Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐLÐ IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
B 5
Jóhann Benediktsson, gamal-
reyndur leikmaður og landsliðsmað-
ur fyrr á árum, hafði tekið þátt í
pro-am keppni á Las Brisas í vetur
og lét svo um mælt nú fyrir mótið,
að hann skyldi gera sig mjög án-
ægðan með 86-87 að jafnaði. Jó-
hann gerði nákvæmlega það og stóð
sig bezt í A-sveitinni með 260 högg
samtals eftir 54 holur; meðalskor
hans 86,7. Aníiar kappi af Suður-
nesjum og núverandi Islandsmeist-
ari í öldungaflokki, Þorbjörn
Kjærbo, varð annar með 263 högg.
Þriðji varð sá sem hér stýrir penna
með 270 högg, fjórði Þorsteinn
Steingrímsson með 272 hiigg,
fimmti Knútur Björnsson með 275
högg og sjötti Jón Ámason með
283 högg.
Sem sagt: A-sveitin lék alls á
1056 höggum; þá er lagður saman
árangur fjögurra beztu hvern dag.
Sá árangur dugði til að ná 10.
sæti, en eftir tvo daga höfðum við
verið tveimur sætum framar. Það
voru Danir og Norðmenn, sem áttu
góðan endasprett og komust framúr
okkur síðasta daginn. Þetta er samt
bezti árangur sem náðst hefur til
þessa, tveimur sætum ofar en í
Stokkhólmi í fyrra. Að þessu sinni
sigruðu ítalir á samtals 943 högg-
um, Spánveijar urðu í öðm sæti á
952 höggum og Fransmenn í þriðja
á 979.
B-sveitin, sem keppti um Evrópu-
bikarinn á Ixis Naranjos, var án efa
skipuð sterkari leikmönnum en áður
og bæði þeir og annara þjóða leik-
menn voru miklu nær sínu bezta. í
B-sveitunum eru menn annars með
mjög ólíka forgjöf; þeir lægstu með
7 og sumir með hæstu leyfilegu
forgjöf, sem er 20. Af okkar mönn-
um stóð Eiríkur Smith sig bezt.
Hann er með 12 í forgjöf og að
frádreginni þeirri forgjöf lék hann
á 82, 73 og 75 eða samtals á 230
höggum nettó. Annar meðal okkar
manna varð Karl Hólm á 240 nettó,
þriðji Sverrir Einarsson á 246, fjórði
Birgir Sigurðsson á 247, fímmti
Alfreð Viktorsson á 252 og sjötti
Ari Guðmundsson á 259 nettó.
Það gilti einnig hér, að árangur
fjögurra beztu var talinn með hvem
dag. Samkvæmt því varð heildar
nettóárangur B-sveitarinnar 957
högg, sem dugði í 11. sætið af 14.
Þar munaði mjóu um tvö sæti því
Austum'kismenn urðu aðeins þrem-
ur höggum á undan og Hollending-
ar fjórum.
í morgunljómann var lagt af
staö...
Spánveijar höfðu öll ytri skilyrði
til að láta þetta mót verða glæsi-
legt, sem og varð. Bæði setning og
mótslit fóm fram á Las Brisas;
teppum rúllað yfir púttflötina fram-
an við golfhótelið og síðan stilltu
liðin sér upp, hvert við sinn fána
og við setningarathöfnina voro
þjóðsöngvar leiknir. Framkvæmdin
var mestanpart í lagi; dómarar og
eftirlitsmenn á ferðinni víða um
vellina, enda ótrúlega algengt að
kalla þyrfti á úrskurð vegna ókunn-
ugleika einstaka keppinauta okkar
á reglum. Við hefðum kosið að
þurfa ekki að hefja leik kl 7.30, sem
hafði í för með sér að fara á fætur
kl. 6 og þá í aldimmu. Yfirleitt ero
menn dálítið stirðir svona snemma
í morgunsárið, en á móti kom það
að fá fyrsta klukkutímann í morg-
unkulinu, sem raunar var þó ekki
kaldara en svo, að alltaf var hægt
að leika á skyrtunni. Enda þótt
mótið væri sett á síðustu daga sept-
embermánaðar, var hitinn á bilinu
25-30 stig. Þarna tíðkast í talsvert
ríkum mæli, að leikmenn noti golf-
bíla og við gerðum það æfingadag-
ana til að þreyta liðið ekki um of.
En í keppni sem þessari er það
ekki leyft. Rafdrifnar kerror ero
hinsvegar leyfðar og að sjálfsögðu
mega menn hafa kylfusvein. Að
öllu samanlögðu verður að álykta,
að það hafi gefizt vel að velja liðið
eftir meðalskori úr sjö keppnis-
hringjum og að og frammistaðan í
keppninni hafi verið nokkuð betri
en við hefðum þorað að gera ráð
fyrir áður en haldið var af stað.
HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD
Haukar skutu ÍR-
inga á bólakaf
HAUKAR unnu auðveldan sig-
ur, 29:21, yfir ÍR-ingum í Hafn-
arfirði á sunnudagskvöldið.
Fyrir ieikinn reiknuðu menn
með spennandi leik, þar sem
Haukar og ÍR voru taplaus. Það
kom annað á daginn, því að
Haukar skutu ÍR-inga á bóla-
kaf.
Haukar byjjuðu með miklum
látum og voro búnir að ná
góðum tökum á leiknum - voro
komnir yfir, 7:2, eftir fímmtán mín.
mHHHH Þessi munur hólst
Hörður út fyrri hálfleikinn,
Magnússon en staðan var 14:8
skrífar fyrir Hauka þegar
fyrri hálfleikur
hófst. Haukar héldu uppteknum
hætti í seinni hálfleik og héldu upp
stórskotahríð á mark IR-inga og
náðu ellefu marka forskoti, 21:10.
