Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 9
m‘\ fiHH' ^HUnAQgTTCTÍW nnroiKii «iaA.iRvnonoM íx a
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 B 9 '
ÍpRÚmR
FOLK
■ HENRI Michel, landsliðs-
þjálfari Frakka, var ekki sá eini
sem missti vinnuna í vikunni. Artur
Jorge, þjálfari Matra Racing,
sagði á föstudag
upp samningi sínum
við félagið en auk
slæmrar frammi-
stöðu liðsins þá hef-
ur Jorge átt við erfíðleika að stríða
í einkalífí sínu þannig að þessi
ákvörðun var ekki flúin. Hann er
frá Portúgal og hefur verið meira
og minna með annan fótinn þar í
landi síðan í september vegna
vandamáls í fjölskyldunni.
Bemharð
Valsson
skrifarfrá
Frakklandi
M RENE Hauss hefur verið
þjálfarinn Matra Racing í stað
Jorge.
I JORGE gerði Portó að Evr-
ópumeisturum 1987 og hefur þegar
verið orðaður við portúgalska fé-
lagið á ný. Joaquim Jesus „Quin-
ito“, sem þjálfað hefur Portó hætti
einmitt á föstudaginn. Í tilkynningu
frá félaginu sagði að hann hefði
sagt upp, en talið er fullvíst að
hann hafí ekki átt annars kostar
völ, eftir slakt gengi liðsins.
■ SÚ saga gengur nú í Frakk-
landi að enski framheijinn Clive
Allen sé líklega á förum frá Borde-
aux. Hann var keyptur frá Totten-
ham í fyrra, stóð sig vel síðasta
tímabil og einnig í vetur: skorað 7
mörk í 13 leikjum. Allen hefur
ekki verið með í undanfömum leikj-
um — eitthvað slettist upp á vin-
skapinn milli hans og þjálfarans.
ÍTALÍA
Mattháus skaut
Inter á toppinn
INTER Mílanó er eitt á toppn-
um á Ítaiíu eftir 1:0 sigur á
Sampdoría. Þaö var Lothar
Mattháus sem skoraði eina
markleiksins — strax á fyrstu
mínútu. Nágrannaliðið AC
Mílanó er í öðru sæti, aðeins
einu stigi á eftir Inter og Na-
pólieríþriðja sæti.
Landsliðsmarkvörðurinn Walter
Zenga var hetja Inter gegn
Sampdoria. Hann varði nokkrum
sinnum frábærlega í síðari hálf-
leiknum og kom þannig í veg fyrir
að liðið næði að jafna.
Hollensku snillingarnir Ruud
Gullitt og Marco van Basten skor-
uðu sitt markið hvor í' 2:1 sigri AC
Mílanó á Veróna á útivelli. Gullitt
skoraði fyrst fallegt mark á 22.
mín. en varð síðan að fara af velli
átta mín. síðar. Hann hefur enn
ekki verið með í heilum leik á
keppnistímabilinu vegna meiðsla á
ökkla sem hann hlaut áður en tíma-
bilið hófst. Antonio Virdis kom inn
á í stað Gullits.
Mílanó-liðið sótti mikið og fékk
góð færi á að skora, en Veróna
skoraði engu að síður næsta mark
— Argentínumaðurinn Claudio Can-
iggia var þar að verki á 70. mín.
Van Basten tryggði svo sigurinn
með föstu hægri fótar skoti í netam-
öskvana á 83. mín.
Diego Maradona og félagar í
Napóli urðu að gera sér að góðu
1:1 jafntefli gegn nýliðum Lazio.
Napóli fékk ákjósanleg færi á að
skora fleiri mörk, og tryggja sér
þar með sigur, en allt kom fyrir
ekki.
Juventus sigraði lið Bologna á
útivelli, 4:3, í fjörugum leik. Portúg-
alinn smávaxni Rui Barros skoraði
tvívegis fyrir Juve, Daninn Michael
Laudrup einu sinni og sömuleiðis
gamli „sjarmörinn" Alessandro
Altobelli.
Marco van Basten skoraði sigurmark AC Mílanó gegn Veróna á útivelli.
SKOTLAND
Celtic vann 8:0!
Celtic hafði mikla jrfirburði gegn Hamilton í skosku úrvalsdeildinni
á laugardag og vann 8:0! Frank McAvennie og Mark McGhee
voru báðir með þrennu, en Billy Stark og Joe Miller skoruðu sitt
markið hvor gegn neðsta liði deildarinnar.
Rangers er enn á toppnum, vann Motherwell 2:1. John Brown skor-
aði á 19. mínútu, Bobby Russell jafnaði fyrir Motherwell einni mínútu
fyrir hlé, en Kevin Drinkell innsiglaði sigur Rangers með skalla er
komið var fram yfír venjulegan leiktíma.
Aberdeen sigraði Hibernian með sömu markatölu og er eina tap-
lausa iiðið. Steve Archibald skoraði fyrir Hibemian eftir 30 sekúndur
en Charlie Nicholas skoraði tvívegis fyrir gestina. Þegar staðan var
1:1 misnotaði Archibald vítaspyrnu.
