Morgunblaðið - 16.11.1988, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 3V2 árs fangelsi fyrir að stinga mann með hníf KONA í Reykjavík, Sólrún Elí- dóttir, 33 ára, hefur verið dæmd til 3V2 árs fangelsis fyrir að hafa stungið mann í kviðarholið með hníf. Mjög' tæpt stóð um líf mannsins nm tíma. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps, en til vara fyrir stór- fellda líkamsárás, fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 29. apríl eða aðfaranótt næsta dags stungið manninn hnífsstungu í kvið í kjall- araíbúð hans að Hagamel. Hnífur- inn gekk alldjúpt í kvið mannsins rétt ofan við hægri nára. Konan bar að hún hafi lagt til mannsins með hnífnum eftir að hún hótaði að stinga hann, ef hann hætti ekki að rífast við hana. Hún hafi tekið hnífinn í höndina, en maðurinn náð honum af henni og hrint henni út í vegg. Hún hafi þá orðið æst og hrædd og gripið hnífinn og stungið manninn um leið og hún reis upp. í dóminum segir að ljóst sé að Sólrún hafi ekki unnið verknaðinn í sjálfsvöm, enda ljóst af gögnum málsins að maðurinn hafi ekki gef- Saltsíldarkaup Sovétmanna: Heimild til viðbótar- kaupa enn ókomin ið henni tilefni til að grípa til egg- vopns, þrátt fyrir að þau hafí rifist og hún rispast við það að hann reyndi að afvopna hana. Gegn neit- un hennar þótti hvorki sannað að henni hafi staðið hugur til að svipta manninn lífi né að henni hafi hlotið að vera ljóst að bani gæti hlotist af verknaði hennar, enda beri að líta til þess hvar hnífslagið lenti svo og til þess að maðurinn var ekki sannanlega í lífshættu fyrr en um sólarhring eftir atburðinn. Þá segir í niðurstöðu dómsins: „Hins vegar hlaut ákærðu að vera ljóst að sú háttsemi hennar að leggja til manns með hnífi, þannig að tilviljun réði hvar hann lenti, var stórhættuleg. Þá gerði ákærða litlar sem engar tilraunir til að koma manninum undir læknishendur, þrátt fyrir að henni hlaut að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar verknaður hennar kynni að hafa. Skiptir hér engu hvort maðurinn bað um slíka aðstoð eða ekki.“ Dómarinn, Ingibjörg Benedikts- dóttir, dæmdi konuna fyrir stór- kostlega líkamsárás, samkvæmt 218. grein hegningarlaga. Þá taldi dómarinn hana sakhæfa, að undan- genginni geðrannsókn. Konan hefur hlotið 17 refsidóma áður. Frá 372 árs fangelsi nú dregst gæsluvarð- hald hennar, samtals 77 dagar. Konan tók sér 14 daga frest til að taka ákvörðun um áfrýjun. Að uppkveðnum dómi var hún úrskurð- uð í gæsluvarðhald þar til dómur fellur í Hæstarétti, verði áfrýjað, þó ekki lengur en til 1. maí á næsta ári. Úrskurðinn, sem var að kröfu ríkissaksóknara, hefúr konan kært til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Heitt vatn fyrir fískeldi Þó að atvinnuástand á Kópaskeri sé nú slæmt eftir að Sæblik hf. óskaði eftir gjaldþrotaskiptum, fer þvi Qarri að allar fram- kvæmdir liggi þar niðri. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Rúnar Þór Björnsson, tók þessa mynd þar á föstudaginn, þar sem verið var að bora eftir vatni fyrir laxeldisstöð á vegum Árlax hf. sem nú er í smíðum. Borinn er kominn niður á 30 metra dýpi og vatnið úr holunni 9 gráðu heitt. Fleiri holur hafa ver- ið boraðar við Oxarflörð á þessu ári og úr einni þeirra, sem er 14 kílómetra fyrir sunnan Kópasker, koma nú upp 40 sekúpdu- lítrar af 90 gráðu heitu vatni, sem ætti að vera nóg til að hita 800 hús. SOVÉSKA fyrirtækið v/o