Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 FRAKKLAND ErfHt verkefni býður Platinis - að stýra franska landsliðinu í úrslitakeppni HM á Ítalíu 1990. Núver- andi landsliðsfyrirliði ekki sáttur við gang mála! Bemharð Valsson skrifarfrá Frakklandi VIKAN sem leið var viðburð- arrík fyrir franska knatt- spyrnuáhugamenn. Hœst ber ráðning Michels Platini í starfs landsliðseinvalds, en þetta mál var á síðum fran- skra dagblaða alla vikuna. Platini, sem aldrei áður hefur fengist við þjálfun, á erfítt verkefni framundan — nefnilega að koma franska landsliðinu í úrslitakeppni HM áítalíu 1990. Plat- ini, sem þegar hef- ur haldið einn blaðamannafund, hefur ekkert látið uppi um breyt- ingar á liðinu eða leikskipulagi. Hann hefur þó örugglega ákveðn- ar hugmundir um það hvemig eiga að ná settu marki, en við verðum að bíða fímmtudags til að verða einhvers fróðari, en þá tilkynnir hann sextán manna hóp- inn fyrir leikinn gegn Júgóslavíu 19. þessa mánaðar í Belgrad. Ymsum hugmyndum hefur ver- ið haldið á lofti um mögulegar breytingar á franska liðinu. Líklegt er að Platini reyni að fá til baka leikmenn sem ekki hafa gefið kost á sér síðan í HM í Mexíkó 1986 og er þá helst talað Manuel Amoros, fyrirliði franska landsliðsins. Mlchel Platlnl, nýráðinn landslið- seinvaldur Frakka. um Battiston hjá Mónakó og Tig- ana hjá Bordeaux. Einnig er talið líklegt að Platini noti vissan .kjama frá Bordeaux og í því til- éfni má nefna leikmenn eins og Thouvenel, Roche, Stopyra og Ferreri. Þá kallar Platini hugsan- lega til einhveija af þeim ungu leikmönnum sem unnu Evrópu- keppni U-21 landsliða fyrir skömmu. Sauzee, Paille, Laurey og 'Dogon eru þar efstir á blaði. Ráðning Platinis, sem vakti mikla undmn leikmanna lands- liðsins, hefur yfirleitt verið tekið vel, nema hvað núverandi fyrirliði liðsins, Manuel Amoros, er ekki sáttur við gang mála. Hann vill meina að Henri Michel hafi verið á réttri leið með liðið og að hann hafi einungis þurft örlítið meiri tíma. Þá gagnrýnir Amoros einnig þær hugmyndir Platinis að gera Tigana að fyrirliða liðsins. „Tig- ana yfírgaf franska landsliðið þegar við þurftum virkilega á honum að halda, þess vegna á ekki að gefa honum nýtt tæki- færi," sagði Amoros. Hvort þetta verður til þess að Amoros gefur ekki kost á sér í leikinn gegn Jugóslövum kemur í ljós á fimmtudag. KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM Albanar stóðu í Svíum - sem náðu þó að sigra ÍTirana, 2:1, og eru efstir í 2. riðli með þrjú stig ínémR FOLK ■ STEVE Jones, sem er 33 ára, sigraði í New York maraþon- inu um helgina. Jones, sem er fyrsti Bretinn, er sigrar í hlaup- inu, hljóp á tveimur tímum, átta mínútum og 20 sekúndum og var aðeins sjö sekúndum frá að jafna met Albertos Salazar. Hann fékk 26.385 dollara í verðlaun. ■ GRETE Waitz frá Noregi sigraði í kvennaflokki á 2:28.06. Þetta var í níunda sinn, sem hún sigrar í hlaupinu og hefur enginn sigrað svo oft, hvorki í karla- né kvennaflokki. ■ JOAN Benoit Samuelson frá Bandarikjunum hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki. Samuelson hafði ekki keppt í þrjú ár. ■ SVIAR endurheimtu Evrópu- meistaratitil landsliða í golfí í Biarritz í Frakklandi á