Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 1
<*■
1988
ÞRIDJUDAGUR 18. OKTOBER
BLAÐ
Karl Þórðarson, knattspymumaður frá Akra-
nesi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Hann hóf að leika með ÍA í vor eftir tveggja ára
hlé og lék mjög vel í sumar. Hann lék fyrsta leik
sinn með ÍA 1972 og sinn síðast leik gegn ung-
verska liðinu Ujpest Dozsa í Evrópukeppni félags-
liða og skoraði þá eina mark ÍA - hans flórða
mark í Evrópukeppninni. Karl er 33 ára og lék í
nokkur ár sem atvinnumaður í Belgíu og Frakk-
landi og var þá fastamaður í íslenska landsliðinu.
KNATTSPYRNA
Karl leggur
skóna á hilluna
Lék sinn síðasta leik með
ÍA gegn Ujpest Dozsa
HEIMSLEIKAR FATLAÐRA 1988 í SEOUL
Gully siHur og
brons í Seoul
„Stórkostleg tilfinning að standa á verðlaunapallinum
með gullverðlaunin," sagði Haukur Gunnarsson sem
sigraði í 100 m hlaupi og jafnaði heimsmet sitt.
Geir Sverrisson hlaut silfur í 100 m bringusundi og
Ólafur Eiríksson brons í 400 m skriðsundi
o
„ÉG SAT eftir í startinu en komst svo á skrift og náfti aft
tryggja mér sigur á endasprettinum - var orftinn fyrstur þeg-
ar þrjátíu metrar voru eftir í mark,“ sagði Haukur Gunnars-
son, eftir að hann haffti tryggt sár sigur í 100 m hlaupi á
heimsleikum fatlaðra f Seoul. Haukur setti heimsleikamet og
jafnaði heimsmet sltt íflokki „spastiskra". Hann hljóp á 12.80
sek.
Haukur hafði áður sett tvö
heimsleikamet. Hann hljóp á
12.96 í riðlakeppninni og sfðan á
12.95 sek. í undanúrslitum.
„Þetta var mjög erfítt hlaup, en
það er n\jög gott að hlaupa hér á
Ólympíuleikvanginum í Seoul og
ég var vel studdur af íslenska
hópnum. Það var stórkostleg til-
fínning að standa á verðlaunapall-
inum með gullverðlaunin,“ sagði
Haukur í samtali við Morgun-
blaðið. Hann átti að keppa í riðla-
keppninni f 200 m hlaupi í nótt.
„Ég er ákveðinn í að gera mitt
besta í 200 og 400 metra hlaupi.
Vonandi tekst mér eins vel upp
og í 100 metra hlaupinu," sagði
Haukur. Alls voru 17 keppendur
í flokki Hauks.
Ctoir tryggfti sór slHur
Geir Sverrisson tryggði sér silf-
urverðlaun í 100 m bringusundi í
sínum flokki. Geir synti undir
gamla heimsleikametinu, sem var
1:21.80 mfn. Hann kom í mark á
1:21.25 mín., en sigurvegarinn
kom í mark á 1:20.80 mfn. „Ég
var lengst af f 3. sæti en með
góðum endaspretti náði ég að
vinna silfurverðlaunin. Ég bætti
mig töluvert og það er fyíir öllu.
Ég á FViðriki Ólafssyni, sundþjálf-
ara, mikið að þakka og vill koma
á framfæri þakklæti til hans,“
sagði Geir. Alls voru sjö keppend-
ur f flokki Geirs.
Ólafurvannbrons
ólafur Eiríksson hlaut brons-
verðlaun í 400 m skriðsundi, kom
í mark á 2:00.03 mín. Eins og
Geir setti Ólafur Íslandsmet. „Það
var mikil keppni um silfurverð-
launin. Það var Frakki sem var
lengi vel þriðji, en ég fór'fram
úr honum á síðustu metrunum.
Ég bætti mig verulega og er auð-
vitað ánægður með það. öll að-
staða er hér eins og best verður
á kosið og stórkoslegt að vera
hér,“ sagði Ólafur. Ellefu kepp-
endur voru í flokki Ólafs.
Lilja M. Snorradóttir var ekki
langt frá því að komast á verð-
launapall í sfnum flokki i 400 m
skriðsundi. Hún var lengi vel önn-
ur í sundinu, en á lokasprettinum
skutust tvær stúlkur fram úr
henni. Lilja M. var aðeins einum
hundraðasta úr sek. frá því að
tryggja sér bronsverðlaun. Hún
var í fjórða sæti og bætti gamla
fslandsmet sitt um sextán sek.
Sóley Axelsdóttir varð fimmta
í sínum flokki í 400 m skrið-
sundi. Hún bætti ísiandsmet sitt
um tólf sek.
Jónas óskarsson komst í úrslit
í 100 m bringusundi. Hann hafn-
aði í sjöunda sæti á 1:32.10 mín,
sem er nýtt íslandsmet.
Gunnar V. Gunnarsson bætti
íslandsmet sitt f 200 m flórsundi.
Hann synti á 3:11.00 mfn.
Haukur Gunnarsson vann gullverðlaun í 100 metra hlaupi í flokki spast-
ískra á heimsleikum fatlaðra f Seoul í Suður-Kóreu. Hann hljóp á 12,80
sek. og jafnaði heimsmet sitt.
Heimsleikar fatlaðra eru haldn-
ir á fjögurra ára fresti, sama ár
og í sama landi og Ólympfuleikar.
Margir hafa viljað kalla þessa
leika ólympíuleika fatlaðra, en
Alþjóða ólympfunefndin hefur
ekki fallist á að leikamir beri
nafn Ólympíuleikanna.
HANDKNATTLEIKUR
Einar úr leik
Einar Einarsson handknattleiks-
maður úr Stjömunni leikur
ekki með liði sínu f fyrri umferðinni
í íslandsmótinu í handknattleik.
Hann sleit liðbönd og verður frá
keppni í a.m.k. tvo mánuði.
Stjaman var í keppnisferð í V-
Þýskalandi fyrir skömmu og þar
meiddist Einar á æfingu. Hann fór
í aðgerð þegar hann kom heim og
jjóst er að hann leikur ekki með
liðinu fyrir áramót. Fyrri umferðin
er nær öll leikin í nóvember og
meiðslin koma því á slæmum tíma.
Stjaman hefíir misst nokkra leik-
menn þar á meðal Siguijón Guð-
mundsson, Magnús Teitsson, Sigm-
ar Þröst Óskarsson og Hermund
Sigmundsson.
„Það er enginn uppgjafartónn f
okkur. Við höfum fengið Brynjar
Kvaran og Axel Bjömsson og mót-
ið leggst ágætlega í okkur," sagði
Gunnar Einarsson, þjálfari Stjöm-
unnar í samtali við Morgunblaðið.
Elnar Elnaruon.
Ari kjörinn
formaður ÍBR
Ari Guðmundsson var kjörinn
formaður fþróttabandalags
Reykjavíkur um helgina. Hann
hlaut 71 atkvæði en Pétur Svein-
bjamarson, fyrrum formaður Vals,
sem bauð sig fram á móti Ara hlaut
56 atkvæði. Fráfarandi formaður.
Júlíus Hafstein, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs.
Ari hefur setið f stjóm ÍBR und-
anfarin tíu ár. Hann er fyrrum
formaður sundfélagsins Ægis og
Golfklúbbs Reykjavíkur.
BILAR: ÞRIEIN OFURMAZDA/B 8.