Á þessum kafla voro IR-ingar
sem áhorfendur. Haukar slökuðu á
undir lokin, en sigur þeirra var
aldrei í hættu. Leikmenn Hauka
léku nokkuð vel og er greinilegt að
þeir hafa tekið stefnuna á 1. deild.
Fremstir meðal jafningja í ágætu
liði Hauka, voro þeir Þorlákur
Kjartansson, markvörður og Árni
Hermannsson, leikstjórnandi liðs-
ins.
Ólafur Gylfason var yfirburðar-
maður hjá ÍR-liðinu og þá átti
Frosti Guðlaugsson ágæta spretti.
ÍR-liðið átti ekki góðan dag - varn-
arléikur liðsins var í molum og
markvarslan eftir því.
Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum, voru:
Haukar: Ámi Hermannsson 8/1, Siguijón
Sigurdsson 6, Sigurður Ámason 4, Gunnlaug-
ur Grétarsson 4, Sigurður Pálsson 3, Jón Þórð-
arson 3 og Elías Jónasson 1.
ÍRi'Ólaftir Gylfason 10/5, Róbert Rafnsson
Ólafur Gylfason skoraði 10 mörk
fyrir ÍR en það dugði ekki til.
4, Frosti Guðlaugsson 4, Guðmundur Þórðar-
son 1, Matthías Matthíasson 1 og Orri Bolla-
son 1/1.
Léttur
sjgur
Yfirburðir
HKá
Akureyri
HK vann öruggan sigur á Þór
á Akureyri, 27:18, eftir aö hafa
veriðyfir, 10:5, íleikhléi.
Yfirburðir HK voro miklir eins
og tölumar bera með sér og
er greinilegt að lið Þórs á fyrir
höndum erfíðan vetur. Liðið vantar
tilfinnanlega lang-
MagnúsMár skjrttu og vöm liðs-
skrífarfrá jns er harla léleg.
Lið HK er hins veg-
ar skipað allmörgum
frambærilegum leikmönnum og
vann þennan leik auðveldlega.
Mörk Þ6rs: Kristinn Hreinsson 5, Ingúlfur
Samúelsson og Páll Gfslason 3 hvor, Gunnar
Gunnarsson 2 og 1 mark skoruðu AUi Rúna-
rsson, Aðalbjöm Svanlaugsson, Þórir Áskels-
son, HörðurHaröarsonogJóhann Jóhannsson.
Mörk HK: Hilmar Sigurgfslason 10, Elvar
Óskarsson 6, Eyþór Guðjónsson 4, Ásmundur
Guðmundsson 3 og Gunnar Gfslason og Ró-
bert Haraldsson 2 hvor.
Morgunblaðið/Bjami
Gunnar Þorstelnsson, Keflvíkingur svífur inn í teiginn hjá ÍH í leiknum á laugardaginn. Það er Barði M. Barðason
sem reynir að stöðfa Gunnar.
Markaregn í Höllinni
Rúmlega mark á mínútu þegarÁrmann sigraði Selfoss
Armenningar léku við Selfoss í
Laugardalshöll á sunnudags-
kvöld og höfðu betur í miklum
markaleik. Heimaliðið hafði from-
kvæðið framan af
H.Katrín og leiddi í leikhléi
Fríðriksen 17:14.
skrifar Selfoss jafnaði
leikinn fljótlega eftir
hlé, en eftir það kom góður leik-
kafli hjá Ármenningum og þeir
náðu góðu forskoti sem hefði átt
að duga þeim til öroggs sigurs.
Gestirnir voro þó á öðro máli og
veittu harða mótspyrnu. Þeir
hleyptu spennu í leikinn með því
að minnka muninn í eitt mark
skömmu fyrir leikslok, en Ármenn-
ingar voro sterkari á lokasprettin-
um og sigroðu 34:32.
Hannes Leifsson átti góðan leik
hjá Ármanni og virtist geta skorað
hvenær sem hann vildi, þrátt fyrir
að vera í strangri gæslu. Haukur
Haraldsson var góður í fyrri hálf-
leik og Stefán Steinsen átti góða
spretti í þeim síðari.
í iiði Selfoss var Magnús Sigurðs-
son langatkvæðamestur, og Einar
Sigurðsson skoraði falleg mörk í
síðari hálfleik.
Mörk Ármanns: Hanncs Loifsson 12/1, Hauk-
ur Haraldsson 6, Stcfán Steinson 4, Agnar
Róbertsson 4, Einar FViðriksson 3, Björgvin
Barðdal 3 og Ingólfur Steingrimsson 2.
Mörk Selfoss: Magnús Sigurðsson 15/4, Ein-
ar Sigurðsson 8, Sigurður Þórðarson 3, Grimur
llergeirsson 2, Smári Stcfánsson 2 og Sverrir
Einarsson og Magnús Gíslason eitt mark hvor.
Morgunblaðið/Bjami
Hllmar Slgurgíalason skoraði 10
mörk á Akureyri.
IBK
Keflvíkingar áttu ekki í vand-
ræðum með að leggja ÍH að
velli, 26:15, í Hafnarfirði. Keflvík-
ingar mættu ákveðnir til leiks og
fijótlega mátti sjá,
Hörður 6:1, á markatöflunni
Magnússon 0g staðan í leikhléi
skrifar var, 12:6.
0 Hafsteinn Ingi-
bergsson 9/5 og Gísli Jóhannsson
8 skoroðu flest mörk Keflavíkinga,
en Þórarinn Þórarinsson var eini
leikmaður ÍH sem ógnaði marki
Keflavíkinga. Hann skoraði sjö
mörk.