SVISS
HOLLAND
BELGÍA
Sigurður
skoraði
Luzem aftur í iyrsta
sæti deildarinnar
LEIK Luzern gegn Lúganó í
svissnesku deildarkeppninni í
knattspyrnu um helgina lauk
með jafntefli, 3:3, og skoraði
Sigurður Grétarsson eitt
marka Luzern.
Luzem náði forystu á 34. mínútu
þegar Þjóðveijinn Mohr setti
fyrsta mark leiksins. Sigurður Grét-
arsson bætti um betur fimm mínút-
um seinna og liðið
náði tveggja marka
forskoti. En Lúganó
gafst ekki upp. Það
skoraði næstu þijú
mörk leiksins, fyrsta á 41. mínútu
og tvö á fyrri helmingi seinni hálf-
leiks. Mohr tókst að jafna á 81.
mínútu en nokkru áður var fjórða
mark Lúganó dæmt ógilt vegna
rangstöðu.
Jafnteflið nægði Luzern til að
Anna
Bjarnadóttir
skrifar
frá Sviss
MorgunblaðiS/Einar Falur
Sigurður Grótarsson.
komast aftur í fyrsta sæti deildar-
keppninnar. Það er nú með 23 stig
en Grasshoppers og Sion með 22
stig hvort. Grasshoppers sigraði
Aarau á útivelli 2:1 en Sion tapaði
sínum fyrsta heimaleik á leiktíma-
bilinu gegn Bellinzona 2:0.
■ Úrslit/B 11.
■ Staðan/B 11.
Guðmundur
mjöggóður
PSVvarekki
sannfærandi
BRASILÍUMAÐURINN Rom-
ario de Souza Faria tryggði
PSV Eindhoven sigur, 1:0,
með eina marklnu gegn
Roda JC. Leikurinn var slak-
ur, en Faria, sem keyptur
var frá Vasco da Gama í
Brasilíu f síðasta mánuði
fyrir andvirði tæplega 130
milljóna ísl. króna, sýndi
hvað í honum býr. PSV hefur
nú fimm stiga forskot í
deildinni.
Sigur Eindhoven um helgina
var sá tíundi í þréttán leikj-
um f vetur. Liðið tapaði í síðustu
viku fyrir Haarlem og um tíma
leit út fyrir að það tapaði aftur
því JC fékk ákjósanleg færi til
að skora, en þau nýttust ekki.
Ajax er að rétta úr kútnum
eftir hroðalega byijun og sigraði
MW örugglega, 4:0. Ajax er
nú komið upp í áttunda sæti.
■ Úrsllt/B 11.
■ Staðan/B 11.
GUÐMUNDUR Torfason átti
mjög góðan leik með RC Genk
um helgina er liðið tapaði 1:2
fyrir FC Liege, einu af topplið-
unum, á útivelli. Genk átti svo
sannarlega skilið að minnsta
kosti jafntefli, því liðið var betri
aðilinn á vellinum í 60 mfnútur.
Guðmundur átti mikinn þátt í
eina mark Genk — sem komst
í 1:0, á 53. mín. er Jansen skoraði.
Eftir markið skipti þjálfari Genk
varnartengilið inn á
Frá Bjama fyrir sóknarmann,
Markússyni staðráðinn í að
i Belgiu halda fengnum hlut,
en það tókst ekki.
Liege jafnaði er 15 mín. voru eftir
og gerði svo sigurmarkið skömmu
áður en flautað var til leiksloka.
„Ég er ánægður með mína
frammistöðu. Við sýndum í dag að
við getum staðið í stóru liðunum,
ef við náum að sýna góðan leik.
Við erum á botninum en Liege er
eitt af toppliðunum," sagði Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
Amór Guðjohnsen var illa flarri
góðu gamni er Anderlecht sigraði
Waregem 2:0. Hann er meiddur sem
kunnugt er og einnig var marka-
skorarinn Kmcevic fjarverandi, er
í banni. Griin skoraði á 19. mín. og
á 25. mín. gulltryggði Hollendingu-
inn Van Tiggelen sigurinn með öðm
marki.
Mechelen, sem mætir Anderlecht
í Evrópukeppninni á morgun, sigr-
aði Antwerpen 2:1. Hollendingurinn
Bosmann skoraði bæði mörk Mec-
helen; bæði með skalla.
■ Úrsllt/B 11.
■ Staðan/B 11.
stór lióur í áranqursríkri endurhæf inau
DONJOY varmahlífar halda hita á liðamótum jafnframt
því að veita góðan stuðning. DONJOY varmahlífar
eru góö hjálp við endurhæfingu
eftir slys eða aðgerðir. Þær eru
einnig sérlega hentugar fyrir
fólk með liðagigt.
n
Útsölustaöir: Útilíf, Reykjavik og Bjarg, Akureyri.
HVERFISGATA 105
OSSUR SlUI-9I^U60
/r