Morgunblaðið - 02.10.1988, Síða 66

Morgunblaðið - 02.10.1988, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Litlar, nagandi áhyggjur gera óskunda ... Það er einkar athyglisvert að við nútímamenn virðumst hafa gleymt þvi hvernig lifa á í nútíðinni. Kannist þið ekki við það að hafa sífellt áhyggjur af framtíðinni og, ef ekki vill betur, þá af fortíðinni? Við erum svo upptekin við þessar áhyggjur, að núið fer gjörsamlega forgörðum og tíminn virðist renna sem sandur í stundaglasi úr greipum okkar. Maður nokkur, Sir William Osler að nafni, kvað það sína lífsbjörg að lifa í þvi sem hann kallaði „dagþéttri veröld“. Þá átti hann við að með því að loka fyrir fortíð og framtíð gæti hann notað sér hvern dag til hins ýtrasta án þess að eyðileggja hann með stöðugum og nagandi áhyggjum og jafhframt notið hverrar stundar fullkomlega. Ekki svo að skilja að verið væri að benda mönnum á að vera skeytingarlausir um framtíð sína, heldur aðeins að gera sér grein fyrir því að þar sem við vitum harla fátt um það sem kann að verða, ættum við ekki að eyða okkar dýrmæta tíma í að fárast yfir óræðri framtíð, heldur einbeita okkur að þvi að gera hvern dag mikilvægan og skemmtilegan. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.“ Hvort sem menn eru trúaðir eða ekki innifelur þessi bæn í sér óskina um að geta tekist á við verkefni líðandi stundar, án þess að hengja sig á klafa fortíðar og framtíðar. Ætli það sé ekki nokkuð til í þvi, að öðlist maður hugarró, séu nánast allir vegir færir? Gunnarsson heitir 19 ára piltur búsettur í Reykjavík. 18 ára gam- all hóf hann dagskrárgerð á út- varpsstöðinni Bylgjunni og stjóm- aði þar þætti sem hét Undiraldan og var á sunnudögum. Síðan hóf hann störf í hljómplötuverslun Grammsins á Laugavegi og vorið 1988 hóf hann störf sem plötu- snúður á skemmtistaðnum Casa- blanca. Fyrir rúmum tveimur vik- um tók hann svo að sér fram- kvæmdastjóm á nýjum skemmti- stað hér í bæ sem kallast Tunglið og að eigin sögn fékk hann svo til fijálsar hendur hvað breytingar og útlit snertir. Ég byijaði á því að biðja hann að segja mér svolí- tið frá þessu ævintýri. Já, ég tók að mér framkvæmda- stjóm ásamt Önnu Þorláks og sáum við um breytingar. Það þurfti meðal annars að gera bygg- ingafræðilegar breytingar. M.a. brutum við niður einn vegg og fengum arkitekt til liðs við okkur. Það má segja að það sé ekkert eftir af gamla Lækjartungli. Þetta er allt saman nýtt. Tónlistin er alveg ný. Ég er nýkominn frá London þar sem ég keypti nýtt plötusafn. Það var unnið sólar- hringum saman við þetta allt sam- an og má heita kraftaverk að við gátum opnað á réttum tíma. Þetta er fullt starf sem þú ert í? Starfíð er þrískipt. Ég er plötu- snúður og reyni að blanda góðan kokteil af því nýjasta í tónlistinni. Því nýjasta sem er að gerast útí heimi í tónlistinni. Eitthvað öðra- vísi. Síðan er starfsmannahald. Maður kappkostar að hafa gott samband við starfsfólkið, og í þriðja lagi er auglýsinga- og kynn- ingarstarfíð. Að hafa uppi á lista- mönnum til að koma fram. Ná sambandi við hljómsveitir o.s.frv. Þegar ég var í London um daginn þá tókst mér að hafa uppi á ýms- um hljómsveitum sem era reiðu- UMSJÓN STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON I elflestir