Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRHXIUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Reynsluakstur Mazda 626 Turbo Touring Sedan (með öllum fáanlegum búnaði, nema flórhjólastýri) Umboð á Islandi: Bílaborg hf Verð (áætlun) kr. 1.950.000 PUNKTAR Reynsluakstur á góðum vegum og vondum, möl og biki, alls eknir rúmir 300 kflómetrar. Vél og kram Vél er þýðgeng og geysiöflug. Aflmælingar benda til að uppgefin hestaflatala framleiðanda sé langt fyrir neðan raunveruleikann. Sjálfskiptingu er hægt að stilla á hagkvæmni eða snerpu. Skiptir harkalega í annan á inngjöf. Hægt að sleppa flórða. Kemur mjög vel út í akstri, einkum ef bíliinn er hlaðinn að geta sleppt íjórða. Drif er að framan og tekur nokkuð í stýrið, ef gefið er hraustlega í beygjum, annars án veikleika. Undirvagn Stýri er með hjálparafli og aldeilis hæfilega létt, beygjuradíus er nokk- uð stór, rásfesta framúrskarandi. Fjöðrun er frábær. Öryggisbúnaður Boddýbygging er styrkt utan um farþégarými og sérstaklega með tifliti til þess að bfllinn haldi rásfestu þótt mikið álag sé á yfírbygging- unni. Hemlar eru framúrskarandi góðir, ABS kerfíð virkar fullkomlega, einnig þegar hemlað er með aðra hlið bílsins á möl, hina á biki. Belti eru með ameríska laginu, í framsætum er efri hluti þeirra sjálf- virkur og fer yfír öxlina þegar dyrum er lokað. Aftari belti góð. Klæðning er lagleg, þægileg og alls staðar vel bólstruð, þar sem hætta er á höggum. Útsýni er gott til allra átta. Ljós eru óaðfínnanleg, góð inniljós. Þurrkur eru með ameríska laginu eins og beltin, þ.e. hægt er að stilla biðrofann með nánast stiglausum stilli, geta varla verið betri. Læsingar eru samhæfðar og mjög góðar. Stjómtæki Rofar eru vel staðsettir og auðveldir í notkun, en fímamargir ef allt er talið, það tók langan tíma að læra á þá alla! Mælaborð er mjög gott, jafnvel stafrænu mælamir eru skýrir og auðvelt að fylgjast með framvindu akstursins. Hægt er að skipta á milli mflu og kflómetramælingar á hraðamæli og ferðamæli, en aðalt- eljari er beintengdur og aðeins með mílur. Fótstig eru óaðfinnanleg. Skiptir er sérlega góður. * Þægindi Rými er mjög vel nýtt og nægir fyllilega, höfuðrými gott, stillanleg hæð ökumannssætis leyfír bæði stærstu og minnstu menn. Hljóðeinangrun er helsti galli bflsins, mikill hvinur frá grófum veg- um. Þama á Mazda eftir að læra af Ameríkönum. Vélarhljóð og vind- hvinur eru í lágmarki. Miðstöð er frábær, stillanlegt hitastig (Air Conditioning) og marg- stillanlegur blástur. Engum vandkvæðum bundið að hafa fulla stjóm á hitastiginu inni í bílnum. Innstig/útstig er mjög gott. Farangursgeymslan er mjög rúmgóð og aðgengileg, fellanleg fram- sæti auka enn á notagildi hennar, sérstakur kostur að hægt er að læsa sætisbökin uppi, gott öryggisatriði. Smámunageymslur eru góðar. Helstu kostir Framúrskarandi skemmtilegur bíll í akstri, hefur fjölmarga eiginleika sportbílsins og tapar engum eiginleikum hins notadijúga fjöl- skyldubfls. Hljómtækin góðu tilheyra kannski ekki beinlínis sjálfum bflnum, en eru óneitanlega einn af hans aðalkostum, spumingin er í rauninni ekki um hvort maður vill hafa hátt, heldur hve hátt og mú- síkinni ræður maður svo auðvitað sjálfur, stórskemmtilegar græjur! Helstu gallar MilriH hávíifli frá orrnfiim vnonim AAgongllog og rúmgóð farangursgeymsla, hægt að fella bak aftursæta niður að hluta eða að fullu. Morgunblaðið/ÞJ Mazda 626 Turbo Touring Sadan lítur sakleysislega út, en það er bara yfírborðið! Sannkallaður villingur á bak við saklaust yfirbragð. Þríein Ofurmazda STUNDUM sjáum við bfla aug ■ lýsta til sölu og sagt: Einn með öllul Hvað þýðir það? Oftast að bíllinn sé sjálfskiptur, með rafmagnsrúðum, útvarpi og segulbandi, rafdrifnum sætum og stundum rafdrifnum spegl- um, samhæfðum læsingum og sjálfvirkum hraðastilli. Allt mjög þægilegt. En, kannski ekki bráðnauðsynlegt, eða hvað? Þessi aukabúnaður er oftasttil þæginda, breytir stundum eiginleikum bflsins, verður stöku sinnum til að fátt eitt er skylt með venjulega bilnum og þeim með allt aukadótið.