sunnudag — fóru samtals á 810 höggum. Spánveijar, sem signiðu í fyrra, notuðu 817 högg, en írar og Eng- lendingar 820 högg. David Jones, fyrirliði íra, fór á 264 höggum, 12 undir pari, og sigraði í einstaklings- keppninni. ■ JOHN McEnroe sigraði An- drei Chesnokov frá Sovétríkjun- um 6-1, 7-5 og 6-2 í úrslitum stór- móts Evrópubandalagsins í tennis um helgina og varð 220.000 dollur- um ríkari fyrir vikið. McEnroe þurfti lítið fyrir sigrinum að hafa enda tognaði Sovétmaðurinn á ökkla í annarri lotu og gat ekki beitt sér eftir það. ■ MIKE Bossy, leikmaður New York Islanders og einn sá besti í NHL-ddeildinni í ísknattleik und- anfarinn áratug, er hættur vegna bakmeiðsla. Hann lék ekkert í fyrra, en hélt í vonina þar til í síðustu viku. Bossy, sem er 31 árs, var lykilmaður hjá Islanders, sem sigr- aði fjórum sinnum í deildinni meðan hann lék með liðinu. Hann var ávallt á meðal markahæstu manna, skoraði meira en 50 mörk fyrstu níu árin, en meiðslin höfðu sín áhrif síðasta tímabilið, en þá skoraði Bossy 38 mörk í 63 leikjum. egar heim var komið eftir stutt frí að loknum leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Austur-Þjóðveija, las ég um- fjöllun um leikinn og fleiri hug- leiðingar um knattspyrnu í laug- ardagspistli SOS þann 22. okt. síðastliðinn undir nafninu Þeir fiska sem róa. Vitanlega er mað- ur ekki alltaf sammála öllu sem skrifað er um knattspymu en þeg- ar ég las umraKldan pistil ofbauð mér hreinlega. Megnið af því sem ég las er skrifað af svo miklu þekkingarleysi á knattspyrnu að það nær engu tali. SOS byijar á því að vitna í Ásgeir Elíasson þjálfara Fram eftir leik liðsins við Barcelona. Ásgeir segir að úrslit leiksins (5:0) segi allt sem þarf um muninn á áhugamennsku og atvinnu- mennsku. Þvílík einfóldun á máli. Voru Akranes og Valur ekki að Ieika við atvinnumenn? Bæði töp- uðu mjög naumlega. Og oft hefur landsliðið náð mjög góðum ár- angri þegar liðið hefur verið að mestu skipað áhugamönnum. Varðandi leikskipulag íslenska landsliðsins vil SOS láta taka ein- staka leikmenn andstæðinganna „ÞESSI leikur tók svo sannar- lega á taugarnar. Það var eins og liðið hefði aldrei leikið sam- an en vonandi lœra menn af mistökunum," sagði Olle Nord- in, landsliðsþjálfari Svía, eftir 2:1 sigur íTirana í Albaníu á laugardaginn. Svíar hafa þar Sœvar Jónsson. úr umferð. Sú leikaðferð sem landsliðið leikur hentar liðinu mjög vel og SOS til fróðleiks leik- um við kerfið 3-5-2. Það höfum við gert frá því að Sigfried Held tók við liðinu. Ef frá er talinn leikurinn hér heima sem tapaðist 0:6 gegn Austur-Þjóðveijum held ég að við megum vel við una. í þeim leik ætluðum við að sækja með fengið þrjú stig 12. riðli en Albanir eru án stiga eftir tvo leiki. Heimamenn voru mun ákveðn- ari í fyrri hálfleik og sköpuðu sér nokkur marktækifæri, en nýttu aðeins eitt — Ili Shehu skoraði á 33. mínútu. og sigra stórt en gleymdum að veijast. Það vill oft gleymast að vöm er ekki bara 3 eða 4 öftustu leikmennirnir. Að lokinni síðustu Evrópukeppni landsliða vorum við með sama stigafjölda og Frakkar. Er það slæmur árangur? Svo við snúum okkur aftur að leiknum í Berlín þá var enginn að kenna dómaranum um tapið, heldur aðeins