hafa einhvemtíma keypt sér far með leigubifreið. Sumar þeirra era þvílíkar glæsikerrar að þér fínnst þú vera með mikilvægari persónum, þar sem þú situr í bólstraðu sætinu og lætur fara notalega um þig. Svo era þessir venjulegu bílar, ekki sér- lega góðir og ekki beint slæmir heldur. Þá er komið að stóra bílun- um sem maður týnist inní, svo fram- arlega sem það eru ekki fleiri sem vantar far í það skiptið. Einn af þeim bflstjóram, sem aka stórri leigubifreið, er Þórir Garðars- son, 28 ára gamall Flateyringur. _ Hann er augljóslega hress og kátur í eðli sínu, með ákveðnar skoðanir og skellihlær að mér, þegar ég bið hann um stutt viðtal. En lætur þó tilleiðast að lokum og byijar á að segja mér hvers vegna hann ákvað að leggja aksturinn fyrir sig. Ég er búinn að hafa akstur sem atvinnu alla tíð síðan ég fékk bflprófíð og hef einnig fengist lítil- lega við ökukennslu. Ég bjó fyrir vestan, á Flateyri, meira og minna þangað til 1980 og fannst það að aka bfl vera sú vinna sem myndi henta mér vel. Flestir í minni fjöl- skyidu eru til sjós, en ég var alltaf svo illa sjóveikur að sjómennskan kom ekki til greina þó svo ég hefði viljað. Eftir að ég fluttist til '•''Reykjavíkur keyrði ég rútur í nokk- ur ár og tók svo til við venjulegan akstur á leigubfl í u.þ.b. átta mán- uði hjá Hreyfli. Þá skipti ég yfír og fór að keyra sérhannaðan bíl fyrir hjólastóla. Reyndar var ég búinn að keyra fatlaða aðeins áður með kunningja mínum, fyrir Rauða kross íslands. — Hvað kom til að þú valdir að aka með fólk í hjólastólum? Hugmyndin kom upp þegar ég var búinn að keyra á Hreyfli í fímm eða sex mánuði. Mig langaði til að -Jyprófa þetta og fékk manninn sem ég keyrði fyrir, til að kaupa svona bfl. Ég sá þama bæði möguleika á að bjóða upp á almennilegan sjöfar- þega bfl og svo aftur að geta tekið hjólastóla. Þessi bfll kom til landsins í apríl ’86, var innréttaður hér heima og tilbúinn til notkunar i júní sama ár. "^Þá stóð bara á því að hann fékk ekki inni á Hreyfli. Viðhorf Hreyfilsmanna komu fram í Dagblaðinu á sínum tíma og það fór ekki leynt þegar verið var að rífast um þetta. Þeir töldu að af því að þessi tegund bifreiðar væri ekkert í Iíkingu við hinn hefð- bundna leigubfl, myndi það spilla fyrir stöðinni út á við; fínt fólk sem pantaði sér leigubíl á Hótel Holt til dæmis, myndi ekki kæra sig um að vera sett inn í einhvem sendi- ferðabfl. Það var mikill skoðana- ágreiningur um þetta mál og rökin á móti öll þessu lík. Það sem mér þótti eiginlega verst var að á meðal þeirra manna, sem stóðu hvað mest i vegi fyrir þessu, var einn úr stjóminni sem er sjálfur öryrki, það vantaði víst ekkert nema dánarvottorðið þegar hann sótti um öryrkjaleyfí á sínum tíma. Þá sóttum við um á Bæjarleiðum og þeir vora til í að prófa þetta. Raunar var þá annar svona bíll að koma samtímis inn hjá þeim. Leigubfll sem getur. tekið tvo hjóla- stóla kostar sennilega tvöfalt á við venjulegan leigubíl í innkaupi og við fáum engar niðurfellingar á aðflutningsgjöldum eða öðru eins og margir raunar halda, við þurfum að borga þetta allt sjálfír. Þannig að það verður að vera töluvert meiri vinna við svona bíl, til þess að rekstur hans standi undir sér. — Hveijir nýta sér þessa þjón- ustu mest? Það er mjög mikið að aukast að fatlaðir nýti sér þennan möguleika, einnig nýta hinar ýmsu stofnanir sér þetta töluvert því að við höfum komið að hluta til í staðinn fyrir bfla Rauða krossins og tökum u.