Morgunblaðið - 02.10.1988, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988
t
Móðir mín og tengdamóöir,
INGIBJÖRG VILBORG BENJAMÍNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. september.
Benedikt Jasonarson, Margrót Hróbjartsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
JÓNAS BÖÐVARSSON,
Háteigsvegi 32,
lést i Landspítalanum 30. september.
Hulda Haraldsdóttir.
t
Móðir mín,
LOVÍSA MAGNÚSDÓTTIR,
Ennisbraut 23,
Ólafsvík,
lést 30. september í Fransiskuspíta Stykkishólmi.
Fyrir hönd systkina minna,
Sœvar Þórjónsson.
t
Systir okkar,
INGIBJÖRG BETÚELSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. október kl.
13.30.
Systklnin.
->
TÖLVUTÆKNI
Tilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að
mennta sig með tilliti til þarfa atvinnulífsins á sem skemmst-
um tíma. Tölvutœkninámið er œtlað þeim sem hafa áhuga
á að starfa sem forritarar eða hafa yfirumsjón með tölvukerf-
um fyrirtækja.
Námið er alls 256 klukkustundir og skíptist í 8 áfanga. Hverj-
um áfanga lýkur með prófi og kemur einkunn fram á loka-
skírteini. Hægt er að velja um dagnám sem tekur 3 mánuði
eða kvöldskóla sem tekur rúma 4 mánuði.
Dagskrá:
★ Almenn tölvufræði.
★ Notendahugbúnaður.
★ Stýrikerfi.
★ Kerfisgreining og kerfishönnun.
★ Hagnýt stærðfræði.
★ Gagnasafnsfræði.
___ ★ Tölvufjarskipti.
__ ★ Forritun.
Námið hefst 12. október.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 687590.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28
Baldvina J. Brynjólfs-
dóttir - Minning
Fædd 13. janúar 1930
Dáin 24. september 1988
Mágkona mín Baldvina Brynj-
ólfsdóttir varð bráðkvödd á heimili
sínu 24. september sl. Fréttin kom
eins og reiðarslag yfir fjölskyldu
og vini. Ég kynntist henni fyrst
fyrir rúmum þijátíu árum þegar ég
kvæntist Þorgerði systur hennar.
Hún bjó þá á Akranesi ásamt eigin-
manni sínum og Lindu dóttur
þeirra, lítil hnáta hoppaði þar um
gólf. Þar var gott að koma, hlýhug-
ur og gestrisni.
Baldvina fæddist 13. janúar 1930
á Siglufirði, dóttir hjónanna Guð-
rúnar Vilmundardóttur, sem varð
níræð í sumar og dvelur á Hrafn-
istu, og Brynjólfs Jóhannssonar
verkstjóra, sem lést árið 1962.
Dætur þeirra hjóna voru þijár: Þor-
gerður, Baldvina og Sigríður.
Badda eins og hún var jafnan
kölluð ólst upp á Siglufirði en gift-
ist ung Hreggviði Sigríkssyni frá
Akranesi. Þau bjuggu þar lengi en
síðari árin í Njörvasundi í
Reykjavík. Þau slitu samvistum.
Hreggviður lést 31. ágúst síðastlið-
inn. Einkadóttirin, Guðrún Linda
tónlistarkennari gift Sævari Hall-
grímssyni bifvélavirkja og eiga þau
þijú mannvænleg börn, Inga Þór,
Hallgrím og Guðrúnu Baldvinu.
Badda var vönduð kona sem öllum
vildi gott gera, hlý og trygglynd.
Hún reyndist móður sinni einstak-
lega vel og heimsótti hana nær
daglega á Hrafnistu, Guðrún hefur
því misst mikið, en við sem þekkjum
hana vitum hve sterk hún er og að
þakklæti fyrir alla umhyggjuna er
henni efst í huga.
Náið og innilegt samband var
alla tíð milli Böddu og Lindu dóttur
hennar.
Það er þung raun fyrir Lindu að
sjá á bak foreldrum sínum með
mánaðarmillibili. Þá er gott að eiga
traustan maka, dugmikil börn og
góða vini.
Við söknum Böddu og þökkum
henni af alhug alla góðvildina og
tryggðina.
Hörður Jónsson
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól
að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól
og setjast loks á silfurbláa tjöm
og syngja fyrir lítil englaböm.
D. Stefánsson
Þó oft sé erfitt að gefa minningun-
um mál langar mig með nokkrum
orðum að minnast vinkonu minnar
og frænku Böddu.
