Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 7
•/■(- **{v-r I^ >
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER 1988
B 7
MorgunblaíSið/Þorkell
im í netið — án þess að markvörðurinn eða vamarmaður komi nokkrum vömum við.
i sekúndunni og tryggt FH rétt til að leika í 2. umferð
verið. Við gerðum okkur seka um
ýmis mistök, en þetta var nú einu
sinni þriðrjí leikurinn á tlmabilinu
og ég er viss um að við eigum eft-
ir að bæta okkur og verða sterkir
I vetur."
Por Otto Furu*oth-þJálfarl
FSB/SKI:
„Þetta var vægast sagt sorglegt
og eitt sárasta tap sem ég hef upp-
lifað. Við höfðum þetta í hendi okk-
ar undir lok leiksins, en klúðruðum
boltanum. Við áttum að getað hald-
ið honum ( nokkrar sekúndur í við-
bót, en svona getur þetta verið og
maður verður bara að kyngja því
þó sárt sé. FH-liðið lék mun betur
en í fyrri leiknum, og við vissum
að þeir yrðu erfiðir á heimavelli.
Við vomm þó nokkuð sannfærðir
um að fímm marka forysta dyggði
okkur, en það sem gerðist hér í
kvöld var ótrúlegt. Dönsku dómar-
amir hjálpuðu íslendingunum mikið
í fyrri háifleik, og það hafði mikið
að segja. Bestu menn FH-liðsins
vom þeir óskar Ármannsson og
Þorgils óttar, en þetta FH liö er
ungt og afar efnilegt og á að mínu
mati mikla framtíð fyrir sér.“
Rogor Johansen:
„Fyrst og fremst þá fannst mér
FH-liðið vera alit annað og miklu
betra en í fyrri leiknum. Það barð-
ist frábærlega og uppskar eftir því.
Einhvem veginn fannst okkur þó í
leiknum að við gætum haldið þeim
niðri og vomm viðbúnir tveggja til
þriggja marka tapi, en að þetta
færi svona í lokin, það var grátlegt."
Úm nýliða,
stjömu-
leikmenn
ogþátt-
takendur...
EFTIR að tjaldið hefur verið
dregið fyrir á Ólympíuleikunum
— sem ég tel, miðað við allar
aðstæður, að ættu að skipta
um nafn og nefnast „Alþjóðleg
meistarakeppni atvinnumanna
í íþróttum11 til þess að unnt
verði að halda raunverulega
Ólympíuleiki þar sem leikmenn
í íþróttum gætu látið drauma
sína rætast — langar mig að
ræða nokkur atriði og skýring-
arnar sem gef nar voru varð-
andi keppnina í knattspyrnu,
en þar voru einungis útilokaðir
þeir leikmenn er tekið höfðu
þátt í heimsmeistarakeppn-
inni. Með öðrum orðum þá var
þarna um hreina keppni at-
vinnumanna að ræða.
Sum úrslitanna komu á óvart —
eins og alltaf hefur verið —
en þeim hefur farið fjölgandi, sérs-
taklega hjá knattspymuliðum sem
vegna sögulegrar hefðar hafa verið
talin líkleg til verðlauna. En þessi
úrslit eru afsökuð með því að „í dag
ríki meiri jöfnuður milli knatt-
spymuliða."
Þetta hefur ekki aðeins haft í för
með sér ofstækisfulla gagnrýni
heldur einnig afsakanir sem ekki
eru síður öfgakenndar þar sem bent
er á að „það eru ekki lengur neinir
auðveldir andstæðingar“, heldur
séu þeir „allir erfiðir". Þama er um
svo mikið rugl að ræða að ætla
mætti að hver sem er gæti orðið
sigurvegari, að til dæmis Zambía,
Noregur eða Tyrkland ættu jafna
möguleika á sigri og Sovétríkin,
Vestur Þýzkaland eða Ítalía, eða
þá að í Suður Ameríku væm gæði
knattspymunnar í Argentínu eða
Brasilíu engu meiri en í Venezuela.
