Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 8
8 B John Fashanu. ítiémR FOLK ■ ALAN Smith kom Arsenal á bragðið gegn Nottingham Forest og skoraði sitt 14. mark á tímabil- inu. Hann var markakóngur Arsenal í fyrra með FráBob 16 mörk. Smith hóf Hennessy ferilinn hjá Leicest- lEnglandi er 1932 og hefur nú skorað 99 deild- armörk. ■ KETTH Thomas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry, er liðið gerði 1:1 jafntefli við West Ham. Hann lék áður með Real Oviedo á Spáni, en keypti sig lausan fyrir tveimur mánuðum. ■ TREVOR Francis var hetja QPR á laugardaginn, en tveimur tímum fyrir leik leit ekki út fyrir að hann myndi leika. Francis, sem er 34 ára, hefur átt við nára- meiðsli að stríða og var á sjúkra- bekknum í meðferð til klukkan 13.15 en leikurinn hófst klukkan 15.00. „Við tókum áhættu. Trevor hefur ekki sama hraða og áður en engu að síður hefur hann verið okkar besti maður á tímabilinu," sagði Smith, stjóri QPR, eftir leik- inn. ■ LEIKMENN Wimbíedon hafa gjaman vakið athygli fyrir ruddaskap í leikjum, en gegn Nor- wich á laugardaginn sýndu þeir áður óþekkta hlið á sér — voru sem lömb og fóru ekki einu sinni í „tækl- ingar". Framkoma Johns Fas- hanus fyrir leik vakti ekki síður athygli og átti meira skylt við for- setaframboð í Bandaríkjunum en fyrstu deildar knattspymuleik í Englandi. Hann gekk meðfram áhorfendum með þriggja ára dóttur Terry’s Gibson í fangi sér, veifaði og brosti. Sem kunnugt er hefur Fashanu verið ásakaður fyrir að hafa slegið Viv Anderson hjá Manchester United eftir bikarleik liðanna í síðustu viku, en hann seg- ir það fjarstæðu. Hann hafí hins vegar verið sleginn af ónefndum leikmanni United og segist Fas- hanu ætla að höfða skaðabótamál til að fá nafn sitt hreinsað. I COLIN Gibson hjá Man- chester United var borinn af velli á 18. mínútu gegn Aston Villa vegfna hnémeiðsla. Hann meiddist fyrir keppnistímabilið og var frá lengi vel, en nú tóku meiðslin sig upp aftur og er ekki víst að hann leiki meira með í vetur. ■ MANCHESTER United og Aston Villa gerðu 1:1 jafntefli eft- ir að United hafði náð forystunni. Að komast yfír virðist ekki kunna góðri lukku að stýra á Old Traf- ford — liðið missti niður forskot í fímmta leiknum í röð. ■ CELTIC vann Hamilton 8:0 í skosku úrvalsdeildinni. Það er stærsti sigurinn á útivelli í sögu deildarinnar. Mark McGhee fékk boltann, sem leikið var með, að gjöf í leikslok fyrir að skora sína aðra Írennu í vetur. I CELTIC leikur á útivelli gegn Werder Bremen í kvöld í Eyrópu- keppni meistaraliða og er uppselt á leikinn, en 36.800 miðar hafa verið seldir. Bremen vann fyrri leikinn 1:0 og hefur hveijum leikmanni þýska liðsins verið heitið 16.500 pundum fyrir að komast í aðra umferð. MORGUNBLAÐQ) IÞROTTIR ÞRŒWUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 \ 4 KNATTSPYRNA / ENGLAND útileik í vetur varði vítaspymu frá Marwood, er staðan var 1:1. Arsenal var mjög sannfærandi og Michael Thomas var þar fremstur í flokki. Coventry og West Ham gerðu 1:1 jafntefli. David Kelly kom gest- unum yfír á 33. mínútu, en Keith Thompson jafnaði með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Coventry