Sovryb- flot tilkynnti síldarútvegsnefhd í skeýti í gær að fyrirtækinu hefði ekki tekist að fá gjaldeyrisheimild til viðbótarkaupa á 50 þúsund tunnum af saltsíld á þessari vertíð. „Sfldarútvegsnefnd mun þó vinna áfram að því að heimildir sovéskra stjómvalda til frekari saltsfldar- kaupa á þessari vertíð fáist, enda er í viðskiptabókun Sovétmanna og ís- lendinga gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi 200.000 til 250.000 tunnur af saltsfld á ári,“ sagði Einar Bene- diktsson í samtali við Morgunblaðið. Samningur sfldarútvegsnefndar og Sovrybflot, sem gerður var 31. október síðastliðinn, kvað á um að Sovrybflot myndi kaupa 150 þúsund tunnur af hausskorinni og slógdreg- inni saltsfld á þessari vertíð og gera sitt ýtrasta til að fá gjaldeyrisheim- ild til kaupa á 50 þúsund tunnum til viðbótar fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Mikill samdráttur og deyfð á verðbréfamörkuðum: Nýr flokkur ríkisskulda bréfa selst nær ekkert — flokkurinn þar á undan seldist upp á skömmum tíma MIKILL samdráttur og deyfð er nú á verðbréfámörkuðum hér- lendis. Sigurbjörn Gunnarsson hjá verðbréfaviðskiptum Lands- bankans segir að nýr flokkur rikisskuldabréfa sem gefínn var út í lok október seljist nær ekkert. Hann tekur sem dæmi 3ja ára bréf í þessum flokki. Landsbankinn hafí hingað til aðeins selt fyrir um 5 milljónir af þeim bréfúm. Til samanburðar má nefíia að annar flokkur slikra bréfa sem gefínn var út i lok ágúst seldist upp á skömmum tima eða fyrir 450 milljónir króna. Sem kunnugt er lækkuðu vextir af þessum bréfum í síðasta mánuði úr 8% og í 7,3%. Sigurbjöm telur hinsvegar að skýringarinnar á Þrdtabú Hafskips: Skipti bíða Hæstaréttar- dóms um hlutafjárloforð SKIPTUM á þrotabúi Hafskips h.f. er ekki lokið og bíða bú- stjórar eftir niðurstöðum Hæstaréttar i fjórum málum, sem varða hlutafíáraukningu Hafskips árið 1985. Skiptaréttur komst að þeirri niðurstöðu i þessum málum í vor, að hlutafjárloforð væru ekki bindandi og þeir sem skrifúðu sig fyrir hlutafé ættu kröfúr í þrotabúið. Niðurstaða Hæstaréttar skiptir þvi miklu máli »im búskiptin. Málin verða flutt fyrir Hæstarétti þann 30. nóvember næstkomandi. Allar eigur Hafskips voru seldar Eimskipafélagi íslands í janúar 1986. Eftir stóðu peningakröfur Hafskips á hendur ýmsum aðilum og hefiir gengið misjafnlega að innheimta þær. í byijun mars sl. var flutt fyrir skiptarétti mál manns, sem krafðist þess að hlut- afjárloforð hans vegna hlutaíjár- aukningar Hafskips h.f. árið 1985 yrði ógilt. Maðurinn hélt því m.a. fram að hann hefði skráð sig fyr- ir hlutafé vegna rangra eða vill- andi upplýsinga forráðamanna Hafskips um stöðu fyrirtækisins. Þrjú svipuð mál voru flutt um sömu mundir fyrir skiptarétti. Skiptaréttur komst að þeirri niðurstöðu í málum þessum að hlutafjárloforðin væru ekki bind- andi, meðal annars vegna rangra upplýsinga og þar sem ekki hafði tekist að ná þeirri hlutafjáraukn- ingu sem steftit var að. Þeir sem hefðu skráð sig fyrir hlutabréfum ættu því kröfu í þrotabúið um greiðslu á skuldabréfum, sem gef- in voru út vegna hlutafjáraukning- arinnar. Samkvæmt hlutafélagalögum eru kröfur sem þessar forgangs- kröfur í þrotabú. dræmri sölu bréfanna nú sé ekki eingöngu að leita í þessari vaxta- lækkun. „Að mínu mati hefur almenn deyfð og samdráttur á verðbréfa- markaðinum nú mun meir að segja en vaxtalækkunin," segir Sigur- bjöm. „Það er áberandi að ein- staklingar kaupa nú mun minna af skuldabréfum en þeir gerðu. Sjóðir, eins og lífeyrissjóðir, kaupa áfram bréf í einhveijum mæli, einkum þar sem þeir eru skuld- bundnir til þess eins og lífeyrissjóð- imir eru gagnvart byggingasjóð- um.