Kröfumar of miklar
Ég neyðist til að halda að kröf-
umar og þrýstingurinn frá félögum,
stjómendum og þjálfurum — að
hluta til með stuðningi fjölmiðla —
séu svo miklar í þeim löndum þar
sem knattspyman er í hvað mestum
hávegum höfð að ef liðið geri þó
ekki væri nema smávægileg mistök
gegn lítt þekktum mótheijum sé
gripið til hinna fáránlegustu afsak-
ana og skýringa. Þessi þróun mála,
sem án efa getur haft áhrif á gang
mála, hvort heldur þau eru af
stjómmála, íþróttalegum eða per-
sónulegum toga spunnin, eða það
sem meira er hafa áhrif á fjárfram-
lög stuðningsmanna, vekur upp út-
skýringar og afsakanir sem eiga
engar rætur í raunveruleikanum.
ðgerlegt er að sýna fram á að
aukinn jöfnuður ríki milli knatt-
spymuliða. Þeir sem halda því fram
eru aðeins að reyna að réttlæta lé-
legan leik eða óhagstæð og óvænt
úrslit.
Ég ítreka: í helztu knattspymu-
mótunum eru alltaf þátttakendur
sem aðeins em þar til að vera með.
Og til að reyna að komast í næstu
umferð, það er að komast í hóp
með fremstu liðunum, þótt ekki sé
nema um stundar sakir — og þetta
tekst einstaka sinnum.
Svo eru það sterkari liðin, þau
sem sífellt beijast við að komast
áfram en tekst það aldrei. Og loks
em svo topp-liðin, þau sem leika
beztu knattspyrnuna og þau sem
sigra. Stundum fer þetta tvennt
saman, til mikillar ánægju fyrir þá
okkar sem dáum þessa íþrótt, eins
og hjá Hollandi í síðustu Evrópu-
keppni. En er hugsanlegt að
stjörnulið geti mætt til keppni þar
sem það stendur ekki undir nafni?
Það er alltaf að gerast.
Luis
Menotti
skrifar
fyrir
Morgun-
blaðid
Auklnn jöfnuöur ekki
ástœðan
Það þýðir ekki að við ættum að
gera málið flóknara með því að
afsaka óvænt töp undir yfirskini
„aukins jöfnuðar“. Þetta hefur
gerzt ótal sinnum, og England er
bezta dæmið. Yfírleitt ér lið Eng-
lands meðal toppliðanna, og það er
sjaldan sem það treystir meira á
gamlar hefðir en góðan leik.
Hitt gerist aldrei: Að toppliðin
falli út og óþekkt lið fari með sigur
af hólmi í meiriháttar mótum. Ur-
uguay sigraði í Suður Ameríku,
Holland í Evrópu, og í Ólympíuleik-
unum í Seoul komust Sovétríkin,
Brasilía, Vestur Þýzkaland og Ítalía
í undanúrslitin.
Hitt er rétt að við sjáum í dag
mikla framför í afrískri knatt-
spymu. Þetta er ekki ný þróun, og
við þurfum aðeins að líta til sögunn-
ar til að sjá að það er engin tilviljun
að knattspyman hefur verið að þró-
ast þar undanfarinn rúman áratug.
Það var Spánveijinn Santiago
Bemabeu, sá merki forseti Real
Madrid, sem einna fyrstur vakti
athygli á þessari þróun.
Það er einnig tilfellið, eins og
saga knattspymunnar sýnir, að allt-
af skjóta upp kollinum lönd sem
eignazt hafa kynslóð sterkra knatt-
spymumanna, og það leiðir huga
okkar að því hvort þeim verði fært
í einhveiju stórmóti að hnekkja for-
ustu stjömuliðanna. Þetta hefur
aldrei gerzt í heimsmeistarakeppn-
inni til þessa. Ef til vill í framtí-
ðinni? Sjálfur trúi ég því ekki, en
þetta er einn þeirra hugsanlegu
kosta er gefast í öllum þeim spenn-
andi möguleikum sem íþróttin hefur
upp á að bjóða.
7J
uis Me
t