verið að benda á staðreyndir. Ef SOS hefur fylgst með leiknum í sjónvarpi hefur hann eflaust séð greinilega eins og aðrir að bakhrinding átti sér stað þegar Austur-Þjóðverjar skoruðu fyrsta markið. En eins og svo oft áður á litla ísland litla samúð dómarans sem í þessu til- felli var norskur. Hann naut sviðs- ljóssins vel en yfirleitt fer mjög lítið fyrir góðum dómurum. Dóm- arinn hafði því miður engin tök á leiknum. Svo vill SOS meina að um víta- spymu hafi verið að ræða í fyrri hálfleik. Thon hefur greinilega tekist að plata hann líka. f um- ræddu atviki var mjög greinilegt að Thon hætti við að taka skrefið og lét sig detta. Mjög einfold brelia sem SOS hefði átt að taka eftir. Svo vikið sé að brottrekstri mínum, sem er e.t.v. undirrót þess að svara bréfi SOS, segir hann Albanar létu mótheijana aldrei í friði og lengi vel stefndi í óvænt úrslit, en Svíar náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Stefan Pett- erson gaf á Hans Holmquist, sem var nýkominn inná sem varamaður, og hann skoraði með sinni fyrstu spyrnu. Þremur mínútum síðar sváfu heimamenn aftur á verðinum orðrétt: Dómarínn gat ekkert ann- að gert en að sýna Sævari rauða spjaldið og það hefði ekkert verið hægt að segja þótt dómarinn hafi sýnt Sævari tvö rauð spjöld! Vita- skuld veit ég að það á ekki að ýta við andstæðingnum og ég gaf leikmanni austur-þýska liðsins tækifæri á Þjóðleikhúsatriði. Norski dómarinn keypti það sam- stundis en veitti leikmanninum ekki einu sinni tiltal fyrir að sparka Ólaf Þórðarson niður. Ég tala nú ekki um þegar Gunnar Gíslason var hreinlega jarðaður í fyrri hálfleik. Það er eitt Ijótasta brot sem ég hef séð en sá norski sá ekki ástæðu til að nota rauða spjaldið þá. En annars hef ég heyrt um að gefin séu tvö gul spjöld en aldrei tvö rauð. Eflaust hefði ég fengið vægari dóm hjá SOS ef ég væri í „réttu“ félagi. Það er oft hjákátlegt að lesa skrif sumra íþróttafréttamanna um knattspymu því þeir eru svo „lit- aðir“ að brosiegt er. Annars er eiginlega kominn tími til að SOS fari að halda með íslandi ( land- sleikjum því það er lið okkar allra. Með von um vandaða umfjöllun um knattspyrnu í framtíðinni og þökk fyrir birtinguna. Höfundur cr lcikmaður Vals og íslenska landsliðsins í knattspyrnu. og Johnny Ekstrem innsiglaði sigur Svía. Svíar eru með þijú stig í riðlinum eftir tvo leiki, Pólveijar með tvö stig eftir sigur gegn Albönum, Eng- lendingar gerðu jafntefli við Svía og eru með eitt stig og Albanar reka lestina. ITALIA Ruud Qulllt. Gullit úr leikáný? Hollendingurinn Ruud Gullitt meiddist á ný í leik með AC Mílanó í ítölsku deildarkeppninni um helgina og gæti misst af Evr- ópuleiknum gegn Rauðu Stjörnunni frá Júgóslavíu á morgun. Gullit, sem enn hefur ekki verið með í heilum leik með AC Mílanó í vetur, misst af fyrri leiknum, sem lauk með jafntefli 1:1. „Við verðum að bíða og sjá hvað setur, en ég er hræddur um að hann verði að hvíla í heila viku,“ sagði Arrigo Sacchi, þjálfari Mílanó-liðsins, um helgina. „Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, en hann tognaði á vöðva og við viljum ekki taka neina áhættu." Róðurinn er erfidur - eftírSævar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.