Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRiaiUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 GOLF / EVRÓPUMÓT SENJÓRA 1988 íslendingar báru nú sigurorð af fimm þjóðum íslenzku keppendurnir við setningarathöfnina ásamt ungri, spænskri blómarós, sem hélt uppi merki íslands. Talið frá vinstri: Alfreð Viktorsson, Ari Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Þorbjörn Kjærbo, Birgir Sigurðsson, Sverrir Einars- son, Jóhann Benediktsson, Eiríkur Smith, Jón Ámason, Karl Hólm, Knútur Bjömsson, Þorsteinn Steingrímsson og farar- stjórinn, Vilhjálmur Ólafsson. DAGANA 28.-30. september síðastliðinn fór fram í Marbella á Spáni árlegt Evrópumeistara- mót eldri kylfinga, eða senjóra svo sem þeir eru nefndir ann- arsstaðar. Þetta er bæði ein- staklingskeppni og tvískipt sveitakeppni 15 þjóða, sem eiga aðild að Evrópusambandi senjóra. Áður hafa íslendingar verið með í Portúgal 1984, í Sviss 1985 og í Svíþjóð 1986. Árangurinn hefur farið batn- andi; tvær þjóðir voru aftar en okkar menn í Sviss, þrjár í Svíþjóð og nú tókst að skjóta fimm þjóðum aftur fyrir sig í keppni A-sveitarinnar, þar sem leikið er án forgjafar. B-sveitin, þar sem keppt er um Evrópu- bikarinn með forgjöf, var í 11. sæti af 14 með Belgíu, Lúx- emburg og Danmörku fyrir aft- an sig. A-sveitin sigraði hins- vegar Belgíu, Austurríki, Lúx- emburg, Holland og Portúgal. Ástæðan er bæði sú, að nú gátu í fyrsta sinn allir sterkustu leikmenn innan LEK gefið kost á sér og í annan stað hafa menn með lága forgjöf bætzt í hópinn á þessu ári og það styrkti A-sveitina. Að við áttum við sterka and- stæðinga að etja sézt bezt af því, að tveir keppenda á þessu móti eru með 3 í forgjöf, fjórir ■■■■■■ þeirra eru með 4 og Gisli hvorki meira né Sigurðsson minna en sextán eru skrifar með 5. í íslenzka lið- inu var lægsta for- gjöf 6, en meðal keppinautanna voru níu leikmenn með þá forgjöf. Sá sem bezt lék og vann einstakl- ingskeppnina, bæði í fyrra og núna var Giorgio Rossi frá Ítalíu og er hann með 4 í forgjöf. Golfparadísin Marbella I Marbella á Costa del Sol eru nokkrir þekktustu golfvellir Spán- vetja, þar á meðal vellimir tveir, Las Brisas og Los Naranjos, sem A og B-sveitirnar kepptu á. Þeir eru báðir hannaðir af einum frægasta golfvallaarkitekti heimsins um þessar mundir, Robert Trent Jones og með öllum þeim einkennum, sem hann er kunnur fyrir. Vatn kemur víða við sögu, bæði tjarnir og læk- ir, sem haliar niður í og þarf bæði högglengd og nákvæmni til að geta staðsett boltann þar sem æskilegast er. Auk þess mynda tré víða veru- legar hindranir og glompur eru ekki skornar við nögl. Frá Los Naranjos-velllnum, þar sem B-sveitin keppti. Loftmynd af hluta 18. brautar á Las Brisas, þar sem A-sveitin keppti. Á 1. teig á Las Brisas. Af skuggum tijánna sést, að morgunsólin er nýkomin upp. VI6 18. flötina á Las Brisas, sem er vel varin með sandglompum - og á myndinni sést einn okkar manna, sem hafði viðkomu þarna eins og raunar var talsvert algengt. Lystigarður fullur af hættum Las Brisas er eins og lystigarður jafnframt því að vera golfvöllur; þar er mikil íjölbreytni í trjátegundum, vötn og lækir og að baki rís risa- stórt golfhótel og tignarlegt fjallið Sierra bianco: Ilvitaíjall. í þessu mikilfenglegfa umhverfi hafa Spán- veijar nokkrum sinnum haldið stór- mót, Opna spænska keppnin hefur oft farið þar fram svo og heims- bikarmót í golfi. Vallarmetið hljóðar uppá 64 högg, ótrúlegur árangur. Það setti spánveijinn Seve Balleste- ros í fyrra og kynni að verða bið á, að það verði bætt. í tímaritum um golf er stundum reynt að kom- ast að niðurstöðu um mestu og beztu golfvelli heimsins. í úttekt á Evrópuvöllum í tímaritinu Golf World, hefur Las Brisas verið talinn einn af þremur beztu völlum álfunn- ar. Enda þótt báðir vellirnir, Las Brisas og Los Naranjos, séu nokkuð langir, liðlega 6 þús. metrar (SS- skor 72 og 73) var lengdin ein út af fyrir sig ekki erfiðasti þátturinn. Að minnsta kosti var það álit ríkjandi í A-sveitinni um Las Bris- as, að það væri ennþá frekar ná- kvæmni í öllum höggum fremur en lengd, sem réði úrslitum og sá þátt- ur, sem kannski stóð mest í mönn- um var aðkoman að flötunum, sem gerir afar erfitt að skora og svo vitaskuld flatirnar sjálfar, þar sem virtist duga að anda á boltann til að hann færi langar leiðir. Frá íslenzkum golfvöllum þekkjum við ekki neitt sem líkist því. Með örf- áum undantekningum frá Ítalíu og Spani voru nánast allir sem kepptu á Las Brisas 5-10 höggum frá sínu bezta. Það átti jafnt við um okkur og útlendu liðin. Svo dæmi sé tekið voru Svíar með sterka sveit, sem vann í fyrra og var einnig með bezta samanlagt skor í Sviss 1986 - skor einstaklinga í sænsku sveit- inni þá frá 72-76. Nú léku þessir sömu menn á 82-86.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.