-Nema etv nafnið og útlitið. Þannig er þessum bfl farið, sem við skoðum nú. Þetta er sannkölluð Ofurmaz- da. Hún á fátt nema nafnið og útlitið sameiginlegt með þeim venjulegu Mazda 626 bflum sem hér eru seldir. Byggir þó á sama grunni. Hér ökum við Mazda Turbo Touring Sedan. Þeir bflar fást ekki hingað frá Japan, eru teknir frá fyrir Ameríkumarkaðinn. Þessi er líka keyptur vest- ur í Kaliforníu. Gott og vel, hvað er svo merkilegt við hann? Jú, hér er kominn einn með öllu (nema fjórhjólastýri). Eyð- um ekki löngum texta hér í allan búnaðinn, enda er það gert annars staðar á síðunni. Skoðum bara það helsta. Þríeinqöðrun Sem sönnum Ameríkubíl sæmir, er þessi Mazda undurmjúk í akstri, líður áfram og dúar svolítið á ójöfn- um vegarins. Hún getur líka verið stífari, tekur þá djarfmannlega á móti holum og hvörfum og hallast lítið f beygjunum. Loks getur hún verið hörkustinn rétt eins og sport- bflar eiga að vera, lætur sér hvergi bregða þótt hraðinn sé mikill og vegurinn ósléttur. Hún hefur nefni- lega stillanlega §öðrun og er breytt um eiginleikana með því einu að styðja á einn þriggja hnappa í mælaborðinu. Skiptir bíllinn þá umsvifalaust um ham eftir þvf hvort valin er mjúk, stinn eða hörð fjöðr- un. Þegar skipt er um stiliingu er engu líkara en skipt hafí verið um bfl, svo mikill er munurinn á akst- urseiginleikunum. Þetta er þó ekki allt sem fjöðrunin gerir, örtölva nemur boð frá dempurunum og á einum fímmtugasta hluta úr sek- úndu bregst hún við og gerir demp- arana stífari þegar þarf. Gildir þá einu í hvaða stillingu þeir eru fyrir! Túrbínan togar Það einkennir bfla með túrbínum, að afl þeirra skilar sér ekki að fullu um leið og gefíð er í. Tekur nokkr- ar sekúndur fyrir túrbínuna að ná snúningi og þjappa bensínblönduðu loftinu inn á vélina. Ofurmazdan er óvenju snögg upp, í byijun er aflið þokkalegt, en svo kemur túrb- ínan inn. Þá er eins og bifreiðin hafí verið sett í risastóra teygju- byssu. Aflið líkist því að togað sé með jafnt vaxandi átaki, hratt vax- andi, og ökumaðurinn fær um nóg að hugsa við að horfa fram á veg- inn og gæta sín að fara ekki of geyst! Það hjálpar til, að vélin hefúr tölvustýrðan gangráð, þar á meðal er bein innspýting, einnig að ventl- amir eru þrír á hvem strokk. Þrátt fyrir aflið er vélin gangþýð, þar hjálpar að vökva-„undirlyftur“ eru innbyggðar í rokkerarmana. Ótrúlegt hljómkarfl Það þykir tilheyra í sportbílum nútímans að geta þanið græjumar með músík og haft hátt! Ekki síst í svona bíl, sem er í rauninni ekki sportbíll, heldur fjölskyldubíll með sportbílaeiginieika. í þessum bíl eru engin vandræði með að útiloka hver þau hljóð önnur sem maður vill. Útvarpið, segulbandið eða geisla- spilarinn geta séð til þess með að- stoð sex hátalara ogtvöfalds magn- arakerfís. Ótrúlegt hljómkerfí, eng- in heyranleg brenglun á mesta styrk, sama hvort hlustað er á talað mál eða músfk. Það kostar líka sitt, 130.000 krónur, og er okkur þó sagt að það sé langt frá því að vera það fullkomnasta og dýrasta sem fæst í bfla! En þetta kemur í bílnum frá verksmiðjunni og er ekki að heyra að nokkru þurfí við að bæta! Ofurbfll Venjuleg Mazda 626 er bara venjulegur. bfll. Ágætis bíll og stendur fyrir sínu. Kannski ekkert sérstakur bfll. Svo kemur Mazda 626 Turbo Touring Sedan og stillir sér upp við hiið venjulegu Möz- dunnar. Felgumar og dekkin eru öðruvísi, stuðaramir líka. Sé grannt skoðað má sjá á hliðum síðamefnda bílsins GT merki og aftan á honum TURBO merki. Þá er nánast talinn sá munur sem sést á þessum bflum. En sé þeim ekið, fer maður óðara að efast um að þeir séu sömu gerð- ar, slíkur er munurinn. í fáum orð- um sagt, er Ofurmazdan framúr- skarandi leikfang bfladellumanns- ins og heldur um leið öllum kostum flölskyldubflsins, nema að vera ódýr í innkaupum! Allan tímann sem við ókum bflnum var hann eins og hug- ur manns. Aksturseiginieikar að eigin vali, í stffari stillingunum var sama hvemig vegurinn var, sléttur, holóttur, hvörf, allt gekk upp, bfllinn hreinlega límdur við veginn. Inni eru þægindin með ágætum, þama er allt sem manni getur dot- tið í hug að hafa í bíl, til þæginda, gagns, gamans, eða allt í senn. Plássið er gott eins og í venjulegri Mözdu og sætin fín, kannski heldur þröng sessan í framsætunum. Eitt er þó til vansa. Það er með Of- urmözduna eins og marga aðra bíla í þessum stærðarflokki, að mikill hvinur er frá grófum vegum um hjólabúnaðinn. Leiðindahávaði og þreytandi. En, svo er auðvitað hægt að smeygja Van Halen diski í spilar- ann og skrúfa vel upp - þá heyrist ekki mikill veghvinur! BÍLAR Þórhallur Jósepsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.