Baldvina J. Brynjólfsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 13. janúar 1930, hún
var önnur dóttir hjónanna Guðrúnar
Vilmundardóttir og Brynjólfs Jó-
hannssonar, Þorgerður er eldri en
Sigríður yngri.
Við Badda fæddumst og ólumst
upp saman á Grandanum og núna
síðast á föstudagskvöldið 23. sept.
vorum við flissandi yfir ijúkandi slát-
urkeppunum að minnast æskuár-
anna á Grandanum þegar við í sam-
einingu vorum að læðast inn til afa
og stelast til að drekka kaffi, bryðja
kandís og kremkex. Öll okkar æsku-
ár lágu leiðir okkar saman um
Grandann, Eyrina og bryggjumar
þar sem við byijuðum ungar að salta
síldina og stóðum hlið við hlið við
síldarkassana.
Saman lögðum við ungar land
undir fót og fórum suður til að
freista gæfunnar. Við leigðum sam-
an, unnum saman og skemmtum
okkur saman, Badda með gítarinn
því hún spilaði mikið og söng og
hafði svo fallega söngrödd að mér
laglausri var oft sagt að þegja.
A
VERZLUNARRÁÐ (SLANDS
Morgunverðarfundur í Átthagasal Hótel Sögu
miðvikudaginn 5. október 1988 kl. 8.00-9.30.
HVAÐ ER FRAMUNDAN
i ATVINNULÍFINU?
Næst verðbólgan niður? Heldur gengið? Hver verður
framvindan á vinnumarkaðnum? Fjallað verður um
þessi efni og almennt um stöðu atvinnulífsins.
Framsögumenn: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Verzlunarráðsins, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri
Fólags íslenskra iðnrekenda, og Friðrík Pálsson,
forstjórí SH.
Fundurinn er opinn, en óskað er eftir skráningu þátttak-
enda ísíma 83088 fyrir kl. 16 á þríðjudag. Fundargjald
(morgunverður) kr. 400, greiðist vlð inngang.
Báðar stofnuðum við heimili,
Badda giftist Hreggviði Sigrikssyni
sem nýlega er látinn, þau eignuðust
eina dóttir, Guðrúnu Lindu, gifta
Sævari Hallgrímssyni.
Eftir nokkurra ára búskap hér í
borg fluttust þau upp á Akranes og
þó heimsóknum okkar hvorrar til
annarrar hafi fækkað á þessum
árum hélst þráðurinn sem aftur var
tekinn upp eftir að þau hjón fluttu
hingað til Reykjavíkur 1968 og ef
við vorum fjarri hvor annarri flugu
bréfin og kortin milli landa því frá
mörgu þurfti að segja og vinátta
okkar varð jafnvel traustari með
árunum því núna síðustu vikur og
mánuði hefur varla liðið dagur án
þess að við töluðumst við og á
fimmtudaginn þegar ég hringdi og
sagði:
Komdu nú í slátur á morgun, var
svarið: Já, ástar þökk, ég kem beint
úr vinnunni.
Voru það því nokkur undur þó ég
áttaði mig ekki þegar Linda hringdi
í mig daginn eftir og sagði að
mamma sín væri dáin. Badda sem
í gærkvöldi var hjá mér hress og
kát, dáin í dag. Nei, það var eitt-
hvað sem ég þurfti að afneita og
eigingimin náði tökum á mér, í hvem
átti ég þá að hringja á morgun og
rabba við um þetta allt sem enginn
skilur?
En þó ég sakni Böddu og eigi
eftir að sakna um ókomin ár em það
svo margir aðrir sem eiga um sárt
að binda og þess vegna votta ég
Lindu, Sævari, bömum þeirra, systr-
unum tveim, bamabömum og aldr-
aðri móður mína dýpstu samúð. Frá
móður minni, Jóhönnu Vilmundar-
dóttur, fylgir innileg kveðja með
þakklæti fyrir margar ánægjustund-
ir á liðnum ámm. En þó komin sé
sú kveðjustund sem aldrei snýr til
baka, mun mynd af þinni léttu lund
enginn frá mér taka.
Ragna
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar, sími 686988
E
iningabréf Kaupþings
- örugg og áhyggjulaus.
Eigendur Einingabréfa hafa notið u.þ.b. 13% vaxta
umfram verðbólgu nú síðustu mánuði.
Einingabréf eru fáanleg á verðgildi alltfrá 1.000 kr.
Einingabréf Kaupþings - framtíðaröryggi í fjármálum