Morgunblaðið - 16.11.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.11.1988, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 Flugfélag Norðurlands: ElstaTwin Otter-vél- in seld til Kanada FLUGFÉLAG Norðurlands hf. hefur selt elstu de Havilland Canada Twin Otter flugvél sína, TF-JMD, til Kanada, en félagið ráðgerir að festa kaup á nýrri flugvél af gerðinni Twin Otter 300 sem er burðarmeiri og hrað- fleygari útgáfa af þessari tegund. „Flugvélin TF-JMD, sem keypt var frá Svíþjóð, kom til landsins 1. apríl árið 1976 og hefur reynst happadtjúg og á mikinn þátt í því hvað flugfélag Norðurlands er orðið í dag," sagði Sigurður Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri félagsins. Flugvélin var notuð á áætlunarleið- um félagsins innanlands auk þess sem hún var talsvert notuð við umfangsmikil leiguflugsverkefni á Grænlandi. Áður en vélin var afhent kaup- endum var hún tekin í gagngera skoðun á verkstæði FN á Akureyri og um leið var öll málningin leyst af henni, en hún verður máluð í lit- um nýju eigendanna vestur í Kanada. Kaupandi TF-JMD er lítið flugfélag, Nakina Outpost Camp and Air Service Ltd., í Nakina í Ontario, og er þetta fyrsta tveggja hreyfla flugvél félagsins. Vestra verður flugvélin m.a. notuð á flotum en slíkt er algengt í Kanada þar sem vatnasvæði er mikil. „Við erum búnir að einangra stóra flugskýlið, sem við keyptum árið 1986 af Flugmálastjóm, og klæða það upp á nýtt, en þessar framkvæmdir kostuðu um tíu millj- ónir króna. Hita verður hleypt á skýlið, sem er um tólf hundruð og fimmtíu fermetrar að stærð, í vet- ur,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson þegar hann var spurður um hús- næðismál Flugfélags Norðurlands. Flugskýli og verkstæðishúsnæði flugfélagsins eru nú um nítján hundruð fermetrar að stærð, allt einangrað og upphitað, og er innan- gengt á milli húsa. Flugfloti Flugfélags Norðurlands samanstendur nú af tveimur nítján farþega de Havilland Twin Otter, önnur þeirra af 300-útgáfunni, tveimur níu farþega Piper Chieftain og einni fimm farþega Piper Aztec auk tveggja kennsluflugvéla af gerðinni Piper Tomahawk. Frá Akureyri fór TF-JMD sunnu- daginn 13. nóvembertil Reykjavíkur og áfram þaðan daginn eftir til nýrra heimkynna og voru það kanadískir flugmenn sem flugu vél- inni út. - PPJ Morgunblaðið/Rúnar Þór Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari á opnunarhátíð myndviku Borgarbíói sl. sunnudag. Gestum var boðið í kafB og tertu, sem útbúin hafði verið eins og kvikmyndavél í laginu. Hér eru þau Edda Kristjánsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Egill Eðvarðsson, Hilmar Oddsson, Þórey Eyþórsdóttir og Kristján Baldursson að gæða sér á kökunni. Eðvarð Sigurgeirsson heiðraður Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari var gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna við liátíðlegt tækifæri síðastliðinn laugardag í Borgarb.íói á Akureyri, en þá hófst jafn- framt myndvika í tilefni af 80 ára afinæli Eðvarðs á síðasta ári. Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður afhenti Eðvarði heiðurs- skjalið. Þá veitti Gunnar Ragnars formaður menningarmálanefiid- ar Eðvarði Qárupphæð i viðurkenningarskyni frá bænum. Mynd- vikan stendur til 20. nóvember og er haldin á vegum menningar- málanefiidar Akureyrarbæjar. í tengslum við myndvikuna var efnt til kvikmyndasamkeppni. Átta stuttar myndir bárust í sam- keppnina. Ingólfur Ármannsson skóla- og menningarfulltrúi Akur- eyrarbæjar gerði úrslit kunn og afhenti verðlaun. Fyrstu verðlaun, 50.000 krónur, hlaut Júlíus Kemp, Rauðalæk 11, Reykjavík fyrir mynd sína „Akureyri — Reykjavík — Akureyri“. Dómnefnd skipuðu auk Eðvarðs Sigurgeirssonar þeir Guðmundur Ármann og Þórarinn Ágústsson. í áliti dómnefndar um verðlaunamyndina segir að mynd- in sé sviðsett, samspil gamla og nýja tímans og löngunin til „heimahaganna" tengist á skemmtilegan hátt. Hljóðblöndun sé góð og falli vel að myndinni. Myndgæði væru ágæt. Mynda- taka og klipping væru vel unnið. Úrvinnsla á ferli væri góð og hvergi langdregin. Helst mætti gera athugasemdir við veðurfarið, sem ekki virtist í nógu góðu sam- ræmi við bakgrunn og uppbygg- ingu myndarinnar. Sérstaka viðurkenningu, 20.000 krónur, fékk mynd eftir þau Kristján Þorsteinsson og Rósu Kristjánsdóttur, Grænugötu 9, Akureyri. Um hana segir dóm- nefnd: „Hugmyndin að myndinni er frumleg og ljóðræn. Uppbygg- ing