átti leikinn, en Alan McKnight, markvörður West Ham, hreinlega lokaði markinu og bjargaði mjög vel hvað eftir annað. Trevor Francis var bestur hjá QPR og lagði upp öll mörk liðsins í 3:0 sigri gegn Newcastle. Danny Maddix, Marten Allen og Mark Falco skoruðu. NORWICH hefur enn ekki tapað stigi á útivelli og er með sex stiga forystu í 1. deiid ensku knattspyrnunnar eftir leiki heigar- innar. Liverpool sigraði loks á heimavelli, en lánieysi Totten- ham hélt áfram. FráBob Hennessy iEnglandi orwich fagnaði fyrsta sigrinum gegn Wimbledon, vann 2:0. Andy Linighan miðvörður skoraði með skalla á 36. minútu eftir send- ingu frá Dale Gordon og varamaðurinn Malcolm Allen bætti öðru marki við á 72. mínútu með sinni fyrstu spymu. Ian Rush kom Liverpool á bragðið gegn Middles- brough einni mínútu fyrir hlé, hans fjórða mark i sex leikjum. John Aldridge og Peter Beardsley skoruðu báðir í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti sigur meistar- anna í deildinni á Anfield síðan 3. september. Þijú mörk Millwall á sjö mínútum gerðu vonir Luton að engu. Teddy Sheringham skoraði á 18. mínútu, Kevin OCallaghan bætti öðru marki við úr vítaspyrnu skömmu síðar og Ian Dawes gerði þriðja markið á 25. mínútu. Danny Wilson minnk- aði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok. Southampton átti ekki í erfíðleik- um með Charlton og vann 2:0 með mörkum frá Graham Baker og Danny Wallace í seinni hálfleik. Vandamái á White Hart Lane Ekkert gengur hjá Tottenham og nú mátti liðið þola 3:1 tap heima gegn Derby. Heimamenn byijuðu samt vel — Paul Stewart skoraði á 6. mínútu, hans fyrsta mark fyrir Spurs. En Ted McMinn jafnaði fyr- ir gestina um miðjan fyrri hálfleik og náði síðan forystunni fyrir Derby á 63. mínútu. Dean Saunders gerði síðan endanlega út um Spurs 20 mínútum fyrir leikslok. Steve Bruce skoraði fyrir Man- chester United á 42. mínútu, en Gordon Cowans jafnaði fyrir Aston Villa á 61. mínútu. Sömu úrslit urðu í frábærum leik Sheffíeld Wednesday og Everton. Neville Southall varði vítaspymu frá Gary Megson á 7. mínútu, en Trevor Steven nýtti sams konar Alan Smlth, til hægri, skoraði enn einu sinni fyrir Arsenal, í stórsigrinum á Nottingham Forest. Ian Rush, að neð- an, er kominn á skrið og skoraði gegn Middlesbro. útsendingu sjónvarps. Alan Smith, Steve Bould, Tony Adams og Brian Marwood skoruðu fyrir gestina, en Nigel Clough jafnaði 1:1 í fyrri hálfleik eftir mistök Johns Lukics markvarðar Arsenal. Steve Sutton tækifæri á 56. mfnútu. Mel Sterland jafnaði fyrir heimamenn undir lok- In Létt hjá Arsenal Arsenal gerði góða ferð til Nott- ingham og vann Forest 4:1 í beinni Norwich hefur enn ekki tapad FRAKKLAND Misjafnt ástand hjá Parísarliðunum Astandið hjá stóru Parísarliðun- um tveimur eru ólíkt um þess- ar mundir. París SG er í efsta sæti deildarinnar en hjá Matra Racing er allt á vonarvöl. Bemharð Artur Jorge hættur Valsson sem þjálfari og skrifarfrá stjómarmenn í fé- Frakklandi laginu hafa lýst því yfír að liðið hætti jafnvel keppni í vetur, fjárhagsstaða félagsins sé svo gífurlega slæm. Auxerre sótti Matra heim um helgina og Matra tapaði 