þ.b. einn fímmta af því gjaldi sem kost- ar að fá þá til að skutla sér. Það er heilmikil vinna í kringum stofnanimar. Gamalt fólk, sem á erfítt með gang, á t.d. mjög auð- velt með að komast inn í og at- hafna sig í svona bíl. Við eram svo auðvitað líka sendir í venjulegan akstur eins og aðrir leigubílar, þannig að maður hefur alla þá vinnu til viðbótar. — Eruð þið I einhverri sam- vinnu við Ferðaþjónustu fatl- aðra? Ekki er það nú. Ferðaþjónusta fatlaðra, sem rekin er af Reykjavík- urborg, virkar mjög svipað og strætisvagnamir. Hún hefur þó þá annmarka að hún fer ekki í Mos- fellssveitina, Garðabæinn eða Hafn- aríjörð, sem er mjög bagalegt. Þessi bæjarfélög hafa ekki viljað ganga til samstarfs við Ferðaþjónustuna ennþá, en vonandi verður þar fljót- lega breyting á. — Nú hlýtur að vera um tals- vert mikla líkamlega áreynslu að ræða, þegar lyfta þarf hjóla- MiJAiiiijáJiJiiiááiJiKiáAiáiiitáiáAiiitikiiiiiiiiltikitiiki* Hann getur spannað all- an sólarhringinn ef því er að skipta. Annars hef ég nú haft það fyrir reglu sl. tvö ár eða svo, að byija upp úr kaffileytinu um daginn og vera til jafnvel fímm á nóttunni. Þórir Garðarsson Morgunblaðið/Júlíus stólum upp tröppur og annað þess háttar. Er þetta ekki einum manni ofviða oft á tíðum? Tröppur eru svo sannarlega ekki besti vinur okkar, sem stundum þessa atvinnu og það getur oft ver- ið afskaplega erfitt að fara með fólk í hjólastól upp tröppur. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að maður bæði slasi sjálfan sig og einnig þann sem maður er að fara með. Auðvitað er maður ekki í neinni almennilegri þjálfun til að taka mikið á, þegar setið er undir stýri allan daginn. Við eram nú reyndar með svo- kallaðar slislqur eða brautir sem við getum sett upp, en oft nennir maður ekki að sækja þær afturí og setja þær upp, svo þá er bara að vippa fólki inn með handafli. Eftir nokkrar slíkar ferðir yfír daginn er bakið farið að mótmæla kröftug- lega. En það dugir ekki að gefast upp, enda er maður meira og minna á þeim stöðum þar sem ekki er gert ráð fyrir hjólastólum, í þeim hópi era opinberar byggingar mjög áberandi. — Hvernig er vinnutíminn þinn? — Hvaðan kemur þessi áhugi að aka fotluð- um fremur en einhveij- um öðrum? Til dæmis vegna þess að sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að einn góðan veður- dag lendi maður sjálfur í hjólastól. Það væri þá nota- leg tilhugsun að búið væri að skapa öflugt þjónustu- kerfí fyrir mann! Reyndin er nú sú, að ég ákvað bara af rælni að prófa þetta og sjá hvort það tækist vel, sem það hefur svo sannarlega gert. Það er reglulega gott að vinna fyrir fatlað fólk. Maður fær mjög innilegt þakklæti, þannig að oft era þetta miklu ánægjulegri ferðir en þegar maður er að aka einhveijum sem segir ekki aukatekið orð, frá a til b, gerir upp og er svo bara farinn ... Þetta er miklu persónu- legra. Ég þekki flesta þá farþega sem eru í hjólastól og margir þeirra era góðir vinir mínir. — Hvað fínnst þér um ferlimál fatlaðra almennt? Það er mjög erfítt fyrir mig að gefa út einhveija skoðun