggt á atburðum og flækjum sem ég hef sjálfur reynt og sem snerta mig. Ef óslökkvandi áhugi minn á Eugene Onegin er bara til marks un andlega takmörkun, þá verður bara að hafa það, því aðeins eitt skiptir máli: óperan mín skrifaði sig einfaldlega sjálf og það er ekkert í henni, sem er yfirborðs- legt eða unnið með erfiðismun- um.“ Tíminn sýndi, að Tchaikovsky hafði rétt fyrir sér. Vinsældir Eugene Onegin em gffurlegar, ekki einungis í Rússlandi, heldur einnig um allan hinn vestræna heim. Óperan er viðkvæm og vandasöm í flutningi, en það er alveg óhætt að mæla með upp- setningunni frá Ljóðrænu ópe- mnni í Chicago. Þar er valinn maður í hveiju rúmi, og sænski textinn eykur á skilninginn og ánægjuna. Þess má að lokum geta, að væntanleg er á markað hljómplötuupptaka á þessari ópem með flestum þessum söngv- umm. Höfundur er styrktarfélagi ís- leasku óperuaaar. XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ FRÍKIRKJUVINIR Það er lífsnauðsyn fyrir framtíð Fríkirkjusafnaðarins, að sem flest- ir jgreiði atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október í Alftamýrarskóla og krossi við já. Upplýsingaskrifstofan er á Laufásvegi 13. Ef þið þurfið bíl til að komast á kjörstað, hringið þá í síma 27270. XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ XJÁ Fósturheimili óskast! Fósturheimili óskast fyrir börn á skólaaldri og böm með sérþarfir. Þeir, sem hafa áhuga, hringi í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, fósturdeild, sími 25500. SJÚKRANUDDSTOFA verður opnuð þriðjudaginn 4. október kl. 15.00 í Hátúni 6A, Reykjavík. Upplýsingar og tímapantanir í síma 20560. Opið frá kl. 15.00 til 21.00. Símsvari tekur við skilaboðum utan opnunartíma. Harpa Harðardóttir, löggiltur sjúkranuddari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.