2:1. Mlin- aric og Cocard gerðu mörk Auxerre en Jean-Luc Dagone skoraði fyrir Matra. Leikur Bordeaux og Mónakó olli SPÁNN miklum vonbrigðum. Liðin tóku litla sem enga áhættu og virtust bæði sætta sig mjög vel við jafntefli. Vujovic skoraði á 63. mín. fyrir Bordeaux en Glenn Hoddle jafnaði á 73. mín. Nice vann enn einn sigurinn á heimavelli og það eina sem kom á óvart var að Daniel Bravo skoraði ekki í 1:0 sigrinum á Nantes! Ric- ord skoraði markið á 7. mín. París SG lék vel á útivelli gegn Laval og sigraði 2:1. Perez skoraði fyrst fyrir PSG, Safet Susic bætti öðru við en Tanasi minnkaði mun- inn með sjálfsmarki. Marseille sigraði Toulon í Rívíeru-slagnum. VESTUR-ÞÝSKALAND Forskot Real eykst Real Madrid jók forystu sina á Spáni með 4:1 sigri gegn Celta á sunnudaginn, en Barcel- ona, sem er í öðru sætinu, gerði aðeins markalaust jafntefli á úti- velli gegn Valladolid. Sigur Real gegn Celta var átak- alítill, en Celta hefur ekki unnið á Bembau leikvanginum í Madríd í 39 ár! Martin Vazques kom heimamönnum á bragðið þegar á fyrstu mínútunni — skoraði aðeins fáeinum sekúndum eftir að dóm- arinn blés til leiks. Útheijinn Rafael Gordillo gerði annað mark- ið á 19. mí'n., Hugo Sanchez það þriðja og Manuel Sanchis það Qórða. Brasilíumaðurinn Amar- iido Souza laumaði einu marki inn á milli fyrir Celta. Atletico Madrid, sem hafði leik- ið mjög vel og unnið fímm leiki í röð síðan Ron Atkinson tók við stjóminni, tapaði loks — óvænt á útivelli gegn Osasuna. Javier Ripodas og Pizo Gomez gerðu mörkin. Þess má geta að Roberto Calavia í marki Osasuna varði víti frá Paulo Futre í leiknum. Athletico Bilbao tapaði fímmta leiknum í röð um helgina — nú 1:0 fyrir Real Sociedad. Mikel Loinaz, sem hafði komið inn á sem varamaður, gerði eina markið á 79. mín. Howard Kendall er við stjóm- völinn hjá Bilbao-liðinu, og er stóll hans nú aldeilis farinn að hitna. Annar Breti, John Toshack, þjálf- ar lið Sociedad. Asgeir horfði á í Kickerí gær segir að 170 ís- lendingar hafi komið gagngert til Stuttgart á laugardaginn til að sjá Ásgeir Sigurvinsson leika. Þeir greiddu 600 mörk i aðgangseyri en urðu fyrir von- brigðum, því Ásgeir lék ekki vegna meiðsla. Huggun harmi gegn var að Stuttgart vann HSV 4:2. að var ekki fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks að Stuttgart náði forystunni er Allgöwer skoraði úr vítaspymu. Schröder bætti öðm við á næstu mínútu beint úr auka- spymu. Walter og Streh- mel bættu við tveimur mörkum áður en gestimir náðu að minnka muninn með mörkum frá Klaus og Spörl, bæði eftir undirbúning Pól- veijans Furtok. Köln átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum 11 manna vöm Hannover, en Thomas Hássler tryggði heimamönnum sigur á 68. mínútu. St. Pauli og Bayem gerðu markalaust jafntefli. 22 þúsund áhorfendur fögnuðu heimamönnum sem meisturum í leikslok, sem vom betri lengst af en heppnir í lokin að fá ekki mark á sig. Framkoma áhorfenda á samt eftir að draga dilk á eftir sér, en þeir létu öllum illum látum og köstuðu m.a. bjór- dósum og peningum inn á völlinn. FráJóni Halldóri Garóarssyni i V-Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.