á þeim, ég er ekki neinn sérfræðingur á því sviði. En það fer auðvitað ekki hjá því að ég sjái hversu ótal margt þarf nauðsynlega að lagfæra og leiðrétta í þessu sambandi, ég yrði hér næstu sólarhringa að rekja það allt saman. Vissulega eru ákveðnir hlutir sem fara meira í taugarnar á mér en aðrir og þá hlutir sem snerta mína atvinnu beint. Mér fínnst til að mynda alveg hrikalega gremjulegt að stofnun eins og t.d. Rauði kross- inn skuli reka hér dagvistun fyrir gamalt fólk í samvinnu við tvö önn- ur félög, en neita að taka við gömlu fólki sem er komið f hjólastól. Þessi sama stofnun keypti bíl á sínum tíma og fékk alls kyns niður- fellingar af honum. Hann fékkst ekki skráður í Reykjavík svo að þeir fóra í Hafnarfjörð og létu skrá hann þar sem sjúkrabíl sem tæki þrettán farþega. í fyrsta lagi er hann alltof þröngur og í öðra lagi fluttur inn og skráður sem sjúkra- bfll, en getur ekki með neinu móti tekið sjúkrakörfu eða hjólastól. Svo lóla i ns 6sbrn9v .sgsliiióliil Jiöl selja þeir upp í bflinn á 150 krónur fyrir manninn. Ég botna bara ekk- ert í því hvernig þetta er hægt og fínnst alveg furðulegt að Rauði krossinn skuli geta komist upp með þetta. — Nú hefúr lögreglan liðsinnt fötluðum á margvíslegan hátt á liðnum árum, hafíð þið tekið við þessari þjónustu af henni? Það er leitað til lögreglunnar um margt sem er ekki endilega tengt beinni löggæslu, enda á hún á að liðsinna almenningi. Hún opnar jú til dæmis fyrir þig dymar á bflnum þínum ef þú læsir lyklana inni. Þeir sinntu þessu mjög þokkalega þar til við komum inn í dæmið og fyrst þegar ég byijaði var manni tekið tveim höndum, þeir virtust vera ákaflega ánægðir með okkur. Núna upp á síðkastið virðast þeir hins vegar vera famir að taka þann pól í hæðina að neita með öllu að aka fötluðum og beita þá jafnan þeim rökum fyrir sig að þeir vilji ekki fara inn á okkar verksvið, sem er alveg handónýt röksemdafærsla. Lögreglan tekur drakkinn mann niðri í bæ og keyrir hann heim, svo framarlega sem ekki er farið með hann í fangageymslu. Þeir era alls ekki að fara inn á verksvið leigu- bfla með þessu, heldur bara að lið- sinna náunganum. Það nákvæm- lega sama er uppi á teningnum í þessu dæmi, það er ekki verið að taka neitt af okkur þó þeir liðsinni fötluðu fólki sem þarf að komast leiðar sinnar. Lögreglan hefur því miður verið ötul við að koma því á framfæri við þá sem í þá hringja og biðja um keyrslu, að við eigum nú alveg hreint að sjá um þetta, fáum borgað fyrir það og fleira í þeim dúr. — Þú ert ekkl á því að gefa þetta starf upp á bátinn? Nei, ég geri fastlega ráð fyrir að vera áfram í akstrinum. Enda er engin ástæða til að gefast upp eins og staðan er í dag, þetta er mjög góð vinna og kemur ágætlega út. Þó eru einhveijar blikur á lofti varðandi mjög hertar og þröngar reglugerðir sem munu vera á döf- inni. Ef það á að fara að setja manni stólinn fyrir dymar í þessum efnum verður maður að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Það er nóga vinnu að hafa ef maður leitar eftir henni. En ég kvíði engu og vona að þessi þjónusta muni aukast og batna, í samvinnu við alla aðila aðra, sem mögulega geta liðsinnt fötluðum á sinni vegferð. S.Á. LLi IXi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.