“ Bankamir em nú skuldbundnir til að kaupa öll ríkisskuldabréf og endurselja þau. Sigurbjöm telur að ef þetta ástand á verðbréfa- markaðinum varir lengi muni bankamir grípa til þess ráðs að selja bréfin með einhveijum afföll- um. Það hefur hinsvegar enn ekki komið til umræðu í Landsbankan- 'O INNLENT 0 Akærur banka- ráðsmanna: Kemur mér mjög á óvart - segir Valdimar Indriðason „ÞETTA kemur mér mjög á óvart,“ sagði Valdimar Indriða- son, fyrrum formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands er hann var spurður álits á ákæru á hendur honum í Hafskipsmálinu. „Mér hefur engin ákæra verið birt og ég hef aðeins frétt af málinu í fjölmiðlum," sagði Valdimar, þegar Morgunblaðið talaði við hann. Síðar I gær var honum birt ákæran, en Valdimar sagðist þá ekki vilja segja neitt frekar um málið að svo stöddu. Morgunblaðið talaði líka í gær við Kristmann Karlsson, fyrrum banka- ráðsmann í Útvegsbanka íslands og einn ákærðra í Hafskipsmálinu. „Ég hef enga formlega ákæru séð og hef ekkert um málið að segja," sagði Kristmann. Þriðji bankaráðsmaðurinn, sem var ákærður, er Garðar Sigurðsson. Hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann hefði séð ákæruna. Ekki tókst í gær að ná tali af fjórða bankaráðsmanninum, sem ákærður var, Ambimi Kristinssyni. Strandeldis- stöðvar fá norsk seiði Landbúnaðarráðuneytið hefúr veitt tveimur strandeldisstöðvum sem hafa útrennsli i sjó undan- þágu til að kaupa laxaseiði af norskum uppruna. Tvær íslenskar laxeldisstöðvar hafa á undan- förnum árum fengið undanþágu til að flytja inn hrogn frá Noregi en þær hafa verið í dreifíngar- banni þar til þessar undanþágur voru veittar. Norsku seiðin hafa verið talin betri í eldi og hafa fiskeldismenn eindregið viljað fá að dreifa þeim um landið. Nefrid sem landbúnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur að reglum um dreifíngu á laxi af norskum upp- mna hefur skilað drögum að reglu- gerð til ráðherra. í neftidinni voru forsvarmenn laxveiðimanna, veiði- réttareigenda, Veiðimálastofnunar og fiskeldismanna og náðist sam- komulag um tillögur. Sveinbjöm Eyjólfsson deildarstjóri í ráðuneyt- inu segir að reglugerðin sé til með- ferðar í ráðuneytinu, en ekki ákveð- ið hvenær hún verði gefín út. Hann segir að undanþágur ráðuneytisins sýni steftiu ráðuneytisins í þessu máli. Hún næði til strandeldisstöðva sem væm með útrennsli í sjó og að undanþágunni fylgdi skilyrði Um sölubann til kvíeldis og hafbeitar. Qlympiuskákin: 2,5 vinningar gegn Brasilíu ÍSLENSKA sveitin vann Brasiliu með 2,5 vinningum gegn 1,5 í þriðju umferð Ólympíumótsins sem tefld var í gær. Margeir Pét- ursson vann biðskák sína úr 2. umferð, og er íslenska sveitin með 9 vinninga að loknum þrem um- ferðum. Jóhann Hjartarson hafði svart gegn Milos og gaf skákina að lokn- um 42 leikjum. Jón L. Ámason hafði hvítt gegn De Lima og vann ömgg- lega. Helgi Ólafsson hafði svart gegn Van Riemsdijk og gerðu þeir jafn- tefli. Karl Þorsteins hafði hvítt gegn C. Braga og fór skákin í bið. Karl var þá með gjömnnið tafl, og í gær- kvöldi tilkynnti Brasilíumaðurinn að hann gæfí skákina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.