myndar með samspili náttúru og guðshúss er forvitnileg en tekst misvel að útfæra hana. Tónlistin er vel valin og fellur vel að mynd- inni. Myndgæði eru allgóð. Myndatakan er misjöfn, allgóð í byrjun en nýtir síðan lítið mögu- leika á íjölbreyttum sjónarhornum og nærmyndum. Stundum eru atriðin fulllangdregin." Við opnunarhátfðina var sýnd syrpa af myndum Eðvarðs auk þeirra tveggja mynda er unnu til verðlauna í kvikmyndasamkeppn- inni. Nýjasta afkvæmi íslenskrar kvikmyndagerðar „I skugga hrafnsins" var frumsýnt á Akur- eyri sl. sunnudag af afloknu er- indi Hrafns Gunnlaugssonar um sögu og þróun íslenskrar kvik- myndagerðar. Þá eru á myndviku sýndar kvikmyndimar Útlaginn, 79 af stöðinni, Land og synir, Stella í orlofi, Húsið, Á hjara ver- aldar, Með allt á hreinu, Punktur punktur komma strik, Foxtrott, Síðasti bærinn í dalnum, Skamm- degi og Jón Oddur og Jón Bjarni. Svalbarðseyri: Sambandið vill borga þriðj- ung fjárskuldbindinga bænda Bankar falli frá þriðjungi af kröfum sínum og láni bændum afganginn á hagstæðum kjörum SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefiir ítrekað fyrra boð sitt um að taka á sig þriðjung af þeim fjárskuldbindingum, sem átta bændur á Svalbarðseyri gengust í ábyrgðir fyrir vegna Kaupfélags Svalbarðseyrar áður en það varð gjaldþrota. í tilboði Sambandsins er gert ráð fyrir því að Samvinnubankinn, Iðnað- arbankinn og Sparisjóður Glæsi- Morgunblaðið/PPJ Twin Otter-flugvél Flugfélags Norðurlands, TF-JMD. Þessi mynd var tekin á Ólafsfírði snemma árs 1986. bæjarhrepps taki í sameiningu á sig þriðjung skuldbindinganna, en þessir þrír bankar eru aðal- kröfuhafarnir á hendur bændun- um. Samvinnubankinn hefur lýst sig hlynntan því að leysa málið á þann hátt sem Sambandið hef- ur gert tillögu um. Endanleg svör hafa ekki borist frá Iðnaðar- banka og Sparisjóði Glæsibæjar- hrepps. Sambandið gerir ráð fyrir í til- boði sínu að viðkomandi bændur beri þriðjung skuldbindinganna með þeim hætti að bankamir veiti þeim löng lán á hagstæðum kjörum þann- ig að árleg greiðslubyrði hvers að- ila verði viðráðanleg. Valur Arn- þórsson stjórnarformaður Sam- bandsins sagði að stjórnin hefði fyrir allnokkrum mánuðum sam- þykkt að taka á sig þriðjung skuld- bindinganna án þess þó að Sam- bandinu bæri lagaleg skylda til þess. „Sambandið vill fyrst og fremst aðstoða bænduma í þeirra erfiðleikum með því að taka þátt í uppgjöri á þeirra ábyrgðum gagn- vart bönkunum og sparisjóðnum með um það bil einum þriðja af ábyrgðunum enda gefi bankarnir eftir einn þriðja og bændumir greiði sjálfir einn þriðja, en þá á þeim kjömm að þeir geti risið undir greiðslunum. Með þessu myndi málið leysast í heild sinni og gætu þeir jafnframt haldið sínum eignum þessa máls vegna. Þetta tilboð setti stjóm SÍS fram fyrir nokkrum mánuðum. Þá stóð tilboðið til 1. september og það tekið fram að eftir þann tíma gæti Sambandið afturkallað boð sitt. En á stjórnar- fundi á mánudag var boðið ítrekað með það að markmiði að málið leystist," sagði Valur. Þau lán, sem bændurnir eru í ábyrgðum fyrir, standa nú í um það bil 45 milljónum króna. Misjafnt er á hvaða ábyrgðum hver og einn er. „Það vom ekki sett fram nein tíma- mörk af hálfu Sambandsins að þessu sinni. Hinsvegar leiðir það af sjálfu sér að það er stuttur tími til stefnu vegna uppboðanna, sem auglýst hafa verið á eignum bænd- anna. Ég veit ekki hver afstaða Sambandsins verður ef bankarnir neita að aðstoða að sama skapi. Það er aðeins eitt skref tekið í einu og ég vona að afstaða allra aðila verði jákvæð svo hægt sé að koma þessu máli frá í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Valur. Eigrim hráefiii út vikuna - segir framkvæmdastjóri UA AÐEINS tveir af sex togurum Útgerðarfélags Akureyringa eru á veiðum eins og stendur, Svalbakur og Hrímbakur. Tveir togarar til viðbótar fara síðan á veiðar i vikunni. Litið mun þó vera eftir af kvóta ÚA og eru togararnir að stöðvast einn af öðrum. Togararnir Hrímbakur og Sól- bakur em þó á sóknarmarki og geta þeir því haldið áfram veiðum um sinn. Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri ÚA sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir um 'i.-kssi • uppsagnir hjá fyrirtækinu. „Mér sýnist við eiga hráefni vikuna, en eftir þann tíma veit ég ekki hvað gerist ef okkur tekst ekki að fá meiri kvóta,“ sagði Gísli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.